Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Ónýt úiræði
Efnahagsráöstafanímar sem ríkisstjórnin
hefur nú vonum seinna sent frá sér eru fyrst og
fremst athyglisverðar fyrir það eitt, að þar er
nákvæmlega ekkert að finna sem hægt er að
fullyrða að hafi í för með sér verulegar bætur
fyrir landsmenn. Plaggið sem stjórnin sendi frá
sér er í rauninni litlu meira en fréttatilkynning til
þjóðarinnar um að ríkisstjórninni hafi mistekist
að koma sér saman um úrræði til lausnar efna-
hagsvandanum. Út af fyrir sig er ekki nema gott
eitt um það að segja, því saga stjórnarinnar
sýnir, að í hvert sinn sem henni hefur tekist að
sameinast um efnahagsaðgerðir hafa þær
ævinlega leitt til hins verra.
Efnahagsplaggið er fyrst og fremst saman-
safn viljayfirlýsinga um þá hluti sem ríkisstjórn-
ina langar til að gera, en skortir getu og ráð til að
framkvæma. Þetta sést einna best af því hvern-
ig stjórnin hugsar sér að taka á vanda sjávarút-
vegsins. Samkvæmt plagginu á semsagt að
leysa hann með því að „ríkisstjórnin mun áfram
fjalla um rekstrarstöðu sjávarútvegs..."
Svipuð loðinmulla gengur einsog rauður
þráður gegnum efnahagstillögurnar. Þannig er
lýst yfir vilja stjórnarinnar til að draga úr er-
lendum skuldum um einn miljarð á árinu. En
ríkisstjórnin getur hins vegar ómögulega bent á
hvernig hún ætlar sér að fara að því. Fyrir utan
350 miljónirnar sem á að spara með því að taka
upp tillögur Finnboga Jónssonar um niðurskurð
á orkuveislu Landsvirkjunar, þá hefur hún bók-
staflega engar hugmyndir um hvernig á að
minnka erlendar lántökur. Hún ætlar meira að
segja að heimila einkaaðilum að taka erlend
lán, og þá er þetta einna helst farið að minna á
feita manninn sem byrjaði megrunina á því að fá
sér súkkulaðimola.
Því miður er ekkert nýtt í ráðstöfunum sem
almenningur getur glatt sig við, en þeim mun
fleira sem er beinlínis í hróplegu ósamræmi við
þann tilgang efnahagsráðstafananna, að þær
eigi að bæta kjör fólksins í landinu. Þannig er
því hótað í tillögunum að í stað söluskatts eigi að
koma á virðisaukaskatti. í því sambandi er ekki
hægt að tala um annað en hótanir, því hvað sem
ríkisstjórnin segir þá mun það í tímans rás leiða
til þess að framfærslukostnaður mun stór-
hækka. Þannig er beinlínis verið að þröngva
enn einni skattheimtunni upp á almenning,
meðan stórbísarnir og gróðapungarnir eru látnir
ósnertir.
Húsnæðismálin eru annað dæmi. Fátt krefst
jafn skjótrar úrlausnar um þessar mundir og
einmitt þau. Þetta hafa að vísu einstakir ráð-
herrar gert sér Ijóst og haft uppi stór orð um
úrbætur. En þegar á hólminn kom var ekkert
nýtilegt að finna í tillögum ríkisstjórnarinnar
nema gamla hugmynd Alþýðubandalagsins um
ráðgjöf fyrir þá húsbyggjendur sem eru í mest-
um nauðum. Engra nýrra tekna er aflað, heldur
er vandi þeirra alverst settu leystur að einhverju
marki, með því að minnka fé til nýbygginga um
150 til 200 miljónir.
Þetta gengur þvert á loforð Alexanders Stef-
ánssonar um stóreignaskatt og skyldusparnað
á hátekjur til að afla tekna til húsnæðismála.
Fyrir utan að sýna að ríkisstjórnin er gersam-
lega samviskulaus hvað varðar hinn mikla
vanda húsbyggjenda í dag, þá er þetta einnig
sorglegt dæmi um það, hversu auðveldlega
Sjálfstæðisflokknum gengur stundum að
beygja Framsókn.
I þessu sambandi er vert að minna á frum-
varp Alþýðubandalagsins um lausn á vanda
húsbyggjenda. Frumvarpið gerir ráð fyrir veltu-
skatti á verslun og þjónustu, sem þær greinar
standa hvað best að vígi allra atvinnugreina í
dag. Að sjálfsögðu hefði stjórnarflokkunum ver-
ið í lófa lagið að afla fjár með svipuðum hætti.
Það var ekki gert.
Staðreyndin er einfaldlega sú, að stjórnar-
flokkana skortir pólitískan vilja til að sækja féð til
þeirra aðila sem eiga auðinn í þjóðfélaginu í
dag.
Þess vegna þarf nýja ríkisstjórn sem fyrst.
ÖS
KLIPPT OG SKORIÐ
Málgagn Víetnam
Morgunblaðið kann því illa að
sitja undir ásökunum um að vera
þröngsýnt flokkshyggjublað í
trúmálum og stjórnmálum, eins-
og nokkuð hefur verið til umfjöll-
unar í sambandi við frekju og yf-
irgang blaðsins við þjóðkirkjuna
og hennar þjóna að undanförnu.
í laugardagsblaðinu bregst
Mogginn þannig öndverður; bál-
reiður, sótvondur og gramur við
ásökunum.
Hér skal getið um önnur dæmi
um þröngsýnina og fordómana í
þessu málgagni Sjálfstæðis-
flokksins. 24. janúar segir í
leiðara Morgunblaðsins: „Dag
eftirdag hamrar Pjóðviljinn (mál-
gagn Vietnama á Islandi) á því að
ratsjárstöðvar á íslandi hafi ör-
ugglega í för með sér, að Sovét-
menn geri kjarnorkuárás á
landið".
Stríðið er nærri skollið á og
Þjóðviljinn er brimbrjótur
þeirrar byltingar sem Morgun-
blaðið verst af mikilli karl-
mennsku. Þjóðviljaáróðurinn:
„Hann byggist á þeirri einföldu
kommúnistareglu að betra sé að
gefast upp en veita ofbeldismönn-
unum viðnám". Er verið að taka
þátt í almennri
stjórnmálaumræðu á 20. öldinni
eða er verið að slást við alla ára og
djöfla miðaldanna?
Heimsbyltingin
Ömurlegastur hefur nú Mogg-
inn samt verið að undanförnu
þegar kemur til umfjöllunar um
þátttöku íslensks stjórnmála-
manns við mótun friðarstefnu og
alþjóðlegs samstarfs á vettvangi
friðarumræðunnar. Morgunblað-
inu er gjörsamlega fyrirmunað að
viðurkenna eða fjalla um þetta
starf Ólafs Ragnars Grímssonar
með einhverjum þeim hætti að
eðlilegur mætti teljast. Persónu-
leg óbeit aðalstjórnmálaskríb-
ents Morgunblaðsins hefur svo
afgerandi tekið af honum og
undirtyllunum öll ráð, að blaðið
getur ekki með nokkru móti fjall-
að um málið undir formerkj-
um sem fréttnæm eru og merki-
leg: íslenskur stjórnmálamaður í
samfelldu starfi með þjóðarleið-
togum - og það í þeim málaflokki
sem ræður lífi eða dauða
mannkyns.
Persónulegt hatur á Ólafi
Ragnari kemur hins vegar í veg
fyrir að Morgunblaðið geti fj allað
um málið einsog það er. Dæmi:
„Fyrir þessari heimsbyltingu sem
leiða mun af sér skertan sjálfsá-
kvörðunarrétt þjóða ætla samtök-
in að berjast með þingrœðislegum
aðferðum“ (Staksteinar). Sam-
tökin hafa á að skipa vestrænum
stjórnmálamönnum flestum úr
vinstri og miðflokkum og hafa
ekki meira með heimsbyltinguna
að gera en Rotaryklúbburinn.
Flúið land
í leiðara 6. febrúar segir svo:
„Prófessorinn í stjórnmálafrœði
Ólafur R. Grímsson, sem spilað
hefur á flokksvélina einsog ind-
verskur fakír á flautu, hefur valið
sér hlutskipti margra sem kynnast
fátœktarstefnu kommúnismans,
hann hefur flúið land". Afskap-
lega málefnaleg umræða?
Ögmundur lokkar
Stundum er ekki laust við að
þessi miðaldaskrif Morgunblaðs-
ins beinist ekki aðeins að fórnar-
lömbunum í skotmarki heldur
eru laus skot og föst látin fylgja
yfir á fjölmiðlana sem ekki hlýða
Morgunblaðinu og stórkostlegu
fréttamati þess. Þá er mönnum
hótað. Dæmi: Morgunblaðið
uppgötvar forkostulegar niður-
stöður Jóns Baldvins um að Rúss-
ar stefni markvisst að því að ís-
land gangi úr Nató, birt í opnu, -
fylgt eftir í leiðara - þar sem
kvartað er undan því að frétta-
mennirnir á útvarpinu geri ekki
það sama og Mogginn: „Petta
fréttamat hlýtur að kalla á við-
brögð frá yfirstjórn Ríkisútvarps-
ins“. (Leiðari Mbl. 12. des.).
í Staksteinari er veist að Ög-
mundi Jónassyni (sem hefur líka
horn og hala einsog Ólafur Ragn-
ar í Morgunblaðinu) með þessum
hætti: „Vonandilœtur Ögmundur
ekki hjá líða að lokka Ölaf fram
fyrir sjónvarpsvélarnar eftir þann
fund“. Ögmundur „veitti áhor-
fendum þá óvœntu ánœgju að sjá
Ólaf R. Grímsson og heyra frá-
sögn hans af fundunum í Nýju
Dehli og Aþenu".
Sendisveinarnir
Umfjöllun Morgunblaðsins
um þátttöku Ólafs Ragnars í
friðarpólitíkinni á alþjóðlegum
vettvangi kallar á ýmsar spurn-
ingar. Getur verið að Morgun-
blaðið hliðri sér hjá því að fjalla
um ýmsa þætti íslandssögunnar
vegna persónulegrar óbeitar rit-
stýrenda á einstökum mönnum?
Eða er þetta bara pólitísk óbeit á
friðarmálum, sem Mogginn
dylgjar stöðugt um að séu ættuð
frá Kreml?
Lengst hefur blaðið gengið í
þessu ofstæki sínu gagnvart hin-
um umdeilda íslenska
stjórnmálamanni með því að gera
þjóðarleiðtoga heimskunna að
skotspæni í pólitískum dálkum.
Þjóðarleiðtogarnir eru kallaðir
„sendisveinar“ og síðan kemur
hver fjólan af annarri: „Nyerere
er orðinn ellimóður, Alfonsín í
Argentínu og del la Madrid íMex-
íkó glíma við svo hrikalegan
vanda heima fyrir, að fæstir
myndu trúaþvíaðþeir hefðu tíma
til að fara í sendiferðir og sitja
ráðstefnu fyrir Ólaf R. Gríms-
son“, „Papaendreou á Grikk-
landi hefur haldið þannig á mál-
um út á við, að honum er síst treyst
af bandamönnum Grikkja í Atl-
antshafsbandalaginu “.
Það vantar bara í þessa þulu að
fordæma þá menn sem Ólafur
Ragnar hefur séð í sjónvarpi eða
lesið um í blöðum. Er hægt að
taka dagblað sem skrifar svo sem
hér hefur verið vitnað til alvar-
lega í pólitískri umræðu? Er slíkt
blað ábyrgt?
-óg
DJODVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltatjórar: Árni Beramann, össur Skarphóðinsson.
Rltatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
LJósmyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 12. febrúar 1984