Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 14
BÆJARROU K3RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir aö ráöa 3 raf- eindamenntaða starfsmenn til starfa á rafeindadeild stofnunarinnar. Deildarstjóra. Starfið er fólgiö í stjórn rafeindadeildar, m.a. umsjón meö áætlanagerð, hönnun, fram- kvæmdum og tæknilegum rekstri á fjargæslu- og fjarskiptakerfum auk umsjónar meö starfrækslu raf- eindastofu deildarinnar. Hér er um mjög fjölbreytt og sjálfstætt starf að ræöa sem krefst alhliða þekkingar á rafeindabúnaði og tölvum og hugbúnaði almennt. Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræði/- tæknifræði eða með sambærilega menntun. Tæknimaður. Starfið er aðallega fólgið í áætlana- gerð, hönnun og verkumsjón með framkvæmdum og tæknilegum rekstri á fjargæslukerfum. Starfið býður upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni á sviði rafeinda- og hugbúnaðar. Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræði/-tæknifræði eða með sambærilega menntun. Rafeindavirki. Starfið er fólgið í viðgerðum og dag- legum rekstri á ýmis konar rafeindabúnaði og býður upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni. Leitað er að manni með sveinspróf í rafeindavirkjun, símvirkjun eða sambærileg réttindi. Laun eru skv. kjarasamn- ingi við Rafiönaðarsamband íslands. Upplýsingar um störfin veitir yfirverkfræðingur raf- magnsdeildar, tæknisviðs RARIK í síma 91-17400. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skila til starfsmannadeildar Rafmagnsveitna ríkisins, fyrir 1. ágúst 1985. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegur118, 105 Reykjavík. 0St. Jósefsspítali, Landakot Lausar stöður Starfsstúlkur óskast til ræstinga á allar deildir spítal- ans. Einnig vantar starfsstúlku í eldhús .spítalans. Upplýsingar gefur ræstingarstjóri í síma 19600-259. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Gleði fyrir augað Ég á heima í Pingholtunum og það finnst mér gaman. Stundum á síðkvöldum fer ég í göngutúra til að horfa á hús og garða og teyga að mér ilm gróðurs og sumars. Ég er búinn að gera það hundrað sinnum og í hverri ferð uppgötva ég eitthvað nýtt. Stund- um finn ég bakhús sem ekki sjást frá götunni, jafnvel lágreista bæi sem minna á Lákabæ í Inn- ansveitarkróníku, stundum tek ég eftir fagurlega útskornum gluggum á húsum sem eru svo kyrfilega faldir bak við hálfrar aldar gömul tré að það þarf að laumast inn í garðinn til að taka eftir þeim, stundum sé ég óvænt risatré í húsaskotum, kannski gullregn sem hrynur fagurgult frá stofni sínum, stundum torfþak á húsi eða vafningsjurt sem fléttar sig upp eftir húsveggjum. Um daginn sá ég óvænt fullan garð af myndastyttum eftir Porbjörgu Pálsdóttur. Það var óvænt upp- götvun. Stundum sé ég svo Íítil hús að mann undrar að nokkur skuli búa í þeim og stundum svo stór að mig rekur í rogastans. Sum húsin eru ósköp mjó og sum svo feit að það er eins og þau séu að springa, sum eru há og renglu- leg, sum fátæk og sum rík. Bjargarstígur, Óðinsgata, Fjölnisvegur, Sjafnargata, Urð- arstígur, Bragagata, Laufásveg- ur, Fjólugata. Götur sem leyna stöðugt á sér, fullar af uppáfinn- ingum. Ég efast um að nokkurt hverfi í Reykjavík sé jafn auðugt og fj ölbreytilegt og holtin sunnan og vestan við Skólavörðuhæð, ekki einu sinni gamli Vestur- bærinn. Það er munaður að búa í hverfi sem er stöðug uppspretta nýrra uppgötvana, hverfi sem er gleði fyrir augað. Sums staðar er verið að reisa ný hús og fylla upp í skörðin, það er ágætt en menn mega ekki vera of gírugir í að rífa. Þeir eru það reyndar ekki. Hvarvetna er verið að flikka upp á gömul og falleg hús, járna þau upp á nýtt, setja í þau glugga sem hæfa þeim, mála þau og dedúa við þau á alla enda og kanta. Niðurrifsaldan mikla sem náði hámarki á 7. áratug ald- arinnar hefur brotnað við strönd- ina og rís aldrei aftur. Hver gæti hugsað sér að gamla biskupssetrið í Laufási sem Laufásvegur er kenndur við væri rifið? Það er líklega eina húsið í holtunum sem ekki hefur númer. Það heitir einfaldlega Laufás við Laufásveg og er ákaflega fallegt. Fjósið og hlaðan hans Þórhalls biskups eru að vísu horfin en enn má sjá gamlar garðhleðslur ef gægst er inn í garðinn á þessu gamla höfðingjasetri. Þar býr tengdadóttir biskupsins í hárri elli, búin að vera ekkja í hálfa öld. Oft hef ég horft á þetta hús og trén fyrir utan og oft hefur mig langað til að líta inn. Þar hlýtur margt forvitnilegt að vera að sjá. En ég læt nægja að ímynda mér, hugsa og láta mig dreyma. Ég er svoddan draumóramaður. -Guðjón ALÞYÐUBANDALAGHD Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi sunnudaginn 21. júlí Eins og undanfarin sumur gengst kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi fyrir gönguferð, sem að þessu sinni er ráð- gerð yfir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Gert er ráð fyrir að leggja upp frá eyðibýlinu Stuðlum í Reyðarfirði kl. 09 og þaðan gengið inn Hjálmadal og yfir Stuðlaskarð og niður Stuðl- aheiði að Dölum í Fáskrúðsfirði. Fararstjóri verður Hjörleifur Gutt- ormsson. Rútuferðir verða skipulagðar eftir því sem þörf krefurfrá Egilsstöðum, Neskaupstað og úr Breiðdal að Stuðlum og síðan til baka frá Dölum. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig sem fyrst hjá einhverjum eftirtalinna: Ónnu Þóru Pétursdóttur, Fáskrúðsfirði, sími 5283. Margréti Óskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299. Sigurjóni Bjarnasyni, Egilsstöðum, sími 1375. Jóhönnu illugadóttur, Reyðarfirði, sími 4377. Hjörleifi Guttormssyni, Neskaupstað, sími 7665. Ferðin er öllum opin. - Munið nesti og góöa gönguskó. - Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sumarferð ABR 17. ágúst Árleg sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugar- daginn 17. ágúst. Að þessu sinni verður ekiö um Hvalfjörð og áð við Saurbæ og á Akranesi við kútter Sigurfara. Þaðan verður ekið að Leirá. Frá Leirá verður farið um Svínadal og að Reykholti. Síðan verður ekið um Uxahryggi og áð í Biskupsbrekku á Kaldadalsleið. Þaðan verður ekið um Þingvelli til Reykjavíkur. Fararstjórn að þessu sinni verður í höndum Árna Björnssonar og Kjartans Ólafs- sonar. Áningastaðir og allt fyrirkomulag ferðarinnar verður nánar kynnt í Þjóðviljanum síðar en ferðanefnd hvetur alla flokksmenn og stuðn- ingsmenn að panta miða tímanlega til að auðvelda allan undirbún- ing. Skráning farþega er'í síma 17500. - Ferðanefnd ABR. Tilkynning til miðstjórnarmanna Alþýðu- bandalagsins Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins hefur ákveðið að haustfundur miðstjórnar verði haldinn í Reykjavík dag- ana 21.-22. september n.k. Meginefni fundarins verða utanríkismál. Miðstjórnarmenn eru beðnir að festa sér þessa dagsetn- ingu í minni og hafa í huga að berist óskir um að á dagskrá verði tekin mörg mál gæti orö- ið að hefja miðstjórnarfundinn föstudagskvöldið 20. sept- ember. Þá er miðstjórnarmönnum bent á ráðstefnu um Þjóðvilj- ann og ný viðhorf í fjölmiðlun sem ákveðið hefur verið að halda eftir hádegi sunnudag- inn 22. september, en gert er ráð fyrir að Ijúka miðstjórnar- fundinum fyrir hádegi sama dag. - Flokksskrifstofan. Vesturland - Sumarferðalag Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið á Vesturlandi til útivistar og ferðalaga um verslunarmannahelgina. Nú verður farið um Snæfellsnes og Nesið skoöað undir leiðsögn gagnkunnugra heimamanna. Gist verður í tvær nætur í svefnpoka- plássi á Lýsuhóli í Staðarsveit. Brottför frá Borgarnesi kl. 10 á laugardagsmorgni 3. ágúst. Heimkoma síðdegis á mánudag 5. ágúst. Auglýst verður síðar um frekari tilhögun ferðalagsins en þar til sú auglýsing birtist gefa upplýsingar þau Ólöf Hildur formaður í síma 8811 og Skuli þingmaður í síma 6619. Þetta er fjölskylduferðalag - Allir velkomnir. - Kjördæmisráð. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Ferðalangar Ath. Sumarferð Æskulýðsfylkingarinnar er frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna. - Ferðanefnd. 14 SÍÐA - ÞJÓÐV NN Sunnudagur 21. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.