Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Reykjavík Atak í þágu bama og unglinga Kaflar úr rœðu Guðrúnar Ágústsdóttur borgarfulltrúa við umræðu umfjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar Frá Fellahelli í Breiðholtshverfi. Ljósm.: eik. Guðrún Ágústsdóttir: Mikið hefur ver- ið rætt um vímuefnavandann en við- brögð hafa verið fálmkennd og ó- markviss Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulltrúi mælti með nokkrum til- lögum á sviði félagsmála við af- greiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar sl. fímmtudag. Hún mælti m.a. með tiilögum sem varða börn og ung- linga sérstaklega. Hún sagði: Nú er ár æskunnar - þeirrar sem erfa á landið, eins og sagt er á hátíðlegum stundum. I félags- málaráði ræðum við býsna oft og ekki að ástæðulausu um þá ung- linga sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda. Mikið hefur •verið rætt um vímuefnavandann. Viðbrögð í þjóðfélaginu og hjá yfirvöldum hafa verið fálmkennd og ómarkviss. Reykjavíkurborg hefur nú tekið visst frumkvæði í þessum málum sem virðast skynsamlegar og líklegar til að bera árangur. Má þar nefna út- gáfu upplýsingabæklinga fyrir foreldra og unglinga sem munu fljótlega koma út. S.l. haust var svo hafið hópstarf með nokkrum unglingum. Hópstarf þetta virtist gefa góða raun og mikilvægt að veita fé til þess að það megi halda áfram. Það olli því vonbrigðum að sjá niðurskurð um helming á þessum lið. Við leggjum til að samþykkt Félagsmálaráðs um 4oo jjús. kr. fái að standa. Við leggjum ennfremur til að hafinn verði rekstur Útideildar og Ung- lingaathvarfi í Seljahverfi. Unglingaathvarf í barnflesta hverfi borgarinnar Starfsemi Unglingaathvarfsins í Tryggvagötu hefur sýnt okkur fram á slík aðstoð sem þar er veitt er rnjög ódýrt og gott stuðnings- úrræði sem í mörgum tilfellum getur komið í vega fyrir dýra sól- arhringsvistun. Stór hluti þeirra unglinga sem verið hafa í athvarf- inu undanfarin ár eru úr Breiðholtinu, og á biðlista í lok nóvember voru 5 af 6 þaðan. Það er því mikilvægt að koma upp at- hvarfi þar. Seljahverfi er barn- flesta hverfi borgarinnar og ætti þar því að vera blómlegasta barna- og unglingastarfið. Svo er ekki því miður. Þar er ekki boðið upp á nokkurn skapaðan hlut af hálfu borgarinnar. Félagsmála- ráðsmeirihlutinn var jákvæður í málinu. Við leggjum áherslu á mikilvægi þessarar þjónustu. Markvisst starf fyrir unglinga í vandræðum Annað mikilvægt fyrirbyggj- andi starf vegna unglinga er nú unnið á vegum Útideildar. Starfs- fólk útideildar óskar eftir fjár- veitingu til að bæta við starfs- fólki. Útideildan hefur nú að undanförnu verið bundin meira og minna við starf með ung- lingum sem sækja Hlemminn og þá óæskilegu unglingastaði, sem sprottið hafa upp þar í kring. Þarna er um erfiðan hóp unglinga að ræða, sem í raun þyrfti meiri stuðning en Útideild getur veitt. En þau stuðningsúrræði eru ekki til, hér er ekki til meðferðarstofn- un fyrir unga vímuefnaofneyt- endur, ekki neyðarhvarf fyrir heimilislausa unglinga né annað það sem til þarf. Útideild hefur af þessum ástæðum haft lítinn tíma til að sinna leitarstarfi úti í hverf- unum t.d. í tengslum við Æsku- lýðsmiðstöðvar. Það er því þörf á auknu starfsliði, Hér hefur verið minnst á þá þætti hjá Reykjavíkurborg sem tengjast fyrirbyggjandi starfi og aðstoð við unglinga sem við ýmis konar vandamál eiga að stríða. Aðrir aðilar en borgin hafa sinnt máli þessu og má þar nefna menntamálaráðuneytið, en þar hefur verið sérstakur starfsmaður í vinnu við að setja fram tillögur um fyrirbyggjandi starf í grunn- skólum. Foreldra- og kennarafé- lög skóla hafa sýnt þessu máli áhuga og fleira mætti telja. Það eru ýmsir að - hver í sínu horni án nokkurs markviss samstarfs. Við leggjum til að ráðinn verði starfs- maður e.t.v. tímabundið til þess að samhæfa það starf allt sem nú er unnið vegna þessa vanda. Það er okkar trú að slíkt starf sé lík- legast til að bera árangur. Starfs- maðurinn hefði það verkefni að koma með tillögur að úrbótum og sæi síðan um að þeim væri fram- fylgt. Heppilegast hefði verið að unglingafulltrúi hefði þetta starf með höndunt og öðrum falið að taka að sér þau störf sem hann nú hefur. En viðbótarstarfsmaður er nauðsyn. Ekki er hægt að bæta því á yfirhlaðna starfsmenn fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofn- unar. Fíkniefnaneysla ungs fólks hér á landi er tiitölulega nýtt vandamál og hafa kannanir sýnt að hópurinn sem neytir fíkniefna í einhverjum mæli er fámennur. Við ættum því að hafa töluverða möguleika á því að geta náð tölu- verðum árangri með markvissu starfi. Ef við hins vegar látum ekki til skarar skríða, hleðst vandamálið upp. Þessi fámenni hópur hefur visst aðdráttarafl fyrir einmana og ístöulausa ung- linga. Talað er um smithættu og það með réttu. Sparnaður á þessu sviði af hálfu hins opinbera er hæpinn sparnaður. Eigum við ekki að hlú eins vel og hægt er að kynslóðinni sem erfa á landið? Eða hvað? Bakvaktir vegna barna- verndarmála Þriðja árið í röð flytjum við til- lögu um bakvaktir fulltrúa fjöl- skyldudeildar félagsmálast., vegna barnaverndarmála. Bak- vaktir eiga að sinna bráðavand- amálum bar.ta og unglinga sem þarfnast tafarlausar aðstoðar. Þessi þjónusta er lagaleg skylda Reykjavíkurborgar skv. ákvæð- urn í barnaverndarlögum. 500 þús. kr. nægja til að hefja vísi að slíkri þjónustu. Lengri dvöl skólabarna í yngstu aldurshópum Á hverju hausti bíða foreldrar ungra skólabarna í angist og of- væni eftir stundaskrám skólanna. Oft verða heimilin fyrir verulegri röskun á lífsháttum vegna stund- atöflunnar. Fjöldi foreldra, oft- ast mæður, hafa þurft að breyta vinnutíma sínum, skipta um starf eða jafnvel hætta störfum vegna þessa. Einsetnir skólar eða sam- felldur skóladagur nteð skóla- máltíð er það markmið sem við hljótum að stefna að. Enn er langt í land og er það furðulegt, þar sem að til þess er ætlast af ráðamönnum þjóðarinnar að tvær fyrirvinnur þurfi til að fram- fleyta heimili. Tillaga okkar urn lengri dvöl skólabarna í yngstu 4-5 aldurshópunum er fram kom- in vegna þess ástands sent áður er lýst. í könnun sem Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar lét gera 1980 kemur fram að um þriðjungur barna á aldrinum 7-12 ára er á eigin vegum hluta úr degi fyrir og eftir skólatíma. í Árseli hefur í nokkur ár verið rekið tómstunda- heintili fyrir börn í Árbæjarskóla. Sú starfsemi hefur gefist vel. Möguleiki er á því að reka sambærilega eða svipaða starf- semi í þeim skólum borgarinnar þar sem húsnæði og aðstæður leyfa. Við leggjum til að gerð verði könnnun meðal foreldra barna í yngstu aldurshópunum á því hversu margir foreldrar hefðu áhuga á slíkri lengingu á viðveru fyrir börn sín. Að lokinni slíkri könnun yrðu t.d. 3 skólar sem ekki eru margsetnir vaidir úr og slík tilraun gerð. Með börnunum yrðu kennarar og fóstrur og áhersla lögð á að vel verði að börnunum búið. Gefist þessi til- raun vel, má bæta fleiri skólunt við, þangað til því marki er náð sem tíðkast í nágrannalöndum okkar að í skólunum sé samfelld- ur vinnudagur bæði nemenda og kennara. Núverandi ástand er óviðunandi. Við leggjum áherslu á samráð við menntamálaráðu- neytið vegna þessarar tillögu. Þriðjudagur 12. februar 1984 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.