Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 8
Víetnam 10 ár frá falli Saigon Hernaðurinn gegn Víetnam heldur enn áfram á hinu efnahagslega sviði, og þjóðin hefur ekki fengið þá aðstoð við að lækna sár stríðsins, sem henni var heitið. Hinn 30. apríl eru 10 ár liðin síðan síðustu Bandaríkja- mennirnir yfirgáfu bandaríska sendiráðið í Saígon og Þjóð- frelsisfylkingin gerði innreið sína í borgina. Styrjöld sem staðið hafði meira og minna linnulaust í 35 ár í Indókína var lokið að því er virtist. Þar af höfðu Þjóðfrelsisfylking S- Víetnam og stjórnarherinn í N- Víetnam átt í höggi við öflug- asta herveldi heimsins í 15 ár, allt frá því að John F. Kennedy hóf hernaðaraðstoð við stjórn Ngo Dinh Diem í S-Víetnam árið 1960. Taiið er að hernaður Bandaríkjanna í Víetnam hafi kostað 1,9 miljón Víetnama lifið, 4,5 miljónir hafi hlotið sár eða örkuml og um 9 miljónir hafa orðið landflótta. Sjálfir misstu Bandaríkjamenn um 60 þúsund fallna auk þess sem 300.000 urðu sárir og hundruð þúsunda ungra Bandaríkja- manna urðu fyrir slíku andlegu áfalli af reynslu sinni í Víetnam, að þeir munu aldrei bíða þess bætur. Þótt tölur sem þessar gefi ein- hverja hugmynd um þann harm- leik sem þarna átti sér stað, þá verður honum seint lýst með orð- um. Hinn yfirlýsti tilgangur Banda- ríkjamanna með hernaði sínum í Víetnam var að stöðva framsókn kommúnista undir forystu Sovét- manna og Kínverja í þessum heimshluta. Til þess voru fórnirn- ar færðar, en öllum má vera ljóst eftirá að þessar forsendur voru rangar: Barátta víetnömsku þjóðarinnar var sprottin af þjóð- ernislegum grunni og þótt Bandaríkjamenn hafi beðið ósigur í þessu stríði, þá hefur það ekki orðið til þess að opna fýrir flóðgátt kommúnískra áhrifa í þessum heimshluta. Þvert á móti hafa þjóðir sem segjast byggja á marxískri hugmyndafræði barist á banaspjótum í þessum heims- hluta: Víetnam og Kambódía, Kína og Víetnam, Kína og So- vétríkin o.s.frv. Áframhaldandi stríð í reynd má segja að stríðinu í Víetnam sé ekki lokið. í fýrsta lagi stóðu Bandaríkjamenn aldrei við þau fyrirheit sín frá Parísarsamkomulaginu um frið í Alþýðubandalagið í Reykajvík. 1. MAI Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst að venju fyrir kaffisamsæti og fundi að lokinni göngu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 1. maí. Fundurinn er í flokksmiðstöð Alþýðubanda- lagsins að Hverfisgötu 105 (4. hæð). Stutt ávörp flytja: Bjarnfríður Leósdóttir formaður verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins og Gunn- KAFFI laugur Ástgeirsson kennari, varaformaður HÍK. Skemmtiatriði verða í umsjá hljómsveitar- innar HRÍM og Sigrúnar Eddu Björgvins- dóttur og Valgeirs Skagfjörð. Heimabakaðar kökur og nægt kaffi verður fram borið af félögum í Æskulýðsfylkingu Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Bjarnfríður Leósdóttir Sigrún og Valgeir Gunnlaugur Ástgeirsson 1. maí fagnaður ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir kvöldfagnaði í flokksmiðstöð að kvöldi 1. maí. Hefst samkoman með borðhaldi kl. 20:00. Hljómsveitin HRÍM skemmtir. Gunnar Guttormosson og Sigrún Jóhannes- dóttir flytja nokkrar söngvísur. Önnur dagskráratriði auglýst síðar. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 400,- og er þá kvöldverður innifalinn. Miðapantanir og skráning í síma 17500. Félagar, eigum ánægjulega stund saman að kvöldi 1. maí og fögnum sumarkomu. Sjáumst öll. Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík. í §ig E © O E c ra ö -O II D O) (3 V) rtmv^rfrwftTirffimrrr~TTirmTrin-iip---°--~~-m' Davíð og Golíat. Víetnömsk stúlka úr Þjóðfrelsishernum hefur tekið bandarísk- an fanga. Slíkum myndum vilja bandarísk stjórnvöld nú gleyma. Víetnam að leggja sitt af mörkum til þess að Iækna sár stríðsins. Þvert á móti sveið bandarískum stjórnvöldum ósigurinn það sárt að þau hófu efnahagslegan stríðs- rekstur gegn Víetnam í hefndar- skyni, sem stendur enn. Við- skiptabannið sem Bandaríkin hafa sett á Víetnam hefur einnig orðið til þess að stöðva aðstoð flestra V-Evrópuríkja við Víet- nam. Einu undantekningarnar þar munu vera Svíþjóð og Frakk- land. Enn eru víetnamskir bændur að falla fyrir þeim bandarísku loftsprengjum, sem faldar eru í- ökrum Víetnam, en sem kunnugt er slepptu Bandaríkjamenn 7 miljónum tonna af sprengjum yfir landið, eða þrefaldan þann skammt sem notaður var í allri síðari heimsstyrjöldinni. Enn eru vansköpuð börn að fæðast í Víet- nam, afkvæmi eiturhernaðarins sem Bandaríkjamenn stunduðu í þeim yfirlýsta tilgangi að eyða skógum landsins og gróðri svo hann mætti ekki geyma hina skelfilegu skæruliða Þjóðfrelsis- hersins. „Hvað Ameríku snertir, þá er stríð þetta afstaðið", sagði Ger- ald Ford, forseti Bandaríkjanna í ræðu sem hann hélt við Tulane háskólann viku áður en sendi- ráðsbyggingin í Saígon var yfir- gefin. Þessi yfirlýsing reyndist jafn fölsk og þær forsendur sem bandarísk stjórnvöld höfðu gefið sér fyrir að hefja þetta stríð. „Mér þykir það leitt að Banda- ríkin, sem endurreistu V- Þýskaland og Japan með svo miklum krafti, telji sér nú sæm- andi að koma í veg fyrir það að þurrmjókurdufti sé komið til vannærðra víetnamskra barna. En trúlega þurfum við á okkar hefnd að halda. Við munum endurrita sögu stríðsins, við mun- um tryggja okkur sigur og sjá til þess að þeir muni svelta.“ Þetta sagði Gloria Emerson, bandarísk blaðakona sem gegndi fréttaritarastarfi fyrir The New York Times í Víetnam á árunum 1970-72, þegar vikuritið Newsweek spurði hana nýverið um álit, 10 árum eftir. Sjálf sagð- ist hún vilja hlekkja alla þá stjórnmálamenn sem báru ábyrgð á stríðinu við múrinn í Washington, sem ber nöfn 58.022 Bandaríkjamanna sem féllu í stríðinu. Og þeir ættu að lesa öll nöfnin upphátt, hægt og rólega. Þannig væri þetta stríð búið fyrir mér, sagði þessi bandaríska blað- akona. „Ef við hefðum...“ I bandarískum fjölmiðlum hef- ur talsvert veriðf fjallað um stríðið að undanförnu eftir 10 ára meðvitaða þögn. í þeirri umfjöll- un allri er áberandi, sérstaklega meðal ráðamanna, hvers konar bollalegging um það, hvemig Bandaríkin hefðu getað unnið þetta stríð. Þannig sagði Alex- ander Haig, sem var æðsti yfir- maður bandaríska hersins í Víet- nam og yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins í forsetatíð Nixons og Ford og enn síðar yfirmaður her- afla NATO, að ef bandaríski her- inn hefði fengið að halda loftárás- unum, sem gerðar voru á Hanoi um jólin 1972, áfram í 6 vikur, þá hefði verið hægt að þvinga stjórnvöld í N-Víetnam til að draga herstyrk sinn til baka frá S-Víetnam. Kannski muna sumir eftir því þegar sendiherra Sví- þjóðar var að lýsa því í útvarps- fréttum á jóladag 1972 hvemig sjúkrahúsin í Hanoi vom sprengd í rúst af bandarískum B-52 sprengjuvélum... Lærdómar sögunnar Þróun mála í Víetnam eftir sig- urinn 30. apríl hefur mótast af áframhaldandi stríðsrekstri. Ví- etnamar sáu sig knúða að veita hinni villimannlegu stjórn Rauðu khmeranna í Kampútseu náðar- höggið eftir síauknar skærur á landamæmm ríkjanna. í kjölfar þess fylgdi hersetan í Kampútseu og innrásin frá Kína. Víetnam er umsetið óvinum sem fyrr og erfitt er að gera sér grein fyrir hvað orðið hefði ef hernaðinum gegn landinu hefði ekki verið haldið áfram. En ljóst er að hernaðar- umsátrið á stóran þátt í að árang- urinn af hinni efnahagslegu upp- byggingu hefur ekki orðið í sam- ræmi við það sem menn gerðu sér vonir um fyrir 10 árum síðan. Þar liggur ábyrgðin ekki síður hjá stórveldum eins og Bandaríkjun- um og Kína. Enginn atburður sögunnar frá lokum heimsstyrjaldarinar hefur, valdið jafn miklum deilum og komið jafn miklu róti á hugi manna á Vesturlöndum og Víetnam-stríðið. En stríði þessu er ekki að öllu leyti lokið enn, og saga þess er enn óskráð. Ýmsar blikur benda jafnframt til þess að bandarísk stjórnvöld vilji ekki draga þann lærdóm af ósigrinum í Víetnam, sem tilefnið gefur: Honduras er orðið að bandarískri herstöð, bandarískir hernaðar- ráðgjafar á kafi í borgarastyrjöld- inni í E1 Salvador og bandarísk stjórnvöld fjármagna og skipu- leggja hernað gegn lýðræðislega kjömum stjórnvöldum í Nicar- agua... —ólg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.