Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 9
MENNING Tónlist Kammertónleikar í Bústaðakirkju Sinfóníuhljómsveit íslands Kammertónleikar í Bústaðakirkju Stjórnandi og einleikari: Jaime Laredo. Efnisskrá: G. Fr. Hándel: Concerto grosso í G dúr op. 6 nr. 1. Hafliði Hallgrímsson: „Poemi“ fyrir fiðlu og strengjasveit, frumflutningur undir stjórn höfundar. J. S. Bach: Fiðlukonsert í a moll F. Mendelssohn: Sinfónía í c moll (nr. IX). Pessir tónleikar voru meö þeim áhugaverðustu sem Kammer- sveit S.f. hefur haldiö hingað til. Stjórnandi og einleikari á fiðlu var Jaime Laredo, heimsfrægur fiðluieikari. Tónleikarnir hófust á Concerto grosso í G dúr op. 6 op. 1 eftir Hándel. Einleikarar í því verki voru þau Jaime Laredo og Guðný Guðmundsdóttir. Þessi hrífandi fallega tónsmíð var afbragðs vel flutt af einleikurum og strengjasveit. Næst var efnisskránni frum- flutningur á „Poemi“ fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Hafliða Hallgrímsson, höfundur stjórn- aði. það var mikil eftirvænting meðal áheyrenda að heyra þetta nýja verk Hafliða, en hann hefur getið sér gott orð sem tónskáld á síðari árum. Eins og flestir vita Framhald af bls. 8 af. Það var eiginlega ekki fyrr en undir lok fyrra helmings tónleik- anna að þeir fóru að sækja í sig veðrið og þeir léku af mun meira öryggi eftir hlé. í heild sköpuðu þeir notalega umgjörð um blástur Bakers, en stundum fannst manni að þeir mættu vera svolítið áræðnari í spilamennskunni. hefur Hafliði starfað sem cello- leikari erlendis í mörg ár og hann er nú kennari við Konunglega Tónlistarskólann í Edinborg. Tónverkið „Poemi“ var samið fyrri hluta árs 1983. Verkið er til- einkað Jaime Laredo og strengja- deild Skosku kammersveitarinn- ar. Það er í þrem þáttum, Draumur Jakobs, Fórn lsaks og Glíma Jakobs við engilinn. Ég leyfi mér að vitna í efnisskrá: „Kveikjan að verkinu eru þrjú málverk eftir Chagall sem eru í safni í Nice í Frakklandi. Hvert þeirra um sig er ljóðræn endur- sköpun texta sem Chagall sótti í Gamla testamentið." Ennfremur segir tónskáldið: „Takmark mitt er ég samdi POEMI var að semja virtuósaverk fyrir fiðlu og streng- jasveit og hafa til að byrja með Það var fjölmenni í Gamla bíói og ágæt stemmning, hljómsveitin klöppuð tvisvar upp í lokin. Þess- ir tónleikar teljast kannski ekki til stórtíðinda, en yljuðu áreiðan- lega ýmsum gömlum áðdáendum Bakers um hjartarætur. Vonandi líður ekki mjög langur tími þang- að til Jazzvakning ræðst í næsta verkefni. hliðsjón af málverkum Chagalls, nota þau sem listrænan grunn til að skjóta rótum í og endurskapa út frá tónlist sem gæfi ein- leikshljóðfærinu mikið og fjöl- þætt hlutverk en notaði strengja- sveitina meira sem „leiksvið" sem sífellt breytist samkvæmt hlutverki einleikarans. Tónlistin þróaðist hægt í lausmótuðum draumi fyrsta þáttar, í gegn um víðáttu einmanaleik og örvænt- ingu annars þáttar og endar í langri glímu fiðlunnar við enda- lausa röð tvígripa." En það er þetta með tónlist, þegar allt kemur til alls, þá getur tónlist ekki lýst nema sjálfri sér og er dæmd eftir því. Tónlist verður aldrei annað en tónlist sama hvað tónskáldin hafa í huga þegar þeir semja. En vissulega fer tónlistin í annan farveg ef tón- skáldin hafa einhverja ákveðna mynd í huga eða atburðarás, en þegar samin er absolut musik. Það var t.a.m. mjög málandi hvernig tónar einleiksfiðlunnar hækkuðu og hækkuðu, en þeir áttu að tákna himnastigann í draumi Jakobs og eins hvernig strengirnir léku hálf óraunveru- lega eins og upplifað er í draumi. Verkið í heild er mjög kunnáttu- samlega samið og áhrifamikið og var verulega spennandi að fylgj- ast með framvindu þess. Verkið hlýtur að vera mjög erfitt í flutn- ingi, en ég heyrði ekki annað en að allt gengi upp, en sérstaka at- hygli vakti frábær leikur einleik- arans og mun ég koma að honum hér á eftir. Hafliði stjórnaði af mikilli röggsemi og skapi (temp- eramenti) og vakti flutningurinn undir stjórn hans mikla hrifningu áheyrenda. Jaime Laredo stjórnaði og lék einleik í Bach-konsertinum eftir hlé. Það þurfti enginn að fara grafgötur um það að J. Laredo er einn af útvöldu meisturum fiðl- unnar. Hann er fiðluleikari á æðsta þrepi þar sem tækni og túlkun eru svo samofin að allt virðist svo sjálfsagt, allt kemur til skila án nokkurrar áreynslu. Bach konsertinn var þannig flutt- Hafliði Hallgrímsson: Verk hans er í heild mjög kunnáttusamlega samið og áhrifamikið. ur af einleikarans hálfu að einskis var vant, og engu þurfti við að bæta. Samspil strengjasveitarinn- ar og einleikara var gott. Að endingu lék strengjasveitin Sinfóníu í c moll eftir undrabarn- ið Felix Bartholdy Mendelssohn. Mendelssohn var aðeins 12 ára er hann samdi þetta verk og var gaman að fylgjast með hugmynd- um þessa óvanalega drengs sem allt virtist leika í höndunum á. Aðstæður hans voru eins góðar og hugsast gat í uppvextinum. Faðir hans var vellauðugur bankastjóri sem lét einskis ó- freistað cil aðsonurhansfengi þá bestu menntun sem mögulegt var. Ungi Mendelssohn hafði sína eigin hljómsveit heima hjá sér og æfðist snemma í að skrifa fyrir hljómsveit enda einn mesti snillingur á því sviði. Sinfónían í c moll sem er eingöngu samin fyrir strengjasveit, minnir ekki á þann Jaime Laredo: einn af útvöldum meisturum fiðlunnar. Mendelssohn sem skrifaði Okt- ettinn og tónlistina við Jóns- messunæturdraum aðeins 3-4 árum síðar, en hún er skemmti- legt og hugmyndaríkt verk, bráð- smellið hvernig hann skiptir strengjunum í tríóinu í þriðja þætti. Það var mjög áhugavert að heyra þetta æskuverk sem var vel flutt af Strengjasveit S.í. undir afbragðs góðri stjórn Jaime Lare- do. SPARISKIRTEINI RIKISSJOÐS, ÞESSI MEÐ HÁU VEXTINA, FÁST NÚ Á PÓSTHÚSUM UM LAND AT TT 'i Auk þeirra eru sölustaðir: Seðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.