Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 5
ísland
„Verðum oft
vör við þettcT
Sigrún Júlfusdóttir félagsróðgjafi:
Engar kannair og lítil frœðsla en
engin óstœða til að œtla að sifjaspell
og kynferðisleg misnotkun ó börnum
sé sjaldgœfari hér en í öðrum löndum
- Við höfum engar aðstæð-
urtil að kanna þessi mál hérá
stofnuninni sagði Halla Þor-
björnsdóttirsem nú leysir Pál
Ásgeirsson af sem forstöðu-
maður Geðdeildar barna við
Dalbraut. - En við verðum vör
við það í okkar starfi að kyn-
ferðisleg misnotkun kemur
við sögu í erfiðleikum barn-
anna sem hingað koma og
eins hafa sumir aðstandenda
þeirra skýrt frá slíkri reynslu
þegar þeirvoru börn.
Sigrún Júlíusdóttir fél-
agsráðgjafi á geðdeild Landsspít-
alans staðfesti þann grun okkar
að engar kannanir hefðu verið
gerðar á sifjaspellum og kynferð-
isglæpum gegn börnum hér á
landi. - Það er hins vegar engin
ástæða til að ætla að minna sé um
slíkt hér á landi en annars staðar.
„Fyrir nokkrum árum var hald-
in námsstefna hjá félagsráðgjöf-
um geðdeildanna um þessi mál og
þar kom vel fram hversu ögrandi
og viðkvæm mál hér eru á ferð-
inni. Það er algengt að fólk vilji
hvorki heyra né sjá að sifjaspell
og kynferðisglæpir gegn börnum
eigi sér stað.
Þetta má etv. rekja til þess að
fagfólk fær mjög litla fræðslu um
þessi mál í sinni skólagöngu.
En í þessu sambandi vil ég
vekja athygli á því að í barnalög-
unum nýju er ákvæði sem skyldar
hvern þann sem verður vitni að
því að foreldrar eða forráðamenn
barna leiði þau á siðferðislega
glapstigu eða misbjóði þeim til að
tilkynna það yfirvöldum. En ég
held að slík tilvik séu tilkynnt
miklu sjaldnar en þau verða
vegna þess að málin eru þögguð
niður innan fjölskyldunnar",
sagði Sigrún.
Halla tók í sama streng og sagði
að fjölskyldur héldu mjög fast
utan um svona mál, þau mega
ekki vitnast. Það er hins vegar
reynsla þeirra á Geðdeild barna
að í þeim tilvikum sem þau hafa
heyrt af, þar sem börnum er mis-
boðið kynferðislega, þá eigi oft-
ast ættingjar í hlut. „Það er miklu
sjaldgæfara að óviðkomandi fólk
eigi í hlut“, sagði Halla.
-ÞH
Bandaríkin
3 af 4 eru œtt-
ingjareða vinir
Kannanir á tíðni kynferðis-
glæþagegn börnum hafaekki
verið gerðar hér á landi svo
okkursé kunnugt. Raunar
erum við þar á sama báti og
aðrar Evróþuþjóðir því þessi
tegund glæþa virðist vera
mikið feimnismál í álfunni. í
Bandaríkjunum eru menn
komnir lengra í að ræða og
athuga þesi mál. Nýlega birt-
ist greinaflokkur um kyn-
ferðisglæpi gegn börnum í
tímaritinu Newsweek og það-
an tínum við nokkra fróðleiks-
molaum þessimál.
í blaðinu er giskað á að ein-
hvers staðar á bilinu 100 þúsund
og upp í hálfa miljón bandarískra
barna verði fyrir kynferðislegri
áreitni fullorðinna á ári hverju.
En aðeins örfá prósent þeirra til-
vika eru kærð.
Við háskólann í New Hamps-
hire var gerð könnun þar sem
fólk var -spurt hvort það hefði
orðið fórnarlömb kynferðislegra
glæpamanna í æsku. Niðurstaðan
var sú að 19% kvennanna svör-
uðu játandi og 9% karlanna. Da-
vid Finkelstein sem stjórnaði
þessari rannsókn sagði að það
væri „sanngjörn ágiskun“ að mill
2 og 5 miljónir bandarískra
kvenna hefðu tekið þátt í sifja-
spellum.
Athuganir á kærum vegna kyn-
ferðislegra glæpa gegn börnum
sýna að 90% þeirra sem þá
fremja eru karlar. Á það er þó
bent að viðhorf almennings til
slíkra gætu skekkt þessa mynd:
það er almennt tekið mun harðar
á áreitni karla við börn en þegar
konur eiga í hlut.
Hins vegar kemur í ljós að sú
útbreidda hugmynd að það séu
fyrst og fremst „ljótir, gamlir
karlar“ sem fremja kynferðis-
glæpi gegn börnum á enga stoð í
veruleikanum. Bandarískar at-
huganir hafa sýnt að einungis
10% slíkra glæpa eru framdir af
karlmönnum yfir fimmtugt.
Þegar athuguð eru tengsl
barnsins og glæpamannsins fyrir
verknaðinn birtist mjög svipuð
mynd og af nauðgunum á konum.
Þrír af hverjum fjórum eru vinir,
nágrannar eða ættingjar barn-
anna.
Og það er einnig ljóst af athug-
unum að sá sem gerir sig einu
sinni sekan um kynferðislega á-
reitni við börn er afar líklegur til
að endurtaka það. í einni könnun
sem gerð var í Bandaríkjunum
kom í ljós að karlmenn sem tekn-
ir höfðu verið fastir fyrir áreitni
við barn af gagnstæðu kyni ját-
uðu að meðaltali 73 slíka glæpi.
Þeir sem sýndu börnum af sama
kyni áreitni játuðu að meðaltali
30 slík tilvik. Mismunurinn helg-
ast sennilega af því að samfélagið
er meira á varðbergi gagnvart
síðarnefndu tegundinni.
En hvernig skyldi þessum mál-
um vera háttað hjá okkur?
-ÞH tók saman.
Sunnudagur 21. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Edda og Hilmar. Ljósm. Ari.
Frá Ítalíu
í Loðmundarfjörð
Spjallað við Eddu Heiðrúnu Backman, sem var
að koma úr kvikmyndatökum á Ítalíu og er
byrjuð að œta í nýrri mynd Hilmars Oddssonar
„ Þetta var stórkostlegt ferða-
lag og kvikmyndunin gekk
mjög vel. ítalir eru yndislegt
fólk og tóku höfðinglega á
móti okkur. Við lékum á torg-
um í nokkrum þorpum á Ítalíu
og enduðum á Sikiley. Gamli
bíllinn okkar hann Skúli, sem
við fluttum með okkur héðan
að heiman, varaðalhetjaferð-
arinnar og stóð sig með sóma
áhraðbrautunum, endaalls-
staðar aldursforseti, - kominn
áfertugsaldur11,
segir Edda Heiðrún Backman,
leikkona sem við hittum þegar
hún var nýkomin heim eftir nær
tveggja mánaða kvikmyndatökur
á Ítalíu. Hún leikur í kvikmynd
sem Þjóðverjinn Lutz Koner-
mann stjórnar og fjallar um ís-
lenskan leikhóp á ferð um Ítalíu.
Ásamt Eddu leika allmargir ís-
lendingar í myndinni, - flest úr
Svörtu og sykurlausu. Þau eru
Guðjón Pedersen, Kolbrún Hall-
dórsdóttir, Hanna María Karls-
dóttir, Guðjón Ketilsson og
Þröstur Guðbjartsson. Þorgeir
Gunnarsson er aðstoðarleikstjóri
og Hilmar Oddsson aðstoð-
arhljóðmaður. Myndin verður
frumsýnd hér um jólin, en vinnu-
heiti hennar er SOS.
„Þetta var mjög ævintýralegt,
en strangt og erfitt á milli. Erfið-
ast var að leika í hitanum úti og
það er sannarlega gott að koma
heim í birtuna og rokið. Við
bjuggum á ýmsum stöðum í ferð-
inni, á pensjónötum, hótelum,
heimilum, tjöldum og jafnvel í
gömlum köstulum. A Ítalíu er
borin mikil virðing fyrir lista-
mönnum og allir voru hjálplegir
við okkur. Þjóðverjarnir sem
unnu með okkur að myndinni
voru líka mjög flinkir og hópur-
inn ágætlega samvalinn, þótt þeir
væru vissulega ólíkir okkur. Þeim
fannst við lík ítölunum og ég held
að þeir hafi ekki síður lært margt
af okkur en við af þeim.
Ég endaði svo ferðina á stuttu
fríi með vinkonu minni, Auði Ól-
afsdóttur, sem er að læra í París,
en við fórum á djassfestival í
fjallaþorpinu Perugia á Ítalíu",
sagði Edda. Hinir Islendingarnir
í myndinni eru að tínast heim
þessa dagana, en Edda að byrja
að æfa í kvikmynd Hilmars Odds-
sonar, „Eins og skepnan deyr“.
Myndin verður tekin austur í
Loðmundarfirði í ágúst. Þröstur
Leó Gunnarsson leikur á móti
Eddu, en Sigurður Sverrir er
kvikmyndatökumaður.
„Ég hlakka mjög mikið til að
fara austur. Kvikmyndatakan úti
var lærdómsrík og góður undir-
búningur fyrir næsta verkefni þar
sem hlutverk mitt er átakameira.
Kvikmyndavinnan var skemmti-
legri en ég átti von á, jafnvel öll
biðin og tæknibröltið. Það verður
skemmtileg tilbreyting frá marg-
menninu úti á Ítalíu að fara
austur í eyðibyggðina", sagði
Edda að lokum.
þs.