Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 19
eða þannig... Bassaleikarinn í Rolling Ston- es, Bill gamli Wyman (hann er svo gamall að meira að segja Helgi P. í Ríó man varla eftir þeg- ar hann byrjaði í bransanum) er um þessar mundir að þreifa fyrir séríkvikmyndaframleiðslu. En skallapopparar virðast fíknir í það, má til dæmis minna á að George Harrison og Paul McCartney, gamlir bítlasveinar, eru búnir að stofna kvikmynda- fyrirtæki, sem gerði m.a. Tíma- bandittana ásamt John Cleese (úr Hótel Tindastóli), sem hér var sýnd. Nema hvað my ndin heitir Digital draumar og sá frægi æsingamaðurog villtavesturs brýni James Co- burn á að leika aðalhlutverkið. Myndin kostar 300 þúsund pund, sem Bill þykir skítur á priki.. * Og þa ér það hún Debbie Reynolds, sem allir miðaldra herrar muna eftir. Nú er hún orðin 53 ára og kennir í heilsurækt einni í Hollywood, en fjöldamarg- ar stórstjörnur þéna aukalega á að reka slíkarstofnanir. „Árið 2000 verður sjöunda hver mann- eskja á jörðinni yfir 60,“ segir Debbie (og rengi hana einhver), „og heilsurækt fyrir þá rosknu verður miklu vinsælli en unglingatrimm."* Og svo er það eitt danskt kóng- aslúður í lokin. Nú mega ungir menn í Danmörku fara að vara sig, því út úr höllinni er að koma einhver glæsilegast unglingur sem séstágötum Kaupmanna- hafnar, nefnilegasjálfur Jóakim prins, sem varð 16 ára á dögun- um (Tvíburi, — auðvitað). Hann verður yngsti stúdent í Danmörku (ef allt gengur að óskum) næsta vor. Þá f er hann í kónga- og land- búnaðarskóla. Kóngaskóla af því að hann á að verðakóngur, en búnaðarskóla því hann á að erfa Shackenborg eignirnar, en þeim fylgja allskonar skepnur og tún, sem þarf náttúrlega að hirða. Og Jóakim drottningarsonur er hvorki meira né minna en tæpir tveir metrar á hæð og sagður mun glæsilegri en kóngarnir ungu verðandi og verandi í ná- grannalöndunum Noregi og Sví- þjóð. Við nefnum engin nöfn. Eða þannig...* Og hvað haldiði svo að hafi verið ofan á afmælistertu páfans John Paul II. sem varð 65 ára á dögunum. Auðvitað sjálf Pétur- skirkjan... * Ein frægasta norn kvikmynda- sögunnar er vonda nornin í Galdrakarlinum í Oz. í hinni frægu kvikmynd með Judy Gar- land frá 1939, var nornin leikin af Margaréti nokkurri Hamilton. Þessi ágæta leikkona sem dó ný- lega á 82. aldursári, var meiri- háttarfegurðardís á yngri árum, fóstraog barnakennari, þótt hennar yrði lengst minnst sem hinnarógurlegu nornarsem hræddi Judy litlu frá Oz.. * Frank Sinatra hefur loksins fengið langþráða ósk uppfyllta, en hann var nýlega gerður að heiðursdoktorviðTæknihá- skólann í heimabæ sínum, Ho- boken, N.Y. Þettaværi auðvitað ekkert merkilegt nema af því að Frankie var á sínum tíma rekinn úr menntaskóla bæjarins... * Kennarar Kennara vantar að Grunnskóla Hólmavíkur. 1. Almenn kennsla á barnastigi 2. Raungreinar og íslenska á unglingastigi 3. Erlend mál Húsnásði fyrir hendi. Nánari uppl. gefur formaður skólanefndar í síma 95- 3155 og 95-3130. Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar í kennslu m.a. í: 1. stærðfræði og raungreinar í 7.-9. bekk og fram- haldsdeild. 2. Almenna kennslu í 7.-9. bekk. Húsnæði í boði. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 96-71528 og formaður skólanefndar í síma 96-71528. Skólanefnd Skólanefnd. Hið íslenska náttúrufræðifélag „Langa ferðin" í Veiðivötn 16. - 18. ágúst. Tilkynnið þátttöku og fáið nánari upplýsingar á Náttúrufræði- stofnun, sími 29822 fyrir 13. ágúst. Leiðsögumenn úr hópi náttúrufræðinga. Allir velkomnir. Stjórnin. Kennara vantar að Grunnskóla Barðastrandar. Almenn kennsla. Upplýsingar í símum 94-2025 og 94-2002. ÍSLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM ADSTÆDUM Alltfrá upphafi hefur Sementsverksmiöja ríkisins kappkostaö aö íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aöstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið er framleitt í samræmi við (slenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/sm2 eftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt aö treysta því að steinsteyþa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns f ram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitiðávalltráðgjafarhjásérfræðingum efþiðætliðað byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætirfljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.