Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 20
Kvennaáratugur Drengirnir hafa tögl og hagldir á öllum leiksvæöum skólanna, jafnt úti sem inni. Drengir kúga skólasystur sínar / kennslustofunni einoka drengirathygli kennarans. Þeirhafa líka tögl og hagldirá leiksvœðunum. Nota ruddalegtorðbragð og niðurlœgjandi framkomu. Drengir festa sér sæti í kennslustofunni með þeim hætti að þeir einoka nánast sjóniínu kennarans og ná þannig miklu meiru af athygli hans. I flestum hlutum er staða kynjanna í bekknum drengjun- um mjög í vil. Þetta eru niðurstöður Pat Ma- honey, lektors í kennslufræðum við Goldsmith College í Lundún- um, sem gaf nýlega út skýrslu um rannsóknir sínar á stöðu kynj- anna í skólabekkjum gagnfræð- askólanna. Kúgun Pat segir í skýrslu sinni, að ótrúlega mikilli orku sé varið af hálfu drengjanna í það sem hún kallar „félagslega stjórnun" (soc- ial control) á stúlkunum. Þegar hún dró upp teikningu af bekkjunum og staðsetti síðan kynin inn á þær, þá komst hún að því að í meirihluta tilvika sáu drengirnir um að festa sér sæti þannig að þeir eru í sjónlínu kennarans og ná mestri athygli hans, en stúlkurnar eru hins veg- ar á jöðrunum. Pat komst einnig að raun um, að kennarar reyndu gjarnan að fá stúlkurnar til að hafa svör sín og athugasemdir við spurningum í stysta lagi, til að koma í veg fyrir óþarfa truflun og áreitni drengj- anna meðan á þeim stóð. Leiksvœðin Drengirnir í skólanum sem rannsókn Pat Mahoney náði til höfðu líka öll tögl og hagldir á leiksvæðunum við skólana. Þeir stóðu eða gengu um opin svæði, yfirleitt í stórum hópum, meðan stúlkurnar sátu lítt áberandi tvær og tvær eða allt upp í fjórar sam- an, á jöðrum leiksvæðanna, eða gengu á stígum meðfram skóla- lóðinni. Oft eru þær líka hlut- lausir áhorfendur sem sitja og horfa á strákana leika sér. Eitt að aðalhlutverkum stúlkn- anna, samkvæmt Pat Mahoney, er að „þjónusta" drengina. Pær hjálpa þeim með heimaverkefn- in, sækja handa þeim sælgæti og kartöfluflögur meðan þeir eru í fótbolta eða öðrum leikjum. Sömuleiðis sjá þær um endalausa öflun á strokleðrum, pennum og öðru slíku handa strákunum. Karlremba Ailan tímann sem stúlkurnar eru í skólanum þola þær ýmsa kynferðislega áþján af hálfu drengjanna. Þeir káfa á brjóstum þeirra, troða hlutum niðrum hálsmálið, kippa niður brjósta- höldunum, og fara með hendurn- ar uppundir pilsin. „Hræðilegt málfar er landlægt meðal drengjanna,“ þeir kalla stúlkurnar alls konar niðurlægj- andi nöfnum og ein stúlka gat tal- ið upp 80 dónaleg og lítilsvirð- andi orð sem drengir notuðu um skólasystur sínar. Að sögn Mahoney bakar þetta stúlkunum oft nokkra kvöl, og í sumum skólum er stúlkunum beinlínis leyft að fara heim á undan drengjunum til að þær sleppi við óviðurkvæmilega at- hygli drengjanna. Hvað er til ráða? Mahoney er ekki viss. Hún bendir á leið kvennaskóla, en um þá hefur staðið styrr í Bretlandi einsog víðar. En vænlegra sýnist af skrif- um hennar að reyna að koma á svæðum, eða stofum, þar sem einungis stúlkur mega vera, til dæmis í frímínútum, kjósi þær svo. Hún leggur líka til að mynd- aður verði hópar stúlkna til að efla kvenvitund þeirra, og sam- stöðu. Hannekur hvem veg ' enda... TOYOTA TERCEfc e E cd (jí Nybýlavegiú 200Kópavogi S. 91-44144

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.