Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 9
Jóhannes Harðarson, fyrirliði Þjóðviljamanna á fullri ferð fram úr Frosta Eiðssyni íþróttafréttaritara DV og fyrrum á Þjóðviljanum. .....-_____ ■ ..... Dvalar- og hjúkrunarheimili Egilsstöðum Tilboö óskast í innanhússfrágang í Dvalar- og hjúkrun- arheimili á Egilsstöðum. Aðalverkþættir: Einangrun, múrhúðun, hita-, neysluvatns- og frá- rennslislagnir, smíði timburveggja, frágangur lofta og raflagnir. Verklok eru 15. júlí 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvík og á skrifstofu Heilsugæslustöðvarinnar á Eg- ilsstöðum gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, miðvikudaginn 14. ágúst 1985 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Útboð Hveragerðishreppur óskar hér með eftir tilboðum í jarðvegsskipti og að leggja holræsa- og regnvatns- lagnir í 2 götur í Hveragerði, Þelamörk og Breiðamörk. Helstu magntölur: uppgrafið efni 8.000 m3, fyllingar- efni 7.000 m3, holræsa- og regnvatnslagnir samtals 1.300 m. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu Hveragerðis- hrepps, Hverahlíð 24, Hveragerði og á Verkfræðistof- unni Fjarhitun h/f, Borgartúni 17, Reykjavík, frá og með 23. júlí 1985 gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðishrepps eigi síðar en 1. ágúst 1985 kl. 11 fyrir hádegi, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem við- staddir verða. Sveitarstjórinn í Hveragerði Pressuleikur ársins Þjoðviljinn vann DV 3:2 Málgagn frelsis og danskrar skinku, DV, og málgagn verka- lýðshreyfingar og laxeidis, Þjóð- viljinn, háðu með sér kappleik í fótbolta á græna teppinu í Laug- ardalnum í gær. Leikurinn var æsispennandi og sýndu leikmenn af sér merkileg tilþrif, þótt snarpur hliðarvindur reyndi sitt besta til að taka af þeim völdin yfir boltanum. f hálf- leik höfðu DV-menn skorað tvö mörk en Þjóðviljamenn eitt. Struku þeir þá framan úr sér svit- ann í sínar rauðu peysur og efndu í síðari hálfleik til markvissrar sóknar. Skoruðu Þjóðviljamenn tvö mörk og unnu - þrjú tvö. Voru reyndar að bæta við sig þvf fjórða, þegar flautað var óvænt til leiksloka. Var það hið mesta snilldarmark og vel yfirvegað og synd að það var ekki með talið, sagði áhorfandinn á vellinum við Þjóðviljann. Áhorfendur að þessum merka leik voru semsagt færri en skyldi - en sá sem kom taldi sig þó hafa unnið verulegt gagn, því lán er það að einhver er til frásagnar um Knattspyrnukempan og ritstjórinn Ellert B. Schram var sem klettur í vörninni, en varð að lúta í lægra haldi í stórsókn Þjóðviljamanna. Ljósm.: Ari. bardaga. DV-menn höfðu það helst um leikinn að segja, að þeir hefðu ekki gert jafntefli og ekki unnið. KRAMHÚSIÐ og félagar frá Senegal kenna afríkudans og bongóáslátt dagana 23/7, 24/7, 30/7, 31/7 og 1/8. 11 daga nám- skeið dagana 22/7- 2/8 með Adrienne Hawkins dansara frá Boston sem kennir Jassdans og afródjass ___ yfir tnnt'W'3 wum-. _________ -^7860 Adrienne Hawkins W ______ sameigin- leg sýning listamann- anna 29/7 í Kram- húsinu dans' °9 Sunnudagur 21. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.