Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 1
27 apríl 1985 laugar- dagur ÞJOÐVIUINN 94. tölublað 50. örgangur SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Alþýðusambandið Kaupmáttartrygging! Miðstjórn ASÍ vill kauphœkkun í vor, endurheimt kaupmáttar „íáföngum“ og sameiginlegar viðrœður um „traustar kaupmáttarviðmiðanir“ Istandsklukkan eftir Halldór Laxness var frumsýnd í Þjóöleikhúsinu á hátíð- arsýningu í tilefni af 35 ára afmæli leikhússins í fyrrakvöld. Að sýningu lokinni voru leikarar, Sveinn Einarsson leikstjóri, höfundur og aðrir aðstandendur hylltir á sviðinu og á þessari mynd sést hvar Snæfríður íslandssól leiðir Halldór Laxness á sviðið en hún er leikin af Tinnu Gunnlaugsdóttur. Tinna tók ( sýningarlok við verðlaunum úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins ásamt fjórum öðrum starfsmönnum hússins. Sjá baksíðu. Mynd: E.ÓI. Afundi miðstjórnar ASI í gær var samþykkt að senda lands- samtökum og svæðasamböndum bréf þar sem farið er fram á að þau móti afstöðu sína til næstu skrefa í samningamálum fyrir sameiginlegan fund um miðjan maí. í bréfi miðstjórnarinnar segir: „Það var samdóma álit mið- stjórnarmanna að við komandi samningagerð hljóti meginá- herslan að vera á tryggingu þess kaupmáttar sem um semst. Samningar verða að stefna að því að kaupmáttartap síðustu ára vinnist upp í áföngum. Miðstjórn telur að við núverandi aðstæður sé nauðsynlegt að sterk samstaða náist um baráttu fyrir traustum kaupmáttarviðmiðunum. f framhaldi af þessum umræð- um ákvað miðstjórn að kanna af- stöðu landssambanda og svæða- sambanda til sameiginlegra samningaviðræðna þar sem á sameiginlegu borði verði fjallað um meginlínur í kaupmætti og tryggingu kaupmáttar. Jafnhliða verði á vettvangi hvers sambands og félags eftir atvikum fjallað um sérmál. Ef ekki koma til neinar kauphækkanir fyrr en á næsta hausti, er fyrirséð að kaupmáttur falli frá mánuði til mánaðar og verði um mánaðamótin ágúst/ september 3-4% lakari en var fyrir samningsgerð á liðnu hausti. Því er brýnt að kannað sé hvaða möguleikar eru til þess að ná fram kauphækkunum þegar í vor. Miðstjórn ákvað að fela hópi for- manna landssambands að kanna þá möguleika í viðræðum við VSÍ og VMS.“ Á miðstjórnarfundinum var einnig mótmælt „þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur Ásmundi Stefánssyni, forseta Al- þýðusambands íslands um að hann hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður Kjaradóms í deilu BHMR og fjármálaráðuneytis- ins.“ - m Björn Jónsson látinn Björn Jónsson fyrrum forseti Alþýðusambands íslands er látinn, 68 ára að aldri. Björn var fæddur á Úlfsstöðum í Blönduhlíð 3. september 1916. Hann varð stúdent frá Akureyri 1936. Verkamaður þar frá 1932, starfsmaður verkalýðsfélaganna þar nyrðra 1946-1949 og aftur 1952-1955. Forseti ASÍ var hann kjörinn 1972 og gegndi hann því embætti fram á árið 1978. Björn Jónsson var landskjör- inn alþingismaður 1956-1959 og alþingismaður Norðurlands eystra 1959-1974. Hann var einn- ig varaþingmaður Reykjavíkur um tíma árið 1975. Forseti Efri deildar Alþingis var hann 1971- 1973. Landskjörinn þingmaður Reykjavíkur 1978-1979. Árið 1973 var hann svo skipaður félags- og samgönguráðherra og gegndi hann því embætti til 6. maí 1974. New York Brandt far þríðjaheimsverðlaunin Ólafur Ragnarflutíi rœðu við afhendingu verðlaunanna. Til að draga úr viðsjám milli austurs og vesturs Björn Jónsson lætur eftir sig eiginkonu, Þórgunni K. Sveinsdóttur. Willy Brandt voru afhent þriðjahcimsverðlaunin í byggingum Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Við þetta tækifæri fluttu ræður þeir Peres de’Cuell- ar framkvæmdastjóri SÞ, Sonny Ramphal formaður úthlutunar- nefndarinnar, Ólafur Ragnar Grlmsson formaður þingmanna- samtakanna PWO og Willy Brandt. Um átta hundruð manns voru viðstaddir athöfnina, sem var sjónvarpað víða um lönd. í ræðu sinni lagði Willy Brandt áherslu á bætt samskipti norðurs og suðurs og nauðsyn þess að dregið yrði úr vígbúnaðaræðinu. í New York hófst í fyrradag ráðstefna sem ber heitið „Survi- val in Nuclear Age“, Að komast af á atómöld, og standa alþjóða- þingmannasamtökin PWO í hvers forsæti Ólafur Ragnar situr og samtök þriðja heims ríkja fyrir ráðstefnunni. Þar er einmitt fjall- að um norður/suður-málin í tengslum við vígbúnaðarkapp- hlaupið á Vesturlöndum. Þá ráð- stefnu sitja sérfræðingar og full- trúar frá öllum heimsálfum, Austur- og Vestur-Evrópu. í gær kynntu Willy Brandt, Ramphal og Ólafur Ragnar niðurstöður ráðstefnunnar á blaðamanna- fundi í byggingu SÞ. Willy Brandt kvaðst ætla að verja verðlaununum sem hann fær fyrir framlag sitt til lausnar áðurnefndum málefnum til upp- lýsingaskrifstofu sem safnar sam- an efni um norður/suður saim skiptin og til að draga úr viðsjám milli austurs og vesturs. Willy Brandt er ma. forseti Alþjóða- sambands sósíalista. - v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.