Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Bílaeigendur 19,1 miljón fyrir stæðin Reykvíkingar munu borga 19 miljónirí stöðumælagjöld í ár ef allar áætlanir standast. Nú er verið að breyta stöðumælunum til þess að taka við 10 krónu myntinni og sagði Ámundi ísfeld, flokksstjóri stöðumælavarða í gær að því yrði að líkindum lokið um mánaðamótin. Ámundi sagði að í borginni væru ríflega 1000 stöðumælar og taldi hann að um 70% bflstjóra borguðu í mælana eins og vera ber. Hins vegar skrifa stöðumæl- averðirnir, sem eru 9 talsins út 4-500 græna sektarmiða á degi hverjum og ber viðkomandi þá að greiða 200 krónur í borgar- sjóð. Lögreglan sér um þá inn- heimtu. Tekjur borgarinnar í ár eru sem fyrr segir áætlaðar 19,1 milj- ón af bílastæðagjöldum. 12 eiga að koma inn fyrir stöðumælana, 5 miljónir vegna sektarmiða, 1,5 er áætlað að komi inn í Kolaporti og 600 þúsund fyrir bílastæði í Toll- húsi. En hvað gerist svo ef menn borga ekki sektarmiðana? Þá kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík sem sendir bílstjóran- um gíróseðil upp á 240 krónur sem þá renna í ríkissjóð. Einar Olafsson sem vinnur við inn- heimtu sekta hjá lögreglunni í Reykjavík sagði að almennt væri því miður mjög léleg útkoma úr þessari innheimtu. - ÁI Auglýsingakvikmyndasjóður- inn hennar Ragnhildar hefur þegar úthlutað til myndanna „Hrafninn flýgur með Flug- leiðum", „Geymið gullsandinn í Iðnaðarbankanum" og „Nýtt líf - nýr Volkswagen". Hvað segja þeir um efnahagsráðstafanimar? ASI Bysna oljost Ásmundur StefánssonforsetiASÍ: Samráð yrði að byggjast á öðrum grunni. Forseti ASÍ: kallar ekkl á stórar yfirlýsingar. Eg sé nú ekki að það séu neinar stórfelldar efnahagsráðstaf- anir í þessu plaggi, sagði Ás- mundur Stefánsson forscti ASl í gær um nýtilkynnta ríkisstjórn- arsamþykkt, - þarna er ekkert nýtt sem kallar á stórar yfirlýs- ingar. „Það er kannski helst ástæða til að draga fram þessar gömlu hug- myndir um virðisaukaskatt sem þarna er talað um, -ég hef miklar efasemdir um að það sé skyn- samleg skattheimta. Mér sýnist að með' honum yrði skattbyrðin enn flutt frá atvinnurekstrinum yfir á launþega, og hitt er ekki síður athugavert að við upptöku LIU Útgerðin skilin eftir Kristján Ragnarsson formaður LIÚ: Greinilega stefnt á enn eina skuldbreytinguna r Iþessum ekkert Formaður LIÚ: ætla ekkert að gera fyrir sjávarútveg. efnahagstillögum er sem snýr að sér- greindum atvinnuvegum, til að mynda ekkert sem að okkur snýr í sjávarútvegi. Þær virðast snúast um almennt atriði, sem segir okk- ur alar lítið og bygglr allt á fram- kvæmdinniKannski dragaþær úr þeirri þenslu sem varð hér með kjarasamningunum í haust, en ég harma að ekkert skuli vera þarna að finna um þann mikla vanda sem sjávarútvegurinn á við að glíma, sagði Kristján Ragnarsson formaður LIÚ. Hann benti ennfremur á að nú blasti við sjómannaverkfall. Sjó- menn viðurkenndu að af útgerð- armönnum væri ekkert að hafa eins og málin standa. Aftur á móti sagðist hann hafa talið að það skipti stjórnendur þessa lands miklu að sjávarútvegurinn gengi, hvað þá ef hann stöðvaðist alveg eins og nú blasti við. Það hefði komið fram, sagði Kristján að ríkisstjórnin ætlaði sér ekkert að gera fyrir sjávarútveginn, sem þýddi að stefnt væri á enn eina skuldbreytinguna seinni part árs- ins. Hann sagðist hafa haldið að menn væru orðnir leiðir á þeim leik, en svo virtist ekki vera. - S.dór VSI Viðskiptahallinn um 4 miljarðir Vilhjálmur Egilsson hagfrœðingur VSÍ: Betra en ekki neitt, hvergi nærri nóg. Pensluástand ísumar. Sjávarútvegurinn rekinn með tapi Hagfræðingur VSÍ: verðbólgan eykst. Pað góða í þessu er að dregið verður úr erlendum lántökum sem nemur einum miljarði, - það er betra en ekki neitt, en hvergi nærri nóg, sagði Vilhjálmur Eg- ilsson hagfræðingur Vinnuveit- endasambandsins þegar Þjóðvilj- inn spurði hann um álit á efna- hagstillögum ríkisstjórnarinnar. Viðskiptahallinn er eftir sem áður gífurlegur og mun nema um 4 miljörðum króna. „Þetta og þær aðgerðir sem boðaðar eru í þessum hugmynd- um ríkisstjórnarinnar eru líkast til ekki nægar til að koma í veg fyrir þensluástand í sumar með tilheyrandi launaskriði, mikilli eftirspurn eftir vinnuafli, kostn- aðarhækkunum innanlands sem verða þungar í skauti sjávarút- vegsins - og valda um síðir vax- andi verðbólgu. Sjávarútvegur- inn verður þá rekinn með tapi enn eitt árið. Þá eru boðaðar ýmsar breytingar sem horfa til betri veg- ar ef þær ná fram að ganga, svo- sem varðandi fjárfestingarlána- sjóði og peningamál“, sagði Vil- hjálmur Egilsson hagfræðingur VSÍ að lokum. -óg virðisaukaskatts virðist stefnt að því að skattheimtan nái yfir alla neysluvöru sem mundi hafa í för með sér stórfellda hækkun á al- mennri matvöru. Það mætti minnast á ýmislegt fleira í þessu plaggi, en það er ekki það stórvægilegt að ástæða sé til rökræðna að svo stöddu“. Ríkisstjórnin rœðir enn um samráð við „aðila vinnumarkaðs- ins“. Hvernig líta þessar ráðstaf- anir út með tilliti til kjaramála og samninga á árinu? „Ég held að ef það á að vera eitthvert samráð, þá verði það að byggja á öðrum og víðtækari grunni en kemur fram í þessum yfirlýsingum nú fyrir helgina. Öll samskipti okkar og samráð við ríkisstjórnina hljóta að byggja á ákveðnum efnisforsend- um. Efnisforsenduríþessu plaggi eru býsna óljósar, og engin leið að dæma eftir þeim um hugsan- legt samráð eða áhrif á kjara- mál“. BSRB Formaður BSRB: menn lifa ekki á fyrirheitum. r Eg hef verið að leita með log- andi Ijósi að einhverju nýju, en ég sé ekkert. Þetta eru hug - leiðingar um hluti sem flestir eru búnir að vcra lengi í stjórnmálaumræðunni, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB um hinar nýju efnahagstil- lögur ríkisstjórnarinnar. „Mér er útilokað að sjá að þeir sem í dag lifa ekki á launum sín- um, geti lifað án kjarabóta á fyrirheitum um breytingar í atvinnu-, húsnæðis- og almanna- Sé ekkert í þessu Kristján Thorlacius formaður BSRB: Ríkisstjórnin getur ekki hugsað sér launahœkkanir. Þessar tillögur eru einungis hugleiðingar tryggingarmálum. Alítur þú að þessar tillögur gefi möguleika á raunhæfum samn- ingaviðræðum í sumar og haust? „Það sem kemur einna skýrast fram í þessum tillögum stjórnar- innar er að hún getur ekki hugsað sér launahækkanir. Ríkisstjórnin vill ræða við aðila vinnumarkað- arins um allt annað en kauphækkun. En þorri launa- fólks þarf kjarabætur til þess að náendum saman“, sagði Kristján Thorlacius. - lg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 12. febrúar 1984 Kvikmyndasjóður Fær ekki meira Albert: Orð fjármálaráðherra gilda M ér finnst stundum af yfirlýs- ingum manna að það séu margir fjármálaráðherrar hing- að og þangað um bæinn. Eg harma ef menn hlusta meira eftir slíku tali en orðum fjármálaráð- herra, sagði Albert Guðmunds- son á alþingi í gær, þegar Helgi Seljan benti á það misræmi sem er f yfirlýsingum ráðherra og embættismanna um fjárveitingar til Kvikmyndasjóðs. „Eins og staðan í ríkisfjármál- unum er núna“, sagði Albert, „með fjárhagahalla upp á 700 miljónir króna er óverjandi að hækka einn lið úr 6-7 miljónum í 30-40, hvað sem líður fjárfesting- um einkaaðila úti í bæ. Ég á eftir að sjá alþingi samþykkja svo gífurlegt stökk á einum lið, sem auk þess er tiltölulega nýr“, sagði hann. Albert kvað hins vegar nauðsynlegt að styðja við hinar nýju atvinnugreinar eins og kvik- myndir og sagði að auðvitað myndi ríkið uppfylla skyldur sínar við sjóðinn(!). Engum hefði þó dottið í hug að styðja við aðra atvinnugrein, sem væri atvinnu- mennska í íþróttum, en hún væri ein stærsta tekjulind veraldar! - ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.