Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Albert Engin ábyrgð á Steingrími Hávaðasamurfundurfjármálaráðherra ogfulltrúa BHM í gcer. Einnfulltrúi BHMgekk affundi. Ráðuneytið áskilur sér allan rétt varðandi niðurstöður samanburðarnefndar í haust Hávaðasamur fundur var hald- inn í fjármálaráðuneytinu í gær er fulltrúar BHM gengu á fund fjármálaráðherra til að 1. maí Samtök kvenna á Hallærisplan Telja ávarp fulltrúaráðsins í daufasta lagi Tvö mikilsverð atriði réðu úr- slitum um að Samtök kvenna á vinnumarkaðnum ákváðu að efna til sérstaks útifundar 1. maí. Annars vegar sú stefna fulltrúar- áðsins að hundsa konur við val á ræðumönnum á útifundinum á Lækjartorgi og hins vegar að alla baráttuhvatningu og nauðsyn- legar kröfur vantaði í ávarp full- trúaráðsins. Þannig segir m.a. í frétt frá Samtökum kvenna á vinnumark- aði sem hafa ákveðið að efna til sérstaks útifundar í Reykjavík á 1. maí og hefst hann strax að lok- inni göngu á Hallærisplani. ganga frá störfum nefndar sem gera á samanburð á launum ríkis- starfsmanna og sambærilegra starfa á almennum vinnumark- aði. Einn fulltrúi BHM, Gunnar Sigurðsson formaður félags nátt- úrufræðinga gekk af fundi eftir að fjármálaráðherra hafði lýst því yfir að ráðuneytið áskildi sér allan rétt til meta niðurstöður þessarar nefndar. Að sögn Stefáns Olafssonar formanns launamálaráðs BHMR lýsti fjármálaráðherra því jafn- framt yfir að ráðuneyti hans bæri enga ábyrgð á bréfaskriftum Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra til BHM. Steingrímur skrifaði of mikið og hann hefði skrifað bréf í heim- ildaleysi. „Við stöndum í sömu sporum. Við fengum skipun frá síðasta fé- lagsfundi um verkfallsaðgerðir í haust ef ekki næðist fram endur- skoðun í gegnum þessa nefnd. I>að gæti vel komið til þess að menn taki sér verkfallsréttinn í haust“, sagði Stefán. Samanburðarnefndin mun að líkindum taka til starfa á næstu vikum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir fyrr en í haust. Miðað við yfirlýsingar fjármála- ráðherra í gær eru litlar líkur á því að það starf skili nokkrum árang- ri fyrir félaga í BHM. - lg. Þungbúnir foi^stumenn BHM ganga af fundi fjármálaráðherra. Á innfelldu myndinni kveður Albert gesti sína kampakát- Barnaveiki „Fimmti sjúkdómurinn“ Vart við sjaldgœfan útbrotasjúkdóm í börnum. Hættulaus en getur varað uppí39 daga. Skúli G. Johnsen borgarlœknir: Erfitt að greina hann og auðvelt að rugla saman við önnur útbrot Sjaldgæfrar barnaveiki hefur að nokkru orðið vart á höfuð- borgarsvæðinu í vetur. Hér er um „Fimmta sjúkdóminn" að ræða, en þessi veiki dregur nafn sitt af því að vera fimmti útbrotasjúk- dómurinn sem leggst á börn. Hin- ir eru rauðir hundar, mislingar, skarlatssótt og Filatov-Dukes. „Þetta er sjúkdómur sem er út- breiddur um allan heim en það verður mjög sjaldan faraldur af honum en hefur þó komið stund- um upp meðal skólabarna. Hér er um sjaldgæfan vírus að ræða sem ég veit ekki til að hafi verið einangraður hérlendis ennþá. Það er mjög erfitt að greina þenn- an sjúkdóm, hann læknast af sjálfum sér og er ekkert sérstakt vandamál", sagði Skúli G. John- sen borgarlæknir í samtali við Þjóðviljann. Hann sagði að ekki væri hægt að segja til um útbreiðsluna því sjúkdómurinn er ekki skráningarskyldur hjá heimilisl- æknum en á skýrslúm yfir heimil- isvitjanir síðustu mánuði væri hans hvergi getið. „Það er mjög auðvelt að rugla þessum sjúk- dómi saman við önnur útbrot á hörundi og ég held að yfirleitt greini læknar þennan sjúkdóm ekki því hann er það sjaldgæfur“, sagði Skúli. Fimmti sjúkdómurinn lýsir sér með útbrotum sem byrja á kinn- um en breiðast síðan yfir bolinn og á útlimi. Hann getur staðið allt frá 2 dögum og uppí 39 daga en er að meðaltali í 11 daga. Útbrotun- um fylgir oft nokkur kláði en fylgikvillar eru sjaldgæfir. Hann leggst eingöngu á börn en er á engan hátt talinn hættulegur. -•g- Reykjavík Guðmundur og Einar ræðumenn 1. maí Súgandafjörður 62 kusu prestinn Prestkosningar fóru fram á dögunum í Staðaprestakalli í Súgandafirði í ísafjarðarprófast- dæmi. Atkvæði hafa verið talin á skrifstofu biskups og urðu úrslit þessi: Á kjörskrá voru 286, þar af kusu 175. Umsækjandinn séra Bjarni Th. Rögnvaldsson, hlaut 62 atkvæði, auðir seðlar voru 106 og ógildir 7. (Frétt frá skrifstofu biskups). Hátíðahöld verkalýðsfélag- anna í Reykjavík verða með hefð- bundnu sniði 1. maí. Safnast verður saman á Hlemmtorgi og þaðan gengið í kröfugöngu niður Laugaveg að Lækjartorgi þar sem hátíðahöld dagsins fara fram. Ræðumenn dagsins á Lækjar- torgi verða þeir Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssam- bands iðnverkafólks og Einar Ól- afsson frá BSRB. Vestmannaeyjar Friðrik Páll Jónsson háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talm- einastöðvar íslands verða á ferð í Vestmannaeyjum dagana 28. til 30. apríl nk. Rannsökuð verða heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Þeir, sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu, eru beðnir að hafa samband við Heilsu- gæslustöð Vestmannaeyja. - S.dór. Laugardagur 27. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Vinningar til íbúðakaupa á 500þúsund krónur DvalarheiiniHs aldraðra sjómanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.