Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 13
Háfjalla- klifur þeirra líka. Framan af voru gerðir út mannmargir leiðangrar með burðarmönnum (alls stundum 100 manns) og súrefnisbirgðir til að klífa háfjöllin. Nú er þetta lið- in tíð og smáhópar fara án súr- efniskúta á sömu fjöll. Gífurlegt álag Háfjallaklifur er um margt ólíkt venjulegum fjallaferðum upp í 4-5000 metra hæð. Leiðirn- ar eru langar, oft mjög erfiðar hvað varðar klifurtækni, og súr- Eins og flestir vita er hæsta fjall íslands tæpir 2200 metrar á hæð. Eldfjallið Öræfajökull rís í alla þessa hæð svo að segja frá sjávar- máli. Þegar litið er til margra fjalla erlendis verður sumum oft á að hugsa að Öræfajökull hljóti að vera lágt fjall. Til dæmis eru Alpafjöll mikið til 2500-4000 metrar á hæð yfir sjó. Fyrrgreind ályktun er að hluta til rétt: Þegar miðað er við hæð ofan sjávar- máls. Hitt er svo einnig rétt að hin eiginlega mishæð, miðuð við næsta umhverfi, er hreint ekki svo lítil. Margir af tindum Alp- anna eru lægri en Öræfajökull ef þannig er miðað við umhverfið eitt. Matterhjörn nær varla 2000 metra hæð miðað við jökulinn undir norðurvegg þess. Til frek- ari skýringa segja fjallamenn oft að tiltekinn tindur sé 3500 m á hæð yfir sjó en um 1000 hæðar- metrar. Hœstu fjöll heims íslensk fjöll eru annað hvort sorfin af ísaldarjöklum úr hraun- lagastöflum eða þau hafa risið sem eldfjöll yfir umhverfi sitt. Endanleg hæð þeirra er ekki mikil og eru hærri fjöll en hér bæði á Jan Mayen og í Græn- landi. Andesfjöllin og hluti af fjöllum Alaska eru á bilinu 5000- 6800 metrar á hæð yfir sjó. Allmörg Andesfjalla eru eld- stöðvar en oftar er þó um fell- ingafjöll að ræða; stórar jarð- lagafellingar sem hafa risið þar sem jarðskorpuplötur rekast á. Þannig er líka um hæstu fjöll jarðar sem eru í Mið-Asíu. Þau er ekki aðeins í Himalaya eins og oft er sagt, heldur heitir hinn marg- faldi fellingafjallgarður mörgum nöfnum. Himalaya er eiginlega sá hluti sem nær um landamæri Tíbets og Nepals/Sikkims. Aðrir hlutar heita t.d. Karakorum (í Pakistan), Pamí (í Sovétríkjun- um), Teng Shan og Kun Lun í Kína o.fl.. Aðal þeirra umfram Alpana og Andesfjöll eru hæðin yfir sjó: 6000-8800 metrar. Og þótt miðað sé við umhverfið eru fá fjöll sem komast í hálfkvisti við þau. Rupal-hlið fjallsins Nanga Parbat er um 4000 metra há mið- að við umhverfið en fjallið sjálft er 8124 metra hátt yfir sjó. Og Everest-fjall, sem raunar heitir á máli heimamanna Guomol- ungma er rúmlega 8800 metra hátt og nær um 3500 metra yfir umhverfið. Öll þegar klifin Af öllum heimsins fjöllum eru aðeins 14 sem ná yfir 8000 metra hæð og 'um 60 sem ná 7000 metra hæð. OU 8000 metra fjöllin eru í Mið-Asíu; nokkur eru i Pakistan, önnur á landamærum Nepals og ríkja umhverfis, eða innan Nep- al, og eitt er í Tíbet (Kína). Nöfn- in eru jafn dulúðug ogfjöllin hafa lengst af verið, t.d. Gasherbrum, Co Oyu, Kanchenjunga og Shisa- bangma. Öll voru fjöllin klifin eftir 1950; það síðasta 1964, og á annað hundrað manns hafa stigið á hátind Everest-fjalls sem ekki er erfiðasti 8000-metra tindurinn. í 30 ár þar á undan höfðu menn árangurslaust reynt við sum þess- ara fjalla og margir farist við þau átök. Nú eru tveir menn, Reinhold Messner frá Týról og Michael Dacher frá Þýskalandi, hvor um sig, langt komnir með að klífa meirihluta þessara 14 fjalla og Doug Scott, sem hér var fyrir skömmu og bauð 4 íslendingum til Pakistan, hefur gengið á marga Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum, Keldum, óskareftirstarfsmanni til rannsókna í veiru- og ónæmisfræði. Æskilegt er að um- sækjendur hafi lokið háskólaprófi í dýra- lækningum, læknisfræði eða líffræði. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 82811. lís? I Tónlistarskóli Njarðvíkur Staða píanókennara er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf við píanókennslu og undirleik við söng- deild. Æskilegt að viðkomandi taki einnig að sér störf organista við Ytri- og Innri Njarðvíkurkirkjur. Er það u.þ.b. 55% starf. Búseta í Njarðvík er æskileg frá og með september n.k. Umsóknarfrestur er til 31. júlí n.k. Umsóknir sendist skólastjóra Haraldi Á. Haraldssyni, Hjallavegi 3c, Njarðvík, og gefur hann nánari upplýs- ingar í símum 92-3995 eða 92-2903. Skólanefnd NATTURAN Frá Himalaya-fjöllum. efnisinnihaldið í mikilli hæð er komið í 1/3 hluta þess sem við venjumst. Orkueyðslan er laus- lega áætluð tvöföld miðað við erf- iði við sjávarmál (t.d. hlaup) og sálrænt álag er meira en gengur og gerist. Því velur m.a. spenna vegna einangrunar og hættu, t.d. af ís- og grjóthruni, auk álags sem verður vegna erfiðra og tvísýnna ákvarðana. Fyrir súrefnisskortinn bæta menn með hægri hæðaraðlögun. Hún felst í því að hækka sig hægt, fara upp og niður áfanga oftar en einu sinni og fjölga með því rauð- um blóðkornum og víkka æðar. Við aukinni orkueyðslu er helst að bregðast fyrirfram með því að þjálfa líkamann við mikil álag og neyta góðrar fæðu þegar á hólm- inn er komið. Auk þess þarf að drekka 4-5 lítra af vökva á dag. Sálræna álaginu má helst mæta með góðri ferða- og klifurþjálfun þannig að menn kunni að bregð- ast við öllum aðstæðum og atvik- um og velja réttar leiðir á tiltekn- um tíma. En þrátt fyrir allt er íþróttin ekki hættulaus. Of hröð upp- ganga leiðir til fjallaveiki og lungna- og heilabjúgs sem er bráðdrepandi. Snjóflóð eru al- geng í háfjöllum og erfitt að var- ast þau en kuldinn er gífurlegur, sérstaklega vegna tíðra og mikilla vinda. Ofan við 7500-7800 metra tekur svonefnt dauðabelti við: Þar hrörnar líkaminn, hvað sem gert er, og mega menn ekki dvelj- ast svo hátt uppi nema fáeina daga. íslendingar stefna hátt Margir íslenskir fjallamenn hafa klifið fjöll í Ölpunum og fá- einar hafa farið til Alaska (McKinley 6194 m), gengið á Mt Rainier á vesturströnd Banda- ríkjanna, á Acongaqua í Argent- ínu (6960 m) og þegar þetta er skrifað er íslenskur leiðangur í Perú (5000-6500 metra fjöll) og tveir íslenskir fjallamenn eru í Pakistan með leiðangri sem stefnir á fjöll yfir 7000 og 8000 metra. Heyrst hefur talað um að aðrir hópar fari í austurveg á næstu árum. Af hverju? Frægur fjallamaður sagði: „Af því fjöllin eru þarna“. Líklega eru ástæð- urnar margar og illtilgreinan- legar. HALLDÓRSSON Myndlistamaður ATT ÞU VIN SEM ÞÚ VILTGLEÐJA? FÆST í BLÓMA — GJAFA — PLAKATA- G BÓKAVERSLUNUM UM LAND ALLT. Eða í póstkröfu, hringið í síma 14728og sjálfvirkur símsvari tekur við pöntunum allan sólarhringinn. ...eða sendið útfyllta ÚRKLIPPUNA hér að neðan og myndin verður send um hæl: Sendið mér gcgn póstkröfu plakatið „ÁST" með Ijóði úr SPÁMANNINUM eftir KHALIL GIBRAN: Má setja ófrímerkt í póst. NAFN stk. óinnrömmuð @ kr.: 495.-/stk. stk. innrömmuð @ kr.: 741.-/stk. (smellurammi með gleri) HEIMILI_____________________ PÓSTFANG: PÓSTNR.___STAÐUR_ SENDIST TIL: SPAMANNSUTGAFAN PÓSTHÓLF: 631, 121 — RVlK PÁMAÐURINNI eftir Kahlil Gibran KR. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.