Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Reagan fer halloka Fátt er ótryggara en pólitísk velgengni. Ekki eru margir mánuöir síðan Ronald Reagan fagn- aði glæsilegu endurkjöri til forsetaembættis og gagnrýnar raddir á stefnu hans eins og drukkn- uðu í þeirri miklu bjartsýni, sem forsetinn var sagður strá um sig í bandarísku þjóðfélagi, þegnum sínum til heilla, efnahagslífi til endur- reisnar og Rússum til skelfingar. Nú er sú tíð hinsvegar, að varla líður sá dagur að ekki berist fregnir af fallandi gengi Reagans og Reaganismans, ef ekki meiriháttarósigrum. Innanlands gerast þær raddir æ háværari sem hafa áhyggjur af þeirri stjórnsýslu sem leiðir til hágengis dollarans, mikils haíla á fjár- lögum og gífurlegs greiðsluhalla við útlönd. Og þykjast menn þegar sjá þess merki, að þessir þættir allir sameinist um að eyðileggja þá við- reisn sem Reagan státaði af í fyrra, skerða út- flutningsmöguleika og þar með auka atvinnu- leysi aftur. Vestanhafs jafnt sem meðal sessunauta í Nató austanhafs heyrast vaxandi efasemdir um harðlínustefnu Reagans í vígbúnaðarmálum. Menn eru mjög efins um, að Reagan ætli í raun og veru að ná raunhæfum árangri í viðræðum við Sovétmenn um takmarkanir á vígbúnaði sem fram fara í Genf. Menn eru líka mjög efins um svokölluð Stjörnustríðsáform Reagans - einnig þeir sem Natóráðherrar sem mæla með rannsóknum á því sviði eru bersýnilega hræddir við að SDI (Stjörnustríðsáformin) muni ekki efla varnir gegn kjarnorkuvopnum heldur leiða til nýrrar stigmögnunar vígbúnaðarins. í vestur- evrópskum blöðum er tónninn æ oftar í anda hneykslunar í bland við ráðleysi: Hvað er það eiginlega sem herra Reagan vill? Veit hann það sjálfur? Meira að segja fjölmiðlastjórar Reagans, sem taldir hafa verið flestum færari í sínu fagi, þeir hafa brugðist. Þeir voru svo önnum kafnir við að velja sjónvarpsvélum sjónarhorn þegar þeir undirbjuggu ferð Reagans til Vestur- Þýskalands nú nálægt afmæli stríðsloka, að þeir ákváðu að senda Reagan í þýskan her- mannagrafreit, þar sem meðal annarra eru grafnir menn úr hinum illræmdu SS-sveitum. Og þetta hneyksli gerðist eftir að búið var að taka af dagskrá heimsókn í Dachau, fangabúðir þarsem mikill fjöldi gyðinga, andfasistaog ann- arra fórnarlamba nasismans, lét lífið. Nú síðast hefur Reagan beðið ósigur sem er fyrir margra hluta sækir fagnaðarefni. Forsetinn hefur átt í tíu vikna stappi við bandaríska þingið um hernaðaraðstoð við andbyltingarsveitir þær sem herja á stjórn Sandinista í Nicaragua, eink- um frá bækistöðvum í Honduras. Reagan hefur ekki sparað fortölur og stóryrði í þessu máli, m.a. líkt Sandinistum við Stalín, en gagnbylting- armönnum, sem margir eiga sér fortíð í blóðugu einræði Somoza, við feður hinnar bandarísku byltingargegn Englandi. Reagan hefurreynt að snúa á þingið með því að láta um skeið sem hann ætlaði ekki að nota 14 miljónir dollara til að senda fjandmönnum Sandinista vopn, heldur annars konar aðstoð - a.m.k. þangað til útséð væri um samninga við Nicaraguastjórn. En þingmenn hafa ekki bitið á agn Reagans og í tillögu demókrataþingmanna sem samþykkt var, er hernaðaraðstoð við andbyltingarsveit- irnar bönnuð. Þetta er rpeiriháttar ósigur fyrir hinn herskáa forseta. Hann gæti vafalaust fundið ýmsar smugur til að hunsa vilja þingsins - annað eins hefur gerst. En afgreiðsla málsins á þingi er engu að síður hin merkilegasta og vonandi enn einn forboði um hrun hins sjálfumglaða vald- hroka sem svo mjög hefur einkennt feril Reag- anstjórnarinnar. - ÁB. Ó-ÁLTT „Mér finnst að menn ættu að gera í almennilega bombu, séu þeir að DWÐMUNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Ámason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlft og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðslustjórl: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjórl: ólöf Siguroardóttir. Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjóm: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskrfftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 27. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.