Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 9
MENNING Um þessa helgi verðurfrum- sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar nýtt barnaleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Á sama tíma erverið að æfa leikrit Ólafs, Ástin sigrar, hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Þaðvar reyndar frumsýnt norður á Húsavík fyrr í vetur en frum- sýning í Iðnó verður um miðj- an maí. Ólafur Haukur hefur haft vetursetu á Akureyri en var á ferð hér syðra um síð- ustu helgi og þá gómuðum við hann ístutt spjall. Fyrst spurðum við hann um barnaleikritið. „Þetta leikrit byggir á lítilli sögu eftir Rudyard Kipling sem heitir Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir. Ég gerði leikrit eftir sögunni og samdi við það ellefu lög og texta. Tónlistin var tekin upp á band í Hljóðrita þar sem Gunnar Þórðarson útsetti lögin og lék á öll hljóðfæri. Svo er sungið með þessu bandi á sviðinu fyrir norðan. Sigrún Valbergs- dóttir leikstýrir sýningunni en Messíana Tómasdóttir gerir leik- mynd.“ - Og um hvað fjallar svo þetta leikrit? „Þetta er ævintýri sem segir frá því hvað siðmenningin gerir við dýr skógarins. Þarna eru villi- mannahjón og konan stingur upp á því að þau stofni heimili og eignist barn. Þetta er slungin kona því næst vill hún fara að ÓlafurHaukurSímonarson:„Ætliþeirhlutirseméghefunniðfyrirbörnséuekki gerðir af mestri gleði og jafnframt mestri alvöru." Mynd: Valdís. Leiklist Hefur ástin nokkurn >>happyend“? Ólafur Haukur Símonarson stenduríströngu. Leikfélag Akureyrar frumsýnir nýtt barnaleikrit effir hann um helgina og í Iðnó erverið að œfa Ástin sigrar temja skógardýrin. Það gengur vel, öll dýrin breytast í húsdýr - nema kötturinn. Leikurinn snýst upp í einvígi milli kattarins og konunnar. Kötturinn er tákn uppreisnarmannsins, listamanns- ins, hann vill njóta ávaxta sið- menningarinnar en halda þó frelsi sínu. Um síðir ergerð mála- miðlun: kötturinn fær að éta og orna sér við eldinn en í staðinn eru lagðar á hann vissar kvaðir. Eins og þú heyrir er þetta mjög fílósófískt verk.“ Gleðileikur um ástina - Hvað viltu segja um hitt verk- ið, Astin sigrar? „Það var sett upp á Húsavík fyrr í vetur og ég var ánægður með þá sýningu. Eg held að 80% Húsvíkinga hafi séð verkið enda er aðsókn að leikritum alltaf góð á Húsavík. Þar er gamalgróið leikfélag og fólk sem vinnur sitt verk af alúð. Auk þess voru þau svo heppin að fá góðan leikstjóra sem er afar mikilvægt fyrir áhuga- leikhús. Það var Þórhallur Sig- urðsson en hann setur verkið einnig upp í Iðnó.“ - Eitthvað hefég heyrtþvífleygt að þú værir að breyta stykkinu fyrir sýninguna hér syðra? „Já, ég skrifa nýjan endi fyrir Reykvíkinga. Sá upphaflegi var miðaður við minna samfélag og þótti ekki passa hér.“ - Um hvað fjallar þetta leikrit? „Það fjallar um þjóðvegakerfi ástarinnar og hinar ýmsu birting- armyndir hennar. Annars er þetta gleðileikur.“ - Með „happy end“? „Það er nú matsatriði, og reyndar óvíst hvort ástin hefur nokkurn „happy end“. Er ekki mun algengara að hún hafi „happy start“ og sorglegan endi? En hvað sem því líður þá verðum við að trúa á ástina.“ - Er það boðskapurinn? „Kannski, og þó, þetta verk býður upp á gersamlega frjálsa túlkun og ég sætti mig við hvers kyns túlkun. Þetta er marg- slungið verk,“ segir Ólafur og glottir. - Megum við eiga von á ein- hverju alvöruþrungnu verki fyrir fullorðna frá þér á nœstunni? „Ég hef nú aldrei getað skipt verkum mínum upp í einhver horn. Ætli þeir hlutir sem ég hef unnið fyrir börn séu ekki gerðir af mestri gleði og jafnframt mestri alvöru. Ég hef skrifað töluvert um fortíð mína og minnar kyn- slóðar að undanförnu og það gæti verið að eitthvað fleira í þeim dúr birtist, ef mér endist aldur til,“ segir Ólafur og glottir enn. Ferðatöskur innan seilingar - Hvað ertu að gera á Akur- eyri? „Ég sit við ritvélina, skrifa leikrit og sögu og þýði. Auk þess gæti ég bús og barna.“ - Og hvernig líkar þér nyrðra? „Akureyri er fallegur bær“, segir Ólafur og glottir meira en áður. „Annars hef ég varla um- boð til að úttala mig um bæinn eftir svona skamma dvöl. Ég hef verið þarna eins og vetrardval- argestur með ferðatöskurnar innan seilingar. Þó sýnist mér að Akureyringar þurfi að halda vel á spöðunum ef þeir ætla að stöðva þann atgervis- flótta sem átt hefur sér stað. Þeir þurfa að halda í lista- og menntafólkið því menningarlífið er forsendan fyrir því að efnahag- urinn batni. Þetta hangir alltaf saman og að þessu mættu Akur- eyringar huga betur. Það er td. fáránlegt að bær sem byggir til- veru sína að miklu leyti á létta- iðnaði skuli ekki leggja áherslu á myndment. Þarna ætti að stofna skóla í iðnhönnun og skapa góð- um listamönnum starfsaðstöðu. Slíkt virkar eins og vítamín- sprauta fyrir efnahagslífið. Mér finnst þeir alltof daufir fyrir því sem verið er að gera í menning- arlífinu, td. er aðsókn að leiksýn- ingum, myndlistarsýningum og tónleikum í lágmarki, líka miðað við nágrannabyggðirnar að því er ég heyri. Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að dæma um af hverju þetta stafar en mér finnst þetta skrýtið“, segir Ólafur Haukur Símonarson. _ i,u Villimennirnir tveir sem stofna heimili og temja dýrin eru leikin af Þráni Karlssyni og Þóreyju Aðalsteinsdóttur. Kötturinn í barnaleikriti Ólafs er leikinn af Theodóri Júlíussyni. Laugardagur 27. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.