Þjóðviljinn - 12.02.1985, Blaðsíða 15
FRÉTTIR
Þriðjudagur 12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Borgarstjórn
Útflutningur
Tillaga um
fbrkaupsíbúðir
felld
Flutt af borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins
til að leysa vanda þessfólks sem stendur
frammifyrir eignamissi
Astand húsnæðismála hefur
ekki verið verra og neyð fólks
í þeim efnum ekki meira í langan
tíma og kemur margt til sem veld-
ur þessu ástandi. Þetta sagði
Guðmundur Þ. Jónsson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins við
umræðu um fjárhagsáætlun
Reykjavíkur á fimmtudag er
hann lagði til að borgarstjórn léti
á næstu árum byggja 200 söluí-
búðir með forkaupsrétti Reykja-
víkurborgar en lán borgarinnar
næmi allt að 80% af byggingar-
kostnaði. Þessi tillaga var felld.
Guðmundur sagði að afleið-
ingar hinnar gífurlegu kjara-
skerðingar, sem fólk hefur mátt
þola frá miðju ári 1983, væri nú
að koma fram af fullum þunga og
fleiri og fleiri misstu íbúðir sínar.
Nefndi hann mörg dæmi um neyð
þessa fólks. Sumir mættu þakka
fyrir að sleppa á núlli. En því væri
ekki alltaf að heilsa. Síðan sagði
Guðmundur:
„Ég þekki dæmi um ung hjón
sem keyptu íbúð á frjálsum mark-
aði fyrir nokkrum árum. Þau áttu
ekki mikið fé til að reiða fram,
eitthvað af sparimerkjum og
mikið af bjartsýni. Það var því
mikið tekið af verðtryggðum lán-
um. Það var unnið og unnið, bæði
unnu eins og þau gátu, öll vinna
sem bauöst var tekin; eftirvinna,
næturvinna og helgarvinna, en
ekkert dugði til. Smátt og smátt
sáu þau að þetta var ekki hægt.
Vonleysi greip um sig, smátt og
smátt fóru þau að brotna og síðan
kom algjör uppgjöf. Það var farið
að láta reka á reiðanum og loks-
ins þegar ósigurinn var viður-
kenndur stóð íbúðin ekki lengur
fyrir skuldum. Nú standa þessu
ungu hjón með 2 börn uppi,
húsnæðislaus, og með 2 lífeyris-
sjóðslán upp á nærri 300 þúsund
krónur á herðunum."
Sagði Guðmundur að tillaga
Alþýðubandalagsins um for-
kaupsíbúðir væri flutt til að leysa
vanda þess fólks sem nú stendur
frammi fyrir eignamissi.
-GFr.
Athugasemd við frátt
Pann 5. febrúar s.l. birtist frétt
á forsíðu Þjóðviljans er bar
yfirskriftina „Hrútafjarðará:
Sverrir bannaði laxarannsókn-
ir“. Er fyrirsögnin og fyrri hluti
fréttarinnar villandi og ber
greinilega pólitískan keim. Látið
er líta svo út sem ofangreint sé
haft eftir undirrituðum, en er
hins vegar alfarið á ábyrgð blaða-
manns.
Veiðifélag árinnar lét smíða
gildruna á eigin kostnað og sá um
rekstur hennar eftir tillögum
Veiðimálastofnunar.
Umrædd laxagildra í Hrúta-
fjarðará var einungis sett niður til
reynslu sl. sumar. Henni er ætlað
það hlutverk að telja fullorðinn
lax er gengur í ána, en telur ekki
gönguseiði á niðurleið.
Komið hefur í ljós, að yfirleitt
eru stangveiðimenn lítt hrifnir af
slíkum mannvirkjum þ.á.m.
stangveiðimaðurinn Sverrir Her-
mannsson. Sömuleiðis var einnig
einhver andstaða meðal bænda
innan veiðifélagsins gegn gildr-
unni. Auðvitað er það veiðifé-
laginu í sjálfsvald sett hvaða
rannsóknir eru unnar í eigin á. í
umræddu tilviki var það veiðifé-
lagið sem tók endanlega ákvörð-
un um að gildran var tekin upp.
Það sem haft er eftir undirrit-
uðum er hins vegar rétt varðandi
þau vandamál almennt, sem
skapast vegna neikvæðra við-
horfa stangveiðimanna til gildru-
mannvirkja í laxveiðiám.
Væri óskandi að stangveiði-
menn og bændur hefðu almennt
betri skilning á mikilvægi rann-
sóknatækja og laxagildra.
Laxarannsóknir í Hrútafjarð-
ará hafa verið í gangi í 6 ár. Þann
tíma hefur Sverrir Hermannsson
stutt þær af heilum hug, þar svo
að fyrir u.þ.b. ári síðan var hann
skammaður í öðru blaði fyrir að
veita þeim of mikinn stuðning.
Finnur Garðarsson
fiskifræðingur.
Fyrirtækið Traust h/fhannar og smíðar fullkomna skelfisksverksmiðju Verður sett um borð í norskan togara
Söluverðmœti 8 miljónir Fleirifyrirspurnir erlendisfrá
I' gærdag byrjuðu starfsmenn
hjá fyrirtækinu Traust h/f í
Reykjavík að pakka niður í gáma
fullkominni skelfisksverksmiðju
sem flutt verður til Noregs þar
sem hún verður sett niður þar-
lendan skuttogara.
Hér er um framleiðslu uppá 8
miljónir ísl. að ræða og skelfisks-
verksmiðjan sem er að öllu leyti
hönnuð og smíðuð hér heima
verður sú fyrsta sem sett er um
borð í togara í heiminum.
Kaupandi verksmiðjunnar er
Longva Mek. Verksted í Hags-
bygda en það fyrirtæki gerir út
togara sem er systurskip Sjóla frá
Hafnarfirði. Starfsmenn Trausts
h/f munu setja vélarnar niður í
togarann.
Afköst vélasamstæðunnar 2 V2
tonn á klst. en hörpudiskurinn er
lausfrystur. Norski togarinn
Forráðamenn Trausts h/f fyrir framan hluta af skelfisksvélasamstæðunni. Frá vi. Sigurlinni Sigurlinnason matvælafræð-
ingur, Trausti Eiríksson forstjóri og Svavar Ottósson tæknifræðinaur. MvnH- f (h|
verður gerður út á skelveiðar við Að sögn Trausta Eiríkssonar lendis frá varðandi búnaðinn sem
Svalbarða og í innfjörðum N- forstjóra Trausts h/f hafa þegar nú er á leið til Noregs.
Noregs. borist nokkrar fyrirspurnir er- -lg.
Félagsmálaskólí alþýðu
1. önn 10.-23. mats
Hvað kannt þú fyrir þér í
fundarstörfum og
framsögn? Hvað veist þú
um verkafyðshreyfinguna,
starf hennar og sögu? Áttu
auðvelt með að koma fram
á fundum og samkomum?
Tekurðu þátt í félagsstarfi?
Viltu bæta þekkingu þína í
hagfræði, félagsfræði og
vinnurétti?
Veítt er tilsögn í þessum
og öðrum hagnýtum
greinum á 1. önn Félags-
málaskóla alþýðu, sem
skóíi
fyrír
þig?
verður í Ölfusborgum
10.-23. mars n.k. Þá eru á
dagskránni menningar- og
skemmtikvöld auk heim-
sókna í stofnanir og
fyrirtæki. Félagsmenn
Alþýðusambands íslands
eíga rétt á skólavist.
Hámarksfjöldi á
önn er 25 þátttakendur.
Umsóknír um skólavíst
þurfa að berast skrifstofu
MFA fyrir 5. mars. Nánari
upplýsingar eru veittar áskrif-
stofu MFA, Grensásvegi 16,
sími 84233.
ÞEKKING, STARF
OG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING
MFA
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu
Smíða verksmiðju fyrir Norðmenn
HREINAR LlNUR