Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 14
MYNDUST Tónleikar og aðalfundur Nk. sunnudag þann 28. apríl kl. 17 stendur Listvinafélag Hall- grímskirkju fyrir kammertón- leikum í Halígrímskirkju. Þar koma fram Kjartan Óskarsson klarinettleikari, Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari, Þorkell Jóelsson hornleikari, Björn Árnason fagottleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari. Fluttir verða kvartettar og trio fyrir blásara eftir Gabrieli, May- er, Gassmann og Rossini. Þá verður flutt í fyrsta skipti á ís- landi Tríó eftir Þorkel Sigur- björnsson sem hann skrifaði á síðasta ári til flutnings á tón- leikum í Dússeldorf í V- Þýskalandi á tónleikaferð Mót- ettukórsins um Þýskaland. Verk- ið er kirkjusónata fyrir bassett- horn, selló og orgel. Á undan tónleikunum fer fram aðalfundur félagsins í safnaðarheimilinu, sem hefst klukkan 15.30. Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og allir eru velkomnir á tón- leikana, sem hefjast í kirkjunni klukkan 17.00. Gœjar og píur fara að hœtta Tværsýningareru núaö renna skeið sitt á enda í Þjóð- leikhúsinu. í gær var 80. sýn- ing á Gæjum og píum, söng- leiknum vinsæla sem uþb. 45 þúsund manns hafa nú séð en það er næstmesti fjöldi áhorfenda að einni sýningu, aðeins Fiðlarinn á þakinu slær það út. Næsta sýning verðurásunnudag. Einnig eru fáar sýningar eftir á barnaleikritinu Kardemommu- bærinn eftir Thorbjörn Egner. Það hefur verið sýnt fyrir fullu húsi frá því um jól og eru áhorf- endur orðnir um 25 þúsund. Kar- demommubærinn verður sýndur í dag, laugardag, og á morgun. - ÞH Ray Cartwright með tvær myndir sínar, sú til hægri er unnin á svonefnt „scraperboard". Ásmundarsaiur Ray Cartwright sýnir ídag, laugardag.opnarenski myndlistarmaðurinn Ray Cartwright sýningu á verkum sínum í Asmundarsal við Freyjugötu. Ray er37 ára, fæddurog uppalinn íLundún- um en hefur búið hér á landi í fimmár. Þettaerfimmta einkasýning hans á Íslandi. Á sýningunni verða olíumál- verk, vatnslitamyndir og myndir unnar með þeirri tækni sem ensk- ir nefna „scraperboard“. Það er spjald með hvítu krítarundirlagi en svörtu vax-blek yfirlagi og eru myndirnar ristar á spjaldið. Sýningin verður opin til 5. maí. - ÞH í dag, laugardag, gengst Skagflrska söngsveitin í Reykjavík fyrir kaffisölu í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Húsið verður opnað kl. 15.00. Á boðstólum verður veislukaffi, kórsöngur og hlutavelta. Austurrískar kvikmyndir Félagið Austria gengst fyrir kvikmyndasýningu á Hótel Loft- leiðum sunnudaginn 28. apríl kl. 17 e.h. Sýndar verða myndirnar: „Alte Pracht - neu erwacht“ um endurvaktar fornar handíðir. „Robert Stolz“, æfiatriði hins fræga tónskálds. „Waffen fúr 16.000 Mann“. Vopnabúrið fræga í Graz frá tímum tyrkja- stríðanna. Hafnarborg Sýningu Ásu að Ijúka Um helgina eru síðustu forvöð að sjá myndlistarsýningu Ásu Ólafsdóttur í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, en henni lýkur ásunnudagskvöld. Ása Ólafsdóttir verður fertug í næsta mánuði og hefur hún getið sér gott orð fyrir myndvefnað. Verk eftir hana eru í eigu ýmissa opinberra stofnana bæði hér heima og í Svíþjóð. Á sýningunni er ma. þrístæða sem Ása vann fyrir Menntaskólann á ísafirði. Sýning Ásu er opin í dag og á morgun kl. 14 - 19. - ÞH Framhaldsskólanemar Ljósmyndir í Á morgun, sunnudag, kl. 15.30 verður opnuð í Gerðu- bergi Ijósmyndasýning fram- haldsskólanema á höfuð- borgarsvæðinu. Þarverða sýndar 106 Ijósmyndirteknar af nemendum úrsjöskólum. Er þetta í fyrsta skipti sem sýning af þessu tagi er haldin Gerðubergi en ætlunín er aö hún verði ár- legur viðburður héðan í frá. Viðstaddir opnunina á morgun verða forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, menntamálaráð- herra, borgarstjóri ofl. gestir. Sýningin er opin frá kl. 16 - 22 virka daga nema föstudaga og kl. 14 -18 um helgar nema hva* lok- að verður 1. maí. Hetjutenór í Óperunni Á morgun, sunnudag, kl. 15 býður íslenska óperan upp á hetj- utenórsöng. Þá syngur einn af fremstu Wagnersöngvurum Þýskalands, Walter Raffeiner, ljóð eftir Schubert og aríur eftir Wagner og Weber. Undirleikari á tónleikunum er Vasa Weber, æfingastjóri 1 íslensku óperunni. - ÞH Þýsku hetjutenórinn Walter Raff- einer. Tónskóli Sigursveins '■ Tónleikar í MR í dag, laugardaginn 27. apríl mun Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar halda kammertón- leika í sal Menntaskólans í Reykjavík. Á þessum tónleikum koma fram nemendur í fram- haldsdeild skólans og leika á hin ýmsu hljóðfæri. Flutt verða m.a. verk eftir Hektor Villa Lobos, Erkki Melartin, Arnold Schön- berg, Gerald Finzi, Fransesco Maria Veracini og Sergei Rac- hmaninoff. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og eru allir velkomnir. Fóstra/ ^ forstöðumaður Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða forstöðumanns við dagvistarheimilið Kópa- sel er laust til umsóknar frá og með 1. júní nk. 2. Staða forstöðumanns við dagvistarheimilið Furu- grund er laust til umsóknar. Æskilegt að viðkom- andi geti hafið störf í júní. Upplýsingar gefur dag- vistarfulltrúi í síma 41570. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs Digranesvegi 12. Umsóknarfrestur er til 14. maí nk. Félagsmálastofnun Kópavogs. Laus staða Sjávarútvegsráðuneytið óskar að ráða starfsmann til starfa við almenn skrifstofustörf, svo sem skjala- vörslu, símsvörun, vélritun o.fl. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu að Lindargötu 9,101 Reykjavík fyrir 10. maí nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 23. apríl 1985. Mesta meinleysi Revíuleikhúsið sýnir GRÆNU LYFTUNA eftir Anthony Hopwood Leikstjóri: Þórir Steingrímsson Leikmynd: Baldvin Björnsson Þýðing: Sverrir Thoroddsen Græna lyftan naut víst mikilla vinsælda í Iðnó hér á árum áður og mig rekur óljóst minni til þess í bernsku að hafa séð Árna Tryggvason fara á kostum í aðal- hlutverkinu. Það er í fljótu bragði vandséð hvað þessi innihaldsrýri farsi á við okkur hér og nú, en þegar betur er að gáð er það kannski einmitt þynnka hans og algert meinleysi sem hentar vel tíma þegar fólk virðist kunna best við sig á örum flótta undan sjálfu sér og samtfð sinni. Græna lyftan er farsi um framhjáhald, en það heldur bara enginn framhjá í raun og veru. Hann fjallar um hjónabandsvandamál, en vand- amálin reynast þegar allt kemur til alls bara vera lítilfjörlegur mis- skilningur sem leiðréttist auðveldlega. Það er tæpt á ýms- um vanda en hann reynist við nánarí athugun hjóm eitt, og í lokin standa allir uppi með tand- urhreinan skjöld. En þetta er þrátt fyrir allt ekki óskemmtileg vitleysa á köflum og það eru býsna skemmtilegir sprettir í sýningu Revíuleikhúss- ins í Broadway. Staðurinn er að vísu ekki nema mátulega hentug- ur til leiksýninga - á sumum stöð- um í húsinu skína ljósin beint SVERRIR HÓLMARSSON framan í áhorfandann og grind- verk í kringum sviðið byrgir sýn að nokkru leyti, en þetta venst furðanlega og það er vissulega kostur þegar njóta á léttmetis af þessu tagi að geta setið afslapp- aður við borð og notið léttra veiga meðan á sýningu stendur. Eg verð að játa að ég fór að sjá þessa sýningu með nokkuð blendnu hugarfari, vegna þess að ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir því óláni að sjá Magnús Ól- afsson í barnatímum sjónvarpsins og fyllst ólýsanlegum hryllingi í hvert skipti. En Magnús kom mér algerlega á óvart. Hann sýnir það nefnilega hér að hann er allgóður gamanleikari þegar hann stillir leik sínum í hóf og notar ekki of groddaleg brögð. Magnús lýsti mjög kostulega einfeldningshætti og barnaskap hins saklausa eigin- manns og tókst að skapa býsna heilsteypta manngerð. Það sama má segja um Lilju Þórisdóttur, sem sameinaði skoplegt gervi og fas í hlutverki Dúllu og lék af skemmtilegum krafti og næmu skopskyni. Steinunn Jóhannes- dóttir notaði skemmtilega stíl- færðan leikstíl í sínu hlutverki og náði vel saman við fyrrverandi vonbiðil sinn, Evert Ingólfsson, en leikur hennar var einum of vélrænn. Bjami Ingvarsson var smart og heimsmannslegur í sínu hlutverki. Sýningin fer nokkuð hægt og dauflega af stað en nær sér síðan vel á strik og seinni hlutinn er leikinn á góðum hraða og heldur uppi fjöri. í heild er þetta mjög þokkalega tilreitt léttmeti. Sverrir Hólmarsson 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.