Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðvfljans, sími 81333 I Blaðbera vantar strax á: Öldugötu og Túngötu. Það bætir heilsu ou hag að bera út Þjóðviqaiin D/ÓBVIUINN Betra blað Eiðfaxi er mánaðarblað um hesta og hestamennsku Áskriftarsíminn er 685316 ^ Tilkynning til S launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og des- ember er 15. febrúar n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greióa til inn- heimtumanns ríkisjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af- henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir árið 1985 og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Fresturtil að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi, þriðjudaginn 19. febrúar 1985. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Stjórnin Hersýning í Addis Ababa: Væringar stórveldanna ýta undir vopnaflauminn. Afríka: Nóg af vopnum þótt annað skorti Útgjöld til hernaðar aukast hraðar í Afríku en í öðrum heimshlutum Flestum mun finnast, að all- ar fréttir frá Afríku segi eina og sömu sögu: af fátækt og hungri, sem hafa þegar valdið miklu mannfalli, nú síðast í Eþíópíu. En til eru aðrar tölur og fréttir frá Afríku sem segja einnig mjög dapra sögu: af miklu vígbúnaðarkapphlaupi og hernaðarútgjöldum sem aukast hraðar en í flestum öðr- um heimshlutum. Bandarísk stofnun sem rannsakar afvopnunarmál, ACDA, hefur komist að þeirri niðurstöðu, að hernaðarútgjöld vaxi örar í Afríku en nokkrum öðrum heimshluta - að olíuríkj- um í Austurlöndum nær undan- skildum. Á tímabilinu 1972 til 1982 jukust útgjöld til hermála í Afríku um átta prósent á ári að meðaltali - það er fjórum sinnum meira en í Nató, þrisvar sinnum meira en í Evrópu og Suður- Ameríku. í rauntölum er Afríka vitan- lega langt á eftir helstu herveld- um. Árið 1982 (síðasta árið sem til eru nákvæmar tölur um) eyddu Afríkuríki um það bil sextán milj- örðum dollara í her og vígbúnað og það er vitanlega miklu minna en þeir 453 miljarðir sem Banda- ríkin og Sovétríkin eru talin eyða í sameiningu. En þessi upphæð er líka margfalt hærri en þeir 3,2 miljarðir dollara sem Afríkuríki fá í aðstoð frá alþjóðlegum hjálp- arstofnunum og lánastofnunum. Freistandi markaður Afríka er orðin meiriháttar vopnamarkaður. Fyrir tíu árum rúmum fluttu Afríkulönd inn sem svarar 5% af þeim vopnum sem voru á alþjóðlegum markaði, en árið 1982 var innflutningurinn kominn í 15% af heimsveltunni. Til samanburðar má nefna að innflutningur Evrópulanda nem- ur 18% af vopnasölunni, en til Austurlanda nær fara hvorki meira né minna en 42%. Og þessi vopn sem keypt eru til Afríku er ekkert gamalt dót - Lí- býa hefur fengið sér mjög fullkomnar sovéskar MIG- orustuþotur og franskar Mirage- vélar. Eþíópar hafa - hvað sem hungursneyð líður - fengið sér MIG-þotur og sovéska bryn- vagna. Marokko, sem á í miklum efnahagsörðugleikum, hefur keypt sér bandaríska skriðdreka og eldflaugar. Nú gætu menn spurt: hvernig á að skýra þetta vopnahungur meðan fólk sveltur í mörgum Afríkulanda? Hvernig stendur á því að í heimsálfu, sem þarfnast einna helst meiriháttar fjárfest- ingar í matvælaframleiðslu, skuli svo margar ríkisstjórnir og raun ber vitni setja efst á blað nýtísku vopn og þátttöku í ýmsum stað- bundnum deilum og styrjöldum? Arfur hins liðna Við því verða ekki gefin tæm- andi svör. En eitt það fyrsta er tengt arfi nýlendustefnunnar í álfunni. Nýlenduveldin stjórnuðu lengi vel með hervald sem reyndi að bæla niður allar sjálfstæðishreyf- ingar. Margir hinna færustu pólit- ísku leiðtogaefna í nýlendunum fórust í þessari baráttu og þegar nýlenduveldin gáfust upp á sjötta og sjöunda áratugnum varð víða eftir einskonar pólitískt tóma- rúm, sem hin fámenna liðsfor- ingjastétt nýlendunnar fyllti. Meira en svo: þetta lið átti jafnan betri aðgang að fyrirgreiðslu hjá stórveldunum en borgaralegir keppinautar þeirra. Þar með fékk herinn visst forskot til valda, sem hann svo reynir að halda með því að láta innkaup til hersins ganga fyrir. Arfurinn frá nýlendutímanum kemur líka fram með öðrum hætti. Landamæri Afríkurfkja eru ekki dregin eftir búsetu þjóða eða öðrum slíkum „náttúrlegum“ forsendum - heldur fara þau eftir skiptingu áhrifasvæða milli evr- ópskra nýlenduvelda nálægt síð- ustu aldamótum. Þessi landamæri eru því í sjálfu sér sífellt misklíðarefni. Ríkis- stjórnir eiga í sífelldum átökum við minnihlutaþjóðir sem vilja stofna sjálfstæð ríki. Minna má á Biaframenn í Nígeríu og Eritreu- menn í Eþíópíu og kristnar blökkuþjóðir í Suðurhluta Sú- dan. Innanlandsátök þessi auka að sjálfsögðu mikilvægi hersins og þar með áhrifavald. Auk þess vekja landamæri einatt upp styrj- aldir milli ríkja. Eþíópía og Sóm- alía hafa barist um Ogaden- eyðimörkina, en íbúar þar eru flestir Sómalir. Marokko gerir kröfu til Vestur-Sahara en þar er fyrir öflug sjálfstæðishreyfing. Kapphlaup risanna Ofan í allt þetta kemur svo ei- líft kapphlaup Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um bandamenn og áhrif í Afríku. Kapphlaup sem gerir þessi stórveldi meira en fús til að selja eða gefa þangað vopn í stórum stíl og láta þau viðskipti ganga fyrir öllu öðru - m.a. bæði neyðarhjálp og þróunaraðstoð. Samspil staðbundinna árekstra og stórveldahagsmuna lítur reyndar oft mjög undarlega út. Um tíma studdu Sovétmenn Sómalíu í baráttunni við Eþíópíu um Ogaden - en þá taldist keisar- inn í Eþíópíu bandamaður Vest- urvelda og leyfði þeim ýmis um- svif í landi sínu. Eftir að liðsfor- ingjar vinveittir Sovétríkjunum tóku völdin og steyptu keisaran- um hefur Eþíópía fengið mikinn hernaðarstuðning frá Sovét- mönnum. Þetta hefur svo ýtt Sómalíu í faðm Vesturveldanna: þar sem sovésk herskip höfðu áður aðstöðu í Beira, þar er nú bandarísk bækistöð. Austur- Þjóðverjar þjálfuðu áður fyrr lögregluna í Sómalíu en nú eru það Vestur-Þjóðverjar. Kúbu- menn aðstoðuðu við sykurrækt þar í landi, en nú eru það Bretar. Stjórnarfar í Sómalíu er hinsveg- ar alveg það sama og var, hvað sem líður ofangreindum um- skiptum. ÁB tók saman. 18 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 12. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.