Þjóðviljinn - 12.04.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími; 81348. Helgarsírríi: 81663. DIÓÐVIUINN Föstudagur 12. apríl 1985 82. tölublað 50. örgangur Grímsey Allur aflakvótinn búinn Alvarlegt atvinnuástand blasir við eyjaskeggjum það sem eftir lifir afárinu. Hannes Guðmundsson verkstjóri: Hörmungarástand efenginn viðbótfœst Þrír af fjórum bátum sem gerð- ir eru út frá Grímsey eru bún- ir með aflakvóta sinn fyrir þetta árið og sá fjórði er að klára sinn kvóta. Ljóst er að mjög alvarlegt atvinnuástand verður í eynni það sem eftir er ársins verði bátunum ekki tryggður viðbótarkvóti, en um 95% atvinnubærra íbúa í Grímsey starfa á einn eða annan hátt við fiskvinnslu og útgerð. „Þetta verður alveg hörmung- arástand ef engin viðbót kemur og ég tala nú ekki um ef trillu- kvótinn verður langt upp étinn þegar smærri bátarnir hérna komast loks á sjó“, sagði Hannes Guðmundsson verkstjóri í fisk- Alþýðubandalagið Nýir sóknartónar Frjóar umrœður áfundi ABR ígœrkvöldi Miklar umræður voru á fjöi- mennum fundi hjá Alþýðubanda- laginu í Reykjavík í gærkvöldi þar sem þeir Svavar Gestsson og Ólafur R. Grímsson fluttu fram- sögu. Þeir ræddu báðir um þann vanda sem Abl. væri sýnilega komið í, fylgi flokksins hefði farið minnkandi í skoðanakönnunum, sundrung væri innan verkalýðs- hreyfingarinnar og tengsl flokks- ins og hreyfingarinnar hefðu minnkað. Svavar sagði að fyrir landsfund í haust yrði að fara fram gagnger umræða í flokknum. Hann minnti á stefnuskrárumræðu meðal flokksmanna og taldi að mikilvægustu málin væru breytingar á atvinnukerfi og nýj- ar áherslur í kjara- og utanríkis- málum. Ólafur Ragnar flutti harða ádrepu um stöðu Abl. og stefnuá- herslur undanfarin misseri. Hann taldi að flokkurinn þyrfti í næstu framtíð að tryggja tengslin við verkalýðshreyfingu, koma á nýrri stefnumótun í byggðamálum og markvissari boðskap í fjölmiðl- um og huga vel að tækifærum al- þýðuhreyfingar í nýrri framtíð. Nánar verður sagt frá fundinum í helgarblaði Þjóðviljans. -m/lg. Sjómenn Brotið blað á Patró Samið ífyrsta sinn um starfsaldurshœkkanir Verkalýðsfclag Patreksfjarðar náði um hádegi í gær samn- ingum við útvegsmenn og er þar í fyrsta sinn kveðið á um kauphækkun til sjómanna með auknum starfsaldri. Starfsaldurinn er helsta bit- beinið í sjómannadeilunni á Vestfjörðum þarsem ísfirskir sjó- menn eru í verkfalli, og starfsald- urshækkun í launum hefur um langa hríð verið eitt af aðalbaráttumálum Sjómannas- ambandsins. Sigurður R. Ólafs- son formaður Sjómannafélags ísafjarðar um Patrósamningana: „Við erum mjög ánægðir enda hvöttum við til að samningar yrðu gerðir á þessum grundvelli, - þetta er svipuð stefna og hjá okkur.“ Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambands ís- lands: „Spor í rétta átt, og má segja að þarna sé brotið blað. Þetta hefur verið reifað lengi við okkar viðsemjendur í LÍU og ekki fengist viðurkennt. Ég sé ekki betur en að þarna hafi orðið töluverð breyting í herbúðum útvegsmanna.“ í Patreksfjarðarsamningunum er að sögn Hjörleifs Guðmunds- sonar formanns verkalýðsfélags- ins kveðið á um starfsaldurs- hækkun ofaná kauptryggingu en vinnslu KEA í Grímsey í samtali við Þjóðviljann í gær. Fiskur er verkaður í tveimur öðrum húsum í eynni en þeim er báðum búið að loka og vinna hefur dregist mikið saman hjá Kaupfélagshúsinu. Grímseyjarbátarnir fjórir sem falla undir kvótareglur fengu út- hlutað um 150 tonn hver en öfluðu fyrir kvótareglur 300-400 tonn að jafnaði á ári að sögn Hannesar. Ljóst er að einungis stærsti báturinn hefur möguleika á að komast á rækjuveiðar í sum- ar, hinir verða verkefnalausir. Mikill urgur er í eyjaskeggum vegna þessa ástands og eins er óvíst hve smábátarnir fá að veiða mikið í sumar þar sem heildar- kvóti smábáta í landinu er langt upp veiddur. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu sjómenn í Grímsey nú vera að undirbúa ferð suður á fund sjávarútvegsráðherra til að skýra út fyrir honum stöðu mála og óska eftir úrlausn svo atvinnu- ástand verði tryggt í eynni í sum- ar, haust og vetur. -lg- utan hlutaskipta þannig að hluturinn „eyðir" ekki muninum. Eftir tvö ár (þaraf eitt hjá sama útgerðarfyrirtæki) bætast við 2%, eftir fjögur ár (tvö hjá sama) 31/2%, eftir fimm ár (þrjú hjá sama) 6%. Að öðru leyti eru samningarnir svipaðir og hjá öðr- um. Hlífðarfatapeningar hækka þó í 1500 krónur (750 almennt), og frítími að lokinni siglingu utan lengist. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari er nú á leið vestur á ísafjörð og stjórnar þar sátta- fundi um helgina eða á mánudag- inn. - m Sauðfjárbœndur Landssamband í burðarliðnum Nokkrir tugir bænda víðs vegar að af landinu komu saman á Hótel Sögu í gær til undirbúnings- fundar Landssambands sauðfjár- bænda. Hafa 53 bændur þegar gengið í undirbúningsfélagið. Framhald málsins yrði það að stofna einstök félög út um land er síðan mynduðu með sér Landssamband. í drögum að lögum fyrir vænt- anlegt landssamband segir m.a. að tilgangur þess sé „að móta sölumarkað fyrir sauðfjárafurðir, skapa tengsl og samstöðu fram- leiðenda til eflingar sauðfjárrækt og koma til móts við óskir neytenda um vöruval og vöru- gæði“. - mhg. ARGUS<€> þjóðarinnar Markmiðið með sölu á rauðu fjöðrinni er söfnun fyrir LÍNUHRAÐLI, tæki sem bjargar mannslífum. Sameinumst öll í þessu þjóðarátaki. 12.-14. APRÍL1985 IANDSSÖFNUN UONS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.