Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 14
MINNING
VIÐHORF
Kláus Eggertsson
frá Vestri-Leirárgörðum
F. 16.06. ’06 - D. 29.01. ’85
Hann var maður sem börn og
dýr hændust að, var afskiptalaus,
en bjátaði eitthvað á var hann
það skjól sem ekki brást. í trausti
nærveru hans gátu uppburðarlitl-
ir sumargestir æft leikrit og kór í
fóðurgeymslunni og jarðað smá-
fugla með viðhöfn og tilstandi.
Hver nema hann nennti að fara
í gönguferðir með litlu frænku án
þess að stíga á blómin? Kannski
var það einkennandi fyrir allt
hans líf. Hann eyddi bestu árum
ævinnar við hlið aldraðra for-
eldra sinna. Enginn spurði „hvort
hann ekki ætti aðra starfa þrá.“.
Fertugur að aldri flutti hann til
Reykjavíkur og dvaldist þar við
ýmis störf meðan starfsævin ent-
ist. Hann kvæntist um fimmtugt
Huldu Einarsdóttur og unni
henni mjög en missti fyrir nokkr-
um árum. Eftir það vera eins og
lífslöngunin yfirgæfi hann og nú
er saga hans öll. Saga góðs
manns.
Sé til annað líf vona ég hann
geti setið þar við útvarpið sitt og
hlustað á söng snillinganna.
Blessuð sé minning hans.
Systa.
Blaðburðarfólk Va 4
Ef þú err^
morgunhress
Hafðu þá samband við afgreiðslu
Þjoðvfljans, sími 81333
Blaðbera vantar strax í:
Frostaskjól
og Granaskjól
Það bætir heilsu og hag
að bera út Þjóðviíjann
VOÐVIUINN
Betra blað
'n’
Útboð - gatnagerð
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og lagna í
Setbergi, samtals um 700 metrar í götu auk 200 metra
‘lagna utan gatna.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræð-
ings Strandgötu 6, gegn 3 þúsund kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11 fimmtud. 14.
feb. nk..
Bæjarverkfræðingur.
Kláus Eggertsson
frá Vestri-Leirárgörðum
verðurjarðsunginn ídag, miðvikudaginn 6. febrúarkl. 15.00
frá Fossvogskirkju.
Aðstandendur
Klukkan . . .
■ Framhald af bls. 13
hefur verið hjá deildinni - en er
samt staðreynd og hefur verið svo
frá 1982.
Tillögur Alþyöu-
bandalagsins
Tillögur okkar Alþýðubanda-
Iagsmanna um skjótar úrlausnir
t.d. að finna húsnæði sem breyta
mætti á skömmum tíma í íbúðir
fyrir aldraða hafa ekki hlotið náð
fýrir augum Sjálfstæðismeirihlut-
ans í borginni. Jafnvel lítil tillaga
um að gefa öldruðum sem búa
enn heima kost á að kaupa sér
máltíðir í mötuneytum borgarinn-
ar eða í sérstöku húsnæði var ó-
framkvæmanleg að þeirra áliti.
Slík þjónusta er nú veitt í tengsl-
um við þjónustuíbúðir á fjórum
stöðum í borginni, en engin slík
þjónusta er á vegum borgarinnar
í Vesturbænum, þar sem fjöldi
aldraðra er mestur. En slík þjón-
usta er mikilvægur liður á því að
aldraðir geti búið lengur á heimil-
um sínum, kjósi þeir það.
Sú nýbreytni var tekin upp á
síðasta kjörtímabili að bjóða upp
á dagvist aldraðra og fer sú starf-
semi nú fram í húsnæði þjónustu-
íbúða við Dalbraut og íiefur gef-
ist vel.
Þess vegna . . .
Framhald af bls. 13
Afganistan. En það er sannarlega
ekki auðvelt að finna leið til raun-
hæfs stuðnings við framfarasinn-
aða baráttu þarna um þessar
mundir.
Ætti ég krafta aflögu frá því
alþjóðlega stuðningsstarfi sem ég
tek þátt í nú og tel mikilvægast,
mundi ég fremur beina þeim tií
stuðnings uppbyggingunni í Víet-
nam heldur en til Afganistan.
Alla tíð frá því hinu formlega
stríði lauk hafa Bandaríkin reynt
að knésetja Víetnam efnahags-
lega og áróðurslega. Knésetja
það efnahagslega með því að nýta
sér það gereyðingarstríð sem þau
háðu gegn Víetnömum, m.a.
með eyðileggingu landsins sem
þeir byggðu afkomu sína á.
Bandaríkin hafa neitað að borga
umsamdar stríðsskaðabætur og
beita á annan hátt efnahagslegum
yfirburðum sínum og pólitískum
áhrifum til að hindra uppbygg-
ingu í Víetnam, til að halda áfram
stríðinu gegn þessari stríðsþjáðu
þjóð.
Hví svo fáir
íhaldsmenn
Svo skal ég útskýra það fyrir
þér Árni, hvers vegna svona fáir
íhaldsmenn eru í Afganistanmót-
mælunum, þótt þeir séu nú ann-
ars kaldir all margir. íhalds-
leiðtogarnir og allir sannir íhalds-
menn eru dauðfeimnir við þetta
mál allt saman. Ekki svo að þeir
vilji ekki klekkja á Rússum. Nei,
þeir eru lafhræddir við að þarna
Íeynist Ajatolla í hverju skoti
með einhvern Komeni í broddi
fylkingar eins og í íran. Og þótt
þeir séu alveg á því að senda pen-
ing og vopn þá verða þeir alltaf
dálítið hjárænulegir, blessaðir, ef
þeir eiga að fara að sýna beinan
stuðning við þetta „gulleita fólk
þarna suðurfrá", svo ekki sé nú
talað um að standa fyrir það úti á
götu.
Með tilvitnun í einhvern dansk-
an mann, virðist Árni vera að fur-
ða sig á því hvers vegna vinstri
menn beina starfi sínu fremur til
E1 Salvador en Afganistan. Ég
ætla þá að vitna í konu frá E1
Salvador, sem hét Marianella
Garcia Villas. Hún var forseti
mannréttindanefndar E1 Salva-
dor. Nefndin vann að því að upp-
í des. 1983 fluttum við tillögu
um að finna hentugt húsnæði
fyrir dagvist annars staðar í borg-
inni. Nú er 1985 og ekkert hefur
gerst í því máli.
En hvað hefur verið gert það
sem af er kjörtímabili Sjálfstæð-
ismeirihlutans? Það er skemmst
frá því að segja að engin ný íbúð
hefur enn verið tekin í notkun.
Fyrrverandi meirihluti hafði
undirbúið byggingu þjónustuí-
búða í Seljahverfi í Breiðholti.
Framkvæmdir áttu að hefjast á
árinu 1982. Þeim framkvæmdum
var hins vegar frestað og hófust
ekki fyrr en ári síðar, og er nú
stefnt að því að ljúka þeim fyrir
kosningarnar 1986. Þar verða
byggð smáhýsi í tengslum við
dvalarheimilið sem verða öll
seld. Sérbýli þessi verða því ein-
göngu fyrir þá aldraða sem búa
við þokkaleg efni. Sama gildir um
þær söluíbúðir sem nú er verið að
byggja á vegum Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur í
Kringlumýri og söluíbúðir Sam-
taka aldraðra og Ármannsfells
við Bólstaðarhlíð. Þær íbúðir
standa ekki þeim öldruðum til
boða sem eru á biðlista hjá
Reykjavíkurborg og eiga ekki
eigin íbúð. En þess má geta að í
janúar 1984 bjuggu 440 umsækj-
endur í leiguhúsnæði.
lýsa mannréttindabrot, hver sem
í hlut átti. Mannréttindanefndin
varð fyrir ógurlegum ofsóknum
af því að í ljós kom í rannsókn
hennar að mannréttindabrotin
stöfuðu öll frá stjórnvöldum
þeim sem þarna ríkja í skjóli
bandarískra vopna. Þau eygja
þann möguleika einan að drekkja
í blóði öllu andófi gegn misrétti.
Marianella var drepin af
stjórnarhermönnum eftir hræði-
legar pyndingar þegar hún var að
rannsaka notkun napalm-
sprengja og eiturhernaðar gegn
almenningi. Skömmu fyrir dauða
sinn sagði hún eftirfarandi í við-
tali við sænsku blaðakonuna
Monicu Zak: „Ég brenn af
löngun eftir að komast aftur til
Mexíkó til að vinna úr því mikla
efni, sem ég hef viðað að mér.
Það sem ég hef séð á frelsuðu
svæðunum er hið nýja E1 Salva-
dor. Þjóðfélag réttlætis og
jafnréttis. Þjóðfélag þar sem
fólkið ræður. Ég er svo óþolin-
móð að komast til baka því ég
verð að segja heiminum frá því
sem ég hef séð, reynt og skilið“.
Allt sem við höfum lesið og heyrt
staðfestir þessi orð Maríanellu.
Ekki bara um frelsuðu svæðin í E1
Salvador heldur líka í Nicaragua.
Því skal engan undra þótt við í E1
Salvador-nefndinni á íslandi
séum dugleg og einbeitum okkur
að stuðningi við frelsisöflin í E1
Salvador og að því að verja
gagnvart bandarískri íhlutun
ávinninga byltingarinnar í Nicar-
agua.
Stefnuskrá í
afstöðuleysi
Skrif Árna Bergmann sem ég
hef verið að vísa til hér að framan
eru stefnuskrá í afstöðuleysi í
utanríkismálum. Ég get ómögu-
lega skilið skrif Árna öðru vísi en
sem nöldur út í þá vinstri menn
sem hafa beitt sér fyrir E1 Salva-
dor og Nicaragua-starfi. En þetta
nöldur hefur engin áhrif á okkur.
Við munum halda áfram ásamt
fjölmörgum öðrum í Ameríku,
Évrópu og víðar að vinna að því
að koma í veg fyrir beina innrás í
Nicaragua og að sigri þjóðfrels-
isaflanna á ógnarstjórninni í E1
Salvador. Starf okícar gæti haft
úrslitaþýðingu.
Við krefjumst þess að verka-
lýðsblaðið Þjóðviljinn taki sömu
afstöðu. Þú fyrirgefur þótt ég
Hægagangur
Sjálfstæðis-
flokksins
Bent hefur verið á, að vegna
mikils hægagangs í uppbyggingu
íbúða fyrir aldraða í tíð núver-
andi meirihluta, muni þurfa að
byggja 300-350 húsnæðis- og vist-
unarpláss fyrir utan hjúkrunar-
heimili á næstu fimm árum, til að
geta annað allra brýnustu
þörfinni. 60 til 70 íbúðir á ári sé
algjört lágmark. Meirihlutinn nú
hefur sýnt og sannað að ekki
dugir að treysta á hann til að gera
átak í þessum málum. Honum
hefur ekki tekist að koma einni
einustu íbúð í gagnið á tæpum
þremur árum. Hver er sjálfum
sér næstur er þeirra mottó. Á
meðan eykst stöðugt neyð aldr-
aðra í borginni meirihlutanum til
minnkunar.
Sumarið 1982 þegar Sjálfstæð-
ismeirihlutinn tók við, var klukk-
an stillt til baka. Átakið á árunum
1975-1982 vakti vonir, vonir sem
nú hafa brugðist. Aldraðir eiga
ekki upp á pallborðið hjá Davíð
borgarstjóra og hirð hans.
Guðrún Ágústsdóttir er borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík.
kalli það verkalýðsblað, en ég
geri það af því það var verka-
lýðsstéttin sem bjó þetta blað til
og er hinn raunverulegi eigandi
þess. Ég geri einfaldlega þá kröfu
til blaðsins að það þjóni hags-
munum verkalýðsstéttarinnar
bæði hér og annars staðar.
Sjálft svar Á.B. sunnudaginn
20. jan. við grein G.H. er einmitt
dæmi um þetta. Á.B. belgir sig út
á heilli síðu um að hann sé með
óbrenglaðar tilfinningar og geti
fundið til með öllum hvar í flokki
sem þeir standa, og um ýmsa
galla Sovétríkjanna sem hann
veit að G.H. er sammála honum
um að mestu, eins og kom fram í
grein G.H.. Það sem G.H. á við
er að Þjóðviljinn þori að fjalla um
Sovétríkin út frá sérstöðu þeirra
sem verkalýðsríkis, þrátt fyrir
alla þessa galla. Sérstaða Sovét-
ríkjanna sem verkalýðsríkis er
augljós öllum þeim sem eitthvað
fylgjast með. Tillögur Sovét um
stöðvun vígbúnaðar og afvopnun
eru raunverulegar og byggjast á
efnahagslegum hagsmunum í So-
vétríkjunum, þveröfugt við auð-
valdið í heiminum sem hefur hag
af vígbúnaðinum og notar hann
sem örvunarlyf. Sovétríkin hafa
líka drattast til að styðja baráttu
alþýðu á ýmsum stöðum í heimin-
um, alþýðu sem átt hefur í höggi
við andstæðing sem studdur er af
gervöllum auðvaldsheiminum.
Eg nefni þetta nú bara sem dæmi
um sérstöðu Sovét sem verkalýð-
sríkis án þess að vilja orðlengja
um það í þessari grein. En þessir
hlutir eru feimnismál í Þjóðvilj-
anum.
Aðstöðuleysið leiðir
til undanhalds
Málflutningur, sem stöðugt
tekur mið af því, að falla í kramið
og koma vel fyrir og af afstöðu-
leysi, leiðir til undanhalds. Þetta
sáum við best í þróun Nato-
málsins. Þjóðviljinn á ekki að
láta niðurstöður nýlegra
skoðanakannana leiða sig út í að
gera lítið úr mikilvægi baráttunn-
ar gegn Nato eða láta Nato hverfa
af síðunum. Þvert á móti á blaðið
að láta niðurstöður þeirra verða
sér hvatning til að sinna betur af-
hjúpun á raunverulegu eðli þessa
kúgunartækis auðvaldsaflanna í
heiminum.
23/1 ’85
Ragnar Stefánsson
Auglýsið í Þjóðviljanum
14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 6. febrúar 1985