Þjóðviljinn - 20.08.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Page 9
MINNING Þorgerður Hanna Haraldsdóttir Fædd 21. apríl 1926- dáin 12. ágúst 1985 Aðfaranótt 12. ágúst andaðist á Landakotsspítala mágkona mín Hanna Haraldsdóttir eftir langa og erfiða sjúkdómslegu og kom sú fregn engum á óvart er til þekktu. Hanna var fædd á Syðri Rauðamel dóttir hjónanna Úlf- hildar Hannesdóttur og Haraldar Lífgjarnssonar er þar bjuggu. Þau áttu fjögur börn: Lífgjarn Inga, Hrafnhildi, Þorgerði Hönnu og Sigurð Bjarna. Úlf- hildur og Haraldur slitu samvist- um, Úlfhildur hóf síðan sambúð með Andrési Jónssyni á Eyrár- bakka og áttu þau saman tvo syni Kristján og Hilmar. Sex ára að aldri var Hanna tekin í fóstur af hjónunum Jó- hönnu Ólafsdóttur og Þorleifi Jónssyni er þá bjuggu á Syðri Rauðamel og síðar í Breiðholti í Reykjavík og hjá þeim dvaldi hún til fullorðins ára, við mikla ástúð og hlýju fósturforeldranna og barna þeirra en þau voru: Guðmundur, Þorkell, Kristján, Jón, Sólveig, Jóhanna og Kristín. Árið 1951 giftist Hanna, bróður mínum, Gunnlaugi Jónssyni veggfóðrarameistara frá Fossi í Hrútafirði. Bjuggu þau fyrst á Freyjugötunni og síðar lengst af á Snekkjuvogi 23. Börn þeirra eru: Hrafnhildur myndmenntakennari gift Sigurði E. Rósarssyni tannlækni, Þor- leifur veggfóðrari og Anna Sig- ríður auglýsingateiknari gift Rúnari Sveinbjörnssyni raf- virkja. Eftir lát Þorleifs Jónssonar flutti Jóhanna til Hönnu og Gunnlaugs og átti þar heimili í 18 ár. Þar sem Gunnlaugur kom einnig úr stórri fjölskyldu var löngum gestkvæmt á heimilinu enda kunnu húsráðendur öðrum fremur að blanda geði við fólk. Að binda svo sterk vináttu- og fjölskyldubönd er á fárra færi. Húsmóðurstarfið var Hönnu aðal æfistarf, hagsýn og rausnar- leg enda var hún vel verki farin. Á síðari árum tók hún að sér störf utan heimilis m.a. á Hrafn- istu í Reykjavík, fyrst sem starfs- stúlka og síðar ræstingastjóri meðan heilsa entist. Umhyggja fyrir öldruðum og sjúkum var henni eðlislæg, ásamt þroskaðri félagshyggju. Þessir eiginleikar komu þar að góðum notum og ekki síður þegar hlynna þurfti að sjúkum ættingjum og vinum. Nú að ferðalokum er margs að minnast, ferðalög utanlands og innan, þaðan geymum við hjónin dýrmætar minningar. Ógleymanleg voru gamlárs- kvöldin í Snekkjuvoginum. Þá tóku þau hjónin á móti gestum sínum, glaðværð og gamansemi húsráðenda naut sín þá vel í sér- stæðu samfélagi ættingja Hönnu og Gunnlaugs. Er á kvöldið leið bættust fleiri í hópinn, þá voru rifjaðir upp at- burðir frá liðnu ári, litið björtum augum til komandi árs og minnst þeirra sem farnir voru. Á persónuleg samskipti fjöl- skyldna okkar bar aldrei nokkurn skugga og því er gott að minnast Hönnu Haraldsdóttur. Við hjónin og dætur okkar söknum vinar í stað og sendum Gunnlaugi og fjölskyldu hans dýpstu samúðarkveðjur. Olafur Jónsson Enn er á ferð maðurinn með ljáinn nú er það mágkona mín Hanna Haraldsdóttir. Dauðinn er óumflýjanlegur, það vitum við mannanna börn, en við eigum bágt með að sætta okkur við það þegar fólk á góðum aldri er burt kallað. Það grípur okkur sár söknuður, ekki síst þegar leiðir hafa lengi legið sam- an og samskipti hafa verið með þeim hætti sem best verður á kos- ið. Nú þegar vegir skiljast og ég minnist mágkonu minnar kemur fyrst í huga minn það mikla þrek og hugrekki sem hún sýndi í veikindum sínum. Já, hún var mikil hetja og stóð á meðan stætt var. Það mun vera um tvö og hálft ár síðan hún kenndi þess sjúk- dóms sem var banamein hennar. Hún dvaldi meira eða minna á sjúkrahúsi á þessu tímabili og oft mikið þjáð. Þó svo væri komið var hún alltaf glöð þegar hún fékk ’neimsóknir hvort heldur var á spítalanum eða á heimili sínu. Hún hafði lengi óbilandi trú á því að sigra í þessar baráttu, annað var ekki látið uppi. Hanna var ekki heilsusterk um æfina, lá margar sjúkrahúslegur og gekkst undir marga upp- skurði. Hún var mjög vel ritfær og lá létt fyrir henni að koma hugsunum sínum til skila, hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli. Hanna var ákaflega félags- lynd, hún var félagi í Kvöldvöku- félaginu Ljóð og saga í rúm tut- tugu ár. Það félag hefur á stefnu- skrá sinni að halda til haga gömlum sögnum, ljóðum og vís- um og einnig frumsömdu efni. Þar var hún mjög liðtæk, var um árabil í ritnefnd félagsblaðsins. Hún var góður ræðumaður, setti fram skoðanir sínar á góðu máli og flutti þær með reisn og skörungsskap, stóð fast á skoð- unum sínum ef hún áleit það til heilla horfa sem um var rætt. Hanna var formaður félagsins í rúm tvö ár uns hún varð að láta af formennsku sökum veikinda. Eitt af störfum hennar þar var stofnun Kvöldvökukórsins, sem var henni mikið hjartans mál. Kórinn var síðan stofnaður á heimili þeirra hjóna. Margt fleira mætti segja um starf hennar sem formanns en hér læt ég staðar numið. Hanna var glæsileg kona í sjón og raun. mikil húsmóðir, traustur lífsförunautur og mikil móðir barna sinna. Heimili þeirra Hönnu og Gunniaugs var mynd- arheimili, hjónin gestrisin og fjöl- skyldan mjög samhent og var því oft gestkvæmt á heimili þeirra. Fjölskylda mín kveður hana með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Við hjónin sendum manni hennar, börnum, bræðrum, fóst- ursystkinum og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Björn Jónsson Utlitsteiknari Þjóðviljinn óskar að ráða útlitsteiknara (layo- ut) sem fyrst. Skriflegar umsóknir sendist framkvæmdastjóra Þjóðviljans fyrir 23. ág- úst. MÓDVIUINN Síðumúla 6, Reykjavík. Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með uþþlýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, fyrir 1. september n.k. Utanríkisráðuneytið Ritari Þriðjudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Si i fyrir báta, skip og iðnað Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miðstöðin getur tekiö viö og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius +200+850 eöa 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mis- munandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og „man ekki fleira í bili“ í einu tæki. Lofaöu okkur aö heyra frá þér. cJl&in)©©©!!!) & mykjavik, iciland Vesturgðtu 16. Simar 14680 — 13280. M IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS ■ E óskar eftir að ráða deildarstjóra staðladeildar Starfssvið staðladeildar eru: • Ritstjórn, útgáfa og dreifing íslenskra staðla. • Upplýsingaþjónusta og útvegun erlendra staðla. • Almenn stöðlunarmál. Við leitum að framtakssömum starfsmanni með góða skipulagshæfileika, sem getur unnið sjálfstætt og á gott með að tjá sig og umgangast aðra. Verkfræði- menntun eða sambærileg menntun er nauðsynleg. í boði er fjölbreytt en krefjandi starf á sviði staðlamála. í starfinu felst yfirgripsmikið samstarf við erlendar staðlastofnanir, bæði í formi almennra samskipta og ferðalaga. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendisttil Iðntæknistofnunaríslands, Keldnaholti, 110 Reykjavík fyrir 30. ágúst 1985 merkt: Deildarstjóri staðladeildar. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækni- þróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita einstökum greinum hans og iðn- fyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og j stjórnunarmála og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ onnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 46711

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.