Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 2
FREIHR Sementsverksmiðjan Starfsmennimir hafna frumvarpi Sveiris Fjölmennur fundur í starfsmannafélaginu hafnar hugmyndum Sverrir Hermannssonar um að gera verksmiðjuna að hlutafélagi. Steingrímur er sennilega fyrsti sjúkdómurinn í stjórninni. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sendi frumvarpið um að gera Sementsverksmiðj- una að hlutafélagi til umsagnar starfsmanna verksmiðjunnar. Á dögunum var svo haldinn fjöl- mennur fundur í starfsmannafé- laginu þar sem frumvarpinu var Staða kvennaá þjóðveldis- öld Gunnar Karlsson flytur erindi í dag, laugardag kl. 14.00 mun Gunnar Karlsson sagnfræðingur flytja erindi á aðalfundi Sögufél- agsins um stöðu kvenna á þjóð- veldisöld. Aðspurður um efni fyrirlestursins sagði Gunnar Karlsson að það hafi verið við- tekin skoðun allt fram undir 1970 að hlutskipti kvenna hafi verið tiltölulega mjög gott á þjóðveld- isöldinni. Þessi hefðbundna söguskoðun hafi síðan komið fram í ritgerð Ólafíu Einarsdótt- ur í Tímaritinu Sögu 1984. Gunn- ar sagðist þeirrar skoðunar að hlutskipti kvenna hafi ekki verið jafn gott á þessum tíma og þau Ólafía og Sigurður Nordal hafa haldið fram, og myndi hann færa rök fyrir því í fyrirlestri sínum. Aðalfundur Sögufélagsins verður haldinn í Duus-húsi og hefst kl. 14.00. -ólg. Vopnafjörður Kviknað í hjá Tanga hf Tjón naumast verulegt Um kl. 7 að morgni sumar- dagsins fyrsta varð þess vart, að eldur var laus í húsum Tanga hf. á Vopnafirði. Mikill reykur var í vélasal slátur- og frystihússins og raunar sláturhúsinu öllu, en eldur ekki orðinn verulegur. Hann var einkum í rafleiðslum og gekk slökkvistarfið fljótt og vel fyrir sig. Ekki er talið að frystivélar hafi skemmst og tókst fljótlega að gangsetja eina þeirra. Líkur eru á að kindakjötið, um 220 tonn, sé óskemmt, en það er í plastpok- um. Um 20 tonn af nautakjöti er hins vegar í grisjupokum og leikur meiri vafi á hvort það hefur sloppið. Á sunnudag er von á dýralækni og matsmanni til þess að ganga úr skugga um hvort skemmdir hafi orðið. -mhg. hafnað. Fundurinn gerði eftirfar- andi samþykkt: „Starfsmenn Sementsverk- smiðju ríkisinsá Akranesi hafa kynnt sér efni frumvarps til laga um stofnun hlutafélags um Sem- entsverksmiðju ríkisins. Við fögnum því að háttvirt Alþingi ætli að setja löggjöf um Sements- verksmiðju nkisins, en sjáum ekki að nægileg rök styðji það að brevta fyrirtækinu í hlutafélag. Við teljum rétt að það verði áfram í ríkiseign. Hvað stjórnun fyrirtækisins varðar þá teíjum við ábyrgð stjórnenda þá sömu gagnvart ríkinu sem eiganda og hluthöfum, þó vissulega geti breytingar á núverandi fyrir- komulagi verið æskilegar. Ekki er ljóst hvort einhverjir starfs- menn kynnu að hafa hug á hlutabréfakaupum, þar eð engar verðupplýsingar er að finna í um- ræddu frumvarpi til að byggja slíkar ákvarðanir á“. -S.dór. Eins gott að vanda sig þegar Landsmót skólalúðrasveita er tramundan en það mót hefst einmitt í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Ljósm. E.OI. Tónlist Lúðrahljómar í Kópavogi Landsmót íslenskra skólalúðra- Mótið hefst kl. 13.30 með leik endað á Skólahljómsveit Kópa- sveita verður haldið í dag, Hornaflokks Kópavogs. Kl. vogs. Lýkur mótinu með því að laugardaginn 27. aprfl í íþrótta- 14.00 mun Krigtján Guðmunds- allir þátttakendur sameinast um húsi Digranesskóla í Kópavogi. son bæjarstjóri Kópavogs setja að spila tvö lög; mars eftir J. Ph. Þar verður ys og þys því mótið mótið en að því loknu hefst leikur SousaogÚrútsærísaíslandsfjöll sækja rúmlega tuttugu sveitir sveitanna. Munu Reykjavíkur- eftir Pál ísólfsson. Kynnir á mót- víðs vegar að af landinu eða alls sveitirnar hefja leikinn og svo far- inu verður Jón Múli Árnason. um 500 ungir hljóðfæraleikarar. ið réttsælis umhverfis landið og -v. íðnaðarráðuneyti Hagvangur makar krókinn Úttektá ríkisstofnunum fjármögnuð með sölu hlutabréfa í Iðnaðarbankanum. Engar heimildir á fjárlögum Á síðasta ári fékk Hagvangur um 3,5 miljónir króna fyrir úttekt á Rafmagnsveitum ríkisins, Orkustofnun, Rafmagnseftirliti ríkisins og Jarðborunum ríkisins. Aðrir aðilar fengu samtals tæpar tvær miljónir króna fyrir úttekt á Sementsverksmiðjunni, Land- smiðjunni, Kísiliðjunni, Þörungavinslunni og Sjóefna- vinnslunni. Þetta kemur fram í skriflegu svari iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Hjörleifs Guttormssonar á alþingi. Þar kemur einnig fram að aðeins 985 þúsund krónur voru til ráðstöfunar í þessi verkefni á fjárlögum, og að afgangurinn, 4,7 miljónir var greiddur af and- virði hlutabréfa ríkisins í Iðnaðarbankanum. Dýrasta úttektin var á Raf- magnsveitunum, 1,6 miljón, en úttektin á Orkustofnun kostaði 1,4 miljónir. Hagvangur sá um hvoru tveggja. Aðrir sem unnu að þessum úttektum eru Kaupþing, 429 þúsund, Partek, 75 þúsund, Helgi G. Þórðarson 170 þúsund, Rekstrarstofan 416 þúsund, Sigurjón Arason 51 þús- und og Iðntæknistofnun 624 þús- und vegna Sjóefnavinslunnar á Reykjanesi. Niðurgreiðslur 240% samdráttur á 2 ánim Mjólkin er 43 % dýrari núen ef niðurgreiðslur vœruþcer sömu og 1982. Hlutfall niðurgreiðslna af sölu- verði landbúnaðarvara hefur aldrei verið lægra en nú á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Niður- greiðslur nema nú aðeins 9% af útsöluverði mjólkur, 11% af út- söluverði kindakjöts og 23% af útsöluverði smjörs. Ef hlutfallið væri það sama og á árinu 1982 væri. mjólkurlítrinn tæpum 9 krónum ódýrari, kflóið af kind- akjöti væri 42 krónum ódýrara og kfló af smjöri væri 108 krónum ódýrara en nú er. Þetta kemur fram á skriflegu svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttorms- sonar á alþingi. Þar kemur einnig fram að samdrátturinn í niður- greiðslum frá árinu 1982 nemur 240%! Á árinu 1984 námu niður- greiðslur 770 þúsund krónum, en á árinu 1982 námu þær 1860 þús- undum og ' er hvoru tveggja reiknað á verðlagi síðasta árs. Hlutfall niðurgreiðslna af út- söluverði landbúnaðarafurða hefur hríðfallið síðan núverandi ríkisstjórn tók við og afleiðing- arnar eru sífellt hærra söluverð, sem ekki er bætt í kaupi. Nú kost- ar kíló af kindakjöti 177 krónur en ef hlutfall niðurgreiðslna væri hið sama og 1982 myndi það kosta 135,30. Mjólkin kostar nú 28,60 hver lítri, en myndi kosta 20.05 með sömu niðurgreiðslum og 1982. Smjörið kostar 319 krónur kflóið en yrði 108 krónum ódýrara eða selt á 210,80 ef niðurgreiðslurnar hefðu ekki ver- ið lækkaðar. -ÁI 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.