Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663. Þriðjudagur 12. febrúar 1985 35. tölublað 50. órgangur DJODVIUINN Kjaramál 100 læknar segja upp Samningaviðrœður ríkis við heilsugœslu- og heimilislœkna ganga stirðlega, - hundrað uppsagnarbréftil ráðherra ígær Igær fóru fulltrúar lækna á heilsugæslustöðvum og heim- ilislækna á eigin stofum til heilbrigðisráðherra og lögðu fyrir hann hundrað uppsagnar- bréf. „Samningaviðræðum hefur ekki verið slitið formlega“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson for- maður kjararáðs í félagi lækn- anna, „en viðræður eru í raun- inni í strandi“. Læknarnir hafa því fylgt ályktun kjaramálaráðs síns frá septembermánuði og sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Kjarasamningur lækna á heilsugæslustöðvum rennur út um næstu mánaðamót, én samn- ingar lækna utan stöðva eru út- runnir fyrir löngu, ennfremur sameiginleg gjaldskrá þessarar stéttar. Læknarnir hafa krafist umtals- verðrar leiðréttingar á gjald- skránni.Læknar utanstöðva vilja að ríkið taki aukinn þátt í kostn- aði við rekstur á læknastofunum, og ein helsta krafa lækna á heilsu- gæslustöðvum er að laun fyrir vaktir verði sambærileg við laun lækna á sjúkrahúsum. -m. Skák Sexstor- meistarar Þá er komið að skákáhugafólki að gleðjast, því í dag kl. 17 hefst á Hótel Loftleiðum 60 ára afmælis- mót Skáksambands íslands. Fyrir utan alla okkar bestu menn eru 5 erlendir stórmeistarar og Guðmundur Sigurjónsson sá sjötií. Þá er heimsmeisíari ung- linga meðal þátttakenda, Daninn Curt Hansen. Meðal Elo-stig þátttakenda eru 2518 og mótið er í 11. styrkleikaflokki. Stigahæsti maður mótsins er Sovétmaðurinn Artur Yusupov með 2590 stig en næstur honum að stigum er Boris Spasskí með 2580 stig. Þá kemur Hort frá Tékkósló- vakíu með 2560 stig, þá Margeir Pétursson með 2535, Jóhann Hjartarson 2530, Bent Larsen 2520, Helgi Ólafsson 2515, Curt Hansen 2505, Van der Wiel frá Hollandi 2500 stig, Jón L. Árna- son 2495, Guðmundur Sigurjóns- son 2485 og Karl Þorsteins 2400 stig. Til þess að ná stórmeistaraá- fanga þarf 7 vinninga af 11 mögu- legum og til alþjóðlegs áfanga þarf 5 vinninga. Teflt verður á hverjum degi fram til 24. febrúar en þá lýkur mótinu. Virka daga hefst keppni kl. 17 en laugardaga og sunnudaga kl. 14. Virka daga verða biðskákir tefldar frá kl. 13- 15 en um helgar frá kl. 21 til kl. 23. -S.dór Á Hótel Loftleiðum í gær. Bent Larsen glettist við tékkann Hort, - báðir gamlir kunningjar íslenskra skákáhugamanna. Á milli þeirra Þráinn Guðmundsson Skáksambandsmaður og skákstjórinn norski, Arnold Eikrem. I kvöld keppa Helgi og Larsen, Margeir og Spasskí, Hansen og Júsúpoff, Guðmundurog VanderWiel, Karl og Jóhann, Jón L. og Hort. Farmannasamningar Verkfalli frestað Farmenn hafa frestað verkfalli sínu, sem staðið hefur í um það bil viku, eftir að undirritaðir voru nýir kjarasamningar. Mun fara fram allsherjar atkvæða- greiðsla meðal farmanna um samningana og lýkur atkvæða- greiðslunni 22. febrúar n.k. í nýja kjarasamningnum er gert ráð fyrir að farmenn fái 15,2% kauphækkun frá undir- skrift samnings, 11% sjóálag á mánaðarlaun, sem er breyting á tilfallandi yfirvinnu í fasta greiðslu. Þá er gert ráð fyrir að kaup hækki 1. mars um 2,4% og aftur 1. maí um 2,4%. Þá fengu farmenn vilyrði fyrir því að þeir fái 10% af brúttótekj- um frádregnum frá skatti, sem er það sama og fiskimenn hafa. Til þessa þarf þó lagabreytingu. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur sagði í samtali við Þjóðvilj- ann f gær að menn hefðu verið sæmilega sáttir við þessi samn- ingsdrög á fundi farmanna. Þá má geta þess að ósamið er enn við yfirmenn á farskipum og Frestur til að skrá hunda í Reykjavík rann út sl. sunnu- dag en nú hefur verið gefin vika í viðbót. Búið var að gefa út leyfi fyrir 307 hunda í síðustu viku. Síðustu tvo dagana fyrir helgi var mikil örtröð í hundaskráningunni í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og sagði Jón Arnason hundaeftir- litsmaður að beðið hefði verið um hafa viðræður deiluaðila um þá staðið yfir að undanförnu. Gert er ráð fyrir að skattaívilnun sú sem undirmenn fengu muni einn- ig ná til yfirmanna. Hundaskráning leyfi fyrir á annað hundrað hunda þessa tvo daga. Jón sagði að enginn vissi hversu margir hundar væru í Reykjavík en giskað hefði verið á allt upp í 1500 hunda. Ljóst er því að marg- ir eiga enn eftir að skrá hunda sína. Nú eftir helgina tók til starfa annar hundaeftirlitsmaður og er það Guðrún Petersen. Jón Árna- Að mati fjármálaráðherra nemur þessi skattafrádráttur far- manna 20-30 miljón króna tekj- utapi fyrir ríkissjóð. -S.dór son sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að í næstu viku mætti taka óleyfilega hunda hvar sem þeir næðust og setja þá í geymslu á kostnað eigenda þar til þeir hefðu aflað tilskilins leyfis. Vitnaði hann í orð borgarstjóra um að fyllsta harka yrði sýnd. Hunda- leyfi kostar nú 4800 kr. fyrir árið. -GFr Þúsundí óleyfi? Sjónvarp Steingrímur og Albert svara blaða- mönnum í kvöld er á dagskrá sjónvarps blaðamannafundur í beinni út- sendingu og sitja forsætisráð- herra og ijármálaráðherra vænt- anlega fyrir svörum. Stjórnandi er Páll Magnússon en blaðamennirnir eru: Baldur Kristjánsson (NT), Guðmundur Á. Stefánsson (Alþbl.), Halldór Halldórsson (HP), Helgi Péturs- son (útvarp), Ómar Valdimars- son (Mbl.), Óskar Guðmundsson (Þjóðviljanum) og Þórunn Gests- dóttir (DV). Útsendingin hefst kl. 22.20. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.