Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 8
MENNING Leíklíst Brot úr menningarsögu Þjóðleikhúsið sýnir: Gertrude Stein, Gertrude Stein, Gertrude Stein eftir Marty Martin Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson Leikmynd: Guðrún Erla Geirsdóttir Þýðing: Elísabet Snorradóttir Gertrude Stein er einn af þeim höfundum sem allir hafa lesið og heyrt um en enginn lesið, enda eru flestar bækur hennar þess- háttar torf sem sérstaka bilun þarf til að komast í gegnum. Engu að síður ávann hún sér sinn sess í sögu bókmennta og menn- ingar á fyrstu áratugum aldarinn- ar. Þegar rithöfundar amerískir tóku að flykkjast til Parísar eftir fyrra stríð til að drekka í sig Evr- ópumenninguna á hagstæðu gengi dollarans, þá var Gertrude Stein þar fyrir og búin að vera þar lengi. Hún var aukinheldur búin að uppgötva Matisse og Picasso, og var nú að reyna að gera það sama í orðum sem þeir gerðu í formum og litum. Rós er rós er rós er rós, sagði hún sem frægt er orðið. Ekki tókst henni að skapa ódauðlegar bókmenntir með þessu móti, en heimili hennar var miðstöð listamanna um skeið, og hún hafði töluverð áhrif á ýmsa unga menn sem komu til að sitja við fótskör meistarans, svo sem Hemingway, sem lærði kannski af henni að móta setningar. Og svo skrifaði hún um sjálfa sig bókina Sjálfsævisögu Alice B. Toklas, en Toklas þessi var sambýliskona hennar, og hún varð sölubók. Alice skrifaði hins vegar merkilega matreiðslubók sem er sígilt verk á sínu sviði og inniheldur ekki lítið af menning- arsögu. Um þessa ágætu konu hefur Marty Martin samið eintal, þar sem hún segir undan og ofan af ævi sinni á rúmum tveimur tím- um. Þetta er ekki óskemmtilegt tal og margar góðar sögur eru látnar fjúka. En það verkar ansi mikið sem kennslustund í menn- ingarsögu, eða sem upptalning á nöfnum frægra manna („... eins og Picasso sagði við mig“)- Lítið er gert til að reyna að kafa ofaní þessa persónu. Hún er að gera upp líf sitt, en það er aðeins hin sögulega persóna sem hún er að gera upp, staða hennar í menn- ingarsögunni. Það skortir mjög á dýpt og drama í þessum texta. Sú vöntun verður mjög áþreif- anleg í leik Helgu Bachmann, sem gerir sitt ýtrasta til að skapa djúpa og dramatíska persónu, en vantar stuðning í textanum til að það megi auðnast til fullnustu. En Helga var engu að síður heill- andi og raddbeiting hennar hefur aldrei verið betri. Hún sýnir einn- ig á þeim stöðum þar sem örlar fyrir raunverulegum drama- tískum tilþrifum í verkinu, svo sem í lýsingunni af átökum Gert- rude við Leo bróður sinn, að hún getur gefið persónunni líf og þunga, en í löngum samkvæmis- sögum drepst þetta á dreif. Samt er þessi leikur hiklaust spor fram- ávið í ferli Helgu Bachmann. Andrés Sigurvinsson og Guð- rún Erla hafa skapað Helgu ágæta umgerð. Ég man tæplega eftir því að leikrými kjallarans, sem allajafna er nokkuð vand- ræðalegt, hafi verið gert eins að- laðandi eða náðst þar eins góður heildarsvipur. Skemmtileg er notkun hennar á málverkum Gertrude sem varpað er á veggi, en þar saknar maður myndar Pic- assos af henni, sem þó er mikið talað um í textanum. Það er margt gott um þessa sýningu, hún er vönduð og smekkleg og skemmtileg, en hún grípur mann ekki föstum tökum. Það er vegna þess að textinn er yfirborðslegur um of; þar er allt lagt upp úr hnyttni og andríki. Og þó að þýðandinn hafi auðheyri- lega lagt mikla vinnu í verk sitt eru á íslenska textanum vankant- ar sem gera hann stirðan. Alltof margar setningar fylgja setninga- skipan frummálsins útí æsar og verða því stirð íslenska. Sverrir Hólmarsson. Gísli Ólafsson á Eiríksstöðum í Húnavatnssýslu er í hópi kunnari hagyrðinga íslenskra. Hann var fæddur að Eiríks- stöðum í Svartárdal 1885 en andaðist 1967. Gísli gaf út nokkrar Ijóðabækur, þá fyrstu Ljóð 1917, Nokkrar stökur 1924, Ljóð 1929, Heiman úr dölum 1933, Á brotnandi bár- um 1944, sem er endurprent- un fyrri bóka og nýr viðauki og svo í landvari 1960. Gísli átti heimaáEiríksstöðumþartil hann var þrítugur, en þá flutt- ist hann til Sauðárkróks og var þar daglaunamaður. Vísur Gísla á Eiríksstöðum bera vott um snilldar hagmælsku, kímni og oft er í þeim broddur, en aldrei illgirni. í fyrstu vísunni að þessu sinni lýsir hann æskuárun- um á skemmtilegan hátt: Ef á borðið öll mín spil, ætti ég fram að draga, Íheld ég yrði skrítin skil á skuldum fyrri daga. Hún er snilldarlega ort næsta !vísa og segir margt í fáum orðum: Hryggst ég gat og fögnuð fyllst, fundið, glatað, brotið, áfram ratað, einnig villst, elskað, hatað, notið. llHMMnÉBaRMaMmnBBHKHaaMnaMMnMnBKnnHBnB Næsta vísa er ort um ríkis- bubba sem lét mikinn: Þótt þú berir fegri flík, og fleiri í vösum lykla, okkar verður lestin lík, lokadaginn mikla. Einhver frægasta vísa Gísla frá Eiríksstöðum er ort á bannárun- um og margir vísnavinir fara með þessa stöku þegar guðaveigar eru hafðar við hönd: Oft á fund með frjálslyndum, fyrr ég skunda réði, en nú fæst undir atvikum, aðeins stundargleði. Það hafa margir hagyrðingar ort um lokaferðina og með mis- jöfnum árangri. Gísli gerir það af snilld eins og vænta mátti: Þegar lagt er lík á beð, lokagreiðslan kemur. Heimur borgar manni með moldrekunum þremur. Eitthvað hafa ástarmálin gengið brösulega þegar þessí vísa var sett saman: Þú þóttist vilja verða mín og varst ei spör að klappa, en flest voru ástarorðin þín innan „gœsalappa". Við skulum ljúka þessu með brag sem Gísli nefndi Fyrr og nú: Margir forðum ortu óð, yngdu með því geðið, þá voru líka föðmuð fljóð, fengin staup og kveðið. Nú hafa flestum bannað brag bændakjörin þungu. Skuldir, dýrtíð, rollurag, raunir á hvers manns tungu. Látum hina þreyttu þjóð, þjóna hvötum lœgri. Eg skal yrkja og elska fljóð, allt að banadægri. Veröld þegar við ég skil, vini og kunningjana, þá er nægur tími til að tala um reikningana. juumLuumjiniini11. iH>"ii*miiiiiwwiii i i■ im !■»—iii — wíirimoTTmniwniTríiiMiiiiiiiinnaiwiiiii Helga Bachmann í eina hlutverkinu, hlutverki Gertrude Stein. Jazz Tœr og lýrískur Tónleikar Chet Baker í Gamla bíói Jazzvakning, sem hefur á und- anfömum árum kynnt fyrir ís- lendingum ýmsa stórmerka jazz- leikara, hefur haft heldur hægt um sig upp á síðkastið. Á síðasta ári voru ekki haldnir nema einir tóneikar með erlendum jazz- leikara á vegum félagsins, það voru tónleikar Toots Thielemans í febrúar. Það var því löngu orðið tímabært að frammámenn Jazzvakningar tækju upp þráðinn að nýju er þeir buðu hingað trom- petleikaranum og söngvaranum Chet Baker sem lék ásamt ís- lenskum undirleikurum í Gamla bíói sl. laugardag. Chet Baker á að baki langan feril í jazzmúsíkinni. Hann lék skamma hríð með hljómsveit Charlie Parker árið 1952, en sló stuttu síðar í gegn með kvartett Gerry Mulligans. Þar varð hann einn af boðberum þeirrar tónlist- arstefnu sem hann hefur jafnan verið bendlaður við síðan, „cool“ jazzinn. Svali jazzinn átti einkum fylgi að fagna meðal hvítra tón- listarmanna á vesturströnd Bandaríkjanna (þótt Miles Davis ætti stóran hlut að máli í upp- hafi.). Þar var snúið baki við ofsafenginni tilfinningatjáningu bebobsins, cool jazzinn var þýð- ari og yfirvegaðri, oft með þung- lyndislegum undirtóni, tónlist kalda stríðsins segja sumir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. En það var auðheyrt á tónleikunum á laugardaginn að Baker hefur ekki látið þá svipti- vinda, sem leikið hafa umjazz- tónlistina undanfarna tvo ára- tugi, hafa mikil áhrif á sig. Efnis- skráin samanstóð af kunnug- legum melódíum sem meðhöndl- aðar voru að gömlum sið. En það kom strax í ljós að enda þótt árin hafi leikið útlit og limaburð trompetleikarans grátt býr blást- ur hans enn yfirþeim vel temp- raða eldmóði sem er aðalsmerki Chet Baker: Yljaði gömlum aðdá- endum um hjartaraetur. þessarar tónlistar. Baker hefur ákaflega tæran tón og lýrískur trompetleikur hans nýtur sín best á hægum ballöðum, þó að hraðari lög á efnisskránni vefðust ekki fyrir honum. Hann hefur fullkomið vald á hljóðfær- inu og er mikill meistari í að mynda spennu í tónlistinni með styrkleikabreytingu. Um sumt minnir hann á Miles Davis 6. ára- tugarins enda þótt hann ástundi ekki þá sundurbútun laglínunnar sem Miles varð frægur fyrir. Baker brá einnig fyrir sig söng í nokkrum lögum. Hann hefur hvorki mikla rödd né blæbrigða- ríka, en lágvær söngur hans skapaði áheyrilega tilbreytingu á tónleikunum. Það getur lukkast misjafnlega vel að stefna saman íslenskum hjóðfæraleikurum og erlendum gestum sem hér gera skamma viðdvöl. Oft gefst stuttur tími til æfinga og heimamenn eru kann- ski misvel að sér í tónlist gest- anna. Hér virtust undirleikararn- ir þó vera allvel undirbúnir. Pían- óleikarinn Kristján Magnússon er gamalreyndur í þessari tegund tónlistar og mjúkir bassatónir Tómasar Einarssonar henta henni prýðilega. Trommuleikar- inn Sveinn Óli Jónsson hafði sig lítið í frammi, passaði sig greini- lega á því að þvælast hvergi fyrir. Ekki var þó laust við að nokkurs óöryggis gætti hjá þeim framan Framhald á bls. 9 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 6. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.