Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ Bœjarvaktin 60% kauphækkun lækna Læknarnir sem nú annast bæjarvaktina í Reykjavík munu fá 50-60% kauphækkun verði samningur TR við læknafé- lögin staðfestur í tryggingaráði. Þá tekur gildi bráðabrigðasamn- ingur um óbreytt kerfi á bæjar- vaktinni þar til aðalsamningur- inn um verktakaþjónustu lækn- anna tekur gildi. Þetta upplýsti Adda Bára Sig- fúsdóttir á borgarstjórnarfundi í fyrrinótt og sagði kostnaðarauka •Adda Bára Sigfúsdóttir: Grafið undan heilsugœslukerfinu í Reykjavík. •EggertG. Porsteinsson: Spurning hvort framkvœma á heilsugæslulögin íReykjavík eða ekki sjúkrasamlagsins vegna bráða- birgðasamningsins vera 280 þús- und krónur á mánuði. Adda sagði það alvarlegasta við samninginn að með honum væri verið að grafa undan heilsu- gæslukerfinu í Reykjavík. Nær hefði verið að semja við lækna á heilsugæslustöðvunum um vaktþjónustuna en þann tak- markaða hóp sem nú annast hana ogfær að hennar sögn20% hækk- un fyrir hverja vakt og enn meiri hækkun fyrir vitjanir. Vaktir á tveimur heilsugæslustöðvum í Reykjavík lögðust af í vor vegna kjaradeilu og samkvæmt samn- ingnum er ekki gert ráð fyrir að þær verði teknar upp aftur. Þetta gagnrýndi Adda harðlega og sagði engan hafa betri forsendur til að annast vaktþjónustu en ein- mitt lækni á hverfisstöð. Eggert G. Þorsteinsson for- stjóri TR sagði í gær að sam- kvæmt útreikningum samninga- nefndar TR væri ekki um 60% launahækkun að ræða samkvæmt bráðabirgðasamningnum. Hann hafði ekki tölur á reiðum hönd- um en sagði þetta aðeins almenna kauphækkun frá síðustu samn- ingum svo og hækkun vegna kjar- adóms BHM frá í júlí. Trygging- aráð hefur samninginn nú til um- fjöllunar og sagði Eggert að þar væri verið að skoða hann nánar hvað varðaði kostnaðarhliðina og ekki síður varðandi heilsu- gæslukerfið. „Spurningin er hvort það á að komast í fram- kvæmd í Reykjavík eða hvort það er búið mál,“ sagði hann. Ragnar Árnason formaður stjórnar Sjúkrasamlags Reykja- vílcur vildi ekki segja neitt um innihald samningsins í gær. Hann sagði aðeins að stjómin myndi af- greiða athugasemdir sínar við hann til tryggingaráðs ekki síðar en á þriðjudaginn kemur. A ukafjárveitingar 881 miljón um miðjan júlímánuð Albert Guðmunds- son ekki staðið við neinfyrirheitsín um meðferð fjárlaganna Aukafjárveitingar Alberts Guðmundssonar námu 881 milj- ón króna frá áramótum fram í miðjan júlí. Aukafjárveitingarn- ar eru til ýmissa hluta, en skatt- lagningaráform ríkisstjórnarinn- ar fyrir næsta ár nema 1.7 milj- arða króna. Við afgreiðslu fjárlaganna í fyrra var gert ráð fyrir 700 miljón króna halla en hann mun verða yfir tveimur miljörðum króna. Ríkisbáknið hefur aldrei verið jafn kostnaðarsamt og á yfir- standandi ári, einsog Geir Gunn- arsson sýndi fram á við afgreiðslu fjárlaga í fyrra. Albert hefur ekki staðið við nein fyrirheit sín um meðferð fjárlaganna eða stefnu- mið í starfinu. Um þetta er m.a. fjallað í Innsýnargrein í dag. Sjá bls. 5 Snákur á dag kemur... Peking — Ungur kínverskur bóndi þjáðist af tíðum krampak- östum þar til hann brá á það ráð að borða lifandi eitursnáka. Bóndinn hefur étið slíka snáka daglega í tvö ár og hefur það dug- að gegn krampanum. En þá rann það upp fyrir Wang Biao að hann var orðinn háður snákum. Hann verður bókstaflega að sporð- renna eins og einum snák fyrir hverja máltíð. Við þessu brást hann með því að koma sér upp snákarækt því snákar sjást ekki á hans heimaskóðum allan vetur- inn. Nú þykist hann hólpinn því hann á 200 stykki í búri en það ætti að nægja fram eftir vetri. Og væntanlega eðla kvikindin sig í búrinu. -ÞH/reuter Quömundur Baldursson og eiginkona hans, Maria Pisani frá Möltu, í brúðarkossi og í vinstri hendi Guð- mundar eru verðlaun hans sem Þjóðviljinn afhenti honum rétt fyrir brúðkaupið í gær. Mynd: Sig. Knattspyrna Sá besti giftir sig og flytur til Möltu Það er mikið um að vera hjá heilaga. Brúðhjónin ungu eru Ómar Torfason var í gær út- Guðmundi Baldurssyni, knatt- síðan á leið til Möltu nú á næstu nefndur Stjörnuleikmaður Þjóð- spyrnumanni úr Breiðabliki, dögum. Þar ætla þau að setjast viljans 1985 og Guðmundur Har- þessa dagana. í gær tók hann við að, a.m.k. um stundarsakir, og aldsson Stjörnudómari Þjóðvilj- viðurkenningu frá Þjóðviljanum Guðmundur leikur sennilega ans. Þá fengu lið Fram og Skall- sem besti leikmaður 2. deildar- með Sliema Wanderers í vetur. agríms sérstakar viðurkenningar innar í knattspyrnu 1985, og í Hann stefnir samt að því að verða sem lið ársins í 1. og 2. deild. næstu andrá var hann mættur útí mættur í slaginn með Breiðabliki Árbæjarkirkju til að ganga í það á ný næsta vor. Sjá bls. 6 Blindrafélagið Fjársvikin mun verri en haldið var í fyrstu Fyrrum framkvœmda- stjóri dró sérfé alltfrá 1981. Um margar miljón- iraðrœða. Halldór Rafnar formaður Blind- rafélagsins: Snertir nán- ast alla rekstrarþœtti Rannsókn á misferli fyrrver- andi framkvæmdastjóra Blindaf- élagsins hefur leitt í ljós mun um- fangsmeiri fjársvik og fjárstuld en talið var í fyrstu. Ná fjársvikin allt aftur til ársins 1981 og hafði framkvæmdastjórinn dregið til sín minnst 3 miljónir í grunntölum úr sjóðum félagsins þar til upp komst um svikin nú í vor. „Þetta er ansi fjölbreytt og kemur nánast víðast við í okkar starfsemi. Misferli þessa manns snertir að pví að ég get sagt nán- ast alla rekstrarþætti félagsins en ekki eingöngu happdrættið eins og talið var í fyrstu," sagði Hall- dór Rafnar formaður Blindrafé- lagsins en hann gegnir nú jafn- framt stöðu framkvæmdastjóra að ósk stjórnar félagsins. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur verið með þetta fjársvik- amál til rannsóknar í sumar og er rannsóknin komin á lokastig. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var það eitt fyrsta verk framkvæmdastjórans fyrrverandi eftir að honum var sleppt úr gæsl- uvarðhaldi, að stofna heildsölu og senda erindi til allra viðskipta- aðila Blindrafélagsins erlendis, þar sem tilkynnt var að félagið ætlaði sjálft að hætta öllum inn- kaupum og hann byðist til að taka þau mál í sínar hendur. Forráðamenn Blindrafélagsins komust að þessu og sendu öllum viðskipta og samstarfsaðilum sín- um erlendis þegar skeyti þar sem greint var frá stöðu mála og þeirri lögreglurannsókn sem stendur yfir á misferli framkvæmdastjó- rans. -4g.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.