Þjóðviljinn - 07.07.1985, Page 8
Þegarkomiöerinn í
hvalalauginaí
Sædýrasafninu blasirviö
manni stórfengleg sjón. Þrír
háhyrningar og eittsæljón
skvettast um laugina meö
miklum bægslagangi, en
háhyrningarnir eru allt að 10
metra langir og vega á þriðja
tonn. Þó eru þetta bara
unglingar, ekki einu sinni
kynþroska, en þeir geta orðiö
yfir 30 ára gamlir að því er
taliðer.
„Killer whales" heita háhyrn-
ingar á ensku og við byrjum á því
að spyrja Gunnar Jónsson, tamn-
ingamann, hvort þetta séu hættu-
legar skeppnur.
„Þeir geta verið það. Háhyrn-
ingar eru stærstu dýrin í höfru-
ngaflokknum. Þeir eru spendýr
og því um margt líkir öðrum
spendýrum, t.d. hestum og hund-
um, í tamningu. Það má ekki mis-
bjóða þeim, þá reiðast þeir illi-
lega. En þeir eru eins og flest
önnur spendýr, ef vel er farið
með þá, eru þeir ekki hættu-
legir“, segir Gunnar.
Gunnar dvaldist tvö ár í Kan-
ada við að þjálfa háhyrninga sem
sýndu listir sínar almenningi.
Hann var aðallega við Niagara
Falls og sýndu dýrin oft fyrir þús-
undir áhorfenda.
„Þetta eru mjög greindar
skepnur og þeir vilja hafa áhorf-
endur. Þeir gera miklu meira
þegar fólk er að horfa á og fagn-
aðarlætin hafa mikil áhrif á þá.
Þeir gera sannarlega mannamun
og þekkja fólk aftur eftir mörg
ár“.
Má ég kannski fá bita?
Gunnar er nú að þjálfa einn
háhyrninginn í lauginni en þessir
háhyrningar voru allir veiddir
undan suðausturströnd fslands.
Gert er ráð fyrir að þeir verði
seldir héðan til Japan, þegar
þjálfun hér er lokið, en vel þjálf-
uð dýr seljast á allt að 250 þús.
dollara.
Þjálfunin er m.a. fólgin í því að
kenna dýrinu að stökkva upp í
kúlu, sem hangir yfir lauginni og
leika sér að körfubolta og nú ný-
lega er Gunnar farinn að bursta
tennurnar í háhyrningnum með
risastórum tannbursta.
„Þetta er mjög efnilegt dýr.
Hann er hörkugreindur og vilja-
sterkur og þarf mikla þolinmæði
við hann. En það bendir líka til
þess að hann verði gott sýningar-
dýr. Ég geri ráð fyrir að hann
verði seldur til Japan með haust-
inu“, sagði Gunnar.
Við fylgdumst nú með tamn-
ingu háhyrningsins, - hvernig
„Horkugreindur
en pver“
- fylgst með þjálfun háhyrningsins í Sœdýrasafninu
hann er hvattur með matargjöf-
um og verðlaunaður þegar hann
stendur sig vel. Gunnar notar
flautu við tamninguna en háhyrn-
ingar hafa mjög næma heyrn og
þeir eru reyndar líka söngelskir.
Það heyrist heilmikið í þeim
stundum og úti í hafi er talið að
þeir heyri hver í öðrum þótt mjög
langt sé á milli dýranna. Þegar
Gunnar fór að bursta tennurnar í
háhyrningnum, fór hann í hálf-
gerða fýlu og vildi álls ekki „skola
munninn" í lokin eins og hann á
að gera. Gunnar „skammaði“
hann þá með ákveðnum handa-
hreyfingum og þá fór hann í fýlu,
stakk sér djúpt á kaf úti í einu
horni laugarinnar og húkti þar
eins og krakki sem settur er í
skammakrókinn.
Þess má geta að lokum að al-
menningur getur fylgst með
tamningu dýranna í Sædýrasafn-
inu, en það verður opið almenn-
ingi í sumar. Hvað síðar verður er
óvíst, fjárhagsstaða safnsins er
mjög slæm og búið að auglýsa
mannvirkin til sölu. Hópur ungs
fólks hefur sýnt áhugga á að reka
þar áfram dýragarð, en óvíst er
hvernig því máli lyktar.
-ÞS
langstærsta bifreiðastöð borgarinnar
með flesta 7 farþega bíla
Fljót og góð afgreiðsla. Stæði um allan bæ.
Opna munninn..
SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN