Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 1
Samkeppni? Samhjálp olíufélaganna Þegar Olís gatekki borgað hingað kominn olíufarm hlupu hin olíufélögin Skeljungur og Esso undir bagga og björguðu samkeppnisaðilanum Hin mjög svo erfiða fjárhags- staða Olís, sem verið hefur til umræðu í íjölmiðlum undanfar- ið, var orsök þes a fyrirtækið gat ekki borgað olíufarm sem kominn var til landsins fyrir nokkru. Þá gerðist það að hin olíufélögin tvö, Skeljungur og Olífélagið h.f. sem á hátíðlegum stundum telja sig vera í samkeppni öll þrjú, tóku sig til og björguðu málinu með því að kaupa farminn og lána svo Olís. Matthías Á. Matthísen við- skiptaráðherra sagði að það væri rétt og Skeljungur og Olíuféiagið bókun þar sem hún segir m.a. að framkvæmdastjórnin hafi að ó- sekju vikið sér úr starfi. Áðspurð hvort brottvikning hennar úr starfi væri liður í hreinsunum formannsins á því fólki í áhrifastöðum Alþýðu- flokksins sem hann telur and- stæðinga sína, svaraði Kristín: „Það gæti vel hent sig. Ég vil að formaðurinn svari fyrir það“. Kristín sagði ennfremur að brottvikningin hefði ekki komið sér á óvart og af eðlilegum ástæð- um hefði hún ekki setið umrædd- an framkvæmdastjórnarfund. „Þetta er búið að vera í undirbún- ingi meira og minna síðan á flokksþinginu í haust“, sagði Kristín Guðmundsdóttir. Ekki náðist í Jón Baldvin í gær. h.f. hefðu keypt farminn þegar Olís gat ekki borgað. Aðspurður hvort staða Olís væri orðinn með þeim hætti að viðskiptaráðuneyt- ið myndi blanda sér í olíuinn- flutning fyrirtækisins sagði hann svo ekki vera. Hin erfiða fjárhagsstaða Olís helgast af því að félagið á miljónir útstandandi hjá útgerðarfyrir- tækjum. í því sambandi geldur Olís þess að margir stór útgerðar- menn eru jafnframt hluthafar í Olís og þeir hreinlega borga ekki olíuskuldir útgerðarfyrirtækj- anna við Olís. -S.dór Kennarar Of seint? Ragnhildur skipar kennurum að vinna til 1. júní Menntamálaráðherra sendi fé- lagi framhaldsskólakennara bréf í gær og skipar þeim að vinna til 1. júní. Formaður HÍK hefur vísar til álits frá lögmanni félagsins þar- sem talið er að réttur ráðherra til að fresta gildistíma á uppsögnum kennara hafi aðeins gilt í mánuð eftir að uppsagnir voru lagðar fram, eða til áramóta. Alþýðuflokkurinn Kristínu sparkað! Hreinsanir Jóns Baldvins halda áfram innan flokksins. Kristín Guðmundsdóttir nýrekinn framkvœmdastjóri: Aðför afhálfu flokksformannsins Kristín Guðmundsdóttir: Búið að vera í undirbúningi lengi. Aframkvæmdastjórnarfundi Alþýðuflokksins í fyrrakvöld var samþykkt tillaga formanns flokksins Jóns Baldvins Hanni- balssonar um drög að nýju skipu- lagi fyrir flokksstarfið og jafn- framt að segja framkvæmda- stjóra flokksins og formanni Sam- bands Alþýðuflokkskvenna Kristínu Guðmundsdóttur upp störfum. „Ég tel að hér sé um að ræða aðför af hálfu flokksformannsins á hendur mér persónulega og harma það sem gerst hefur. Ég vísa allri ábyrgð á hendur þeim er að þessari ákvörðun stóðu", sagði Kristín Guðmundsdóttir í samtali við Þjóðviljann. Á fundi í framkvæmdaráði flokksins í gær lagði Kristín fram harðorða IHEIMURINN Nemendur verði aðgreindir eftirgetu. Fjölgað verði í bekkjardeildum. Skólarfái sjálfstœðan fjárhag með gjaldi á nemendur Það er ekki einleikið hvao kennarastéttin er neikvæð gagnvart nýjungum og nýstár- legum hugmyndum, sagði Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðar- menntamáiaráðherra á fundi um yfirvofandi hrun skólastarfsins í landinu, sem haldinn var á Gauki á Stöng á sunnudag. Meðal þeirra nýju hugmynda sem aðstoðarráðherrann reifaði á fundinum er fjölgun einkaskóla, þar sem ríkið myndi greiða til- skilinn kostnað með hverjum nemenda, en síðan gætu foreldrar greitt umframkostnað í samræmi við kröfur skóians og foreldra sjálfra um þá menntun og þjón- ustu sem veitt yrði. Benti aðstoð- arráðherrann á að þegar væri fyrir hendi heimild í lögum til stofnunar slíkra skóla og skildi hún ekki hvers vegna þessi heim- ild væri ekki nýtt í ríkari mæli. Þá benti Inga Jóna Þórðardótt- ir einnig á að sú ráðstöfðun, sem ákveðin var á sínum tíma, að hafa kennslubekki blandaða með nemendum með misjafna getu hefði kostað það að fækka varð í bekkjardeildum. Taldi hún að hugmyndir Bessíar Jóhannsdótt- ur um bónusfyrirkomulag í kennslunni væru nýstárlegar og allrar athygli verðar, enda mætti vel hugsa sér að taka aftur upp skipta bekki og fjölga í bekkjar- deildum getumeiri nemenda. Þannig gætu kennarar getumeiri nemenda drýgt tekjur sínar með fjölmennari bekkjardeildum. Hugmyndir þessar fengu litlar undirtektir meðal kennara á fundinum á Gauki á Stöng, og Baldur Andrésson, sem talaði fyrir munn foreldra, sagði að það ætti ekki að vera samningsatriði í kjarasamningum stéttarfélaga kennara og ráðuneytis hversu margir nemendur væru í hverri bekkjardeild, því þarna væri ekki síður um hagsmunamál nemenda og foreldra að ræða. Inga Jóna lýsti í lok fundarins yfir vonbrigðum sínum með við- brögð Hins íslenska kennarafé- lags við tilraunum menntamála- ráðuneytisins til þess að bæta stöðu kennarastéttarinnar, og sagði að þau viðbrögð gerðu ráðuneytinu ómögulegt að vinna með kennurum. -ólg. Aðstoðarmenntamálaráðherrann Vill einka- rekstur og bónuskennsl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.