Þjóðviljinn - 20.08.1985, Side 15
Jerúsalem
Páfi
með
múslimum
Casablanca - Jóhannes Páll II
páfi lauk sjö landa Afríkuferð í
gær með heimsókn til hins
músiimska Marokkó þarsem
hann ræddi við Hassan kon-
ung sem sagður er afkomandi
spámannsins Múhameðs
sjálfs. Páfi sagði blaða-
Bretland
M5ÍBBC
Annað hneyksli: leyniþjónustan fylgist
með ráðningum
Jóhannes Páll II blessar mannsöfnuð við messu í Bamunda í Kamerún.
Tékkó
Havel inni
Vín - Lögregla handtók tékk-
neska leikritaskáldið Vaclav
Havel í Bratislava fyrir helgi og
er það í annað skipti á viku
sem Havel er settur í fangelsi.
Havel var handtekinn eftir að
hafa heimsótt Miroslav Kusy, á-
hrifamann í Kommúnistaflokkn-
um á tímum Prag-vorsins. Kusy
var einnig handtekinn við annan
mann og leitað í íbúð hans. Talið
er að lögregla herji nú á Charta-
77 menn til að gera upptækt plagg
sem mannréttindasamtökin ætla
að opinbera á miðvikudag, þegar
liðin eru 17 ár frá innrás sovét-
manna í Tékkó.
mönnum í flugvélinni frá Ken-
ya að hann teldi að Jerúsalem
ætti að fá sérstaka réttarstöðu
sem trúarleg höfuðborg sam-
eiginleg gyðingum, kristnum
og múslimum.
Páll hefur síðustu viku heim-
sótt sex Afríkulönd sunnan Sa-
hara, rætt við ráðamenn og mess-
að yfir kristnum íbúum. Hann
hefur haldið fram eindregnum
kaþólskum viðhorfum, og sagði
að afrískur menningarheimur
verði að laga sig að þeim, ekki
öfugt. Ýmsir kristnir afríkumenn
hafa leyft sér að setja upp skeifu
vegna hinnar hörðu páfakenning-
ar, - kristni hefur undanfarið ver-
ið í sókn í Afríku en evrópskt snið
hefur hamlað vexti kirkjunnar í
menningarheimi sem enn styðst
við sérafrískt hugarfar, hefðir og
siðvenjur.
Heimsókn páfa til Marokkó er
fyrsta opinbera páfaheimsókn til
rammíslamsks ríkis. Páfi tók
fram að ummæli sín um Jerúsal-
em væru í samræmi við stefnu
fyrirrennara sinna, og sagðist
viðurkenna tilverurétt lsra-
elsríkis. Gestgjafi hans í Mar-
okkó, Hassan konungur, er með
öðru formaður íslamskrar nefnd-
ar um Jerúsalem, og eykst þar-
með pólitískt gildi ummæla páfa
um Jerúsalem.
London - Það stormar heldur
betur þessa daga um hina
virðulegu „frænku“ - einsog
BBC-útvarpið var kallað á
barnsaldri. Ekki var veður fyrr
farið að lægja eftir ríkisstjórn-
arritskoðun og starfsmanna-
verkfall útaf IRA-viðtali en nýj-
ar hneyksliskólgur hrannast
upp á breskan fjölmiðlahimin:
starfsmenn eru ráðnir til BBC
samkvæmt umsögn frá sér-
stakri deild bresku leyniþjón-
ustunnar MI5.
Blaðið Observer skýrði frá því
á sunnudag að MI5-menn könn-
uðu pólitískar skoðanir þeirra
sem sækja um störf á hinni ríkis-
reknu útvarps- og sjónvarpsstöð
og hefði hönd í bagga með
mannaráðningum. Fyrrverandi
liðsforingi stjórnaði þessum
rannsóknum og hefðu ieyniþjón-
ustumennirnir húspláss í höfuð-
stöðvum BBC í London.
Útvarpsstjórinn Alasdair
Suður-Afríka
Kirkjumenn vonsviknir
Milne sagði hér sagt áköfum of-
sögum, en í gær staðfesti fyrrver-
andi yfirmaður BBC í Skotlandi,
Alastair Heterhington, frásögn
Observer, og sagði alla yfirmenn
á BBC vita gjörla um afskipti
MI5 af BBC. Hann sagði rann-
sóknir leyniþjónustunnar beinast
að yfirmönnum, fréttamönnum
og dagskrárgerðarmönnum.
Talsmenn stjórnarandastöðu-
flokkanna hafa krafist yfirlýsing-
ar frá ríkisstjórninni um málið.
David Steel leiðtogi Frjálslynda
flokksins sagði að BBC virtist
vera undir stjórn innanríkisráð-
uneytisins og krafðist þess að
innanríkisráðherrann Leon Britt-
an gerði hreint fyrir sínum dyr-
um. Blaðamenn á BBC hafa beð-
ið um fund með yfirstjórninni
vegna þess arna, og breska blaða-
mannafélagið hefur sakað yfir-
stjórn BBC um að reyna að ljúga
sig útúr hneykslinu.
í reglugerð BBC er skýrt kveð-
ið á um að stofnunin skuli óháð
ríkisstjórnarafskiptum, og koma
leyniþjónustufréttirnar á óhepp-
ilegasta tíma fyrir innanríkis-
ráðherann og yfirmann hans,
Margréti Thatcher, eftir ritskoð-
unmálið fyrr í mánuðinum.
Tutu segir Thatcher,
Reagan og Kohl styðja aðskilnaðarstefnuna.
REUTER
Umsjón:
MÖRÐUR ÁRNASON
Johannesburg/... -Níu kirkju-
leiðtogar ræddu í gær við Bot-
ha forseta Suður-Afríku og
lögðu að honum að gjörbreyta
kynþáttastefnu stjórnarinnar
og lýstu vonbrigðum eftir
fundinn. „Við erum langt frá
því vissir um að hann hafi
hlustað á þennan grundvallar-
boðskap," sagði leiðtogi me-
þódistakirkjunnar að loknum
viðræðum. Desmond Tutu
biskup neitaði boði um að vera
með í sendinefndinni en
endurtók tilboð sitt um að hitta
Botha að máli einn saman.
Botha hefur sagt að hann ræði
aðeins við þá sem afneita al-
Petta
Uka...
...28 létust, 68 sárir eftir tvær bíla-
sprengjur í Vestur-Beirút í gær.
Sprengjurnar sprungu á yfirráða-
svæði shíta og telja þeir kristna
ábyrga. í átökum múslima í Tripoli
lést einn, þrír sárir.
...Breski söngvarinn Shirley Bass-
ey fær ekkl að halda tónleika í Ósló
í desember vegna þess að hún hef-
ur komið fram í Suður-Afríku og
þarmeð brotið bann Sameinuðu
þjóðanna við menningar- og
íþróttasamskiptum við landið.
...Bandaríska blaðið Washington
Post hefur keypt 23 kapalstöðvar
víðsvegar um Bandaríkín fyrir 350
milljónir dollara.
...ísraelska stjórnin hefur sam-
þykkt að flýta vetrartíma í landinu
um hálfan mánuð. Ákvörðunin er
tekin vegna þrýstings frá
hreintrúarflokkum sem krefjast
nægilegs tíma til morgunbæna.
...Lögga í Chicago handtók í gær
fjallgöngumann sem ætlaði að
klífa hæstu byggingu heims, hinn
hundrað og tíu hæða Sear-turn.
mennri óhlýðni meðal blökku-
manna, og sagði Tutu þegar hann
neitaði að vera með í kirkjusend-
inefndinni að Botha kærði sig að-
eins um að hitta svarta af eigin
pólitísku sauðahúsi.
í viðtali við BBC í gær sakaði
biskupinn leiðtoga Bretlands,
Bandaríkjanna og Vestur-
Þýskalands um að styðja aðskiln-
aðarstefnu hvítu minnihluta-
stjórnarinnar í Suður-Afríku,
vegna andstöðu Thatchers, Re-
agans og Kohls við efnahagsað-
gerðir. Tutu sagði undarlegt að
Thatcher og Reagan væru nú á
móti efnahagsaðgerðum, þarsem
Thatcher hefði beitt argentínu-
menn efnahagsþvingunum í Falk-
landseyjastríðinu 1982 og Reag-
an sett viðskiptabann á Pólland
eftir herlögin 1981.
998 voru í haldi án ákæru í gær
og lögreglan sagðist hafa sleppt
1081. Á þarlendan kvarða var til-
tölulega rólegt í hverfum svartra í
Suður-Aríku um helgina: aðeins
einn skotinn til bana. Yfir 620
hafa látist í átökum síðustu 19
mánuði.
Ástralíumenn hafa tilkynnt um
refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku
og Jim Slater, formaður breska
sjómannafélagsins hvatti í gær
verkalýðsfélög í heiminum til að
setja olíubann á landið.
■ - •' v '7 y\
.... _
; ' '; ^’aÁ.
« , ft. Á
-i.i .
Rainbow Warrior eftir tilræðið í Auekland-höfn.
Rainbow Warrior
Hiingurinn þrengist
Frönsk blöð sammála um aðild
leyniþjónustunnar. Átök við Mururoa?
Holland
Mælt með líknardrápum
Haag - í skýrslu sem stjórn-
skipuð sérfræðinganefnd kom
frá sér í gær er lagt til að lækn-
um verði heimilt að binda endi
á líf illa haldinna og dauðvona
sjúklinga biðji hinn sjúki um
slíka lausn.
í hollenskum lögum er kveðið
á um uppundir tólf ára fangelsi
þeim læknum sem sekir verða um
líknardráp eða aðstoða sjúklinga
við sjálfsmorð. í fyrra úrskurðaði
hollenski hæstirétturinn hinsveg-
ar að þegar líknardrápsmál kæmi
fyrir rétt bæri að taka tillit til sið-
rænnar læknisábyrgðar og hafa
nokkur líknardrápsmál gegn
læknum síðan verið látin niður
falla. í síðasta dómsmáli þessarar
gerðar var læknir þó fundinn sek-
ur um morð og dæmdur í
ársfangelsi og blossaði umræða
um líknardráp þá aftur upp.
Lítill vinstriflokkur, D-66,
lagði í vor fram frumvarp á þingi
um að líknardráp yrðu leyfð.
Helsti stjórnarflokkurinn, kristi-
legir demókratar, hafa lagst gegn
Iíknardrápum og stærsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn, jafnaðar-
menn, vildu láta þingumræðu
bíða skýrslu nefndarinnar sem
hefur verið að störfum frá 1982.
Nefndin er skipuð læknum,
lögfræðingum og háskóla-
mönnum af ýmsu tagi öðru og
komust 13 af 15 nefndarmönnum
að þeirri niðurstöðu að ekki
skyldi refsað fyrir líknardráp,
enda hefði sjúklingurinn af frjáls-
um og heilum huga lagt fram vel
rökstudda beiðni um að fá að
ljúka lfíi sínu á þann veg. í
skýrslu nefndarinnar er einnig
talað um skyldubundið samráð
lækna áður en farið er að vilja
sjúklings.
Talsmaður jafnaðarmanna-
flokksins segir að tæknilega
standi nú fátt í vegi fyrir að þingið
taki afstöðu til líknardrápsskýrsl-
unnar, en ósennilegt væri að
þingið afgreiddi slíkt viðkvæmni-
smál fyrir kosningar í maí
París/Wellington/... - Búist er
við að sérstakur rannsóknar-
maður Frakklandsforseta,
Bernard Tricot, skili á
fimmtudag skýrslu um tengsl
frönsku leyniþjónustunnar við
sprengjutilræðið í Auckland-
höfn þegar skipi grænfriðunga
var sökkt. Frönsk blöð eru á
einu máli um að franska leyni-
þjónustan DGSE eigi aðild að
tilræðinu, og er talið sennilegt
að varnarmálaráðherrann
Charles Hernu verði að segja
af sér eftir að það sannast.
Grænfriðungar hafa sent nýtt
móðurskip í „friðarflotann” sem
nú stefnir að kjarnorkutilrauna-
stöð frakka á Mururoa-rifi.
Mitterrand forseti hefur gefið
hernum skipun um að stöðva alla
umferð að rifinu, en talsmaður
grænfriðunga sagði í gær að orð
forsetans yrðu virt að vettugi ef
skipstjórum flotans litist svo.
Átök milli franska hersins og
grænfriðunga við Mururoa
mundu í kjölfar Rainbow
Warrior-málsins vekja gríðarlega
athygli og beina kastljósum að
kjarnorkuathæfi frakka í Kyrra-
hafi sem kallað hefur á sífelld
mótmæli í nágrenninu.
Forsætisráðherra Nýja-Sjá-
lands segist ekki hafá sannanir
um neitt en tekur fregnum í
frönskum fjölmiðlum „mjög al-
varlega”. Hann segir að ef þær
reynast hafa við rök að styðjast
fari nýsjálenska ríkisstjórnin í
mál við hina frönsku og krefjist
skaðabóta fyrir sína hönd, græn-
friðunga og fjölskyldu skipverj-
ans sem lét lífið í sprengingunni.
Stjórnaiandstaðan franska
hefur hingaðtil haft hægt um sig,
en einn leiðtoga nýgaullista sagði
á þingi í gær að forsætisráðherr-
anum bæri að segja af sér ef
ábyrgðin væri frakka. Blað
franska kommúnistaflokksins,
l’Humanité, sagði í gær að leyni-
þjónustan hefði ekki tekist á
hendur slík stórvirki án vitundar
forsetans sjálfs.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Óháð ríki
Kanar hóta
Singapore - Vernon Walters
fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ
gagnrýndi óháð ríki harðlega
fyrir afstöðu þeirra á SÞ-
þingum og hótaði þeim ríkjum
sem ekki taka afstöðu með
könum öllu illu.
Walters sagði á fundi í Singap-
ore að ríki utan hernaðarbanda-
laga greiddu 86,2 sinnum af
hundrað atkvæði með Sovét, og
kvaðst mundu gera allt sem í sínu
valdi stæði til að láta þessi ríki
finna fyrir því („make them feel
as bad as possible”).