Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Reykjavíkurflugvöllur Verið að festa hann í sessi Sigurður Harðarson arkitekt: Skipuleg uppbygging varanlegra mannvirkja. Vantarpólitísktþor og vilja flugmálayfirvalda að skoða dœmið til enda. Gœti rúmað alltað lOþús. manna byggð. Það er alveg ljóst að allar var- anlegar og sérhæfðar bygg- ingar eins og flugstöð mun hafa sitt að segja til að festa flugvöllinn í sessi þarna í Vatnsmýrinni. Þær byggingar sem fyrir eru á flug- vallarsvæðinu utan hótelsins og flugturnsins eru allar annaðhvort færanlegar eða gamlar og úrelt- ar. Þetta skipulag gerir hins vegar ráð fyrir ákveðinni skipulegri uppbyggingu varanlegra mann- virkja á svæðinu, segir Sigurður Harðarson arkitekt og fulltrúi AB í skipulagsnefnd borgarinnar. Skipulagsnefnd hefur nú til umfjöllunar nýtt deiliskipulag af Reykjavíkurflugvelli sem flug- málastjóri hefur látiö gera. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær gerir skipulagið ráð fyrir að byggð verði ný flugstöð við Loftleiðahótelið og A-V brautin lengd um 300 m. út í Skerjafjörð, auk þess sem fjöldi annarra bygg- inga verði reistur á svæðinu. „Þegar allir þessir aðilar sem tengjast fluginu eiga að fara að byggja upp sína aðstöðu þarna þá er alveg ljóst að erfiðara verður að koma flugvellinum burt. Það er greinilega stefnt að allri upp- byggingu innanlandsflugsins á þessum stað án þess að áður fáist ræddir til hlítar aðrir valkostir í þessum efnum. Borgaryfirvöld hefur skort pólitískt þor til að takast á við þetta mál og flug- málayfirvöld vilja ekki skoða þessi mál í heild sinni. Þarna er landssvæði sem gæti rúmað allt að 10 þús. manna byggð og ávinn- ingurinn af því ekki svo lítill þeg- ar við horfum fram á það að Reykjavík er að verða búin með sitt byggingarland", sagði Sigurð- ur Harðarson. ~*g- RiYKJAVIKUR- FLUGVÖLLUR DEILISKIPULAG 1:2000 w 300 m. Nýja deiliskipulagið af flugvellinum: Búið er að merkja inn helstu fyrirhugaðar nýjar framkvæmdir og einnig lendingu á V-brautinni sem ekki er sérstaklega merkt inn á skipulagið. Mynd - E.Ol. Myrkir músíkdagar Skák RÝMINGARSALA 20 — 50% AFSLÁTTUR Teppatand GRENSÁSVEG113, REYKJAVÍK, SÍMAR 83577 OG 83430 Miðvikudagur 6. februar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Huldufólk og Marsbúar Snorri Sigfús Birgisson frumflytur píanólög fyrir byrjendur í Norrœna húsinu í hádeginu í dag Snorri Sigfús Birgisson tón- skáld frumflytur 9 píanólög fyrir byrjendur eftir sjálfan sig á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu kl. 12.30 í dag. Þetta er liður í Myrkum músík- dögum sem nú standa sem hæst. Flytjendurauk höfund- ar eru Gísli Magnússon og Sigríður Einarsdóttir. Fyrir rúmu ári fór NOMUS þess á leit við fimm tónsmiði, einn frá hverju Norðurlandanna, að þeir semdu hver um sig 25 stutt lög fyrir byrjendur í pínanóleik og var Snorri Sigfús einn þeirra. Lögin sem flutt verða á tón- leikunum í dag voru samin á síð- astliðnu hausti skv. ofanskráðri beiðni. Meðal verkanna eru lög eins og Slökkviliðið, Köttur og mús, Kling Klang, Regnbogi, Huldu- Snorri Sigfús Birgisson: Verkin voru samnin á síðastliðnu hausti samkvæmt beiðni frá Nomus. fólk, Árstíðirnar, Geimferðalög, Úr draugasögu og sálmar - GFr. Jafntefli Margeir og Agdestein tefla aftur í dag Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu einvígisskák þeirra Margeirs Péturssonar og Simens Agdestein. Skákin fór í bið í fyrradag og í gær sömdu kapp- arnir um skiptan hlut án þess að hreyfa mennina á skákborðinu. Staðan er því V2-V2 Tefldar verða fjórar skákir í einvíginu og verði staðan jöfn eftir það vinnur Norðmaðurinn vegna þess að hann reið feitara hrossi frá viður- eign þeirra Margeirs á mótinu í Gausdal. Önnur skákin hefst kl. 17.00 í dag í ráðstefnusal Hótels Loftleiða í Reykjavík. - m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.