Þjóðviljinn - 07.07.1985, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Qupperneq 11
Það var °9 'a"®9jSUt •■sísí*- 0,4,4 ivartur fi»"Mo,aA " 'óm« Hvað er hægt að gera meira í tón- list? Er þörf á meiru? - Þetta fer nú langt. Fyrir þann sem ekkert rekur á eftir. Það er engin ógn og skelf- ing; ég skal upp úr þessari fátækt, ég skal berjast til frama hér í hverfinu, ég skal sýna þeim það. Ég gat farið í Háskólann, í læknisfræði eða lögfræði, meiraðsegja viðskiptadeildina fór ég einu sinni í, ha,til þess að verða bissnissmaður. Á meðan voru yngri menn en ég byrjaðir að blása, Björn R. Einarsson, Mummi bróðir hans og fólkið í kringum þá, þetta eru menn sem eru ekkert að fikta við hljóðfæra- leik. Björn R. Einarsson fer á fætur klukkan fjögur á nóttunni og fer niður í Hljómskála til að blása á básúnu. Þá sváfu heiðar- legir borgarsynir heima og þótt- ust ætla að fara í Háskólann klukkan tíu til að stunda við- skiptafræði. Pað er reglan sem Hemingway hefur um boxarana; a good fighter is a hungry fighter. Pað var líka til á heimilinu gömul kenning úr fornum bókum. Hún var ósköp einföld. Árni þessi frá Múla, sem var al- veg svakalega mikill bassi og frægur söngmaður, hann sagði; það er ekkert á móti því að menn kunni svolítið í músík, það ættu allir að kunna sem allra mest í henni, þetta er göfugasta listin. En við megum ekki gleyma hinu, - Rómverjar hinir fornu létu þrælana syngja fyrir sig, þeir voru ekkert að því sjálfir þó þeir gætu það. Kenningin er sú, ha, see. Einnig fylgdi sú hættulega kenn- ing, kannski hefur hún verið sönn á þeim árum, því þá einsog oft vill verða, ég tala nú ekki um í dansmúsík og jazzmúsík, og líka í öðrum listgreinum á fslandi, hjá söngvurum, leikurum, málurum, rithöfundum, að ekki sé nú minnst á ljóðskáldin; þá var eiginlega list, allt sem hægt var að kalla list - og fyllerí, eitt og hið sama. Gerðu það fyrir mig að fara ekki út í listina - það var sagt einhvers staðar á bak við sko - vegna þess að fylleríið, sem er nú nóg af hér í þessari ætt, og list er eitt og hið sama. Að búa til lög Eins og þú veist nú best sjálfur þá súrrar jazzmúsík gegnum hausinn á manni alla tíð, frá morgni til kvölds, a.m.k. meðan maður er ungur og það er fólk af þessari gerð alveg fram undir sjötugt. Það er sama hvaða lag- línu þú ætlar að brjóta upp á inn í þér, áður en þú veist af er það orðið að jazzmúsík. Þegar ég var á síld fyrir norðan og það rifjaðist allt í einu upp fyrir mér, kannski í miðju kasti, trompetsóló Joe Smith úr Miss Hannah með McKinley’s Cotton Pickers, þá komst ég ekki hjá því að syngja hana eða blístra. Og nótabassinn leit á mig og sagði; viltu hætta þessu helvítis symfóníugauli hérna rétt á nteðan við erum að draga! Hitt kom seinna, þegar við Jónas fórum að berja saman smá gamansketsur fyrir útvarpsþætti, þá var maður að koma svona að sjálfum sér, því alltaf vantaði efni. Og nú þá er best að gera svona einsog Vilhjálmur Þ. Gíslason orðaði það; við gerðum þetta nú allt sjálfir hérna áður fyrr og þótti bara takast vel. Það var samkvæmt þeirri reglu og svo varð þetta smám saman að Deler- íum Búbónis. Þá vantaði lög og það var búið að fara svakalega í taugarnar á mér lengi að þegar var verið að setja saman revíur hérna, þá var alltaf stolið ein- hverjum melódíum. Okkur fannst alveg ótækt að nota svo- leiðis og þá spyr maður sjálfan sig; fyrst nú öll hin helvítin í kringum rnann geta búið til lög og svo telur maður upp á fingrunum, ég nefni engin nöfn, það er nú þessi, og þessi... og heyrðu, það eru bara tíu manns hérna sko. Nú fyrst að hinir geta það, er þá nokkur vandi að gera þetta? Og þá var nú að leita fyrir sér. Þá komum við aftur að einu. Komi manni í hug falleg laglína sem minnir á Verdi, þá má alls ekki nota hljómana hans, heldur á að leita í Schubert og Schumann. Nú eru þeir dálítið þekktir sko og þá er að leita í Ellingtonheftinu, þar eru nú líka dálítið skrítnir hljóm- ar. Þegar maður er búinn að kombínera þetta saman, þá fara að koma útúr þessu kannski allt aðrir hlutir en maður ætlaði í upphafi. Og þegar búið er að hreinsa burt allan Verdi, Schu- mann, Schubert og Ellington, þá virðist þetta bara hafa verið búið til á íslandi. Svo kemst þetta ekki upp fyrr en kannski löngu seinna. En ætli þetta sé ekki angi af sjálf- stæðisbaráttunni? Þetta er þjóð- ernisrembingur. Ég held að þetta hjá okkur Jónasi hafi verið í fyrsta skipti sem þetta var gert svona hérna... - Revíu? Það var ekki revía! Ég neita því að þetta hafi verið revía. Delerí- um Búbónis er engin revía, held- ur ekki söngleikur, ég veit ekki hvur fjandinn það er, það er bara Deleríum Búbónis. Það er bara hlutur sem verður svona til sko. Eiginlega í gamni, hasar og gamni, þetta gerðist bara á ör- stuttri stund, sem og lögin. Það er gott fyrir dægurlagahöfunda að velja sér einhvern stað til að standa á. Mér reyndist ákaflega vel um skeið að standa á bak við vissan skáp niðrí Útvarpi og halda mig þar. Einnig var gott að fara í Njálsgötustrætó, sem gekk Njálsgata-Gunnarsbraut þá. Ég hef ekki prófað þetta til sjós, en það er sennilega gott, sjáðu bara Gylfa Ægis, ha, og Stolt siglir fleygið mitt. í miðri atómstöð - Jassmúsík er fremur af því vonda í skrifum margra á fimmta áratugnum. Tengdist það Kefla- víkursamningnum og ásœlni Bandaríkjamanna? Sko, nú ferðu of hratt yfir sögu. Það voru margir sem héldu því fram fyrir 17. júní 1944 að allur þessi hamagangur væri liður í því að einfaldara væri að selja Bandaríkjamönnum landið. Þess vegna voru margir harðlínukom- múnistar einsog ég sem neituðu að greiða atkvæði í lýðveldis- kosningunum. Það eru fyrstu op- inberu föðurlandssvik mfn. Ég vissi eftir öðrum heimildum og þær voru ekki frá kommúnistum, að hér var verið að búa til þá djöf- ulsins svikamyllu með því að draga þjóðina á asnaeyrunum inní einhverja Nýsköpun, þará- meðal allan kommúnistalýðinn og gáfnaljósin þar. Það tók íhald- ið og þess lið, tvö ár að ganga frá öllu saman. Margir af kommúni- stunum í Nýsköpunarstjórninni eru ekki búnir að fatta þetta enn- þá. Það var verið að halda þeim uppá snakki, henda í þá pening- um frá Englandi. Kaupa 27 síð- utogara og bjarga við þjóðinni? Það var alls ekki meiningin. Þeir sem áður voru að berjast í útgerð með einhverja djöfulsins ryðk- láfa, þeir sáu fyrir sér flugvelli og atómsprengjur. Það er miklu meira upp úr því að hafa. Ég er ekki frá því að sumir þeirra séu hluthafar í DuPont, það voru þeir sem smíðuðu fínustu atómspren- gjurnar. Og öll þjóðin búin að gleypa þetta, ha? Forsætisráðherrann stendur á 17. júní enn einu sinni; við og landið okkar fagra, hver á sér fegra föðurland og það á það enginn nema við einir og við ráðum því alveg sjálfir, - þó þeir sitji í miðri atómstöð Kananna sem eru rétt að byrja að leggja undir sig landið. - Margir virðast hafa sett jafn- aðarmerki milli jazzins og banda- rískra áhrifa og spillingar, sbr. Atómstöðina og Vögguvísu? Ég hef aldrei botnað neitt í þessu. Ég skildi aldrei þetta hel- vítis röfl um uppreisn borgara- unglinganna gegn sínum yfir- mönnum. Ég skildi aðeins eitt og það var löngun mannanna til að spila þessa músík og þó sérstak- lega bandarísku negranna, að sýna hinum sem voru búnir að gera allt sem þeir gátu til að stúta þeim í 300 ár að það var ekki hægt. Málin gátu tekið svo undarlega stefnu að t.d. eftir að MÍR er stofnað, þá hafði ég ákveðið að hætta að vera amatör á grammó- fón og réði mig þess vegna í Út- varpið. Það var þá eins gott að gera það á kaupi. Ég var snemrna kominn með jazzþætti, en jazzmúsík var þá dálítið vont garg og þótti jafnvel bíræfni að spila Duke Ellington, ég tala nú ekki unt Louis Armstrong. Þá kom það einu sinni upp á MÍR fundi að það væri undarlegt að í stjórn MÍR væri einn ákafasti áróðurs- maður bandarískrar menningar á íslandi, Jón Múli Árnason, sem væri með vikulega jazzþætti í út- varpinu, fyrir nú utan allt hitt sem hann gæti skreytt þar á milli, ha, og þess vegna bæri að vísa honum burt úr þessu félagi. Þá hvíslaði ég að gáfuðum manni sem sat við hliðina á mér, spurðu hvað þeir ætli þá að gera eftir byltinguna í Bandaríkjunum, hvort það eigi að banna jazzmúsík? Og hann hóf upp raust sína; Á þá að banna jazzmúsík..., - þeir hættu við að vísa mér úr félaginu. Það er alltaf fullt af djöfulsins vitleysingum í gangi alls staðar, ég tala nú ekki um ef svokallaðir pólitíkusar ætla að fara að skipta sér af málunum. Þegar ég tala um pólitíkusa, þá er ég ekki að tala um kommúnista. Það er allt ann- að mál. Ég kalla kommúnista ekki pólitíkusa, no sir. Sunnudagur 7. júlí 1985 ÞJÓÐVILJiNN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.