Þjóðviljinn - 14.04.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Side 3
Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1985. Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, er lóð- areigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoð- aðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir, sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun eða brottflutningi á rusli á sinn kostnað, til- kynni það í síma 18000. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistaravelli, Vatnsmýrarveg (gamla Laufá- sveginn), Grensásveg, í Laugarnesi, við Súðarvog, Stekkjarbakka, Rofabæ og Breiðholtsbraut. Eigendur og umráðamenn óskráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorp- hauga við Gufunes á þeim.tíma sem hér segir: mánudaga-föstudaga kl. 08-20 laugardaga kl. 08-18 sunnudaga kl. 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Hreinsunardeild Verkakvennafélagið Framsókn Reykjavík Auglýsing um orlofshús sumarið 1985. Mánudaginn 22. apríl til og með 30. apríl n.k. verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varð- andi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áður í húsunum hafa forgang til umsókna dag- ana 22., 23. og 24. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félags- ins, Hverfisgötu 8-10 Reykjavík kl. 19-17 alladagana. Símar 26930 og 26931. Ath.: Ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Vikugjald er kr. 2500. Félagið á þrjú hús í Ölfusborgum, eitt hús í Flókalundi og tvö hús í Húsafelli. Stjórnin Út eru komnar bækurnar HANDBÓK UM SÖLU- SKATT 2. útgáfa. (verð 400 kr.) ÚRSKURÐIR KVEÐNIR UPP AF RÍKIS- SKATTNEFND Á ÁRUNUM 1981-82, ÚR- TAK (verð 350 kr.) Bækurnar eru til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, 101 Reykjavík, sími 15650. Verð bókanna er með söluskatti. Fjármálaráðuneytið, 12. apríl 1985. Tilboð helgarinnar A. Stór nautavorrúlla mlkarrýsósu, steiktum hrísgrjónum og sa- lati, aðeins kr. 145.- B. Stór Pizzuvorrúlla með oreganosósu, hrísgrjónum og salati, aðeins kr. 145.- C. 4 litlar rœkjurúllur með sœtsúrri sósu, hrísgrjónum og salati, aðeins kr. 145.- D. Kjúklingasmásteik Hong Kong með hrísgrjónum, salati og sósu, aðeins kr. 210.- E. Lambakjöt sweet and sour með tilheyrandi, aðeins kr. 195.- F. Steiktur fiskur með ananassósu, hrísgrjónum og salati, aðeins kr. 150.- Við hjá Kína eldhúsinu tökum að okkur óvenjulegar veislur við öll tækifæri. ATH. Allt gos á búðarverði Auglýsið í Þjóðviljanum 81333 Morgunstund Vínarbrauð gefur beint úr gull ofninum í mund kl. 2.30 50% afsláttur af öllu 20% afsláttur smábrauði fyrir kl. 10.00 milli kl. 2.30 og - 4.00. Baki mið KRINGLAN Starmýri 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.