Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 13
1. MAI UNGT FOLK I BARATTUHUG Þörf á harðari baráttu Páll Valdimarsson, línumaöurhjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur: Fólk vill ekki að menn sitji of lengi íforystunni. Ekki hrifinnaf skattalækkunarleiðinni. Þörf fyrir ráðstefnu í vor til að leggja línur fyrir baráttuna í haust Páll Valdimarsson stend- ur á þrítugu og hefur síð- astliðin sex ár unnið sem línumaður hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Þar er vinnuvikan 44 stundir en fyrir það framlag fer því fjarri að menn fái lífvænleg laun, en svokallað kaup- aukakerfi gerir mönnum kleift að lifa. Og að sögn Páls stendur nú slagur um kaupaukakerfið því ýmsir vilja það feigt. En hvernig á að bæta hag launafólks? „í komandi kjarasamningum verður að tryggja verulegar kjar- abætur og ganga þannig frá mál- um að það verði ekki allt tekið strax til baka. En það er líka mikilvægt að bæta réttarstöðu launafólks, þannig að það sé ekki hægt að senda fólk bara heim einn daginn eftir kannski 40-50 ára starf. Þetta er ekki einungis hægt í fiskvinnslu, réttindaleysi launafólks er almennt og mikið. i Nú er til dæmis hægt að reka trún- aðarmenn án þess að tilgreina nokkra ástæðu. Menn verða að draga lærdóma af síðustu samningum, þar sem verið var að ræða sitt hvora leiðina í sitthvoru húsi. Skatta- lækkunarleið hér, kauptrygging þar. Það verður að sameinast um eina leið. Þegar hillti undir BSRB- samningana í haust þá vildi ég taka við stöðunni einsog hún var og knýja á um vísitölu- bindingu; að Dagsbrún og önnur félög hefðu boðað verkfall og þrýst á. En þetta fékk ekki hljóm- grunn, menn eru seinir að taka við sér. Verkalýðsforystan er of lin. Hún er heldur ekki einhuga. Ég held að það væri ráð að afnema þetta flokkspólitíska kvótakerfi í forystunni. En auðvitað verðum við, almennir félagsmenn, að byrja á sjálfum okkur. Virkni fé- lagsmanna er alltof lítil. Verka- lýðsbaráttan hefur misst dálítið taktinn á síðustu árum. Ætli það sé ekki einhver hræðsla í fólki sem blandast inn í þetta, en fólk vill líka breytingar á forystunni, það vil ekki að menn sitji þar of lengi. Það eru til peningar í þjóðfé- laginu, það er engin spurning. Bankar og bensínstöðvar á hverju horni segja okkur það. Launafólk verður því að sækja fram, en það er auðvitað enginn til í verkfall fyrir ekki neitt. Eg er til dæmis ekki hrifinn af svokall- aðri skattalækkunarleið. Fólk gerir ákveðnar kröfur til þjóðfél- agsins, við viljum hafa skóla, sjúkrahús, dagvistarstofnanir og fleira. Þessir hlutir eru nú í lamas- essi og ég er hræddur um að ef skattalækkunarleið verður farin þá verði þarna enn meiri skerð- ing. En það þýðir ekki að Ieggja árar í bát. Verkalýðsbarátta hef- ur mikilvægan tilgang og það hlýtur að vera hægt að sameinast. Mér finnst að verklýðsforystan ætti að efna til ráðstefnu strax í vor og leggja þar línurnar svo að haustið geti orðið árangursríkt“. -pv Jafnrétti í launamálum Sigurlaug Egilsdóttir saumakona: Yfirleitt karlar sem fá hæstlaunaðar stöður Sigurlaug Egilsdóttir: Ekki nóg fyrr en jafnt er orðið. Ljósm. E.ÓI. „Kjör kvenna á sauma- stofum eru slæm. Það er fyrst og fremst kaupið sem er lágt. Byrjunarlaunin eru 12.978 og eftir 7 ár er kaupið ekki nema 14.925. Það er erfitt að lifa á þessum launum,“ sagði Sigurlaug Egilsdóttir, 22 ára sauma- kona og trúnaðarmaður Iðju á saumstofunni Tinnu. „Við eru hér ekki í bónus en fáum 25% álag á kaupið. Það ger- ir í byrjunarlaun um 15.209 og 18.220 eftir 7 ár. Mér finnst að verkalýðsforyst- an mætti semja mikið betur og gera meira í sambandi við konur sem alltaf eru láglaunaðar. Yfir- leitt eru það karlar sem fá hæstu stöðurnar og á flestum vinnu- stöðum eru yfirmennirnir karlar. Ég tel það mikilvæga kröfu og vildi sjá hana setta á oddinn að bilið milli karla og kvenna verði brúað. Hugsum okkur til dæmis einstæðar mæður. Þær eru yfir- leitt láglaunaðar, karlarnir eru ekki með börnin, eru með betri laun og mikil fríðindi. Það hefur kannski ýmislegt verið gert en það er ekki nóg fyrr en jafnt er orðið. Sjálf myndi ég vilja vera virkari til að komast inn í málin og geta komið kröfum mínum á fram- færi. Ég var kosin trúnaðarmaður því samstarfskonum mínum fannst tími til komin að vekja okkur unga fólkið og fá okkur til að axla ábyrgð og berjast fyrir bættum kjörum. Ríkisstjórnin finnst mér eigin- lega ómöguleg. Hún hefur gert stór mistök, en ef hún segir af sér núna væri það að flýja. Ég vil ekki kosningar núna því þá stend- ur allt í stað, nei, stjórninni væri nær að reyna að laga það sem hún fór illa að í sambandi við okkur laut)afólk“. Krafan hærra tímakaup Kaupið á að vera nógu hátt til að maður þurfi ekki að slíta sér út í bónus Páll Valdimarsson: Verkalýðsforystan er of lin. Margrót Friðriksdóttir: Bónusinn hagur atvinnurekenda. Ljósm. E.ÓI. „Launin eru alltof lág og hjá mér sem er ein og barn- lausná endarnir varla sam- an. Ég skil ekki hvernig það fólk sem hefur fyrir fjöl- skyldu að sjá lifir á þessu kaupi,“ sagði Margrét Frið- riksdóttir, fiskverkunar- kona í Bæjarútgerð Rvk. „Það vita allir að þau laun sem við erum með eru ekki bjóðandi fólki og auðvitað er það í verka- hring verkalýðsforystunnar að semja um mannsæmandi laun. Mér finnst hún ekki hafa staðið sig nógu vel í því, það sést á kaupinu sem við höfum núna“. „Mín krafa er sú að tímakaupið verði nógu hátt til þess að maður þurfi ekki að slíta sér út í bónus, það þolir það enginn til lengdar. Það væri æskilegt að maður gæti hægt á sér í 5 mínútur án þess að þess sæjust merki í launaums- laginu. En ég hef enga trú að bónuskerfið verði lagt niður. Það fengist enginn í fiskvinnu meðan tímakaupið er svona lágt ef ekki væri bónus, 'og atvinnurekendur sjá sér hag í þessu kerfi vegna afkastanna“. „Um ríkisstjórnina hef ég það að segja að það er eins með hana og allar aðrar ríkisstjórnir að stjórnarandstaðan telur sig alltaf geta gert betur. Kosningar breyta engu þar um, og stjórnarmyndun tekur sinn tíma, og þá yrði enn meiri dráttur á því að launamis- gengið yrði lagað. Stjórnin er all- avega búin að viðurkenna að hún hefur gert mistök og verður að gera eitthvað í því að leiðrétta þau strax,“ sagði Margrét. -aró Úreltar aðferðir ASÍ Hannes Jónsson verkamaður: Þarf að opna upplýsingastreymi frá forystunni til hins almenna félagsmanns Á athafnasvæði Eim- skips við Sundahöfn starfar Hannes Jónsson, þrjátíu og eins árs gamall við gáma- þrif.Hann gagnrýndi þær að- ferðir sem nú er beitt í kjara- baráttunni og deildi enn- fremur hart á fjölmargt sem honum finnst fara miður í þjóðfélaginu. „Ég held að þær aðferðir í kjar- abaráttu sem ASÍ beitir séu urelt- ar. Það þarf að fara aðrar leiðir við samningagerðir, fyrst og fremst að einfalda samningana. Það er ekki hægt að koma bara með fullgerða samninga og undirritaða og leggja þá þannig fyrir hinn almenna félagsmann, sem þá þarf að setja sig inn í þá á allt of stuttum tíma. Þarf að opna upplýsingastreymið frá foryst- unni til almennra félagsmanna. Ég er dálítið hræddur um að þeir í verkalýðsforystunni séu að missa tengslin við fólkið sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Auðvitað þarf að leggja mesta áherslu á að tryggja lífvænleg dagvinnulaun og með lífvænleg þá meina ég yfir 30 þúsund krón- ur á mánuði sem lágmark. Og skilyrðislaust verður að tryggja kaupmáttinn. Við verðum komn- ir 3-4% í mínus í haust miðað við síðustu samninga. Ég er líka óá- nægður með að lífeyrissjóðirnir skuli skikkaðir til þess að kaupa af ríkinu, þetta á allt að vera ós- kert í höndum verkalýðsfélags- ins“ sagði Hannes og félagi hans Guðni skaut því að að það væri langt gengið þegar atvinnurek- endur væru sjálfir farnir að lýsa því yfir að það þyrfti að tvöfalda launin til þess að lifa að þeim. En Hannes hélt áfram: „Það eru til peningar í þjóðfé- laginu, en bankastjórar, heildsal- ar og fleiri hirða gróðann. Og fyrst þingmenn geta fengið kauphækkun þá hljótum við að geta fengið eitthvað líka. En til þess þarf að sameina kraftana. Mér finnst oft eins og það sé óbein togstreita milli verkalýðs- félaganna, sem ekki á að vera. Verkalýðsbarátta er hiklaust til gagns, en til þess verða menn að skilja hvað stéttvísi er. Það vant- ar mikið uppá að svo sé“. Hannes þvertók fyrir að við fengjum að taka myndir af hon- um og því boði hlýddum við að sjálfsögðu og skýrir það mynd- leysi viðtalsins. -pv Geysileg mis- skipting auðs Finnur G. Rósbergson: Draumurinn er 35 stunda vinnuvika. Finnur G. Rósbergsson er 22ja ára og vinnur við endurvinnslu brotajárns hjá Sindrastáli. Hann sagði sig og vinnufélaga sína vera óánægða með launin; tímakaupið fyrir dagvinn- una væri frá94kr-114 kr. Þetta þýddi auðvitað að þeir yrðu að vinna a.m.k. 10 tíma á dag til þess að hafa sóma- samleg laun, en venjuleg vinnuvika hjá þeim færi yfir- leitt í 60-65 tíma. „Mér finnst að stytting vinnu- vikunnar sé mikilvægt baráttu- mál fyrir launafólk bæði nú og í framtíðinni. Draumurinn er 35 stunda vinnuvika og lífvænleg laun fyrir. En auðvitað er verst hin geysilega misskipting auðs sem nú viðgengst í þjóðfélaginu. Yfirstéttin malar gull meðan launafólk hefur mátt þola 30% kauprán. Það hlýtur að vera grundvallar- atriði í komandi kjarasamningum að endurheimta kaupmáttinn. Og það verður að hækka grunn- flokkana mest. Það má segja að allir launaflokkar hjá Dagsbrún séu grunnflokkar. Prósentu- hækkun á línuna er óréttlát því þannig fá þeir mest sem hæst hafa launin fyrir. En varðandi kom- andi kjarasamninga þá finnst mér að það þurfi að tryggja það að elli- og örorkuþegar fái í það minnsta lágmarkslaun, ég mundi vilja að það yrði sett á oddinn. Jú, verkalýðsforystan hefur gert marga góða hluti og hún verður að halda því áfram. Það er bara með harðri verkalýðsbar- áttu sem hægt er að tryggja góð launakjör. Það verður að setja hörku í málin í haust,- stilla þess- um köllum upp við vegg“ sagði Finnur að lokum og sagði góðan móral fyrir því á sínum vinnu- stað. Hver lifir á 14 þúsundum? Helena Jónsdóttir, hárgreiðslunemi: Verðum að fá nóg til að geta sleppt þessari eilífu eftir- og næturvinnu Helena Jónsdóttir: Það nær enginn endum saman á dagvinnukaupi. Ljósm. Valdís. „Verkalýðsforystan þarf að setja þá kröfu meira á oddinn að fólk geti lifað af 8 tíma dagvinnukaupi án þess að vera að þessari ei- lífu eftirvinnu og nætur- vinnu” sagði Helena Jóns- dóttir, hárgreiðslunemi og stjórnarmeðlimur í Iðnnem- asambandi íslands. Við hárgreiðslunemar fórum út í aðgerðir í haust til að fá það í gegn að okkur yrðu borguð lág- markslaun þann tíma sem við vinnum á stofum. Eftir 1. bekk í skóla erum við 15 mánuði á stofu og svo aftur 10 mánuði eftir 3. önninna í skóla. Meistarar vildu ekki samþykkja það í fyrstu en það tókst. Það var einkum farið út í aðgerðir gegn þeim stofum sem hvorki borguðu í lífeyrissjóð hé heldur sjúkra- og orlofs- heimilasjóð og það voru töluvert margar stofur. Við fáum núna um 14.075 í kaup þennan tíma. Þetta er auðvitað framför frá þeim 8 þúsundum sem við vorum með áður, en auðvitað er þetta ekki neitt neitt fyrir þá sem þurfa að fæða sig, og klæða og borga hús- næði fyrir kaupið.' Satt best að segja hef ég lítið pælt í pólitík. Það var ekki fyrr en í haust þegar við stóðum í þessum aðgerðum að ég fór að velta mál- unum fyrir mér. Mér líst ekkert á ástandið og finnst hlutirnir ganga í öfuga átt en ég held ekki að stjórnarskipti breyti neinu þar um, þetta er allt hálfgerður skrípaleikur“. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mióvikudagur 1. maí 1985 Miövlkudagur 1. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.