Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAPURINN Gömul teppi fást fyrir lítið. Einnig handlaug og lítill grillofn. Uppl. eftir kl. 19 í síma 13092. Til sölu er Sinclair Spectrum tölva, 48k ásamt 200 leikjum, Interface stýripinna, blöðum og bókum. Er til í skipti á Commondore 64. Á sama stað er til sölu Binatone leiktæki ásamt 10 leikjum á 1500 kr. Sími 28189. Til leigu Skrifstofuhúsnæði í Vogunum, við- bygging (herb., forstofa og snyrting). Hentar vel t.d. fyrir minni félaga- samtök. Tilboð merkt SHA-88 send- ist afgreiðslu Þjóöviljans fyrir 16. febr. nk. Er einhver sem vill gefa gamalt svart hvítt litsjón- varpstæki. Uppl. í síma 22681. Vantar eldavéi Vantar notaða eldavél í góðu ásig- komulagi. Upplýsingar í síma 22426 eða 19987. Til sölu 410 lítra frystikista með eða án mót- ors. Selst ódýrt. Stór rauður Electro- lux ísskápur, sem nýr, tvennir kven- skautar, skíðaskór nr. 8 og 38, og hjólaskautar nr. 37. Hvað með barn- agönguskíðaskó nr. 31 og lítið eld- húsborð með 2 stólum í kaupbæti eða gefins?. Uppl. í síma 26297 eftir kl. 18. Glaðir músiksveinar óska eftir æfingahúsnæði strax. Uppl. í síma 74304 milli kl. 5 og 7. Til sölu Tvær svampdýnur sem nýjar, 90x200. Uppl. í síma 79564. Til sölu í eins mannsherbergi; rúmstæði, náttborð og hægindastóll með tré- örmum og ennfremur barnarúm sundurdregið með dýnu, hvítt. Uppl. í síma 33094. Ýmis húsgögn til sölu Sem dæmi má nefna rúm á 4000,- kr., borstofuborð á 3500,- kr., dívanar á 200 kr. og ýmislegt fleira. Sjón er sögu ríkari, komið á Langholtsveg 112A eftir kl. 6 í dag eða næstu daga, annars er símanúmerið 30672. Bíll óskast Óska eftir mjög ódýrum og spar- neytnum bíl. E.t.v. staðgreiðsla. Uppl. í síma 13317. Til sömu Myndrammar og málverkaprentanir á góðu verði. Myndabúðin Njálsgötu 44. Opið frá 16-18. Læða týndist Þrílit 9 mánaða gömul læða (aðallitur hvítur, röndótt skott) týndist frá Týs- götu, 2. feb. s.i. Finnandi vinsamlega hringi í síma 37294. Fundarlaun. Til'sölu Flauelsúlpa nr. 38, ný drapplituð úlpa með hettu, mjög hlý og góð. Tvennir skíðaskór ca. nr. 35 og 38 og einnig nokkur stk. af bast rúllugardínum. Uppl. í síma 37865 e.h. Vantar þig ísskáp? Ég þarf að losna við ísskáp vegna flutninga. lágt verð. Hef einnig til sölu 7 nýjar bárujárnsþakplötur fyrir 2000 kr. Uppl. í síma 685974. Óskast Tvíburakerra óskast á góðu verði. Sími 11302. Til sölu eldhúsborð og þrír bakstólar. Selst á hálfvirði. Uppl. í síma 75723. Viltu læra tauþrykk? Komdu þá á námskeið á fimmtudagskvöldum. Námskeiöið byrjar 21. feb. kl. 20-23.30 og stendur í 6 vikur. Uppl. í s. 81699 á daginn og 77393 á kvöldin og um helgar. Rúm til sölu Ársgamalt fallegt blágrátt málmrúm til sölu. V/2 breidd. Uppl. í síma 27272 eftir kl. 17. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga við eftirtaldar deildir: Slysa- og sjúkravakt, Skurðlækningadeildir Geðdeild A-2 Grensásdeild Öldrunardeildir B-5 og B-6 Heilsuverndarstöð. SJÚKRALIÐAR Sjúkraliðastöður eru lausar á: Öldrunardeildir B-5 og B-6 Grensásdeild Heilsuverndarstöð Hafnarbúöir, Hvítaband. STARFSSTÚLKUR Starfsmenn vantar á Grensásdeild og Heilsuverndarstöð, fullt starf, hlutastarf. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 81200 milli kl. 11-12 virka daga. * BÓKASAFNSFRÆÐINGUR Staða bókasafnsfræðings við bókasöfn Borgarspítalans er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. mars n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir Matthildur Marteinsdóttir yfir- bókavörður í síma 81200/303 Reykjavík, 10. febrúar 1985. BORGARSPÍTALINN Blikkiðjan lönbúö 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SÍMi 46711 VIÐHORF Af hverju . . . Framhald af bls. 5 hyggjuaflanna í þjóðfélaginu, sem í seinni tíð hafa gert sig æ meira gildandi í þjóðfélagsum- ræðunni og ekki síður innan vald- akjarna Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn saman- stendur af fjöldamörgum ólíkum hagsmuna- og skoðanahópum, á seinni árum hafa ntálsvarar óhefst frelsis (í raun helsi) daðrað við þessa frjálshyggjupostula. Félagshyggjufólk á að reka upp- lýsandi pólitík um áhrif frjáls- hyggjuhugmynda á þjóðfélags- gerðina og ekki síður vekja at- hygli almennings á nauðsyn sam- hjálpar, jöfnuðar og mannúðar. Með virkri, heilsteyptri og um- fram allt hreinskiptinni umræðu gætu félagshyggjumenn náð fram tveimur grundvallarmarkmiðum: í fyrsta lagi hreinsað andrúms- loftið sín á milli og ýtt úr vegi ýmsum „ágreiningsmálum" sem eru í raun aðeins tilbúin en ekki raunveruleg. í annan stað ein- faldað og virkað samhentari í framsetningu á aðalatriðum fé- lagshyggjunnar og þeim valkost- um sem hún býr yfir umfram aðr- ar pólitískar kenningar. Dægurmála- þrasið Menn skulu aldrei gleyma meginmarkmiðum pólitískrar þátttöku. Það er ekki tilvera ein- stakra flokka eða einstaklinga, heldur það að koma fram málum til hagsbóta fyrir land og þjóð. Og af þeim sökum er nauðsynlegt að félagshyggjufólk slíðri sverðin í dægurmálaþrasinu og metingi milli einstakra flokka og foringja. Það er vegið að velferðarkerf- inu og afkomumöguleikum launafólks. Helmingaskipta- stjórn íhalds og framsóknar hefur kinnroðalaust ráðist að velferð- inni í landinu og kippt fótum undan lífsafkomu þúsunda ís- lenskra launamanna. Hvorki verkalýðshreyfingin né heldur vinstri flokkarnir hver fyrir sig, hafa megnað að berja á bak aftur þessa atlögu íhaldsaflanna. Ef til vill vegna þess að hver baukar í sínu horni. Málfundafélag félagshyggju- fólks gerir engin kraftaverk eða breytir þróun íslenskra stjórn- mála á stuttum tíma. Þetta félag gæti hins vegar með tíð og tíma opnað augu fólks fyrir nauðsyn þess, að skoðanabræður starfi saman að tilteknum mikilvægum verkefnum, en láti ekki aukaat- riði og metorðagirnd standa í vegi fyrir slfkri eðlilegri samvinnu. Verðugt viðfangsefni í lokin vil ég einnig nefna mikilvægi þess, að félagshyggju- öflin taki höndum saman á þeim vettvangi, sem þau standa hvað veikast. Það er fjölmiðlakostur- inn á vinstri vængnum. íhaldsöfl- in hafa yfirburðarstöðu á dag- blaðamarkaðnum; honum er stjórnað af hægri öflunum og ým- islegt bendir til þess að sama þró- un komi til með að eiga sér stað hvað varðar útvarpsrekstur, þeg- ar að því kemur að hann verður rýmkaður. Er ekki tími til kom- inn að félagshyggjuöflin sameini kraftana í fjölmiðlamálum, þann- ig að hnekkja megi einokun þeirri, sem íhaldsöflin hafa náð á því sviði? Guðmundur Árni Stefánsson er ritstjóri Alþýðublaðsins. NÝJAR BÆKUR Straumfjörður á Mýrum ✓ Arsrit Borgfirsk blanda Þjóðlífs- ogpersónuþœttir o.fl. Út er komið 8. bindi Borgfirsk- ar blöndu og er þetta allt orðin mikil blanda og góð. Efni bókar- innar er skipt í fimm meginkafla: Þjóðlífsþætti, persónuþætti, hrakninga og slysfarir, drauma og dulrænar sagnir og gamanmál, og lýkur svo með nafnaskrá. Bókin hefst með þætti um kirkjur og presta skráðum af Þór- unni Eiríksdóttur á Kaðalstöð- um, eftir Jóni Snorrasyni frá Lax- fossi. Jón Sigmundsson rekur sögu rafvæðingar á Akranesi. Arnbergur Stefánsson í Borgar- nesi rifjar upp minningar frá fyrstu árum bílanna í Borgarfirði. Jón Magnússon á Hávarstöðum segir frá drykkjum og drykkju- siðum, smíðum og smíðisgripum allskonar. Óskar Þórðarson frá Haga greinir frá örlögum sauð- nauta, sem vistuð voru á Litlu- Drageyri í Skorradal. Sigurður Guðmundsson á Kirkjubóli segir frá því þegar hann „komst á flot“, m.ö.o. lærði að synda. Valgarður L. Jónsson ritar um mataræði til sjós og lands á fyrstu áratugum aldarinnar. Magnús F. Jónsson frá Torfastöðum í Miðfirði segir frá réttarferð suður í Borgarfjörð haustið 1909 og fólki, sem hann kynntist þá. Bragi Þórðarson fræðir okkur um sjósamgöngur Borgfirðinga fyrir daga Skalla- gríms hf. Þjóðlífsþáttunum lýkur svo með því að Jóna Fanney Gunnarsdóttir frá Fellsaxlarkoti rifjar upp bernskuminningar úr Borgarfirði. Taka þá við persónuþættirnir. Er þá fyrst viðtal Kjartans Sigur- jónssonar, skólastjóra á ísafirði við Bjarna Bjarnason, bónda, organista og söngstjóra í Skáney, sem segir: „líf mitt hefur verið skemmtiferð“. „Með ljúfu geði og léttri lund“ nefnast minninga- þættir Guðrúnar Jónsdóttur á Akranesi og hefur Bragi Þórðar- son tekið þá saman. „Plægingar og pólitík“, rabb Eiðs Guðna- sonar alþm. við Ingimund Ein- arsson í Borgarnesi. Sigríkur Sig- ríksson segir frá ýmsu þvf, sem á daga hans dreif, í spjalli við Braga Þórðarson. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum segir frá tveimur prestum, sem fluttust úr Árnessýslu í Borgarfjörð, þeim sr. Magnúsi Andréssyni á Gils- bakka og sr. Guðmundi Helga- syni í Reykholti. Guðmundur Björnsson á Arkarlæk lýsir lífinu á skútunum fyrir 70 árum í viðtali við Daníel Ágústínusson. „Læknirinn í Laxárholti“ nefnist frásögn Magnúsar Sveinssonar af föður sínum, Sveini Þórðarsyni. Árni Böðvarsson, sparisjóðs- stjóri á Akranesi, rifjar upp ýms- ar minningar í spjalli við Þorstein Matthíasson. Hrakninga- og slysfarasögur eru þarna þrjár. Halldór Krist- jánsson í Heynesi segir frá því er faðir hans lá úti 7. janúar 1905 er hann var að sækja meðul til Sig- urðar Jónssonar í Lambhaga. Valgarð L. Jónsson skráir frá- sögn Jóns Oddssonar af eftir- minnilegri sjóferð, sem hann fór á jólaföstu 1935. Þann 21. nóv. 1955 fórst herflugvél á Akrafjalli. Óskar Þórðarson frá Haga segir frá þeim atburði. Sumt af efni Blöndunnar hefur áður birst á víð og dreif en margir þættirnir koma hér á prent í fyrsta sinn. -mhg. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.