Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 13
Klukkan stillt til baka eftir Guðrúnu Ágústsdóttur Á árunum 1975-1982 var gert töluvert átak í byggingu þjónust- uíbúða fyrir aldraða. t>á voru teknar í notkun 32 einstaklings- íbúðir í Lönguhlíð 3,46 einstak- lingsíbúðirog 18 hjónaíbúðir við Dalbraut og vistdeild fyrir 36 og hjúkrunardeild fyrir 32 að Drop: laugarstöðum við Snorrabraut.,1 Furugerði voru byggðar 60 ein- staklingsíbúðir og 14 hjónaíbúð- ir. Áður höfðu verið byggðar íbúðir að Austurbrún 6 (1966) fyrir 40 aldraða og að Norður- brún 1, 52 einstaklingsíbúðir og 8 hjónaíbúðir (1972). í íbúðunum við Austurbrún, Norðurbrún og Furugerði var ekki gert ráð fyrir sérstakri þjónustu fyrir íbúana, svo sem mötuneyti o.fl. Gert var ráð fyrir að íbúarnir væru sjálf- bjarga að mestu leyti. Það hefur komið í ljós, að ekki var hjá því komist að taka upp þjónustu á þessum stöðum. Auðvitað er æskilegt að fólk geti búið sem lengst á sama stað. Það getur ver- ið erfitt fyrir fólk á þessum aldri að standa í flutningum og þurfa stöðugt að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum og umhverfi. Frá árinu 1975 hefur sú stefna verið ríkjandi að byggja ekki íbúðir fyrir aldraða, án þess að gera ráð fyrir sérstöku þjónustu- rými og ýmiss konar aðhlynn- ingu. Annað hefur verið talið ó- raunhæft. Áður var minnst á hjúkrunar- „Engin ný íbúð fyrir aldraða hefur bœstviðfrá 1982. Aldraðir eiga ekki upp á pallborðið hjá Davíð borgar- stjóra og hirð hans. “ deild að Droplaugarstöðum. All- ir þeir sem til þessara mála þekkja, vita hve þörf fyrir aukið hjúkrunarrými fyrir aldraða er brýn. B-álma Borgarspítalans á að leysa mikinn vanda þar. Sú álma er nú risin, en einungis 2 hæðir af 7 hafa verið teknar í notkun fyrir 58 sjúklinga. Hinar standa enn auðar og óinnréttaðar. Til þess að standa við þá fram- kvæmdaáætlun sem gerð hefur verið fyrir B-álmuna hefði þurft 61 milljón króna á fjárlögum þessa árs, en rfkið gat aðeins séð af 8 milljónum, vegna skilnings- skorts. Framlag úr Fram- íbúa 67 ára og eldri, aukinn fjöldi háaldraðs fólks, sem skortir ör- yggi og einnig sú staðreynd að engin ný i’búð fyrir aldraða hefur bæst við frá árinu 1982. Hjá ellimáladeild Reykjavík- urborgar hefur verið tekið saman yfirlit yfir biðlista vegna íbúða fyrir aldraða: forgangshóp, 92, en í janúar 1984 voru þeir 139. Þegar talað er um brýna þörf, þá er þar átt við að aðstæður um- sækjenda séu svo bágar að ábyrgðarhluti sé að veita þeim ekki úrlausn. Þess vegna undrast maður að núverandi meirihluti skuli hafa horft á þetta neyðará- kvæmdasjóði aldraðra gæti orðið svipuð upphæð, svo ekki er mikil ástæða til bjartsýni um úrbætur á þessu ári. Á meðan ríkir algjör neyð hjá mörgum fjölskyldum. En það er ekki einungis hjúkr- unarrými fyrir aldraða sem nú vantar tilfinnanlega. Það ríkir mikil neyð hjá fjölmörgum Reykvíkingum sem þurfa á þjón- ustuíbúðum að halda. Öryggisleysi Á síðustu árum hefur eftir- spurn eftir íbúðum fyrir aldraða hér í borg aukist mjög. Ástæður eru taldar vera vaxandi fjöldi í des. 1980 voru 500 einstaklingar á biðlista og 75 hjón í jan. 1982 voru 502 einstaklingar á biðlista og 82 hjón í feb. 1983 voru 761 einstaklingar á biðlista og 115 hjón í jan. 1984 voru 800 einstaklingar á biðlista og 92 hjón Fjölgun umsækjenda á biðlist- um hefur hlutfallslega orðið mest í elstu aldurshópunum: í des. 1980 voru 150 umsækjenda 81 árs og eldri af 500 í jan. 1982 voru 182 umsækjenda 81 árs og eldri af 502 í feb. 1983 voru 303 umsækjenda 81 árs og eldri af 761 í jan. 1984 voru 371 umsækjenda 81 árs og eldri af 800 Samhliða þessari miklu aukningu háaldraðs fólks á bið- listum hefur þeim einstaklingum sem eru í brýnni þörf fyrir skjóta úrlausn fjölgað mjög. í janúar 1982 voru 23 umsækjendur taldir vera í mjög brýnni þörf fyrir að komast í þjónustuíbúð. í janúar 1984 var þessi tala komin upp í 99. Svipaða sögu er að segja um þá sem þurfa á íbúðum (án mikill- ar þjónustu) að halda. f janúar 1982 voru þeir sem metnir voru í stand, án þess að hafa drifið í skjótum úrlausnum. Starfsmenn eilimáladeildar hafa staðið í ströngu. Það er mjög erfitt að þurfa stöðugt að vísa öldruðu fólki sem býr við algjört öryggis- leysi í húsnæðismálum frá, með þeim orðum að engin lausn sé í sjónmáli. „Talaðu við okkur 1986, þá gæti verið möguleiki'", er að vísu ekki það svar sem gefið i Framhald á bls. 14 Víetnam, Nicaragua, El Salvador: Þess vegna svona mikið um stuðning! Ég ætlaði alltaf að leggja dá- lítið út af grein Árna Bergmann í Þjóðviljanum 3. janúar sl.: „Stríðið í Afganistan. Hvers vegna er svo lítið um mótmæli?“. Læt ég nú loks verða af því. Vöngum velt Árni er að velta því fyrir sér, hvers vegna „hernaður Sovét- manna í Afganistan hafi ekki valdið jafnmiklum öldum mót- mæla og til að mynda hernaður Bandaríkjanna í Víetnam“. Fyrstu ástæðuna telur Árni vera þá að stríðið í Víetnam hafi verið aðgengilegra frétta- mönnum en stríðið í Afganistan. Þessi fullyrðing er út í hött. Árni verður að útskýra hvað hann meinar. Varla áttu við að fjöllin séu hærri í Afganistan. Þá kæmi væntanlega á móti að skógurinn er þéttari í Víetnam. í alvöru tal- að, hvað áttu við? Fréttir frá Víetnam voru ekki alltaf miklar. Þegar ég kom til Svíþjóðar haustið ’63 hafði verið fjallað mjög lítið um stríðið í Víetnam í þarlendum fjölmiðl- um. Hafði þetta stríð þó verið hatrammt árum saman. Þær frétt- ir sem sænsk blöð birtu þetta haust voru afturhaldssamar, í meira lagi. Ég tók eftir því að ég vissi margfalt meira um þetta stríð en fólk almennt í því háskólaumhverfi sem ég hrærðist í. Samt hafði ég þá ekki sinnt þessu máli neitt sérstaklega. Ég eftir Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafrœðing „Þjóðviljinn á ekki að láta niðurstöður nýlegra skoðana- kannana leiða sig út í að gera lítið úr mikilvœgi barátt- unnar gegn Nató“. hafði hins vegar lesið Þjóðviljann og fylgst með skrifum hans um þetta stríð í meira en áratug. Þjóðviljinn hefur líklega ekki tekið mið af „almennu“ frétta- mati á þessum tíma, en leitast við að útskýra vanda lítilmagnans, þar sem hann átti undir högg að sækja, lítilmagnans sem svo gjarnan er kúgaður í hinum „al- menna“ fréttaflutningi. Á næstu 2-3 árum reis Víetnamhreyfingin í Svíþjóð í slíkt veldi að hún breytti allri umræðu um þetta stríð, m.a. í sænskum dag- blöðum. Ég hygg að íslendingar í öðrum löndum Vestur-Evrópu á þessum tíma hafi svipaða reynslu. Aðra ástæðu telur Árni vera að Víetnamhreyfingin hafi verið öfl- ug í Bandaríkjunum sjálfum. Þessi fullyrðing stenst nú ekki nema á síðustu árum stríðsins. Víetnamhreyfingin varð miklu fyrr sterk í Évrópu. Þriðju ástæðuna telur Ámi vera að Víetnamstríðið hafi verið háð á tímum uppreisnar æsku- fólks. Hér snýr Árni öllu á haus. Æskan er alltaf í einhverri upp- reisn, Árni minn. Núna t.d. í uppreisn gegn heyrnarverndun- araðgerðum foreldra sinna. Það sem skeði upp úr 1965 var að kommar, mannréttindasinnar og aragrúi æskufólks risu upp í heil- agri reiði, af því að þetta var bar- átta milh góðs og ills, vegna þess hve stíð vesturveldanna með Bandaríkin í broddi fylkingar var ógnarlegt, gegn réttlátum kröf- um og samstöðu víetnömsku þjóðarinnar. Þessu fólki varð líka ljóst að andstaða þess við stríðs- rekstur Bandaríkjanna í Víetnam var í andstöðu við hagsmuni vald- hafa í hinum vestræna heimi. Þess vegna þróaðist þessi hreyf- ing upp í andstöðu við þau gildi almennt sem valdhafar auðvalds- heimsins settu hæst. Til okkar ís- lendinga gerðum við auðvitað sérstakar kröfur, af því það var okkar Nato-her sem þarna var að verki. Síðast nefnir Árni sem orsök fyrir því að Víetnammótmælin voru öflugri en Afganistan mót- mælin, að vinstrið og hægrið séu negld við Sovét og Bandaríkin. Það er dálítið erfitt að skilja hvemig þetta leiðir til þess að Ví- etnamstarfið verði öflugra en Af- ganistanstarfið. Árni tínir allt til sem ástæðu til að forðast að nefna hina raun- vemlegu ástæðu, sem er málstað- urinn sem barist er fyrir. Þess vegna Víetnam, El Salvador Heimurinn er fullur af órétt- læti. Okkur em takmörk sett. Við getum ekki sinnt öllu. Við einbeitum okkur réttilega að því, þar sem við sjáum einhverja von, ekki síst að stuðla að sigri í bar- áttu sem getur orðið öðrum stuðningur og fordæmi. í Víetnam stóð þjóðin næstum öll sameinuð í baráttu fyrir þjóðfélagslegu réttlæti og fram- förum gegn áratuga kúgun franskra og bandarískra heims- valdasinna búnum öllum þeim dráps- og pyntingartækjum sem nútíma hugvit hefur upp á að bjóða. í Afganistan er myndin ekki svona skýr. Uppreisnin í Afgan- istan gegn Kabulstjórninni var uppreisn lénsks klerkveldis, gegn framförum, gegn því að konur lærðu að lesa, svo eitt lýsandi dæmi sé nefnt. Vfst mótmæltum við hernaðar- íhlutun Sovét í Afganistan og ger- um enn. Við mótmælum af því við teljum óþolandi að sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða sé ekki virtur, af því við teljum Rússa engan vanda geta leyst. Þvert á móti að þeir auki á vandann. Meðal uppreisnarmanna í Afgan- istan eru vissulega til framfara- sinnuð öfl. Vopna- og fjáraustur Bandaríkjanna, Pakistan og ann- arra fylgiríkja þeirra til Afgani- stans fer til afturhaldsaflanna. Baráttan milli þessara afturhald- safla og Rússa verður það sem allt snýst um og ýtir allri framfarasinnaðri baráttu til hlið- ar. Vinstri menn hafa andæft og eiga að andæfa Sovétríkjunum í Framhald á bls. 14 Miðvikudagur 6. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.