Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 15
Mynd aföllum hópnum tekin á Bjarnareyri, en í baksýn er Hamarinn meðfyrstujarðgöngum á íslandi. Ljósmynd: Haukur Helgason. Albert J. Kristjánssori: Ógleymanleg ferð í heimahaga Höfundur greinarinnar, Albert Kristjánsson, til vinstri. Með honum á myndinni eru Matthildur Kristinsdóttir og Elí Jóhannesson, en þau eru foreldrar Gunnars Elíssonar, fyrrverandi Ijósmyndara Þjóðviljans. Ljósmynd: Guðrún Guðvarðar. Á síðast liðnu hausti var stofn- að í Reykjavík Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra, er bú- settireru á suðvesturhorni lands- ins. Strax að aflokinni félagss- tofnun kom upp sú hugmynd, að gaman væri nú að fara í hópferð til heimahaganna á næsta sumri. Stjórn félagsins, undir forsæti Guðrúnar Guðvarðardóttur, fór þegar að kanna áhuga félags- manna og tæknilega möguleika á slíku ferðalagi. Guðrúnu þarf ég ekki að kynna frekar, svo þekkt sem hún er úr útvarpinu fyrir sína frábæru ferðaþætti af Horn- ströndum og úr Jökulfjörðum. Vil ég beina þeirri áskorun til út- varpsráðs, að fá hana til að flytja fleiri slíka þætti. í ferðanefnd voru kjörin: Árni Markússon, sem var formaður, Halldóra Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Hervarsdóttir. Var það ærið starf, en allt skipulag ferðarinnar var þeim til hins mesta sóma. Föstudaginn 14. júní var svo lagt af stað í þessa langþráðu ferð. Ánægjan byrjaði strax í upphafi ferðar, er gamlir sveitungar hittust á bflaplani B.S.Í. eftir langan aðskilnað. Meðan ekið var gegnum bæinn bauð fararstjórinn, Árni Markús- son alla ferðafélagana velkomna og kynnti ferðareglur með sinni alkunnu kímni. Síðan skipaði hann söngmálstjóra Boggu Benj- amíns, og gegndi hún því embætti alla ferðina með sóma. Sér til að- stoðar hafði hún Sigmund Jó- hannesson frá Kolbeinslæk, sem spilaði undir sönginn á harmon- iku, en mikið var sungið í bflun- um bæði vestur og suður. Svipað mun hafa verið í hinum bílnum, þó ég viti ekki hverjir gegndu þar hliðstæðum embættum. En ör- ugglega hefur verið mikið sungið þar og höfð uppi gamanmál, því þar var ekki síður skemmtilegt fólk. Ferðin gekk vel í alla staði, enda góðir bflar og frábærir bfl- stjórar. Stansað var í Borgarnesi, Brú í Hrútafirði, Hólmavík og Djúpmannabúð. Er við renndum inn í Súðavíkurþorp kl. 8 um kvöldið fann maður til djúprar gleði að sjá fána á hverri stöng í þorpinu, þó áliðið væri kvölds. Frétti ég seinna að fengist hefði leyfi til að hafa uppi fána lengur en tilskilið er af þessu tilefni. Er numið var staðar á hlaði Frosta h.f., var þar fyrir sveitar- stjórinn, Steinn Kjartansson. Hann bauð hópinn velkominn í nafni Slysavarnafélagsins, Kven- félagsins Iðju, Verkalýðs- og sjó- mannafélags Álftfirðinga, Ung- mennafélagsins Geisla og Súða- víkurhrepps. Hann bað fólk að ganga í matsal frystihússins þar sem matur væri til reiðu í boði þessara aðila. Er inn í húsið kom tók á móti okkur kona sveitarstjórans ásamt konum úr hinum ýmsu félögum. Við að sjá þessi andlit, sem flest voru gamalkunn, fundum við að við vorum komin heim. Matsalurinn fannst mér líkari hótelsal en kaffistofu á vinnu- stað, svo vistlegur og fallega um- genginn var hann. Eg vildi bara óska þess að íslenskt verkafólk ætti allsstaðar aðgang að svona kaffistofu. Slíkt eykur vellíðan og kallar á betri umgengni hjá öllu heilbrigðu fólki. Eftir mikla veislumáltíð var okkur tilkynnt, að þarna skyldum við mæta næsta dag til hádegis- verðar í boði sömu aðila. Síðan var farið að skipta fólkinu á gist- istaði, og mun gestur eða gestir hafa verið í hverju húsi í þorpinu og svo stór hópur í barnaskólan- um. Seint um kvöldið fórum við hjónin svo að skoða þorpið, en einn vinur kkar ók okkur milli staða. Ég fór að nugleiða breyting- arnar á atvinnutækjunum og at- vinnuástandinu síðan við bjugg- um hér. Þegar ég virti fyrir mér afrakstur þessara breytinga, ný einbýlishús, fjölbýlishús, barna- leikvöll og nýtískulegt atvinnu- húsnæði, gladdist ég af því að hafa verið þátttakandi í, ásamt fleirum, að kveikja þann neista í atvinnumálum Súðavíkur með byggingu og kaupum bátanna Trausta, Svans og Freyju 1954- 56. Þessir bátar hurfu því miður allir í hafsins djúp og við Súðvík- ingar minnumst með söknuði hinna góðu drengja sem með þeim fóru. - fyrri hluti - í>á minnist ég endurbótanna á gamla Frosta, en þar naut ég að- stoðar Hannibals Valdimars- sonar, sem þá var félags- málaráðherra. Nú eru öll þessi tæki löngu farin úr umferð og önnur miklu stærri og fullkomnari tekin við, undir stjórn nýrra manna. Þar er í far- arbroddi innfæddur Súðvíkingur, Börkur Ákason, en undir stjórn eru aflaskipið Bessi, glæsilegt frystihús og ein fuílkomnasta rækjuverksmiðja á landinu. Nokkrir smærri bátar eru gerðir út á vetrum, en stórir leigubátar á djúprækju á sumrin. Er við höfðum lokið skoðunarferðinni um þorpið, ekur Sigurgeir okkur að gististað okkar, því komið var langt fram á nótt. Eftir hádegisverð á laugardag var haldið til Bolungarvíkur. Þar tóku á móti hópnum systkinin frá Uppsölum í Seyðisfirði og aðrir Súðvíkingar búsettir á staðnum. Þarna urðu fagnaðarfundir með mörgum og boðið til kaffiveislu í Félagsheimili staðarins. Þar svignuðu borð undan veislukosti, en veislustjóri var Ólafur Krist- jánsson forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Ólafur er að nokkru Súðvíkingur, því hann dvaldi ungur drengur langtímum saman hjá móðurforeldrum sín- um í Súðavík. Hann bauð gesti velkomna, en síðan sungu þrjár konur frumsamin ljóð, sem rifj- uðu upp gamlar minningar úr Súðavík, og vakti söngur þeirra mikinn fögnuð. Gestir og heimamenn sungu saman og ávörp voru flutt. Þá rakti Ólafur Kristjánsson sögu Bolungarvíkur frá því Þuríður sundafyllir og Völusteinn námu þar land í upphafi íslandsbyggð- ar. Benti hann á í gamansömu máli hvað kvenfrelsiskonur hafa nú verið snemma á ferð. Við að hlýða á Ólaf sækja enn minningar á hugann. Eitt sinn er hann var staddur við vinnu í Súð- avík hafði elsti sonur okkar hjón- anna, 5 ára gamall, dottið í sjóinn af bryggjunni. Ólafur stakk sér í sjóinn og bjargaði drengnum meðvitundalausum. Hann hljóp með hann heim til ömmu sinnar, Símoníu Sigurðardóttur, sem hjúkraði honum og kom honum til lífs. Slík atvik gleymast aldrei og þau er aldrei hægt að greiða. Nú birtist á sviðinu Jónatan frá Uppsölum og leikur nokkur lög á harmoniku við almennan fögnuð. Meðan ég hlusta á hann minnst ég þess er við vorum sam- an á bát, sem bróðir hans var skipstjóri á. Þá smíðaði Jónatan líkan af bátnum og gaf það drengnum, sem Ólafur bjargaði úr sjónum. Hann sagði við dreng- inn: „Þú verður aldrei skipstjóri, ef þú færð ekki bát.“ Strákurinn er nú búinn að vera skipstjóri í mörg ár, en það er önnur saga. Dagskráin endaði á því að kon- urnar endurtóku sönginn og far- arstjóri gestanna þakkaði rausnarlegar móttökur og afhenti smágjöf til minningar um kom- una. Síðan var kvaðst með kær- leikum og haldið aftur til Súða- víkur. Er til Súðavíkur kom notuðu menn tímann til að heimsækja vini og vandamenn til kl. átta um kvöldið, en þá var boðið til veislu í Samkomuhúsinu. Þar voru borð fagurlega skreytt, er gestir og heimamenn mættu til fagnaðar- ins. Sesselja Þórðardóttir, for- maður Slysavarnafélagsins, bauð alla gesti velkomna í nafni heima- manna og njóta þess sem fram væri borið. Að lokinni kaffi- drykkju hófust fjölbreytt skemmtiatriði með ávarpi, upp- lestrum, leikþáttum og loks happdrætti. Tóku gestirnir að nokkru þátt í því. Er ég stóð á sviðinu í Félags- heimilinu eftir nítján og hálft ár og horfði framan í andlit fyrrver- andi sveitunga minna, geislandi af gleði, fann ég enn þá betur hve innilega velkomin við vorum. Þá minntist ég einnig hve ótal sinn- um ég hafði staðið á þessu sviði í þau 23 ár, sem við hjónin áttum hér heima. Stundum sem skemmtikraftur, oftar .sem að- stoðarmaður, en oftast þó frammi í sal sem áhorfandi. Þá minnist ég margra funda um mar- gvísleg málefni þar sem oft urðu allsnörp orðaskipti. Þó minnist ég ekki annars en allir hafi orðið jafn góðir vinir eftir sem áður. Að loknum skemmtiatriðum hófst dansleikur, sem stóð til kl. 3 um nóttina. Ekki spillti það ánægjunni að gestgjafar okkar úr Bolungarvík komu til að taka þátt í gleðinni með okkur. Sunnudagur 21. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.