Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA ER ÞÓRSMÖRK í HÆTTU? Sigurður Blöndal skógrœktarstjóri Vonandi þarf ekki að loka Þórsmörkinni Um þessa helgi og næstu helgar verður löggæsla mjög aukin í Þórsmörk og við ætlum einnig að dreifa umgengnisregl- um þar sem m.a. er tekið fram að ofneysla áfengis geti varðað brottvísun af svæðinu. Það veröa þarnalögregluþjónarfrá föstu- dagskvöldi og fram á mánudags- nótt um hverja helgi, sagði Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri í viðtali, en Skógrækt ríkisins hefur með höndum vörslu Þórsmerkur. Hann sagði ennfremur: Þórsmörk er orðin fjölsóttasti áningar- og dvalarstaður ferða- manna í óbyggðum á íslandi. f fyrra ætlum við að þar hefðu ver- ið yfir 23 þúsund gistinætur en ýmis vandamál eru í sambandi við þessar heimsóknir. Krossá er t.d. óútreiknanlegt vatnsfall og stórhættuleg fyrir þá sem ekki þekkja hana og jafnvel fyrir þá sem þekkja hana allvel. I henni hafa orðið nokkur banaslys á undanförnum árum, fyrst og fremst vegna þeirra sem fara ógætilega í ána og þekkja hana ekki. Okkur er það líka mikið áhyggjuefni að fólk gengur ekki um staðinn eins og því bæri og þar er oft ákaflega ónæðissamt og mikill drykkjuskapur. Verstir eru ýmsir hópar sem koma inn eftir að því er virðist til að drekka frá sér vitið. Efling löggæslu er fyrst og fremst gerð með það fyrir augum að fólk fari í Þórsmörk til að njóta einstæðrar náttúru- fegurðar. Við viljum að sem flest- ir fari þangað en velti ekki um útúrfullir með háreysti og Iátum. Við þessu viljum við sporna og helst reka fólk úr Mörkinni ef það hegðar sér ekki skynsamlega og þá dugir ekkert nema lögreglan. - Hvernig bar það að að Skóg- ræktin fékk umráðarétt yfir Þórs- mörk? -Það varárið 1919sembændur í Fljótshlíð fóru þess á leit við Skógræktina að hún friðaði Þórs- mörk með því að girða hana en þá var hún öll að blása upp. Goða- landið var tekið með en það hafði verið einkaeign Breiðabólsstaðar sem afréttur. Girðingin var kom- in upp 1926 og þá var orðinn mjög Iítill skógur t.d. í Goðalandi en nú hefur orðið mikil breyting þar á og eftir nokkra áratugi verður þar verulegur skógur. A Þórsmerkurrananum sjálfum var töluverður skógur eftir en síðan hann var friðaður hefur þar vaxið upp ungskógur þó að friðunin sé að vísu takmörkuð þar sem fé af svokölluðum Almenningum, norðan við Þröngá sem takmark- ar Þórsmerkurrana að norðan, leitar mjög inn á Þórsmörk. Þar liggur girðingin upp eftir svoköll- uðum Hamraskógi, innan hennar er ungur skógur en utan hennar er landið eins og rakaður hrúts- pungur. Það er eins og veggur að sjá. -En er girðingin ekki fjárheld? - Girðingin er ákaflega gömul og léleg á köflum og það er mjög leitt að ekki skuli vera hægt að halda skepnum frá. Hugmyndin er sú að leggja nú í að endurnýja girðinguna en hún er 18-20 km í allt og liggur um eitthvert erfið- asta land sem hægt er að girða. Reyndar hefur komið upp sú hugmynd að girða beint úr Jökul- lóni í Markarfljót, sem ekki er löng vegalengd, en við það misstu bændur í Eyjafjallahreppi afrétti í Almenningum, Stakkholti og Steinsholti. Landgræðslan hefur boðið þeim að græða upp land á Markarfljótsaurum í staðinn ef þeir vildu láta þetta land en þeir hafa hafnað því. - Hefur sauðféð skemmt mikið? - Það segir sig sjálft að það hef- ur tafið fyrir því að birkið vaxi upp á nýtt. - Hvað um þau félög og fyrir- tæki sem hafa fengið aðstöðu þarna innfrá? Hefur það reynst vel? - Um 1950 gaf Skógræktin Ferðafélagi íslands húsbónda- vald í Langadal og þeir reistu síð- an skála sinn þar. Farfuglar fengu sams konar vald í Slyppugili og Útivist fyrst í Stóraenda en síðan í Básum í Goðalandi. Löngu síðar fékk svo Óskar Sigurjónsson hjá Austurleið að byggja fyrst kofa og svo myndarlegan skála utan við Húsadal - hann fékk það leyfi hjá Fljótshlíðingum. Öll þessi fé- lög hafa sýnt mikinn dugnað og áhuga við að græða sárin hvert um sig á sínum stað. Það er búið að sá mikið í Moldirnar og græða þær upp, aðallega með dönskum túnvipgli. Þessi túnvingull verður fremur gisinn ef ekki er borið á hann og Landgræðslan flaug oft yfir með flugvél sinni og bar á. Það kemur að miklu gagni. En vegna þess hve þetta gras er gisið hefur birkifræið náð að festa ræt- ur og það er komið upp geysi- mikið af nýgræðingi. Ég er sannfærður um að svæðið verður einhvern tíma allt óþekkjanlegt frá því að það var friðað fyrir beit. Þarna koma saman þessar miklu andstæður, birkið, elsti gróður landsins, og hrikalegt og fjölbreytilegt landslag. Ég fór með erlendum kunningja mín- um, sem hefur ferðast um allan heim, inn í Þórsmörk og hann sagðist hvergi hafa séð slíkan stað og taldi t.d. Stakkholtsgjána til- komumeiri en Grand Canyon. - Hvað með rusl sem fólk hendir frá sér? - í reglum sem við erum byrj- aðir að dreifa til Þórsmerkur- gesta eru menn beðnir að henda ekki rusli út um allt og ég minni á að sígarettustubbar eru líka rusl. Verst eru þó glerbrotin, þau eru krónísk vandræði þar sem fólk hópast saman og er með drykkju, menn myndu ekki brjóta gler ef þeir þy rftu sj álfir að tína það upp. Það fer mikill tími landvarða í að hreinsa þetta rusl. Ég vonast til að fólk gangi þannig um framveg- is að við þurfum ekki að loka Þórsmörkinni. -GFr. ----------LEIÐARI---------- Þórsmörk - perla íslenskrar nóttúru Þórsmörk er einn fegursti og sérkennilegasti staöurinn í íslenskum óbyggöum og þangað sækir mikill fjöldi innlendra sem útlendra manna ár hvert. Framsýnir bændur í Fljótshlíð sáu fyrr á öldinni hvílíkur gimsteinn Þórsmörkin er og fóru þess á leit viö Skógrækt ríkisins aö hún tæki aö sér verndun svæöisins og gyrti það svo aö sauðfé gengi ekki lengur á skóginn en þá var þar orðin mikil eyðing og uppblástur svo að sýnt var að skógur hyrfi með öllu ef ekki yrði að gert. Þórsmörk og Goðaland hafa nú verið gyrt í sex áratugi en samt er það svo að hvert sumar gengur fé í hundraða tali á Mörkina og tefur vöxt birkisins. Er það hvort tveggja að girðingin er orðin léleg og fé sækir mikið í þetta góssenland og einnig hefur það flogið fyrir að bændur hleypi fé inn í girðinguna í skjóli nætur. Víster um það að Mörkin er smöluð haust hvert eins og hver annar afréttur. Er mál að ágangi sauðfjár á þetta friðland linni. Skógrækt ríkisins hefur veitt þremur ferða- félögum húsbóndavald, hverju á sínu svæði í Þórsmörk: Ferðafélagi Islands í Langadal, Far- fuglum í Slyppugili og Útivist á Básum. Öll þessi félög hafa sýnt mikinn dugnað við að græða sárin með því að sá í moldir og bera á og hreinsa til eftir hirðulausa ferðamenn. Þá hafa Fljóts- hlíðingar leyft Austurleið að reisa skála utan girðingar í Húsadal og er þar allt mjög snyrtilegt. Hitt kann að orka tvímælis hvort leyfa eigi einka- aðilum mannflutninga í stórum stíl á svo við- kvæman stað sem Þórsmörkin er. Grétar Eiríks- son úr Ferðafélagi íslands, sem fylgst hefur náið með Þórsmörk í aldarfjórðung, segir að þróunin sé neikvæð því að þar sé alltaf að verða meiri og meiri túrismi og „bissness”. Það hvarfl- ar jafnvel að honum að Ferðafélagið hafi ekki verið á réttri leið með því að stækka skála sinn tvívegis og veita ferðamönnum aukna þjónustu. Og þá komum við að því vandamáli sem er stærst í Þórsmörk og veldur mestu tjóni. Það er ofneysla áfengis á þessum undurfagra stað. Fjölskyldufólk er farið að veigra sér við að fara í' Þórsmörk um helgar með börn sín vegna drykkjuláta um nætur, og þeir sem vilja sýna útlendingum þessa perlu íslenskrar náttúru veigra sér við að fara með þá vegna þess að þeir skammast sín fyrir framkomu landans. Um hverja helgi yfir sumarmánuðina fara þúsundir manna í Þórsmörk og er hún orðin fjölsóttasti áningar- og dvalarstaður ferðamanna í óbyggð- um á íslandi. Og þangað flykkist fólk í stórum hópum til að drekka frá sér vit og rænu. Þetta fólk þeytir glerjum í allar áttir og skilur eftir sig matarleifar og plastpoka svo að það er ærið starf fyrir landverði að hreinsa til eftir það og komast þeir til fárra annarra verka sem þó eru ærin. Er þá ótalið hvílík hætta þessu fólki er búin af Krossá sem er ákaflega varasöm og erfið viðureignar eins og dæmin sanna. Þar hafa orðið banaslys á undanförnum árum. Skógræktin hefur nú látið prenta spjald sem dreift er til Þórsmerkurfara þar sem þeim eru settar reglur um umgengni og jafnframt er kom- in löggæsla á svæðið um helgar. Er það vel. Hitt er annað mál að það þarf að koma því orði á að ekki þýði að fara til Þórsmerkur til að fara á fyllerí og gera þá sem annast flutninga á fólki þangað ábyrga fyrir sínum farþegum. Setja þarf upp svipaða reglu gagnvart áfengisneyslu og sett var á alþingi árið 1000 er kristni var lögtekin: Það leyfist að blóta á laun en varðar fjörbaugs- garð ef upp kemst. -GFr 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.