Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 17
LEIÐARAOPNA þér um einkaskóla? Ekki tekinn réttur frá neinum Segir Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarmaður menntamáiaráðherra um stofnun einkaskóla Inga Jóna Þórðardóttir: Einkaskólinn leiðir einungis til þess að fólk hefur fjölbreyttara val. Það er ekki verið að mismuna unglingum með stofnun einkaskólanssagði Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Þá væri hægt að nota sömu rök- semdafærslu um allt það ann- að sem boðið er upp á og fólk geturkeypt. Það er ekki verið að taka rétt frá neinum. Tilvera einkaskólans leiðir einungis til þess að fólk hef- ur fjölbreyttara val. Það er ekki ráðuneytisins að setja reglur um inntöku nem- enda. Það sem að ráðuneytinu snýr er að skólinn starfi í sam- ræmi við lög og uppfylli þær skyldur sem á grunnskólann eru lagðar. Skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins hefur farið yfir námsefni og tillögur Tjarnarskólans og heimild til skólareksturs veitt út frá því. Sem svar við því hvort þetta er betri lausn vil ég segja að ég held að það sé betra ef fólk hefur kost á fleiri en einum möguleika. í því er fólgin hvatning. Ég óttast ekki að skólakerfið leggist í rúst vegnaþessa. Það hefur alltaf verið stór hluti kennslu sem fer fram utan ríkisskólanna, bæði í einka- skólum og á vegum einkaaðila. Sú kennsla hefur alla tíð verið til staðar og því ekkert að óttast þó fleiri kennarar fylgi í kjölfarið og stofni einkaskóla. Með einkaskólanum er verið að gera tilraun. Hingað til hefur ekki verið neinn einkaskóli í þessum bekkjum, enginn lagt útí að spreyta sig. Ef einhverjir nemendur kjósa heldur að sækja sinn lærdóm ann- að þá er það bara gott að þeir eigi kost á því. Ríkisrekna skólakerf- ið mun halda áfram að vera til, til að tryggja að allir eigi kost á námi. Einkaskólinn leiðir fyrst og fremst til þess að fólk hefur val- möguleika. Að vísu er þetta val takmarkað því aðeins 100 nem- endur verða teknir inn en það er eftir að sjá hver reynslan verður. Hvort foreldri sendir barn sitt í einkaskóla eða ríkisrekinn skóla fer ekki eftir launum, það fer eftir því hvaða forgang'sverkefni menn kjósa sér. Börn njóta einka- kennslu í ýmsum greinum, sjáðu bara dansskólana það er ábyggi- lega dýrt að hafa barn í dansskóla og þetta er fyrst og fremst spurn- ing um hvað fólk vill setja á oddinn. Allt þetta tal um stéttaskipt- ingu í framhaldi af stofnun einka- skólans er ástæðulaus og einungis til þess fallið að gera myndina dekkri. Einkaskólar og ríkisreknir skólar geta starfað hlið við hlið og haft stuðning hver af öðrum. Það hefur ekki ríkt nein leynd í sambandi við stofnun skólans. Það hittist bara svo á að þegar stofnendur skólans héldu blaða- mannafund til að tilkynna um stofnunina var enginn annar til viðtals. Umsóknin var afgreidd hér í ráðuneytinu í byrjun júní og þær ásakanir að farið hafi verið leynt með stofnun skólans eiga ek-ki við nein rök að styðjast. Sótt var um leyfi til að stofna einkaskóla. Menntamálaráðu- neytið athugaði hvort skólinn uppfyllti þau skilyrði sem sett eru um skólastarf og í framhaldi af því kvaðst ráðherra beita sér fyrir að útvega fjármagn sem er sambærilegt við það sem aðrir einkaskólar njóta.” -aró Pór Jóhannsson 15 ára Ég er algjörlega á móti „Ég er algerlega á móti ein- kaskóla, vegna þess að þeir geta borgað kennurunum betri laun, og geta því valið úr bestu kennurunum. Sennilega geta einkaskólar boðið upp á betri þjónustu. Það er staðreynd að það eru ekki allir foreldrar sem geta kostað börnin sín í svona skóla svo hvers eiga þeir krakkar að gjalda? Ég t.d. kæmist ekki í einka- skóla vegna þess að ég get ekki borgað 30.000 krónur á ári,“ sagði Þór Jóhannsson 15 ára. -*P Elvar Davíð Eiríksson 13 ára Ég er ánœgður með minn skóla „Einkaskólar eru vitleysa og „snobb“ þarsem krakkar eru flokkaðir í dilka. Ég er sannfærður um að ef það kæmu margireinkaskólar, þá mynda þeir stéttaskiptingu. Égþekki engan sem feríTjarn- arskóla, og get ég ekki ímyndað mér að kennslan verði nokkuð betri. Ég er ánægður með minn skóla, og myndi ég ekki vilja fara úr hverfinu í annan skóla, það skiptir nefnilega miklu máli að vera alltaf með sömu félögunum í bekk“. -sp Ella Geirsdóttir 18 ára Einkaskólar ýta undir stéttaskiptingu „Mér finnst fáránlegt að stofna einkaskóla hér á landi, þeir ýta bara undir stéttaskipt- ingu. Þetta er „prinsip“ atriði, við eigum ekki að hafaslíkan flokkara, þar sem peningar foreldra ráða hvort unglingur fær betri kennslu eða ekki. Ég þekki engan sem mun sækja um Tjarnarskóla. Það er skortur á kennslutækjum í sumum grunn- skólum og finnst mér að stjórnvöld ættu að sýna sóma sinn í því að byggja upp grunnskóla- kerfið þannig að allir geti verið stoltir af, svo ekki þurfi að grípa til slíkra ráða“. -sp Ásta Einarsdóttir 14 ára Grunnskólinn eins og vitleysingahœli „Ég myndi hiklaust fara í einkaskóla ef ég ætti kost á því. Ég er mjög óánægð með kennslu í þeim grunnskóla sem ég er í, og finnst mér kennararnir koma fram við okkur eins og við séum skepnur. Þaðmásegjaað þessi skóli sé eins og vitleys- ingahæli. Ég ætla að sækja um vist í Tjarnarskólanum vegna þess að ég vil leggj a mikið í sölurnar tii að fá góða grunnskólamenntun og komast síðan í menntaskóla“. -sp Sunnudagur 7. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.