Þjóðviljinn - 05.09.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Qupperneq 2
FRÉTTIR Dagvistarmál Deilt um vandann Anna K. Jónsdóttir fulltrúi Sjálfstœðisflokksins íStjórnarnefnd: Fíflagangur leiðir ekki til neins r Ikvöld er á dagskrá í útvarpinu fímmtudagsumræðan um dag- vistunarmál. Meðal þátttakenda er Anna K. Jónsdóttir formaður stjórnarnefndar Dagvistunar og annar af tveimur fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í nefndinni. Þjóð- viljinn sló á þráðinn til Önnu og spurði hana fyrst um megin við- horf hennar í dagvistarmálum og hvort hún teldi vanda eins mikinn og starfsmenn og foreldrar halda fram. Hvernig finnst þér að borgar- stjóri hafí staðið sig í þessu máli? „Hann hefur staðið sig vel. Það getur verið að hann hafi ekki get- að kynnt sér málin nógu vel strax í upphafi vegna tímaskorts, en ég hef trú á því að hann eigi eftir að sjá til þess að vandinn verði leystur. Hann hefur sýnt mjög mikinn skilning á málunum og reynst mér vel. Það hefur alltaf verið mikil eftirsókn í stöður ó- faglærðra á dagheimilum, því þetta er gefandi starf og enda þótt laun spili inn í, þá held ég að þau séu ekki stærsti vandinn." Ef þetta eru svona eftirsótt störf, hvernig stendur þá á því að enn eru dcildir lokaðar í dag? „Svona fíííagangur, að vera alltaf að rífast um hve margar deildir séu lokaðar, leiðir ekki til neins. Þær deildir sem lokaðar voru fyrir helgi voru opnaðar aft- ur á þriðjudag, og það er eins og að sumir hafi stefnt að því að þessar deildir væru lokaðar á mánudeginum." Hvað áttu við með því? „Ég vil ekkert segja um það meira, þetta var vegna skyndi- legra mannabreytinga og spurn- ing um örfáar manneskjur sem olli þessum lokunum fyrir helg- ina. Aðgerðir foreldra og fóstra á mánudeginum eiga kannski þátt í þessu, ég veit það ekki,“ sagði Anna K. Jónsdóttir að lokum. -vd. „Vandinn er fyrst og fremst skortur á ófaglærðu fólki,“ sagði Anna. „Hann stafar af offram- boði á atvinnu fyrir þetta fólk. Það er nýr vandi en núna kemur betur í ljós að fóstruskortur er og verður alltaf fyrir hendi. Þær að- gerðir sem komið hafa upp til þess að fá ófaglært fólk inn á heimilin eru alls ekki nein árás á fóstrustéttina, slík ummæli eru bara fyrirsláttur. Og þetta nýja námskeið sem er verið að bjóða upp á er efnislega mjög áhuga- vert, og ég held að það muni koma til með að hækka laun tals- vert, mig minnir að það séu einir tveir launaflokkar sem bætast á laun ófaglærðs fólks ef það fer á þetta námskeið." Nú vilja margir halda því fram að þessar lausnir séu aðeins tíma- bundnar, hvað fínnst þér um það? „Það er bara rugl og della. Að sjálfsögðu óttast ég frekari hreyf- ingar á fólki en ég held að þær verði ekki eins miklar og í fyrra, einmitt vegna þessara nám- skeiða. Og að auki er öllu starfs- fólki boðið upp á að fá pláss fyrir börn sín á lægra gjaldi, og ég tel að það séu miklar líkur á því að fólk sem á sjálft börn hafi áhuga á barnauppeldi." Tónleikar Tónverk fyrir hvali „Við viljum fá fyrirsætukaup," sögðu smiðirnir sem eru að vinna við Alþingis húsið. Ljósm. Sig. Alþingishúsið Loftað út hjá Framsókn Um þessar mundir er verið að betrumbæta Alþingishús okk- ar íslendinga. í gær voru smiðir í óða önn við að brjóta glerið úr gluggum skrifstofu Framsóknar- flokksins. Það á að endurnýja glerið og svo er einnig verið að setja grindur fyrir gluggana til þess að þeir líti út eins og upphaf- lega. Þetta eru engar stórvægilegar framkvæmdir, sögðu smiðirnir, aðeins viðhald. Einnig er verið að gera við þakið og hleðslustein- ana. Inni í húsinu er verið að huga að því hvernig breyta eigi þingsalnum þannig að hann geti tekið við 63 þingmönnum eftir næstu kosningar í stað 60 eins og nú er. SA Er ekki bara hæfilegt atvinnu- leysi meðal ófaglærðs fólks lausnin á daqvistunarvandan- um? Félagshyggjufólk Undirbýr útgáfu tímarits Fundur að Hótel Hofi 12. sept. í undirbúningi er stofnun fé- lags, sem hefur það að markmiði að hleypa af stokkunum tímariti, er túlki hugsjónir og áform félags- hyggjufólks. Hefur sérstök undir- búningsnefnd þegar tekið til starfa. Ekki er talið tímabært að efna til útgáfu dagblaðs. „En við vilj- um reyna fyrir okkur með útgáfu tímarits, eins eða fleiri, sem fjalla um daglegt líf í landinu, s.s. af- komu heimila, neytendamál, húsnæðismál, hag launafólks, jafnrétti kynjanna, menningar- mál, umhverfismál, fjölmiðlun og margvísleg áhuga- og tóm- stundamál fólksins," segir undir- búningsnefndin. Stefnt er að mánaðarriti í stóru upplagi. Stofnfundur útgáfufélagsins verður haldinn að Hótel Hofi fimmtudaginn 12. sept. n.k. Nán- ari upplýsingar gefa meðlimir undirbúningsnefndarinnar: Reynir Ingibjbartsson, s. 5-25262 og 21944, Auður Styrkársdóttir, Vilhjálmur Árnason s. 23712, Þórður Gunnar Valdimarsson, s. 24476, Jón Á. Sigurðsson, Árni Sigurjónsson s. 22827, Magnús Ólafsson s. 29604 og Ásdís Ing- ólfsdóttir s. 621968. -mhg Noregur Vinstri flokkar í sókn Útlitfyrir nauman sigur borgaraflokkana en bilið hefur mjókkað. Hanna Kvanmo úr SV er vinsœlasti stjórnmálamaður Noregs og flokkur hennar bœtir verulega við sig. Tónsmiðurinn og kontrafagott- leikarinn Dr. Werner Schulze og píanóleikarinn Elisabeth Zajac- Wiedner eru á ferð um Norður- lönd og munu halda þrenna tón- ieika hér á landi. Fyrstu tónleik- arnir verða í Valaskjálf á Egils- stöðum sunnudaginn 8. septemb- er kl. 17.00. Þá verða tónleikar í Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 10. september kl. 20.30 og í Lang- holtskirkju fimmtudaginn 12. september kl. 20.30. Tvö verk verða frumflutt hér „Trio fyrir Zwio“ eftir Schulze og „Fjórir þættir fyrir kontrafagott og nótnaborðshljóðfæri“ eftir Helmut Neumann. Þá flytja Elis- abeth Zajac-Wiedner og Werner Shulze eða Zwio eins og þau kalla sig tvíleiksverk fyrir hvali og kontrafagott. Verkið er tileinkað hvölum og upptaka með „söng“ hnúfubaka notaða. Hnúfubakar eiga fjölbreytt tónamál og sömu stefin koma fyrir á skipulegan hátt sem leiðir líkum að því að hnúfubakar „tali“ saman á þenn- an hátt. að bendir flest til þess að borgaraflokkarnir vinni sigur í kosningunum á mánudaginn en hann verður naumari en útlit var fyrir í upphafí kosningabarátt- unnar, sagði Jan Otto Hauge rit- stjórnarfulltrúi norska viku- blaðsins Ny Tid í viðtali við Þjóð- viljann í gær. Hauge sagði að kosningabar- áttan hefði að mestu snúist um efnahags- og félagsmál en utan- ríkismál hefðu verið minna á dag- skrá. „Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt það að félagsleg þjón- usta af ýmsu tagi og þó einkum heilbrigðisþjónusta skuli hafa dregist saman á sama tíma og vel árar í efnahagsmálum. Noregur á 90 miljarða dollara inneign á er- lendum bönkum og í ljósi þess telur andstaðan undarlegt að bið- raðir eftir leguplássum á sjúkra- húsum lengist dag frá degi,“ sagði Hauge. „Einnig telja menn að atvinnuleysi sé meira en ástæða væri til.“ Eins og áður segir hafa vinstri flokkarnir verið heldur í sókn eftir því sem á líður kosningabar- áttuna. „Ekki síst Sósíalíski vinstriflokkurinn, SV,“ segir Hauge. „SV er spáð umtalsverðri fylgisaukningu og að þing- mönnum flokksins fjölgi úr fjór- um í 6-7.“ Þótt svo færi að Verkamann- aflokkurinn, SV og lítill frjáls- lyndur flokkur, Venstre, næðu samanlagt meirihluta á þingi sagði Hauge að ekki væri við því að búast að þeir mynduðu sam- steypustjórn. „Það er ljóst að mynduð yrði minnihlutastjorn Verkamannaflokksins sem nyti stuðnings SV og Venstre á þingi. SV er ekki andvígur því í grund- vallaratriðum að ganga til stjórn- arsamstarfs en segir sem svo að á meðan flokkurinn er jafnh'till og raun ber vitni sé ekki raunhæft að ganga inn í stjórn,“ sagði Hauge. Kosningabaráttan hefur að sjálfsögðu snúist mest um þau Káre Willoch forsætisráðherra og Gro Harlem Brundtland for- mann Verkamannaflokksins sem yrði forsætisráðherra ef flokkur hennar myndaði stjórn. „En það hefur komið fram í 4 skoðana- könnunum í röð að vinsælasti stjórnmálamaður Noregs um þessar mundir er Hanna Kvanmo úr SV. Hún hefur notið vaxandi fylgis undanfarin ár og má þakka það því hve alþýðleg hún þykir í máli. Hún er í framboði í Nordland-fylki og eru horfur á því að flokkurinn bæti við sig manni þar og fái tvo kjörna," sagði Hauge. -ÞH 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 5. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.