Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Þegar gengið var til samninga í ársbyrjun á sl. ári hljóðuðu spár Þjóðhagsstofnunar upp á um 4% samdrátt í þjóðarframleiðslu. En nú hefur komið í ljós að þjóðar- framleiðslan jókst um 2'/2% og er gert ráð fyrir um 1% aukningu á árinu 1985 að mati sömu stofnun- ar. í nýjasta ágripi Þjóðhags- stofnunar úr þjóðarbúskapnum kemur fram að kauptaxtar hafi verið taldir hækka um 19% að meðaltali milli áranna 1983 og 1984. „Nú liggja hins vegar fyrir ýmsar upplýsingar sem benda til þess að tekjubreytingar á síðasta ári hafi verið meiri en gert var ráð fyrir. Samkvæmt stóru úrtaki úr skattframtölum einstaklinga fyrir tekjuárið 1984 virðist tekju- breytingin almennt hafa verið á bilinu 28%-29% að meðaltali milli 1983 og 1984 og bráðabirgð- atölur um innheimtu launaskatts gefa svipaða niðurstöðu“. Niðurstöður Kjararannsókn- arnefndar hníga að svipaðri niðurstöðu þó tekjuaukningin reynist ekki jafn mikil. í síðasta fréttabrefi Kjararannsóknar- nefndar segir: „Áætluð taxta- hækkun stéttanna var 19% en da- gvinnutímakaup hækkaði um 24,7% sem er 4,8% umfram taxta. Meðaltímakaup hækkaði um 24,2%“. í fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar kemur einnig fram í sam- anburði á 4. ársfjórðungi 1984 við sama ársfjórðung 1983, að kauptaxtar hefðu átt að hækka samkvæmt samningum um 18,2%, en samkvæmt úrtaksat- hugun nefndarinnar hækkaði tímakaupið fyrir dagvinnu hins vegar um 28,5%, sem er 8,7% umfram samninga. Þar er tekið fram að þetta sé mjög mismun- andi eftir starfshópum. Úrtak Kjararannsóknarnefndar nær til mjög stórs hóps launamanna, 16 til 17 þúsunda manna. í samanburðinum á milli árs- fjórðunganna kemur fram að hækkun tímakaups verkamanna var 4,8% umfram áætlað'a taxta- hækkun, verkakvenna 5,1% um- fram taxta, iðnaðarmanna 8,7%, karla við afgreiðslustörf 7,1% umfram taxta, kvenna við af- greiðslustörf 5,1%, karla í skrif- stofustörfum 25,2% umfram taxta, kvenna í skrifstofustörfum 14,6% umfram taxta. I fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar segir að hreint tímakaup hafí hækkað meira en kauptaxti hjá öllum stéttunum. Þar er að vísu bent á nokkra hugsanlega fyrirvara s.s. sveiflu í úrtaki, mis- munandi vægi mánaða, skekkja í mati á taxtahækkunum auk þess sem áreiðanlega flestir lesa út úr þessum tölum nefnilega gífurlegt launaskrið. í merkri grein Ara Skúlasonar hagfræðings hjá Kjararannsókn- arnefnd sem birtist í Morgun- blaðinu á dögunum er birt tafla sem sýnir sömu tilhneigingu þar- sem teknar eru fyrir umsamdar launahækkanir og raunverulegar hækkanir frá 2. ársfjórðungi 1983 og til 4. ársfjórðungs 1983. (Sjá töflu). Kaupmáttarhrap taxtanna Einsog kunnugt er hefur kaupmáttur kauptaxta farið lækkandi með núverandi ríkis- stjórn. Miðað við 100 árið 1980 var kaupmáttur kauptaxta allra launamanna miðað við vísitölu framfærslukostnaðar 98.12 árið 1982, hann fór niður í 79.83 árið 1983 og alla leiðina niður í 73.36 árið 1984. Frá því í samningunum sl. haust hefur kaupmáttur kauptaxta farið enn lækkandi og samkvæmt upplýsingum hjá Kjararannsóknarnefnd er hann kominn niður fyrir 70 núna. Það þýðir að 30% hafa verið tekin af umsömdu kaupi miðað við árið 1980. væri ekkert sannað um þetta orsakasamhengi. Ari Skúlason benti á í sinni grein að athuganir hafi leitt í ljós að verðbólgu hafi ekki verið náð niður með fikti í vísitölunni og „bendir það til þess að hinna raunverulegu orsaka verðbólgu sé annars staðar að leita en í laununum“. í þessu samhengi er vert að hafa í huga, að launaskriðið hefur ekki skilað sér að því er virðist í aukinni verðbólgu. í athyglisverðri grein Birnu Þórðardóttur í Þjóðviljan- um á sumardaginn fyrsta er birt tafla þar sem ma. kemur í ljós að á tímabilinu 1961-65 var 12% verðbólga á íslandi en þá var eng- in vísitölutrygging launa í gildi. Hins vegar var aðeins 10.8% verðbólga á árunum 1965-71 á ís- landi, þegar vísitölutrygging launanna var í gildi. Afnám vísitölubindingarinnar rekendum en áður. Það er ekki lengur verkalýðsfélagið sem semur fyrir alla í viðkomandi fagi, heldur getur velþóknun at- vinnurekandans ráðið um lífsaf- komu launamannsins. Á vinnu- stöðunum ýtir þetta undir flokka- drætti, leynd og pukur og fyrst og fremst sundurlyndi meðal vinn- ufélaga. Það er undarlegt ef ríkis- valdið hefur þennan háttinn á - og óþolandi. En það má heldur ekki semja um óþolandi lág laun. Brjóta niður innan frá Hansína Stefánsdóttir mið- stjórnarmaður í ASÍ segir í grein í Þjóðviljanum nýverið um þetta: „Vandi hreyfingarinnar er líka fólginn í þeim gífurlegu yfírborg- unum sem eiga sér stað á vinnu- markaðnum. Yfirborgunum sem atvinnurekendur hafa komið á Myndum skýrt andsvar við markaðskreddunum Hins vegar kemur fram í frétt- abréfi Kjararannsóknarnefndar að kaupmáttur tímakaups verka- manna, greidds í dagvinnu hafi verið 105.07 árið 1982, 87.31 árið 1983 og 83.13 á sl. ári. Það þýðir að kaupmáttarhrapið hafi ekki verið jafn mikið í rauntekjum og kaupmáttarhrap hinna umsömdu launa hefur verið. Afleiðingarnar Ari Skúlason benti á það í grein sinni sem til var vitnað, að launaskriðið hefur verið mjög mismunandi eftir hópum. „Það er sérstaklega verkafólkið sem hefur setið eftir og orðið fyrir ein- na mestri kjaraskerðingu. Skrif- stofufólkinu hefur hins vegar tek- ist best að verjast kjaraskerðingu og sker það sig nokkuð úr í þessu sambandi". En það sem er beinlínis verst við launaskriðið er auðvitað að launamunur hefur aukist mikið á íslandi og að þeir sem eru með launin sín bundin á kauptöxtum þeim sem samið hefur verið um hafa orðið fyrir gífurlegri kjara- skerðingu óbættri. Áður hafa talsmenn atvinnu- rekenda og attaníossa þeirra haldið því fram að vísitölubind- ing launa hafi valdið verðbólgu. Á síðustu dögum hefur ýmislegt komið fram sem hnekkir þeirri vélrænu ályktun. Stefán Ólafsson formaður launamálaráðs BHM sagði í viðtali á dögunum að það á áreiðanlega sinn þátt í launa- skriðinu sem orðið hefur víða á vinnumarkaði að undanförnu svo sem hagfræðingur Kararann- sóknarnefndar bendir á. Yfirmannasposlur Nú liggja ekki fyrir tölur um raunverulegar hækkanir starfs- manna hjá ríki og sveitarfé- lögum. Hins vegar hafa borist fregnir af „gólfsamningum" ým- issa hópa og þó sérstaklega yfír- manna í hinum ýmsu stofnunum ríkisins og sveitarfélaganna. Þessar yfirborganir eru oftast í formi óunninnar yfirvinnu og ým- issa fríðinda, bflastyrks o.s.frv. Ég hef heyrt að þetta nýja form nái stundum til venjulegra launa- manna, líka hjá ríkinu. Þannig hefur heyrst um samn- inga hjá Ríkisútvarpinu, þar sem td. fréttamenn hafa samið við fjármálaráðuneytið um greiðslu 20 yfirvinnutíma sem ekki verða unnir. Nú þarf vart að fjölyrða um fé- lagslegar afleiðingar þess að gerðir eru sérsamningar við fólk á vinnustöðum, - og þá sérstaklega yfírmenn. Það þýðir að atvinnu- rekendurnir hafa enn betri tök á þeim heldur en áður, launamenn- irnir verða enn háðari atvinnu- ma. í þeim tilgangi að brjóta hreyfínguna niður innan frá“. Nú er það svo að samnings- bundnu launin nægja fæstum til framfærslu. Þenslan í efnahagslíf- inu hefur verið meiri en nokkur átti von á, batnandi þjóðarhagur þegar á síðasta ári, auk þess sem atvinnurekendur vilja ná stein- bítstaki á launamönnum hjá sér; allt hefur þetta orðið til þess að launaskriðið hefur orðið svo mikið og hér hafa verið nefndar vísbendingar um. Um leið hefur verkalýðshreyfingin misst það vald sem hún hafði áður, ma. með þeim ógnvænlegu afleiðing- um að fjöldi launafólks situr eftir á kauptöxtunum berstrípuðum og launin nægja ekki til að endar nái saman. í þessu ástandi, óheftu frumskógarlögmáli kapít- alsins, er hætt við að tiltrú fólks á samtakamátt minnki, sem veldur því aftur að þeir sem lakast eru settir eiga erfiðara með að ná leiðréttingu sinna mála. Er hægt að álykta sem svo að villtur og trylltur markaðurinn ráði einn verði á vinnuafli íslenskra launa- manna í dag? Viðbótarvöld atvinnurekenda í ályktun á síðasta ASÍ-þingi segir ma.: „Á undanförnum árum hafa samtök atvinnurek- enda beitt sér æ meira á vettvangi stjórnmálanna. Þau hafa sett fram heildarstefnu um aðgerðir stjórnvalda og mótað ítarlegar tillögur í einstökum málaflokk- um. Náin samvinna hefur tekist með forystumönnum Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins sem mynda núverandi ríkis- stjórn og helstu leiðtogum VSÍ, Verslunarráðsins og SIS. Það er þetta bandalag sem hefur stjórn- að hinni miklu aðför að kjörum launafólks. Ljóst er að atvinnu- rekendur munu í framtíðinni kappkosta að auka pólitísk ítök sín í valdakerfínu“. Um leið og hin pólitísku ítök atvinnurekenda hafa aukist í valdakefinu, hefur hugmynda- fræði hins óhefta markaðsbú- skapar, þe. frjálshyggjan köld og óvægin, verið í mikilli sókn og gætir áhrifa hennar alltof víða. Þannig verður ýmislegt sem áður voru helg vé og launamenn slógu skjaldborg um, orðið að mark- aðstorgi þeirrar kreddu atvinnu- rekenda sem hér er talað um. Og þannig þykir ýmsum launamönn- um ekki nema eðlilegt að samið sé privatim við forstjóra/ yfirmenn um launin. Þetta erorð- ið óþolandi ástand, pólitísk völd atvinnurekenda eru alltot mikil fyrir hér á landi og Hong-Kong kerfið ískyggilega öflugt. Hvers verður krafist? Einsog áður er getið hefur aukning þjóðarframleiðslunnar orðið töluverð hér á landi, án þess að samið hafi verið um hlut launafólks í samræmi við það. Þegar kröfugerð verkalýðshreyf- ingarinnar verður sett saman, hlýtur að verða að taka mið af raunverule^um launum á vinnu- markaði, sem eru mun hærri heldur hin umsömdu. Öðruvísi fær maður ekki séð að því valdi atvinnurekenda sem Hansína Stefánsdóttir benti á í grein sinni, verði hnekkt? En það er einmitt gegn því valdi sem við verðum öll að berjast. í ályktuninni frá ASÍ þinginu, valdamestu stofnun verkalýðs- hreyfingarinnar, segir einnig: „35. þing ASÍ telur brýnt að póli- tískum valdahlutföllum á íslandi verði breytt. í því skyni þarf tvennt að gerast. f fyrsta lagi verða verkalýðsfélögin að móta víðtæka stefnu í kjara-, félags- og efnahagsmálum, sem yrðu skýrt andsvar við markaðskreddum at- vinnurekenda. í öðru lagi verður launafólk að samfylkja öllum sem aðhyllast hugsjónir félagshyggju til að mynda fylkingu sem yrði í sam- vinnu við verkalýðshreyfinguna nýtt landsstjórnarafl". Víðtæk stefna, sem yrði „skýrt andsvar við markaðskreddum at- vinnurekenda“! Oskar Guðmundsson Kaupmáttur frá 1977 til 1984 Launahækkanir Umsamdar launahækkanir Hækkun greidds Hækkanir umfr. tímakaups samninga Verkamenn 29,9% 36,4% 5,0% Verkakonur 30,8% 35,3% 3,5% Iðnaðarmenn 28,2% 37,9% 7,6% Afgreiðslustörf karlar.. 28,8% 41,9% 10,2% Afgreiðslustörf konur.. 28,8% 39,5% 8,3% Skrifstofu.st. karlar 28,8% 51,0% 17,2% Skrifstofust. konur 28,8% 48,3% 15,1% Launahækkanir frá 2. ársfjórðungi 1983 til 4. ársfjórðungs 1984. Kaupmáttur. 1980 = 100. 1977 78 79 ’80 ’81 ’82 ’83 ’84 1. Greitttímak. verkamanna 97,7 103,2 101,9 100,0 103,3 105,0 87,3 83,1 2. Greitttimak. iðnaðarmanna 99,7 102,3 103,1 100,0 103,1 104,4 87,7 83,3 3. Greitttímak. verkakvenna 91,1 100,7 100,4 100,0 102,5 103,5 86,1 81,9 4. Taxtavísitalaverkamanna 98,7 106,3 104,3 100,0 100,9 99,8 80,4 74,4 5. Taxtavísitalaiðnaðarmanna 102,2 105,8 104,2 100,0 101,8 101,1 81,4 74,3 6. Taxtavísitalaverkakvenna 98,5 107,1 104,7 100,0 99,8 99,1 79,7 74,2 7. Taxtavísitalaversl./skrifst.f 95,3 101,5 104,1 100,0 96,7 94,4 75,6 69,1 8. Taxtavísitalaopinb. starfsm 98,4 108,1 106,9 100,0 96,1 95,8 81,2 74,3 9. Lágmarkstekjurlífeyrisþega 95,4 105,0 103,5 100,0 103,3 101,4 85,2 85,3 10. Ráðstöfunartekjurámann 97,8 99,3 100,0 105,8 106,8 93.2 93,2 Þessi tafla um kaupmátt miðað við 100 1980 er í síðasta tréttabréfi Kjararannsóknamefndar. Laugardagur 27. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S~

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.