Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 7
SUNNUDAGSPISTIU
lllan slœðing
héðan hrœði...
Þegar Dagur Ijóðsins var haldinn í vor var
ég að lofa því (í hljóði) að reyna að halda
uppi Ijóðasumri héríblaðinu. Meðýmsum
skrifum um hefðina og nýmælin og upp-
eldi í Ijóðlist og þýðingar og hvaðeina.
Annað þurfti að trufla, samt er vonandi
ekki of seint að reyna að standa við á-
formin þessa helgi og þær næstu.
í fyrra varð Sveinbjörn Beinteinsson
skáld og allsherjargoði sextugur og þá
kom út bók sem geymir úrval kvæða hans
frá um það bil fjörtfu árum. Hún heitir
Heiðin. Hér eru stökur og rímur (eða
bragir undir rímnaháttum), sögukvæði og
gamanmál, ættjarðarkvæði og vinaminni,
heiftarvísur og heimsósóma, og það er
líka ort um það sem hugur einn veit og
vafamál hvort láta skuli uppi. Hér eru
meira að segja einskonar heiðnir sálmar
og munu aðrir ekki yrkja slíka nú um
stundir:
Verði bjartara Ijós um láð
lífgrös á jörðu dafni
styrkri hendi sé stöfum skráð
stefið í Óðins nafni
Semsagt: hér gengur kveðskaparíþrótt-
in gamla ljósum logum með yrkisefnum
sínum og dýrum háttum og er fengur að
því að fá slíka bók í hendur hverjum þeim
sem vill skoða hvað líður því hefðbundna
ljóðformi sem Steinn Steinarr sagði „loks-
ins dautt” í frægu viðtali fyrir þrjátíu
árum.
Allt hafði annan róm
Kvæðum er á þann veg í bókina raðað,
að ekki er gott að lesa af henni feril skáld-
goðans. En hann er bersýnilega mjög frá-
bitinn því að láta stefnur og strauma sem
upp koma bera sig af leið. Allsstaðar hittir
lesandinn fyrir rammt samræmi milli lífs-
viðhorfa og skáldskaparstefnu. Skýrast
kemur þetta fram í þeim samanburði nú-
tíðar og fortíðar sem margítrekaður er:
allt hafði annan róm hér áður fyrr. „Hug-
sjónir helgra kvæða, hagspekin lítils
metur” segir í Snorraminningu. „Þar sem
heiðinn hörgur stóð, hlaðinn seið og
kyngi, kröftum eyðir kjarklaus þjóð,
kjaftagleið á þingi” segir í Hofmanns-
rímum. Þessi heimsósómi getur orðið
þreytandi, þótt sannur sé um margt og af
íþrótt fram borinn, hann er blátt áfram
ekki nógu útsmoginn. Bestur verður hann
líklega í „Ellefu”, kvæði frá 1974 og fjallar
um þjóðhátíðargjöfina sem átti að nota,
átti að græða upp landið. í sumum öðrum
kvæðum er ort um dýrð landsins en hér
ræður heiftin út í vesaldóm samtímans
ríkjum ein:
Milljarður einn ber keim af gömlum kossi
kannist þeir við sem skilja mál og heyra
Rís þar upp stöng með höfuð eitt af hrossi
horfir til lands. Við segjum ekki fleira
Það er svo í beinu framhaldi af því,
hvernig tekið er á andstæðum þess sem
var og er, að Sveinbjörn setur fram sína
von og ósk um að enn sé þjóðvörn að
finna í „orðlist mikilla verka”:
lllan slæðing héðan hræði
háttafræði stuðlamáls
og víða kemur við sögu fögnuður höfund-
ar yfir því að eiga enn arfinn dýra.
Við allt þetta bætist svo með sjálf-
sögðum hætti lof karlmennskunnar
(„þrek manns herðist í raun”) og sérvisk-
unnar og lof um þá sem kunnu með skáld-
skap að fara og svo um einfara á lífsins
vegum. Ein ágæt vísa úr Grímstungurímu
hljómar svona:
Sér til handa sigur kaus
sá er á augabragði
útí háskann óttalaus
einn með hug sinn lagði
Og heitir víst tilvistarheimspeki nú til
dags.
Einkamól,
gamanmól
Það er í anda fornra dyggða að einka-
Sveinbjörn Beinteinsson: rís þar upp stöng
með háfuð eitt af hrossi...
málum er ekki flíkað mjög í Heiðinni. Það
er líka svo, að þegar textinn nálgast það
að vera opinskár, þá versnar hann heldur,
hitt sýnist betur við hæfi, að bregða á
glettni til að forðast tilfinningasemi eða
guð má vita hvað, eins og gert er í loka-
kvæði bókarinnar Töfrar: „töfra mig þín-
ar tær í kvöld”. Eða þá að segja sent allra
fæst eins og lengi hefur þótt góður siður og
Sveinbjörn gerir í þessari prýðilegu stöku
hér:
Bjartur dagur hægt og hljótt
heim að dyrum gengur
Þó er einsog þessi nótt
þyrfti að endast lengur.
Mörgum sýnist að ljóðahefðin dugi nú
um stundir best til gamanmála. Heiðin
gerir svosem hvorki að játa eða neita
þeirri kenningu. Gamanmál eru þar ekki
fyrirferðarmikil. Helst er að nefna langt
kvæði sem heitir Reiðljóð og segir frá
sveitarhöfðingja að norðan sem heillaður
er á fund fagurrar frúar í höfuðstaðnum.
Þar er ort af skemmtilegri íþrótt, e'n án
stuðnings af þeirn fáránleikagalsa sem
helst getur lyft slíkri sögu. Meira gaman er
að ýmsum smámunum eins og þegar ála-
gildra á Mýrum verður náskyld háskalegu
kvennafari:
Straumar gjósa, gildran smá
gapir ósaflaumnum hjá
líkt sem drósin fölsk og flá
fínum rósapúðum á.
Til hvers?
Galla má vitanlega tíunda á þessari
læsilegu bók - eða áheyrilegu ef menn
kjósa að kveða eða syngja skáldskapinn
eins og Sveinbjörn Beinteinsson vill helst.
Formsins ströngu kröfur heimta sinn rétt
og eiga það til að troða um tær þeim skáld-
lega þanka, eins og verða vill hjá hefðar-
skáldum. Og þótt Sveinbjörn sé besti
íþróttamaður og fátt geri hann kauðalega,
þá er því ekki að neita að „galdur hins
óvænta” heyrist sjaldan í Hciðinni. Ekki
vegna þess að skáldgoðinn sé eftirherma,
heldur vegna sjálfrar þeirrar sterku
tryggðar við kveðskaparhefð og viðhorf
sem takmarka honum svigrúm.
Ein bók svarar ekki spurningum um
okkar gömlu hefð, en hún gefur vísbend-
ingar. Höfundur segir af hógværð sinni í
formála að með því að iðka ljóðlist læri
menn margt í kveðskap, tungu og sögu,
auk þess sem þeir kynnist sjálfum sér og
takmörkunum sínum. „Fæstum cndist
þrek og elja til stórra afreka en samt kann
að vera til nokkurs barist.” Þetta er vel
mælt og drengilega. Heiðin minnir okkur
á það, að við eigum alltaf kost á göfugri
íþrótt til að bregðast við sorg og reiði, til
að skopast að sjálfum okkur og öðrum og
til að heilsa vinum okkar með þeim hætti
að þeir betur muni. Og vissulega er þá „til
nokkurs barist”.
ÁB
Þrjú skáld þýdd á ensku
Út kom fyrir skömmu hjá lceland
Review bókin „Three Modern
lcelandic Poets”, úrval Ijóða
eftir Stein Steinarr, Jón úr Vör og
Matthías Johannessen í enskum
þýðingum Marshalls Brements,
sendiherra Bandaríkjanna. Þýð-
andinn skrifar líflegan formála
þar sem fjallað er um furðulega
útbreiðslu skáldskapariðju með-
al íslendinga, umfurðurformsins
og um merkilega möguleika
tungunnar. Einnig um val hans á
skáldum.
Hver og einn gæti með góðum
rökum mælt með þrístirni ís-
lenskra skálda nýrri tíma, sem
væri öðruvísi saman sett en þetta
hér. En kannski er óþarft að velta
slíkum möguleikum lengi fyrir
sér. í fyrsta lagi vegna þess, að
hér er ekki um einskonar sýnis-
bók að ræða, sem ætlað væri að
gefa „þverskurð” af íslenskri
ljóðlist seinni áratuga. Valið
tekur, sýnist mér, fyrst og síðast
Marshall Brement þýðir Ste.n, Jón úr
Vör og Matthías Johannessen.
mið af persónulegum áhuga
þýðarans og svo blátt áfram af
þeim möguleikum sem hann telur
sig eiga sem nemandi í íslensku.
Þetta sem nú var sagt ræð ég eink-
um af því, hve mjög hann, bæði í
vali ljóða og höfunda, heldur sig
við þann straum í nútímaskáld-
skap sem farið er að kenna við
hið „opna” ljóð.
Nú ætla ég mér ekki þá dul að
fella hér dóma um gæði ljóða-
texta á ensku - en það eru þau
sem máli skipta í þessu dæmi hér.
Þar að auki - fer mér sem mörg-
um öðrum: Ég mun seint geta
notið íslenskra kvæða á öðrum
tungum, hvort ég þekkti þær vel
eða miðlungi vel. Okkur finnst
jafnan, að svo margt hafi glatast
þegar okkar ljóð taka þannig á
rás út um heint - eins þótt okkur
sýnist einatt, að okkar bestu þýð-
endur hafi jafnvel bætt unt betur
frá frumtexta í glíntu sinni við er-
lend skáld! Og það er víst, að ís-
lendingar eru ekki einir um að
hugsa á þessa lund.
En hvað um það. f fljótu -
kannski of fljótu - bragði sýnist
mér, að það sé Steinn Steinarr
sem á erfiðast uppdráttar í þessu
safni. í fyrsta lagi er valið á ljóð-
um Steins þannig, að veigamiklar
hliðar á honum verða útundan:
ádrepan, háðið. í annan stað vill
losna um þá hnitmiðun sem ljóð
Steins einkenna, „þéttleiki”
þeirra gisnar, hvað sem líður
samviskusamlegri viðleitni þýð-
ara til að bregðast ekki trúnaði
við það sem á bók var fest. Þetta á
ekki síst við um rímuð Ijóð
Steins, sem Marshall Brement
rímar stundum og stundum ekki í
þýðingunum. Það eru hinsvegar
hin „opnu” ljóð, sem smíðuð eru
úr sjálfum einfaldleikanum sem
best taka sig út í þessurn enska
búningi. Þetta á við um ýmis
kvæði Steins og svo líka um margt
í kvæðunt Matthíasar um landið
og borgina og konuna og kurnp-
ánlegt samband hans við guð. Én
að öllu santanlögðu sýnist mér að
þýðaranum gangi best í glímunni
við Jón úr Vör, í þýðingu hans á
vönduðum raunsæismyndunt
Þorpsins, í túlkun á þeirri smekk-
legu hógværð sem Jón sýnir í um-
gengni sinni við nokkrar grund-
vallarstaðreyndir mannlífs.
Það er víst ekki algengt að
sendiherra, og þá síst sendimenn
stórvelda, sýsli við að þýða ljóð
þeirrar þjóðar sem þeir eru send-
ir til eða aðra bókmenntaiðju, og
því er jafnan gott til þess að vita
þegar undantekning er þar á gerð
sem þessi hér. Kannski er það
iðja af þessu tagi, sem farsælust
kann að vera ntönnum, sem
lenda í þeirri skrýtnu blöndu
grárrar hagsmunagæslu og helgi-
siðahalds þjóðríkja sem diplóm-
atían er. Allt getur það stúss sos-
em verið í lagi, sé allt með felldu,
en orkar jafnoft tvímælis eins og
rnenn vita. En hafi slíkir ntenn
skrifað um konungagrafir í Kína,
tengsl íslendingasögu við ara-
bískan sagnaheim. þýtt Tsjékhof
eða Stein Steinarr á sitt mál - svo
dæmi séu nefnd sent upp í hugann
koma, þá er ekki unt að villast: til
nokkurs var að heiman farið.ÁB
Sunnudagur 21. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7