Þjóðviljinn - 14.04.1985, Page 7
Kvikmyndatónlist
Landslag
í tónum
Lórus
Grímsson
a
nýrri plötu
þessi tónlist að vissu leyti impró-
víseruð. Samt eru ákveðin músík-
þemu, melódíur sem ganga sem
rauður þráður í gegnum þessa
kafla.
í stað þess að sitja heima og
semja músíkina þá kaus ég að
fara í stúdíóið og semja hana á
staðnum og taka upp í leiðinni.
Þegar maður semur fyrir þessa
synthesizera skiptir svo miklu
máli hvaða hljóðblæbrigði maður
notar. Maður getur að vísu samið
einhverja laglínu en hún hentar
ekki hvaða hljóðblæbrigðum sem
er. Þess vegna verður maður að
hafa þessi tæki við hlið sér og
vinna músíkina með þeim.
Ég notaði gjarnan tvo synt-
herziera í einu í hverri upptöku,
tvö ólík tónblæbrigði sem
blandast saman, Það er mjög erf-
itt að gera sér grein fyrir því fyrir-
fram hvernig þau hljóma saman.
Enda er auðvelt að lenda í vand-
ræðum þegar maður er að vinna
með elektrónikina nema maður
viti nákvæmlega hvaða tónblæ-
brigði maður ætlar að nota. Þegar
samið er fyrir hljóðfæri er þetta
vandamál ekki fyrir hendi. Það er
samið öðruvísi fyrir fiðlu en
trompet vegna þvess að þar er um
mismunandi hljóðblæbrigði að
ræða. Mismunurinn liggur ekki
bara í tæknilegum möguleikum
hljóðfæranna.
Það er miklu viðameira að
semja fyrir hljóðfæraleikara, sér-
staklega fyrir marga í einu, en að
semja fyrir synthesizer. Þá þarf
maður að setjast niður og semja
músíkina, síðan þurfa hljóðfæra-
leikararnir að æfa hana og þá loks
er hægt að taka hana upp í stúdíó-
inu. Það er miklu beinni leið að
vinna músíkina einn með synt-
hesizer og um leið prakt.skara.
Kvikmyndatónlistin er yfirleitt
gerð þegar myndirnar eru svo til
tilbúnar og því oft lítill tími til
stefnu".
Þægilegur
hraði
Að hve miklu leyti hafði lands-
Lárus Grímsson tónskáld
hefur komið víða við í tón-
sköpun sinni undanfarna
mánuði. Verk eftir hann hafa
verið flutt á A.R.S. elektróník-
festivalinu í Linz í Austurríki, á
hinni norrænu U.N.M. tónlist-
arhátíð og á Glaudiamus
músíkvikunni í Hollandi. Hann
hefur samið músík fyrir leikrit-
in Grænfjöðrunga og
Skjaldbakan kemst þangað
líka og útvarpsleikritið
Landið gullna Elidor. Þá
hefur hann gert tónlist við
kvikmyndirnar Hringurinn
eftir Friðrik Þór Friðriksson og
Skammdegi Þráins Bertels-
sonar. Nú er komin á markað-
inn hljómplata með tónlistinni
úr Hringnum. Ég spjallaði við
Lárus í páskafríinu um nýju
plötuna og kvikmyndatónlist
almennt.
Hringurinn er mynd þar sem
músíkin hefur óvenju mikiivægu
hlutverki að gegna.
„Já, það er bara mynd og mús-
ík, það er enginn leikur í mynd-
inni. Þetta er ferðasaga í mynd-
um og tónum. Einstakir lands-
hlutar fá sitt sérstaka tónatal, en
það er ekki verið að eltast við
neina aksjón í umhverfinu. Sem
dæmi má nefna að þegar keyrt er
framhjá Vatnsdalshólum bregð-
ur fyrir gamalkunna stefi, Bless-
uð sértu, sveitin mín. Þar eru
mínar gömlu æskustöðvar, í
Vatnsdalnum".
Synthesizer-
tónlist
„Hvernig vannstu þessa mús-
ík?
„Ég horfði á myndina í nokkur
skipti. Ég tók tíminn á einstökum
hlutum myndarinnar og ákvað
hve langur hver músíkpartur ætti
að vera. Síðan fór ég í stúdíóið
með synthesizer (hljóðgefi) og
byrjaði að taka upp. Þó svo að
fólk verði vart við endurteknar
melódíur, heilsteypt lög, þá er
lagið í Hringnum áhrif á tónlist-
ina?
„Þegar lagt er af stað úr bænum
er músíkin frekar sterk og ein-
föld. Síðan þegar ekið er eftir
suðurlandinu og öðrum álíka
flatneskjum kaus ég að hafa tón-
listina af „flatara" taginu. Á suð-
austurhorninu og Austfjörðun-
um er farið að færast fjör í
leikinn. Á Héraði er músikin af
rólegra taginu en á Möðrudalsö-
ræfum byggist hún meira á effekt-
um, hún er ekki tónölsk, enda
eru Möðrudalsöræfin svolítið
spes fyrirbæri. Af þessu sést að
landslagið mótar tónlistina að tal-
sverðu leyti“.
Nú er farið á miklum hraða um
landið í myndinni. Var tónlistinni
ætlað að draga úr áhrifum
hraðans?
„Maður venst strax þessum
hraða í myndinni og ég held að
músikin ráði ekki úrslitum um
hvað manni finnst um hraðann.
Þetta verður strax, að mér finnst,
mjög þægilegur hraði. Þegar
maður er búinn að horfa á mynd-
ina er maður alls ekki uppspennt-
ur eins og margir kannski halda
heldur þvert á móti mjög afslapp-
aður“.
Smjörfiðlur
Þú hefur samið tónlist fyrir ólfk
tækifæri, tónverk fyrir hefð-
bundna tónleika, leikhús, út-
varpsleikrit, vídeómyndlistar-
verk o.fl. Hver er sérstaða kvik-
myndatónlistarinnar?
„Þegar ég samdi tónlistina við
Hringinn hafði ég tiltölulega
frjálsar hendur. Ég varð samt að
búa til eitthvað sem var heilsteypt
frá upphafi til enda. Þetta var þó
að mörgu leyti ekki eins krefjandi
og að gera músik við leikna mynd
þar sem músikatriðin eru yfirleitt
styttri, allt niður í 10 sekúndur.
Fólk verður oft ekki vart við
tónlistina í kvikmyndum, hún er
svo mikið notuð til að undirstrika
hluti. Hún er þó í raun miklu
stærri þáttur en fólk gerir sér
grein fyrir. Það er hægt að gera
atriði mjög kómísk eða mjög
dramatísk bara með músikinni.
f amerískum kvikmyndum er
samspil myndar og hljóðs mjög
oft samkvæmt stöðluðum formúl-
um. Það eru notaðar vissar brell-
ur eins og að hafa stórhljómsveit í
byrjun og strengi í ástarsenum.
Þetta verða heldur leiðinlegar
klisjur. Það er hægt að gera margt
annað, það er t.d. hægt að nota
önnur hljóðfæri en strengi undir
ástarsenum. Að vísu verður að
ganga út frá ákveðnu tónamáli
sem ákvarðast af hefðinni. Mað-
ur notar ekki smjörfiðlur til að
undirstrika eitth ' hr'’Uilegt.
Músikin leitar í ákveðinn farveg
en það eru tvö hjólför sem hægt
er að velja um, ef ekki fleiri".
Sunnudagur 14. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7