Þjóðviljinn - 05.07.1985, Qupperneq 2
DV/Vikan
Neituðu baunadisknum
Samningar við FF um y,vinnufriðarábótu fékk ekki stuðning
Afundi starfsmanna hjá
Frjálsri ijölmiðlun (DV, Vik-
an) í gær var samningsuppkasti
um „vinnufriðarábót" hafnað.
Nííján greiddu atkvæði með
samningum og tólf gegn, en til
samþykktar þurfti tvo þriðju
hluta atkvæða og er baunadisks-
samningurinn því úr sögunni að
sinni. Um 160 eru í Starfs-
mannafélaginu.
í samningsdrögunum var kveð-
ið á um típrósent álag á kaup
gegn loforði starfsmanna um að
nýta ekki verkfallsrétt sinn í þrjú
ár. Fengist samningurinn sam-
þykktur skyldi leitað samþykkis
Félags bókagerðarmanna,
Blaðamannafélagsins, VR og
Framsóknar.
Ekkert þessara stéttarfélaga
hafði fjallað formlega um samn-
ingsdrögin, en þess má geta, að á
aðalfundi Blaðamannafélags ís-
lands fyrir skömmu var borin upp
ályktunartillaga gegn vinnufrið-
arábótarsamningnum. Þeirri til-
högun var vísað frá á þeim for-
sendum að það væri ekki sam-
boðið virðingu fundarins að taka
ntálið á dagskrá.
Þórunn Gestsdóttir formaður
stjórnar Starfsmannafélagsins
sagði að hugsanlegt framhald á
innanhússamningum yrði rætt á
næsta stjórnarfundi.
-m
Innflutningur
37.100 úr á einu ári
Mikil aukning ísölu úra. Þing Norðurlandasamtaka úrsmiða á íslandi
Innflutningur úra til íslands er
orðinn gífurlegur, og á árinu
1984 voru flutt inn hingað til
lands ríflega 37.100 úr. Innflutn-
ingur úra milli áranna 1983-1984
jókst um rúmlega 1500 úr og í Ijós
hefur komið, að aukningin hefur
verið mest á sölu vandaðri og veg-
legri úra.
Algengt er orðið, að fólk eigi
úr til skiptanna, þ.e. eigi úr til
hversdagsnota og til spari. Þá er
tískan á hverjum tíma farin að
hafa áhrif á úrakaup fólks í ríkari
mæli en áður, fólk velur gerð og
lit úra í samræmi við fatnað sinn
o.s.frv. Það verður allt að vera í
stfl.
Þetta kom fram á þingi Norð-
urlandasamtaka úrsmiða, sem
haldið var hér á landi dagana 21.-
23. júní sl. Norðurlandasamtök
úrsmiða voru stofnuð árið 1913,
en Úrsmiðafélag íslands gerðist
aðili að þeim árið 1957. Þing sam-
takanna eru haldin árlega og
skiptast úrsmiðafélögin á um að
halda þingin.
Á þingum þessum er fjallað um
ýmis hagsmunamál úrsmiða og
starfsskilyrði fyrirtækja í
greininni. Á nýafstöðnu þingi
samtakanna var aðallega fjallað
um fræðslumál og sölu- og mark-
aðsmál.
-gg
Bœkur
Höfuðprýðin Paris
París, heimsins höfuðprýði
heitir ferðamannahandbók eftir
Jónas Kristjánsson ritstjóra,
rauðvínsdrykkjumann og
atvinnuferðalang. í ritinu er túr-
hestum leiðbeint um ýmsa heima
Parísarborgar, bent á gistihús,
veitingastaði og kynntir fyrir
Leiðsögurit eftir Jónas
merkilegum stöðum og uppá-
komum í heimsborginni.
Fjölvi gefur út, og er þetta
fjórða borgarbók forlagsins eftir
Kaupmannahöfn, London og
Amsterdam. I handraða útgáf-
unnar leynist síðan svipað rit um
New York.
Höfundur Parísarbókarinnar
dvaldi á sögustað margar vikur og
lék almennan ferðamann. „París,
heimsins höfuðprýði“ er 96 síður
í vasabroti, geymir tvö kort og
hálft annað hundrað litljós-
mynda.
Þeir segja að ríkisstjórnin láti
bensínið vera svona dýrt til að bif-
reiðaeigendur setji franskt koníak
á tankana sína.
Ný sókn
Reglumar
ákveðnar
Rannsóknarráði ríkisins
falið að úthluta 50 millj.
Rannsóknarráði ríkisins hefur
verið falið að hafa umsjón
með úthlutun styrkja til
rannsókna og tilrauna í þágu ný-
sköpunar í atvinnulíflnu á árinu
1985, og á að verja 50 milljónum
króna í þessu skyni á þessu ári.
Framkvæmdanefnd Rann-
sóknarráðs ríkisins gerði tillögur
um reglur um úthlutun og að
fengnum þeim tillögum hefur
menntamálaráðherra nú sett
reglur þar um. Þar segir meðal
annars, að styrkfé á þessu ári
skuli einkum verja til verkefna á
nýjum og álitlegum tæknisviðum.
Þar er lögð sérstök áhersla á fisk-
eldi, upplýsinga- og tölvutækni,
líf- og lífefnatækni, nýtingu orku
til nýrrar eða bættrar framleiðslu
og framleiðni og gæðaaukandi
tækni.
-gg
Vigdís til
Spánar og
Hollands
Forseti íslands Vigdís Finn-
bogadóttir fer í opinbera heim-
sókn til Spánar 16. til 18. sept-
ember nk. í boði spænsku kon-
ungshjónanna.
Einnig hefur forseti fslands
þegið boð Hollandsdrottningar
um að koma í opinbera heimsókn
til Hollands 19. til 20. september
nk.
Raufarhöfn
Atvinnulífið í blóma
að hefur verið nóg að gera hjá
okkur síðan frystihúsið hóf
starfsemi sína að nýju í febrúar
eftir að hafa verið lokað frá því
það skemmdist í bruna í desemb-
er sl., sagði Gunnar Hilmarssop,
sveitarstjóri á Raufarhöfn í stuttu
'samtali við Þjóðviljann
Það hefur enginn verið á
atvinnuleysisskrá á Raufarhöfn
síðan í febrúar og nú er heldur
skortur á vinnuafli en hitt. Um
450 manns búa í þorpinu og starfa
aðallega við fiskvinnslu og sjó-
sókn. Einn skuttogari, Rauði-
núpur ÞH 160, og tveir bátar eru
gerðir út frá Raufarhöfn, en auk
þess landar togarinn Stakfell
hluta afla síns í þorpinu. Fisk-
vinnsla er þó ekki það eina, sem
Raufarhafnarbúar hafa lífsviður-
væri sitt af, þar er einnig rekin
saumastofa, svo eitthvað sé
nefnt.
Miklar framkvæmdir eru nú í
gangi hér nyrðra, sagði Gunnar.
Kaupfélagið, hreppurinn og fleiri
aðilar eru að reisa nýtt frystihús.
Verið er að byggja fóður-
blöndunarstöð í eigu bænda í N-
Þingeyjarsýslu, sem mun að
öllum líkindum taka til starfa í
lok júlí eða byrjun ágúst. Þá
stendur ungmennafélagið að
gerð nýs íþróttavallar. Þar er nú
verið að ganga frá hlaupa-
brautum. Félagar í ungmennafé-
laginu hafa tekið myndarlegan
þátt í því starfi, bæði með sjálf-
boðavinnu og öflugri fjáröflunar-
starfsemi og hyggst félagið standa
undir allt að þriðjungi kostnaðar
við mannvirkið, sem er óvenju
hátt hlutfall.
Gunnar sagðist að lokunt vilja
geta þess, að Raufarhafnar-
hreppur á 40 ára afmæli á þessu
ári og í tilefni þess verður haldin
ljósmyndasýning í félagsheim-
ilinu þar sem 40 ára saga hrepps-
ins verður rakin í gömlum ljós-
myndum. Sýning er nú í Ljós-
myndasafni Islands í Reykjav. en
verður komin norður um miðjan
mánuð.
-gg
Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júlí 1985