Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 8
MANNLÍF Sendinefnd Grænlendinganna:: Martha Labansen frá grænlenska fé- lagsmálaráöuneytinu, Ove Rosing Olsen læknir, Heinz Reugboe lög- fræðingur frá félagsmálaráðuneyt- inu, Henriette Rasmussen lands- þingmaður, Guðmundur Þorsteins- son túlkur og leiðsögumaður. Mynd: eik. Norrœn samvinna Afengi er hemill Grænlensk sendinefnd kynnir sér íslenskar áfengisvarnir Áfengisvandinn er hemill á alla framþróun í grænlensku samfélagi, sagði Ove Rosing Olsen læknir, einn fjögurra sendinefndarmanna frá Grænlandi sem hér hafa kynnt sér áfengisvarnir og meðferð drykkjusjúklinga. Nú er verið að undirbúa nýja lög- gjöf um áfengisvandamál á Grænlandi og töldu íslands- fararnir að hingað mætti sækja ýmsar gagnlegar hug- myndir til að stemma stigu við landlægum drykkjuskap granna okkar í vestri. Á blaðamannafundi Græn- lendinganna í gær skýrðu þeir frá skoðunarferðum sínum um stofn- anir og hjálparapparöt íslensk. F>au hældu breiðfylkingu hins op- inbera og félagsamtaka hér við áfengisvarnir, og þótti það ís- lenskt viðhorf til fyrirmyndar að alkóhólismi er sjúkdómur. Með slíkum þankagangi fengist annað sjónarhorn á þennan vanda en til dæmis í Danmörku, og þannig jákvæðari afleiðingar í meðferð- arefnum, gagnvart lögum og op- inberri félagshjálp. Grænlendingarnir sögðu að ýmislegt mætti læra af starfi SÁÁ, og þau vonuðust til að svip- uð starfsemiyrði einn þáttur grænlenskra áfengisvarna. Um nýhafið starf Vonar, (sjúkrastöð fyrir norræna áfengissjúklinga) fóru þau góðum orðum, en leist illa á almennan útflutning græn- lenskra drykkjumanna. Til þess væri hvorki fé né vilji, - nema til þess að skapa þá vissu að bati sé mögulegur. Raunar sagði læknir- inn í nefndinni að eitt hið lær- dómsríkasta við íslandsdvölina hefði verið að sjá hvernig hægt er að virkja allan almenning til þátt- töku í að leysa vandann. Sendinefndin er hér á vegum heilbrigðisráðuneytisins til að kynna sér áfengismálin, en ein- stakir nefndarmenn hafa farið víðar. Þingmaðurinn Henriette Rasmussen sagði kynni sín af ís- lenskri friðarhreyfingu og kvenn- ahreyfingu mjög fróðleg og mikill áhugi á grænlensk-íslenskri sam- vinnu um þau mál. Nefndarmenn töldu að í framtíðinni mundu Grænlendingar beina sjónum sín- um æ meira að íslandi sem fyrir- mynd og til samvinnu. Fyrsta skrefið til að efla tengsl grannþ- jóðanna væri hiklaust að efla samgöngur milli landanna. Grænlendingarnir snúa heim- leiðis í dag. -m Skemmtanalífið Þórskabarett byrjar aftur Nú er Þórskabarett í Þórscafé aftur farinn af stað eftir 2ja ára hlé. Þórscafé hefur fengið til liðs við sig fimm kunna skemmti- krafta, en það eru „Stjúpsystur" þær Guðrún Alfreðsdóttir, Saga Jónsdóttirog Guðrún Þórðardótt- ir og grínararnir Júlíus Brjánsson og Kjartan Bergmundsson. Þá munu tvær hljómsveitir leika fyrir dansi, „Dansband Önnu Vilhjálms" og „Pónik og Einar“. Munu hljómsveitirnar skiptast á að leika fyrir dansi í tvo tíma í senn, frá kl. 20.00 til 03.00. Þórskabarettinn verður aðeins fyrir matargesti í Þórscafé, og er húsið opnað kl. 20.00 föstudaga og laugardaga. Guðrún Alfreðsdóttir, Saga Jónsdótt- ir, Guðrún Þórðardótir, Júlíus Brjáns- son og Kjartan Bergmundsson mynda Þórskabarettinn að þessu sinni. Islandshátíð í Luxemborg Miðvikudaginn 6. febrúar hófst á Hotel Holiday Inn í Luxemborg íslandskynning sem Flugleiðirog Holiday Inn standa að. íslands- kynningin verður undir enska heitinu „Taste of lceland" og í henni taka þátt fjölmörg fyrirtæki og stofnanir héðan að heiman. Tómas Tómasson sendiherra íslands í Luxemborg opnaði fs- landskynninguna en síðan voru Við opnun Íslandshátíðarinnar, sem Flugleiðir og Holiday Inn standa fyrir í Luxemborg. Frá vinstri. Erlendur Guðmundsson flugmaður, C. Hell- incx konsúll, Guðmundur Halldórs- son Eimskip Rotterdam, Tómas Á. Tómasson sendiherra, G. Hausmer ferðamálastjóri og Einar Aakrann Flugleiðir Luxemborg. Ljósm: Fiugleiðir/Lennart Carlen sýndar íslenskar tískuvörur. Það voru flugfreyjur og flugþjónar Flugleiða sem önnuðust tískusýn- inguna svo og kynningu á vörum sem útstillt eru í hótelinu. Tísku- sýningin fór fram undir stjórn einnar flugfreyjunnar Brynju Nordquist, en flugáhafnir Flug- Ieiða sem staddar voru í Luxemb- org tóku virkan þátt í kynning- unni. Einar Aakrann og Anne Cerf fulltrúi hans í Luxemborg önnuðust undirbúning af hálfu Flugleiða ásamt kynningardeild og söludeild félagsins í Reykja- vík. íslandskynningin að Holiday Inn mun standa til 24. febrúar og mun Haukur Morthens og hljóm- sveit hans leika fyrir dansi á hverju kvöldi meðan íslands- kynningin stendur. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 12. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.