Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 7
Helga Tulinius: Viö erum 5-6 konurnar a Orkustofnun sem sækjum okkur reglulega heilsubót hér í Orkubót. Ljósm.: eik.
Orku-
bót
Orku-
stofnun
fær
vítamín-
sprautu í
Viö erum svona 5-6 sem kom-
um hérna reglulega í hádeg-
inu frá Orkustofnun, sagöi
HelgaTuliníus. Þaöerstuttað
fara því Orkustofnun ertil
húsa í sömu byggingunni og
Orkubót.
Hvað komið þið oft?
Svona einu sinni til þrisvar í
viku eftir því hvernig stendur á í
vinnunni.
Eruð þið frískari í vinnunni
eftir að hafa brugðið ykkur á lyft-
ingabekkinn í hádeginu?
Já, þetta hjálpar líka uppá
vinnuna. Við erum bara að þessu
til þess að vera frískari, við stefn-
um ekki að neinni keppni. ólg.
Eins og nýr maður
Sigurbjörg Kjartansdóttir lyftingameistari:
gott að fara í lyftingar
áður en ég fer í vinnuna
Ég er hérfjórum sinnum íviku,
eina og hálfa til tvær klukku-
stundir í einu, sagði Sigur-
björg Kjartansdóttir lyftinga-
meistari og sjúkraliði, þarsem
hún lá á lyftingabekknum í
Orkubót (hádeginu á föstu-
daginn var. Sigurbjörg var
sigurvegari í fyrstu lyftinga-
keppni kvenna sem haldin var
hér á landi í desember síö-
astliðnum.
Líður manni beturafað stunda
þessar œfingar?
Já, maður styrkist alveg rosa-
lega. Verður eins og nýr maður.
Nú er sjúkraliðastarfið talið erf-
itt starf. Er á það bœtandi með
þessum erfiðu œfingum?
Já, mér finnst best að fara í
leikfimi áður en ég byrja í vinn-
unni. Þá er ég frískari á eftir.
Æfir þú eftir ákveðnu pró-
grammi?
Já, ég hef ákveðið æfingapróg-
ram. Óskar Sigurpálsson er minn
leiðbeinandi.
Átt þú börn eða fjölskyldu?
Nei, ég er ein og hef því nægan
tíma fyrir þetta.
Óskar Sigurpálsson þjálfari í
Orkubót tjáði okkur að trúlega
yrði haldið íslandsmeistaramót í
lyftingum á þessu ári þar sem
konur yrðu með og taldi hann
Sigurbjörgu eiga góðan mögu-
leika á íslandsmeistaratitli.
ólg.
Sigurbjörg Kjartansdóttir: fyrsti (s-
landsmeistari kvenna í lyftingum.
Ljósm.: eik.
Þetta er ekkert hættulegt, því við erum bara með létt lóð, segir Fjóla Agnars-
dóttir.
Frískari
og fjörugri
Maður er frískari á eftir svona
æfingu sagði Fjóla Agnars-
dóttir þar sem hún var að æfa
sig á lyftingabekkjunum í
Orkubót.
Við erum tiltölulega nýbyrjað-
ar á þessu eftir langt hlé, ég og
Bára vinkona mín. En við vorum
hér líka í fyrra.
Æfið þið lyftingar?
Þetta er alhliða líkamsrækt.
Við æfum bara eftir okkar höfði,
höfum ekkert sérstakt prógram.
Geta þessar œfingar ekki verið
hœttulegar?
Nei, við erum bara með létt
lóð, og svo fylgist hann Óskar
með okkur.
Hvað komið þið oft?
Við komum þrisvar í viku,
svona klukkustund í hvert skipti.
ólg.
Þriðjudagur 12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7