Þjóðviljinn - 05.09.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Page 1
\ DJÓÐVIUINN BUSYSLAN HUS OG INNBU ÞJÓÐMÁL HEIMURINN september 1985 fimmtu- dagur 203. tólublað 50. órgangur Heimurinn fylgist agndofa með. Óhugnanlegar fréttamyndir birt- ast daglega af viðbjóðnum. Kaupir þú vörur frá Suður- Afríku? Til dæmis niðursoðna ávexti frá Del Monte, Libby’s, Golden-Reef eða Western Pride. Aðskilnaðarstjórnin fjármagnar stefnu sína með viðskiptum við umheiminn. Þess vegna skorum við á versl- unareigendur, innflytjendur og neytendur að taka höndum sam- an og hafna þessum blóði drifnu vörum.” -gg/Reuter Verðkönnun Sjá bls. 5. Apartheid Þrengtað Afríku Frakkar hætta við að auglýsa appelsínur frá Suður-Afríku vegna ofbeldisverka stjórnarinnarþar. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins hveturfólk til að kaupa ekki ávextifrá Suður-Afríku £ rönsk auglýsingastofa sem sér ■ um auglýsingar fyrir ríkis- reknu sjónvarpsstöðvarnar í Frakklandi hefur ákveðið . að hætta við að senda út fyrirhug- aðar auglýsingar á Outspan appelsínum frá Suður-Afríku, vegna mótmæia almennings. Þetta er í fyrsta sinn sem auglýs- ingastofan aflýsir auglýsingaher- ferð. Auglýsingarnar áttu að birtast í þessum mánuði. „Fyrri auglýs- ingar á Outspan appelsínum mættu mikilli gagnrýni og núver- andi ástand í Suður-Afríku gerir það að verkum að þessi auglýs- ingaherferð er óheppileg,” sagði talsmaður auglýsingastofunnar. Síðastliðið ár fluttu Frakkar inn ávexti frá Suður-Afríku fyrir 43 milljónir dollara. Eins og komið hefur fram í Þjóðviljanum eru Outspan app- elsínur þær algengustu á mark- aðnum hér á landi og eru til sölu í nær öllum matvöruverslunum. íslendingar flytja inn ávexti frá Suður-Afríku fyrir tugi milljóna króna á ári hverju. Félagar í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins dreifðu í fyrradag opnu bréfi til þjóðarinn- ar og hvöttu fólk til þess að kaupa ekki vörur frá Suður-Afríku. Bréf þeirra vaf á þessa leið: „Nú er svo ástatt í Suður- Afríku að ekki verður lengur við unað. Aðskilnaðarstefna hins hvíta minnihluta neitar meiri- hluta þegna sinna um lágmarks mannréttindi. Þeir sem berjast fyrir frelsi eru fangelsaðir og í að- gerðum er fólk barið niður, þar á meðal ófrískar konur og börn. Bónusinn VSI neitar „Vinnuveitendur vísuðu kröfu okkar um 30 króna bónusálag á bug eins og þeir hafa reyndar alltaf gert í þessum viðræðum og svo báðu þeir um enn einn frest- inn, nú fram á föstudag,” sagði Jón Kjartansson í samninganefnd VMSI í samtali við Þjóðviljann að loknum fundi með VSÍ um bón- usmál fiskverkunarfólks í gær. Jón sagði að ástæðan fyrir frestun að þessu sinni væri sú, að vinnuveitendur vildu athuga bet- ur ýmis atriði sem varða fastanýt- ingu í bónus. „Það er sama sagan og áður að mennirnir sem við erum að semja við eru ekki í neinum tengslum við það sem er að gerast í fisk- vinnslu í landinu. Fiskverkendur fá ekki að koma nálægt þessum viðræðum, því þeim er einfald- lega ekki treyst til þess. Þeim er bara ýtt til hliðar,” sagði Jón. -gg Á tónleikunum verður nýtt Kukl-efni og nýtt Megasar-efni sem við vinnum úr verða listaverk augnabliksins og ekki teknir upp, svo fyrir þá sem ekki koma saman, sögðu Kuklararnir Björk Guðmundsdóttir og Einar Örn Benediktsson, verður það sár missir. Þetta er í eina skiptið sem Kukl og Megas verða sami um hljómleika Kukls og Megasar á föstudag og laugardag. hluturinn. Tónleikarnir skipta okkur miklu máli og við látum utanlandsreisu Við reynum að gera tónleikana sem besta frá okkar hendi og einbeitum Kukls sitja á hakanum meðan við erum að vinna í þessu. En við erum ekki okkur að undirbúningi 24 tíma á sólarhring. Flytjum meira að segja inn breskan alvarlegir tónlistarmenn svo þetta verður hopp og hí og tralllala. tónlistarmeistara, Mel sem verður hljómblendir á tónleikunum. Tónleikarnir Ljósm.E.ÓI. Útvarpsstjóri Hvaða svarti listi er þetta? Sjónvarpsþáttur með Cliff Richard sendur út á laugardag en söngvarinn er á svörtum lista SP vegna stuðnings við apartheidstefnu S-Afríkustjórnarinnar mótmælaskyni við apartheid stefnu stjórnvalda. Ég veit ekki hverjir eru á þess- Eg verð að játa að ég hef þennan svarta lista ekki undir hönd- um, sagði Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri er Þjóðviijinn . innti hann álits á því hvort ekki hefði komið til greina að sýna ekki dægurlagaþátt með Cliff Richards sem verður á dagskrá nk. laugardag. Nýlega bar það til tíðinda í Noregi að tæknimenn sjónvarps stöðvuðu óvænt útsendingu á tónleikum hljómlistarmannsins Cliff Richards þar í landi og var ástæðan sú að söngvarinn er kominn á svartan lista Samein- uðu þjóðanna vegna tónleika- halds í S-Afríku. Hefur hann ekki viljað fallast á tilmæli þess efnis að hætta við tónleikaför þangað í um svarta lista né á hvaða for- sendum menn eru settir á hann,” sagði útvarpsstjóri í gær. „Út- varpsráð hefur lagt blessun sína yfir þetta dagskrárefni og ég sé enga ástæðu til þess að taka fram fyrir hendur þess. Þessi listi hefur ekki borist inn á borð til mín og mér finnst afstætt að blanda mannréttindabrotum í S-Afríku inn í þetta. Ég fyrir mitt leyti sé ekki ástæðu til þess að hætta við þessa útsendingu þó að eitthvert fólk á Norðurlöndum sé ekki sátt við það.” -vd Brauðin I verðkönnun sem Búsýslan gerði í vikunni, kom í Ijós að ófá- anleg eru þessi gamaldags malt-, rúg- og normalbrauð. Þess í stað er hægt að fá þýsk maltbrauð, rúgsigtibrauð og svo mætti lengi telja. Samhliða þessum nafna- breytingum hefur verðið líka breyst. Hjá Verðlagsstofnun var Þjóð- viljanum gefið upp svokallað við- miðunarverð en það er fram- ieiðslukostnaður ásamt 17% söluálagningu og ætti þá malt- brauð sem vegur 750 grömm að kosta 21.20 krónur, rúgbrauð sem vegur 750 gr. kosta 22.70 og normalbrauð ætti að kosta 18.70. -sp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.