Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 2
Einsog fiskur í menningar- vatninu Fornleifar Dökkar framtíðarhorfur Þorvaldur Friðriksson fornleifafrœðingur: Fjdrskortur kemur í veg fyrir rannsóknir. Vantar nauðsynlega fagfólk. Norrænir fornleifafræðingar undirbúa nú ráðstefnu, sem hald- in verður í Gautaborg í nóvember og verður aðalumræðuefni henn- arfrumbyggð á Norður- Atlantshafssvæðinu. Ætlunin er að endurvekja norrænt samstarf fornleifafræðinga, sem hefurver- ið næsta lítið á þessu svæði á undanförnum áratugum, allt frá því aö unnið var að uppgreftrin- um í Þjórsárdal árið 1939. „Það er brýnt að slíkt samstarf eigi sér stað, bæði til að knýja á um fjármagn til fornleifarann- sókna og til að auðvelda túlkun og samanburð á fornleifum. Þetta verkefni um frumbyggjend- urna myndi líka auðvelda öflun fjár til ýmissa annarra verkefna sem tengjast þessu höfuðverk- efni. Þá mun það auðvelda útveg- un fullkominna rannsóknartækja og aðgang að rannsóknar- stofnunum, sem greina sýni, en hvort tveggja er geysilega mikil- vægt í nútímafornleifafræði", sagði Þorvaldur Friðriksson. Þorvaldur var við nám í háskól- anum í Gautaborg og vinnur nú að doktorsritgerð um keltnesk menningaráhrif á íslandi í ljósi fornleifa. Arne B. Johansen pró- fessor í fornleifafræði við Gauta- borgarháskóla hefur haft frum- kvæði að undirbúningi fundarins og verður haft samráð við skoska og írska fornleifafræðinga sem vinna að verkefnum sem tengjast samstarfsverkefninu um frum- byggð á N-Atlantshafssvæðinu. Fyrir íslands hönd tekur Þjóð- rpujjasafnið þátt í samstarfinu og tveir fornleifafræðingar auk Þor- valds, þau Bjarni Einarsson og Margrét Hermannsdóttir, en þau eru öll í framhaldsnámi í Svíþjóð. Við spurðum Þorvald að lok- um hvernig framtíðarhorfur ungra fornleifafræðinga á íslandi væru. „Þær eru ekki glæsilegar. Þar veldur mestu fjárskortur. Þjóð- minjasafnið og önnur söfn hér á landi geta ekki ráðið nauðsynlegt fagfólk vegna fjárskorts. Nú þeg- ar eru nokkrir fornleifafræðingar útskrifaðir úr erlendum há- skólum og aðrir eru enn við nám, en ljóst er að atvinnumarkaður- inn á íslandi er mjög þröngur og óvíst að þetta fólk fái störf innan síns sviðs eins og málin standa í dag. Vonandi er að með nýjum fornminjalögum, sem alltof lengi hafa legið í salti, verði einhver breyting á þessu ófremdar- ástandi“, sagði Þorvaldur að lok- um. Sem kunnugt er hefur Þorvald- ur unnið aö undanförnu að upp- greftri vestur á Dagverðarnesi við Hvammsfjörð, en hann er nú á förum af landinu, enda engar fjárveitingar til að halda áfram við uppgröftinn að sinni. þs. Þorvaldur Friðriksson: Endurvekja þarf samstarf norrænna fornleifa- fræðinga. Nú ætla ungir menningar- og menntamenn að fara að gefa út tímarit sem á að fjalla um gervallan menningarvöllinn á frísklegan og gáfulegan máta. Undirbúningur mun vel á veg kominn og er ætlunin að koma út fyrsta hefti með haustinu. Þetta á að verða eitt af fáum menningartímaritum sem koma út í fleiri en eitt skipti, og mannval aðstand- enda vekur reyndar vonir um að slíkt takist: Gunnar Ágúst Harðarson skáld og heimspekingur, Guðmundur Andri Thorsson bókmennta- fræðingur, Hallgrímur Helgason myndlistarmaður og Páll Valsson bókmennta- fræðingur og blaðamaður. Nafnið er enn óákveðið, en sú saga gengur um bæinn að tímaritið eigi að heita næstum því í höfuðið á öðru riti eldra: Sjóbirtingur! ■ Ritstjórinn og ráðningin Ráðning Einars Karls Har- aldssonar í stöðu ritstjóra Nordisk Kontakt fór fyrir brjóstið á ýmsum hægri garpi, til að mynda munu Sjálfstæð- ismenn ekki ýkja glaðir yfir því að Ólafi G. Einarssyni, þeirra manni í málinu tókst ekki betur til. Ráðning Einars mun hins vegar vera afrakstur af einkar góðri samvinnu Guðrúnar Helgadóttur og Páls Péturssonar, forseta Norðurlandaráðs og góðs Framsóknarmanns. Páll bjó svo um hnútana, að fulltrúar Islands myndu fá heimild til að styðja af alefli þann íslensku umsækjendanna tveggja, sem hefði betri möguleika á að hreppa stöðuna eftir fyrstu umferð. Auk Einars Karls sótti líka um stólinn kunnur hægri sinni, Sigurður J. Sigurðs- son. Eftir fyrstu lotuna var Ijóst að hann átti ekki séns, og Páll beitti þá áhrifum sínum til að styðja Einar. En sökum samkomulagsins sem hann hafði áður gert gátu Sjálf- stæðismenn ekki haldið sín- um manni til streitu, og kratinn Eiður Guðnason, sem ekki þótti gott að þurfa að styðja „kommann", varð sömuleiðis að hafa hljótt um sig. Einar fékk stöðuna og nú bíta íhaldsmenn sig í handarbökin yfir þeim refskap sem Páll Pétursson þykir hafa sýnt með því að tryggja í rauninni fyrirfram að öll íslenska deildin styddi Einar. ■ ■>í Doktor í Lárusi Árni Blandon leikari er nú að undirbúa doktorsritgerð við háskóla í New York um leikar- ann og leikstjórann Lárus Pálsson. Hefur Árni að und- anförnu safnað gögnum hér heima og hlýtt á upptökur með Lárusi heitnum. Arni er annars meira en menntaður leikari, hann er einnig bæði húsasmiður og sálfræðingur að mennt. ■ Grófu upp gömiu bæjarhelluna Miklar framkvæmdir hafa ver- ið í miðbæ Hafnarfjarðar í sumar fyrir framan hús Bjarna riddara og Byggðasafnið þar sem verið er að leggja gapg- stéttar og útbúa útivistar- og sýningarsvæði. Ákveðið var að lækka flöt- ina fyrir framan húsin um 30 cm frá því verið hefur. Þegar verið var að grafa burt jarð- veginn fyrir utan hús Bjarna Riddara sem er elsta húsið í Hafnarfirði komu menn niður á hart. Páll V. Bjarnason arkitekt var staddur á svæð- inu og sá fljótt að þarna var komin gamla bæjarhellan og viö nánari athugun kom í Ijós að hún lá svo til í nákvæmlega sömu hæðarlínu og mæld hafði verið út og náði jafn langt út frá húsinu og ráðgert hafði verið að leggja nýja bæjarhellu. Gamla bæjarhellan sem er frá því um 1800 og sett saman úr hraunhellum er því fyrir hreina tilviljun búin að taka við sínu fyrra hlutverki. ■ Brotthlaupið _____byrjað í vikunni kom skoðanakönnun sem sýndi umtalsverða minnkun á fylgi kratanna. Af því tilefni orti einn af velunnur- um Þjóðviljans eftirfarandi: Brakaði í og burtu hlupu, blandnir mjög í trúnni, Kratar sem að áður krupu karlinum í brúnni. ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.