Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.07.1985, Blaðsíða 10
„Sögurnarsem fóru af stað um mig voru miklu œvintýralegri en nokkuð sem ég hafði upplifað". Hermann Gunnarsson segir frá aðdraganda þess að hann hœtti sem íþróttafréltamaður útvarps eftir 8 ára starf og frá lífshlaupi sínu til þessa „Ég á föðurbróöur, sem var mín fyrirmynd í bernsku. Hann var lögfræðingur, léttur, hláturmildur-og ógiftur. Mig langaði að verðaeinsog hann. Égfórí Verslófyrirmisskilning. Ég var í besta bekk og ætlaði í Menntó, en svo komst Verslunarskólinn í tísku og égfylgdi straumnum. Það var eiginlega alltof gaman í Versló, ég sinnti flestu bet- uren lærdómnum og íþrótt- irnar tóku smátt og smátt yfir. Árið 1966 var ég kom- inn í landsliðið bæði í hand- bolta og fótbolta og eftir það var lögfræðin úr sög- unni. Enda hefði ég orðið lélegurlögfræðingur, það veit ég núna.” I atvinnu- mennsku í fótbolta Hermann Gunnarsson er kannski ekki eins þekktur á prenti og hann er í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur þó sjálfur góða reynslu af prentheiminum líka, byrjaði sem blaðamaður á Vísi meðan hann var og hét og vann þar á árunum 1967-69, eða þar til hann fór utan til að verða atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég var í almennum fréttum og mér fannst gaman. Pað var góð stemmning á blaðinu og mikill uppgangur. Ég hafði sjálfur verið mikið í sviðsljósinu og mér fannst góð tilbreyting að fá sjálfur að þreifa á fólki í stað þess að láta alltaf þreifa á mér.” „Og svo ferðu út?” „Já, ég var tæpt ár í atvinnu- mennsku í Austurríki. Það var merkilegur tími. Stundum ofsa- lega gaman, stundum mjög dap- urlegt. Ég kynntist atvinnu- mennskunni af eigin raun. Ég fékk mjög glæsilegt tilboð frá Pýskalandi, en hikaði. Pening- arnir í þessu voru gífurlegir, en mér fannst þetta eiginlega eins og hvít þrælasala.” „Varstu með heimþrá?” „Já, stundum. Þegar allt gekk vel voru allir vinir. En þegar fór að ganga illa var maður aleinn í heiminum. Þá töluðust menn varla við í búningsklefunum. Og maður fann að vináttan og gleðin í meðlætinu var grunn.” „Og þú hikaðir þegar stóra til- boðið kom. Sástu eftir því?” „Já, ég var dálítið bitur eftir á. Ég get ekki neitað því. Ég veit að ég hefði getað náð lengra. Samt efast ég stórlega um að það hefði verið þess virði. En ég nagaði mig stöðugt í handabökin yfir að hafa ekki látið á það reyna hvað ég raunverulega gæti. Ég var húð- latur við æfingar, ég veit í raun ekki enn þann dag í dag hvað ég hefði getað ef ég hefði raunveru- lega þurft að taka á, - orðið atvinnumaður með allar þær kröfur sem því fylgja. Togstrelta um tvítugt Ég var aldrei hræddur við að spila, en það var einhver hræðsla í mér, hræðsla við að takast á við sjálfan mig og finna takmörk mín. Strax um tvítugt fór líf mitt að einkennast af togstreitu. Ég skildi þetta ekki fyrr en löngu seinna. Það var eins og ég stefndi eitt, en færi alltaf eitthvert ann- að. Ég var orðinn mjög háður almenningsálitinu, lét fólk ráða of mikið yfir mér og minni líðan. Og ég var varnarlaus bæði gagnvart hóli og gagnrýni. Ég missti tökin á sjálfum mér. Ég veit núna að þetta er algengt hjá fólki sem kemst í sviðsljósið. Þar er sólin sterk á meðan hún skín, en vindarrfir eru líka ansi snarpir stundum og betra að standa vel í báða fætur eigi maður ekki að missa fótanna. Ég var líka farinn að loka mig inni, kominn með einhvern rembing ásamt miklum einmanaleika, - ég var einfald- lega ekki nóg sterkur til að taka þessum meðbyr.” „Þú myndir kannski alls ekki ráðleggja ungum mönnum að fara út í atvinnumennsku í knatt- spyrnu, ef hún býðst?” „Menn eiga að minnsta kosti ekki að hætta öllu, svo mikið er víst. Mér finnst þetta vera hálf- gerður útsölumarkaður núna, menn hópast í þetta fyrir skíta- laun og sárafáir hafa erindi sem erfiði. Auðvitað getur þetta verið gaman, menn verða bara að vita hvað þeir eru að gera. Það þarf geysilega sterka karaktera í þetta. Ásgeir Sigurvinsson ber höfuð og herðar yfir aðra hvað þetta varðar, enda byrjaði hann á réttum enda og sleppti ekki úr nokkurri tröppu á leiðinni upp. Hann byrjaði sem meiddur vara- maður og síðan vann hann sig upp. Hann hefur því fullkomna yfirsýn yfir stöðu sína frá upp- hafi. Hlutirnir gerast ekki upp úr þurru, - Ásgeir er dæmi um mann sem hefur unnið jafn vel með hausnum og fótunum og aðeins þannig er þetta mögulegt.” „Jæja, það er gott. Ég reyndi að festast ekki í málleysum og endurnýja orðaforðann eftir megni. Ég vildi fræðast og fá ábendingar. Ég hefði kosið meira af slíku. Það er enginn vandi að þykjast kunna allt en kunna svo ekkert þegar á reynir. Annars á ég mest ljúfar endurminningar frá Útvarpinu. Ég átti dásamlegt samstarfsfólk á öllum deildum.” Nenni ekki að fela neitt „En þú hættir í vetur eftir ferð- ina út með landsliðinu.” „Já, sjáðu til. Ég er alkóhólisti og það er engum betur ljóst en sjálfum mér. Ég nenni ekki að fela neitt, - ég missti af flugvél í útlöndum og mér var eiginlega sagt upp með því að annar maður var sendur á staðinn. Á þessu tímabili var ég orðinn þreyttur í starfinu, hafði rætt við útvarps- stjóra um að fara í annað starf. Auðvitað hefði verið betra að viðskilnaðurinn við stofnunina hefði verið með öðrum hætti. Aðferðirnar við þetta voru ógeð- felldar, en í sjálfu sér var ekki óréttlátt að ég yrði að bera ábyrgð á gerðum mínum. Ég er ekki bitur út í neinn, jafnvel ekki þann sem knúði í gegn að helst skyldi ég rekinn. Viðkomandi sýndi þar mikla ábyrgðar- tilfinningu sem ég hafði ekki orð- ið var við hjá honum áður. Sjálf- ur veit ég að þetta var ekki alvar- legasta brot af þessu tagi sem framið hefur verið hjá Ríkisút- varpinu. En ég var yfirlýstur alk- óhólisti og það vissu allir hvað hafði gerst þegar ég mætti ekki í flugvélina. Það voru mín mistök að fá mér glas í Hollandi, en ég var kominn alla leið til Frakk- lands, tilbúinn í næstu 4 leiki, þegar ég frétti að annar maður væri á leiðinni. Sögurnar sem fóru af stað um þetta voru miklu ævintýralegri en nokkuð sem ég hef upplifað. Það er eitt af því sem maður á erfitt með að sætta sig við og venst ekki hversu sjó- aður sem maður annars verður. Söguburðurinn og óþverrinn sem maður heyrir um sig er með ólík- indum. En auðvitað get ég samt ekki álasað fólki sem ber svona út, það er meiri ástæða til að vor- kenna því en þeim sem fyrir sögu- burðinum verður.” Heimurinn hrynur „Hvað tók svo við?” „Þá tók við skelfilegur tími. Heimurinn hrundi gersamlega. Ég lá úti í örvæntingu í nokkra daga, ég gat ekki einu sinni drukkið. Ég fór ekki á leikina, lá bara uppi á hótelherbergi. Ég vildi ekki sjá neinn, ætlaði aldrei til íslands meir. En svo dreif ég mig upp og fór heim. Ég talaði strax við útvarpsstjóra sem bauð mér að skipta um starf innan stofnunarinnar og ég byrjaði að vinna á dagskrárdeildinni. Það var erfiðasti tími sem ég hef lifað. Ég hafði engan frið, fólk var hringjandi í mig á öllum tímum sólarhringsins. Það var átak að ganga niður Laugaveginn og mæta öllum augunum, - en ég lét mig hafa það og kreppti hnefann í vasanum. Stundum finnst mér íslending- ar einkennilegt fólk. Þó allt sé í klessu, menn farnir á hausinn og konan farin frá þeim þá segja þeir ævinlega „allt fínt”. Fólk er svo lokað með sínar tilfinningar. Og þannig var ég sjálfur. Það hjálp- aði mér mikið að fara í meðferð og þurfa að takast á við sjálfan mig og mínar tilfinningar. Ég hafði ekki hugmynd um hver ég var og hvað ég vildi. Ég neyddist til að vera heiðarlegur við sjálfan mig í stað þess að víkja öllu undan. Mér líður miklu betur núna, ég er að finna mig smátt og smátt. En ég gat ekki verið áfram á Útvarpinu. Ég hætti eftir stutt- an tíma á dagskrárdeildinni og nú er ég bara að hugsa málið. Ég ætla að sjá til fram á haust. Þá kemur að því að ég tek ákvörðun. Mér fannst ég eins og í álögum og ég vildi hugsa minn gang í ró og næði.” Á krossgötum „Hvað ætlarðu að gera í sumar?” „Ég læt hverium degi nægja sína þjáningu. Ég vona að mér takist að halda mér frá alkóhól- inu áfram. Það á ekki við mig. Það er svo margt sem mér þykir skemmtilegt. Eg verð t.d. að ferðast með Sumargleðinni um helgar í sumar. Ég er allt í einu farinn að upplifa landið. Þetta er einhver alveg nýr fiðringur. Ég hef líklega verið of upptekinn af sjálfum mér til að skynja fegurð- ina í kringum mig. Svo á ég mörg áhugamál. Ég tefli, mér finnst gaman að hlusta á tónlist, fara í leikhús, út að borða og svo syndi ég gríðarlega mikið. Þú sérð að ég hef nóg að gera.” „En með haustinu tekurðu ákvörðun?” „Já, ég stend á krossgötum. Mig langar til að halda áfram í fjölmiðlun, en ég er líka alvarlega að hugsa um að flytjast út. Ég á mjög góða vini í Finnlandi, ég var með finnskri stelpu sem er læknir og í gegnum hana kynntist ég mjög góðu fólki. Kannski flyt ég til Finnlands. Uppgjörið verður í haust.” Piparsveinalífið einmanalegt „Þú hefur aldrei gift þig, - hvers vegna?” „Ætli það sé ekki bara egó- flippið? Ég hef heldur ekki haft neitt að gefa. Ég var sundur- kreistur og ég gat ekki boðið nokkurri konu upp á þetta líf. Ég vil ekki konu sem hangir á snaga í einhverri íbúð útí bæ, sem maður kemur ekki í nema um blánótt- ina. En ég er orðinn þreyttur á þessu piparsveinalífi. Það er oft einmanalegt. Ég finn í sjálfum mér dýpri og einlægari tilfinning- ar en áður, það segir mér að ég sé að verða tilbúinn. Ég hugsa ekki stöðugt um hvað ég fái í staðinn fyrir það sem ég get gefið. Svo á ég litla dóttur, sem ég er mikið með og hefur gefið nýja dýpt í tilfinningalíf mitt. Mér finnst mjög gaman að vinna með krökkum, ég hef sungið heiF' mikið fyrir börn og það er líka nokkur uppbót fyrir fjölskyldu- leysið.” „Ertu sáttur við lífið og tilver- una - í raun og veru?” „Já, eiginlega. Ég er sáttur við fortíðina, lifi í dag og er bjartsýnn á framtíðina. Hvað viltu meira? Það er mikið langlífi í ættinni minni, - afi er 97 ára og ástfanginn upp fyrir haus. Ég ber nafn hans og vonandi hef ég eitthvað af persónuleika hans. Ég kvíði engu. Ég ákveð á morgnana að láta mér líða vel - að eiga góðan dag. Um það ræð ég mestu sjálfur, hver er sinnar gæfu smiður.” þs Iþróttafréttir B-efni „En Hermann Gunnarsson varð ekki atvinnufótboltamaður, heldur íþróttafréttamaður - ” „Já, eftir að hafa verið út um allt, norður á Akureyri og víðar að spila og þjálfa fór ég að vinna sem íþróttafréttamaður á Út- varpinu. „Það er hæfilegt að vera þar í 5 ár”, sagði Sigurður Sig- urðsson, sem var sjálfur í 20 ár. Ég ætlaði að vera svona 4-5 ár. Og það var ofsalega gaman þarna fyrstu árin, þetta var mitt líf og yndi. En svo fór maður að lýjast, - maður var alltaf að, varla nokk- urn tíma fríkvöld. Og samt var litið á þetta sem 3ja flokks út- varpsefni - B-efni. Ég heyrði að- eins einu sinni fjallað um þættina mína innan stofnunarinnar á þessum 8 árum í starfinu.” „Ég hef nú samt heyrt að þú hafir verið metnaðarfullur frétta- maður og duglegur við að reyna að bæta málfarið á íþróttalýsing- um?” 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júlí 1985 Sunnudagur 21. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.