Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 11
MENNING
„Fréttaljósmyndir“ nefnist
sýning sem sett hefur verið
upp í Listasafni ASÍ við
Grensásveg. Þettaeraiþjóð-
leg sýning fréttaljósmyndara
og ber erlenda heitið „World
Press Photo ’85“. Aðsetur
stofnunarinnarsem Samtök
fréttaljósmyndara tengjast er í
Amsterdam og þaðan kemur
sýningin upprunalega. Hún
hefur þó áður farið til New
York og Osló. ísland er því3.
landið sem sýningin gistir og
má það teljast afrek að fá sýn-
inguna hingað svo fljótt.
Innan vébanda World Press
Photo eru einungis um 25 ljós-
myndarar, enda er félagsskapur-
inn aðeins 6 ára gamall. Sýningar
eru orðnar fjórar talsins og er
þetta annað árið sem slík sýning
er sett upp hérlendis. Auk jreirra
ljósmynda sem sendar voru frá
Amsterdam, fengu íslenskir
fréttaljósmyndarar leyfi til að
auka við sýninguna með eigin
myndum. Taka 22 fréttaljósm-
yndarar héðan þátt í sýningunni
og munu á næsta ári fá tækifæri til
að keppa um verðlaun fyrir bestu
ljósmyndirnar.
pað er alltaf fróðlegt að sjá
góðar fréttaljósmyndir og ekki
ættu menn að vera sviknir af þess-
ari. Meðal myndanna er eflaust
að finna það besta sem gert er í
bransanum, en mótífin eru úr
öllum heimshornum sem og
ljósmyndararnir. Það sem slær
mann mest eru vissulega myndir
af átökum og mannlegum hörm-
ungum, enda er aðalverðlauna-
myndin af þeim toga spunnin.
Listasafn ASI
Alþjóðleg fréttaljósmyndasýn-
ing með góðu, íslensku ívafi
Það er greftrun barns sem látist
hefur af eitrun í Bhopal á Ind-
landi og er ljósmyndarinn sjálfur
indverskur. Valið kemur ekki á
óvart því þessi mynd er tvímæla-
laust sú sterkasta á sýningunni.
Þó eru einnig aðrar, svo sem
myndir frá hungursvæðunum í
Afríku norðanverðri, sem senda
hroil niðureftir bakinu á hverjum
heilbrigðum manni.
En sýningin er ekki öll í þessa
veru, því enn má finna hamingju-
samt fólk á hnetti vorum. Einnig
eru ýmis sérsvið mannlegs atferlis
tekin fyrir, s.s. íþróttir, vísinda-
mennska og svo venjulegt, dag-
legt líf. Það ætti því að vera
eitthvað fyrir alla á boðstólum í
Listasafni ASÍ.
Erfitt er að benda á einhver
séreinkenni á þessari sýningu,
nema ef vera skyldi framlag ís-
lensku ljósmyndaranna. Þeir
sýna að þeir eru verðugir kepp-
endur um verðlaun á svona sýn-
ingu. Það kemur manni reyndar á
óvart hversu ágætu liði íslenska
pressan hefur á að skipa án þess
maður verði þeirra var. E.t.v. er
ástæðan sú að íslenskir fréttaljós-
myndarar fá lítt notið sín vegna
þess hve sérrit sem leggja upp úr
góðum fréttamyndum eru af
skornum skammti. Þá er auðvit-
að minna um sláandi myndefni í
Reykjavík á íslandi en í Bhopal á
Indlandi, svo eitthvert dæmi sé
tekið.
Það gefur því auga leið að erf-
iðara er að átta sig á getu ís-
lenskra fréttaljósmyndara en kol-
lega þeirra erlendis, sem hafa úr
öllum hinum mannlega harmleik
(og gleðileik) að moða. Sú spurn-
ing hlýtur því að vakna hvort ekki
megi halda fleiri sýningar á ís-
lenskum fréttamyndum svo
landsmenn fái ögn betri innsýn í
störf þesssara manna sem meir en
flestir aðrir þurfa að hafa augun á
réttum stað þegar eitthvað mark-
vert gerist.
HBR
Voldugar teikningar
Haukur Dór sýnir í Gallerí Borg
Haukur Dór heldur þessa
daganasýningu áteikningum
íGallerí Borg. HaukurDórer
eflaust þekktastu r fyrir
leirkeragerö sína, en hann á
að baki um tuttugu áraferil
sem keramíker. Skólaðurfrá
Myndlistaskólanum í Reykja-
vík og síðarfrá Edinborg,
Kaupmannahöfn og Mary-
landfylki íBandaríkjunum,
hefur hann nú sest að á
Norður-Sjálandi, þar sem
hann rekur veitingastað auk
keramíkverkstæðis í Tinggár-
den.
Haukur Dór hefur ásamt
leirkerasmíðinni bæði teiknað og
málað og gefur sýningin í Gallerí
Borg góða mynd af voldugum stfl
hans. Flestar teikningarnar eru
kolateikningar og kola- og túss-
teikningar, en einnig eru blýants-
teikningar inn á milli. Yfirleitt
eru myndir þessar hálffígúratívar
og gjarnan af fólki í dæmigerðu
íslensku landslagi. Haukur Dór
er þrátt fyrir allt tengdur uppruna
sínum sterkum böndum.
En það er ekki tilgangur lista-
mannsins að sýna fólk og lands-
lag, heldur eigin lyjplifun
agnvart sögu og náttúru Islands.
verkum hans má finna, ef
grannt er skoðað, tilvísanir til
sagnaogþjóðsagna. Fígúrur hans
eru tröll og vættir, hálfmennsk
fyrirbæri sem blandast við lands-
lagið í grimmilegum átökum.
Stellingarnar eru dynamískar og
dramatískar í senn og reyndar er
það hreyfing þessara mannveVa
fremur en nákvæm staðsetning
sem skapar byggingu myndanna.
Ofan á kyrrstæðan og fremur
skýrt afmarkaðan bakgrunn,
dregur Haukur Dór ryþmískar
útlínur fólksins. Hann gerir þess-
ar línur gjarnan óræðar með því
að þurrka þær nánast út, eða slíta
sundur formin og fyrir vikið nálg-
ast sumar teikningarnar mörk
hins óhlutkennda og óræða.
Sumar fara jafnvel yfir mörkin
þótt greina megi viss kennileiti,
s.s. Dyrhólaey sem ósjaldan
myndar bakgrunn teikninganna.
Haukur Dór sýnir mikinn,
grafískan næmleik í teikningum
þessum. Þrátt fyrir voldug form
og frjálslegt línuspil er jafnvægi
milli ljósra og dökkra flata og
þ.a.l. eru þessar teikningar
heilsteyptar að forminu til. Þar
sem listamaðurinn notar túss í
bland við kolin sýnir hann skiln-
ing á mismunandi eðli þessara
miðla. Þannig tekst honum að
láta þá vinna saman á
sannverðugan hátt og styrkir þar
með grafískt skuggaspil teikning-
anna. Einnig er beiting hans á
strokleðrinu markvisst, en út-
strokun skiptir miklu máli í þess-
um myndum, einkum þar sem
listamaðurinn vill gefa til kynna
hreyfanleik augnabliksins og
kraft mannskepnunnar.
Þessi sýning er í hópi þeirra
heillegustu og bestu sem sést hafa
í Gallerí Borg. Því miður stendur
hún of stutt og henni lýkur um
þessa helgi. Teikningar hafa ekki
átt miklu fylgi að fagna meðal ís-
lendinga þótt skömm sé frá að
segja. Allt sem ekki er málverk á
striga og nógu hefðbundið í fín-
um ramma, á hér erfitt uppdrátt-
ar (ef undan er skilin grafíkdellan
sem greip um sig á síðasta ára-
tug). Það er þess vegna fengur í
hverju því sem brýtur upp þessa
ríkjandi hefð, ekki hvað síst ef
það er vel gert.
HBR
Laugardagur 27. apríl 1985 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 11