Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA Dagmœðrakerfið í Reykjavík Fyrir skömmu vakti Þjóðviljinn máls á dagmœðrakerfinu í Reykjavík. Sú um- fjöllun vakti mikla athygli og margir höfðu samband við biaðið. Af því tilefni er talað við nokkra aðila sem þetta mál brennur hve heitast á: Móðir segir frá... Agaleysi í stéttinni Helga Hansdóttir dagmamma „Dagmœður lenda oft í vandrœðum...“ „Ég er búin að vera með 10 mánaða son minn hjá 4 dag- mömmum síðastliðna 6 mánuði,“ sagði móðir sem hafði samband við Þjóðviljann. Ástandið í dag- vistarmálum er vægast sagt hörmulegt. Ég sótti um barnaheimilispláss fyrir barnið nýfætt en var tjáð að ég fengi að vita í maí ’85 hvenær ég kæmist að, sem sagt að bíða eftir svari í heilt ár. Þá voru góð ráð dýr, ég sé ein um framfærslu barnsins og varð að koma honum í gæslu. Reykjavíkurborg leysir barna- heimilisleysið með dagmæðrum, það eru 400 dagmæður á skrá hjá dagvistun barna, sem í sjálfu sér gæti verið góð laun, ef hægt væri að treysta á þær sem atvinnu- manneskjur í þessari grein. Ég ætla ekki að alhæfa og segja að þær séu allar slæmar en það er misjafn sauður í mörgu fé, og finnst mér agaleysi gæta mjög í þessari stétt: Því þær geta hætt svo til fyrirvaralaust sem gæslu- aðilar, gefist upp á barninu, taka ekki svona ung börn, taka ekki svona börn, þ.e. börn einstæðra foreldra því þeir aðilar fá endur- greiðslu frá viðkomandi bæjarfé- lagi, og þarf því að gefa þau laun upp til skatts, og síðast en ekki síst þá vill því brenna við að þess- ar ágætu konur séu með allt of mörg börn. Dagmæður hafa leyfi fyrir 4 börn, en þegar ég hef haft sam- band við Dagvistun barna þá hef ég fengið þau svör að það sé mikil ekla af dagmæðrum, og að ég geti reynt að tala við eina sem sé nú þegar með sjö börn og aðra sem er með átta börn. Við vitum að ung börn hafa að- lögunarhæfni en henni er hægt að ofgera og einnig er það hroðaleg reynsla að þurfa að hafa barnið sitt fyrstu árin í geymslu". S.P. „Það eru settar reglur sem við eigum að vinna og fara eftir. Uppsagnarfresturinn er á báða bóga mánuður. En þarna kemur markaðaslögmálið inn í eins og annars staðar, í hverfum þar sem framboðið er mikið af dagmöm- mum en fá börn þá sættir dag- mamman sig ekki við að vera með aðeins tvö börn og hættir kannski með stuttum fyrirvara," sagði Helga Hannesdóttir dag- mamma. „í barnmörgum hverfum þá reynir dagmamma að vera ekki með fleiri en 5 heilsdags börn, sem gætu verið allt upp í 10 hálfs- dagsbörn enda er það hámark, en það er mjög auðvelt fyrir foreldra að misskilja hausatöluna ef þau kíkja inn í hádeginu, því þá fer skiptingin yfirleitt fram. Éinnig er til í dæminu að kona er með tímabörn svokölluð sem eru allt niður í tvo tíma í gæslu, Þetta er mjög breytilegt. Við vitum að neyðin er mjög mikil í þessum málum enda hafa dagmömmur í barnmörgum hverfum lent í vandræðum vegna þess að mæður hringja hálfgrátandi og biðja þær um að taka börnin. Við höfum heyrt um dagmæð- ur sem neita að taka börn ein- stæðra foreldra, en þær eru von- andi ekki margar. Oft vill það brenna við að dag- mæður lenda í vandræðum með foreldra því þeir gefa sér ekki tíma til að tala út við dagmóður, en ala á óánægju sinni í eintúmi, ef foreldrar eru óánægðir eiga þeir að tala við rétta aðila, en skýringin fyrir þögninni er senni- lega hræðsla um að missa gæslu- aðila. Að lokum vil ég taka skýrt fram að það eru til reglur sem eiga að gæta hagsmuna beggja aðila“. S.P. LEIPARI Velferð barnanna í fyrirrúmi Haustiö 1980 voru gerðir samningar milli ASÍ og ríkisvaldsins um stórátak í dagvistarmálum. Gert var ráö fyrir 10 ára áætlun um byggingar- þörf og reiknað meö ákveönum forsendum um fjárþörf, annars vegar 30 miljónum á ári miöaö við árið 1980 og hins vegar 50 miljónum. Þaö er skemmst frá því að segja aö ríkisvaldið hefur numiö 90 miljónum eða 150 samkvæmt áöur- nefndum forsendum árið 1985. Fjárveitingin fyrir áriö 1985 nemur einungis 34.9 miljónum króna. Ástandiö er þannig í Reykjavík, aö þaö endur- speglar getuleysi eöa viljaleysi fjárveitinga- valdsins að standa viö 10 ára áætlunina. í Reykjavík eru 8351 barn innan viö 6 ára aldur. Um 2500 þeirra hafa leikskóla- og dag- heimilisplás en um 1700 eru á biðlistum dag- vistarstofnananna. Um 12% barnanna á þessum aldri eða um 1000 börn eru skráö hjá dagmæðrum. Þessar tölur lýsa vel því öngþveiti sem er ríkjandi í Reykjavík. Það eru ekki mörg sveitarfélög á landinu sem hafa staðið þann veg aö uppbyggingu dagvist- arstofnanna aö mæti raunverulegri þörf. Það hefur samt tekist í Neskaupstaö en í Reykjavík er skelfilegt ástand í þessum efnum. - Það má segja að börnin séu fórnarlömbin, segir Bergur Felixsson yfirmaður dagvistar- stofnana Reykjavíkur, en einmitt þaö er óþol- andi. Um 400 dagmæður eru skráöar í Reykjavík. Þær mega í mesta lagi hafa 5 börn í gæslu. Því miður eru þess dæmi að fjöldi barnanna sé miklu meiri. Ástæðan er m.a. sú, aö dagmæður þurfa náttúrlega laun í samræmi viö annað fólk, - og freistast því stundum til aö hafa of mörg börn. En þarmeð verður sök þeirra ekki meiri en þess ríkisvalds og þeirra borgaryfirvalda sem svikist hafa um að mæta þörfinni fyrir dagvistun barna. Jafnvei gengið þvert á gert samkomu- lag. Margir telja að dagmæðrakerfið búi yfir ýms- um kostum fram yfirdagvistarstofnanir, svosem að þar skapist tilfinningatengsl og heimilisleg hlýja sem erfiðara sé að láta stofnanir búa yfir. En hinu er heldur ekki að leyna, að þess eru dæmi að dagmæður hafi alltof mörg börn og ekki fari hjá því að mörg þeirra séu vanrækt. Þá eru þess dæmi að börn einstæðra foreldra fái ekki inni hjá dagmæðrum vegna þess, að í þeim tilfellum þurfa einstæðir foreldrar að gefa upp kostnaðinn til að fá endurgreidd dagvistargjöld. Það þýðir á hinn bóginn að dagmæður sem reyna að smeygja sér undan skattaálögum einsog svo margir aðrir í því ríki óréttlætisins í skattamálum sem við lýði er, vilja síður fóstra börn einstæðra foreldra. Þetta fyrirkomulag nær auðvitað ekki nokk- urri átt. í gildi eru ákveðnar reglur um eftirlit með dagmæðrakerfinu, en þarsem hörgullinn á dag- vistarrýmum er svo mikill, getur eftirlitskerfið ekki annað en séð í gegnum fingur sér í vissum tilfellum. Bergur Felixson segir að eftirlitinu sé ekki framfylgt harkalega til að skapa ekki fjand- samlegt andrúmsloft milli borgarinnar og dag- mæðra. Það er ómögulegt og gengur ekki lengur, að skattaundandráttur, sambýli dagmæðra og borgarinnar og þvíumlík atriði séu ráðandi um það hvernig þessum málum er háttað í Reykja- vík. Að sjálfsögðu verður hagur og velferð barn- anna sjálfra að ráða því hvað er gert og hvernig í dagvistarmálum þeirra. Reykjavíkurborg verður að taka sér tak í uppbyggingu dagvistarheimila og í raunhæfu jákvæðu eftirliti og samvinnu við dagmæður og foreldra barnanna. Það er með öllu óþolandi að börnin séu áfram fórnarlömb þessa kerfis. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.