Þjóðviljinn - 21.09.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Side 4
LEIÐARI Höfuðborg með spillta stjóm Hiö rétta eöli Sjálfstæöisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur hefur komiö sífellt betur í Ijós á þessu sumri, þegar flestum eru að veröa Ijós spillingartengslin milli flokksins og ýmissa stór- fyrirtækja. Reykvíkingar eru smám saman að gera sér grein fyrir því, aö Sjálfstæðisflokkurinn virðist telja það frumskyldu sína aö standa vörö um hagsmuni stórbísanna í borginni, heildsal- anna, útgeröarmógúlanna og annarra peninga- manna. Umhyggjan fyrir fólkinu sem býr í borg- inni er hins vegar í algeru lágmarki og minnkar sífellt. Þaö sést best á því aö fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins hefur Davíð Oddsson beitt sér fyrir hverri verðhækkuninni á þjónustu borgar- innar á fætur annarri. Svo rammt hefur kveöiö aö þessu, aö sjálfur fjármálaráðherra og flokksbróöir Davíðs, Albert Guömundsson, lét þau orð falla á síðusta borg- arstjórnarfundi, aö til aö mynda væri ekki víst aö hægt væri að réttlæta hinn feykilega hagnað Rafmagnsveitunnar. En okurverö borgarstjór- ans á rafmagni hefur leitt til þess að hjá Raf- magnsveitunni safnast sjóðir meðan fjárhagur borgarbúa hefur aldrei veriö jafn bágur. Albert fjármálaráöherra lét líka í Ijós mjög alvarlegar efasemdir um að hækkun Sjálfstæðisflokksins á strætómiðum væri sanngjörn, og neitaöi aö styöja hana! Þaö er einfaldlega staöreynd að fólkið sjálft, borgarbúar, er ekki lengur þaö sem skiptir höfuðmáli hjá Sjálfstæöisflokknum, held- ur er forgangur settur á ættingja einstakra borg- arfulltrúa í Hamarshúsinu, á flokksvinina í ís- birninum, hjá Eimskip og heildsölufyrirtækjum á borö við Garðar Gíslason hf. En fólkiö er gleymt. I Strætómiöarnir sem það þarf aö borga eru hækkaðir meðan gatnagerðargjöld flokksvin- anna í fyrirtækjum eru felld niöur. Þessi tvö gerólíku viöhorf: Annars vegar um- hyggja Sjálfstæðisflokksins fyrir peningamönn- unum og hins vegar umhyggja Alþýðubanda- lagsins og hinna minnihlutaflokkanna fyrir fólk- inu og áhugi þeirra á því að búa til manneskju- lega byggð í Reykjavík, kom skýrt fram á fyrsta borgarstjórnarfundinum eftir sumarið, sem var haldinn í fyrrakvöld og fyrrinótt. Þar voru fimm mál á dagskrá, sem öll spegl- uðu vel hversu fjarlægur Sjálfstæöisflokkurinn er orðinn fólkinu í borginni. • í fyrsta lagi dagvistarmál. Þau eru alger- lega í ólestri, faglært fólk fæst ekki til starfa af því kaupið er svo lágt. Sjálfstæðisflokkurinn reynir ekki einu sinni að leysa vandann, Davíð borgarstjóri spókar sig á sundskýlunni á suð- rænum ströndum meðan hverri deildinni er lok- að á fætur annarri. Minnihlutaflokkarnir hafa hins vegar lagt til að fóstrum verði boðin mannsæmandi laun, til að hægt sé að opna deildirnar aftur. Hvað með til dæmis að borga forstöðukonum og öðru starfsfólki yfirvinnuna sem Sjálfstæðisflokkurinn lætur það vinna kauplaust í dag? • í öðru lagi „sameining“ BÚR og ísbjarn- arins. Öllum er Ijóst að hún ereinungis hugsuð' til að forða ísbirninum, skuldum vöfnum, frá yfirvofandi greiðsluþroti. Þess vegna meðal annars greip borgarstjóri til þess örþrifaráðs að fela bréf frá öðru frystihúsi, Kirkjusandi, til að spilla ekki fyrir möguleikum vina flokksins í ís- birninum til að krækja sér í feitan bita úr sjóðum Reykvíkinga. • í þriðja lagi hækkunin á strætómiðun- um. Á henni var engin þörf. Borgin hefur sjaldan staðið jafn vel, enda á undan gengin þvílík skatt- heimta af hálfu Sjálfstæðisflokksins að menn muna ekki annað eins. Gegn þessari hækkun lögðust allir stjórnarandstöðuflokkarnir í borg- arstjórn. Meira að segja Albert Guðmundsson treystist ekki til að styðja hana og kallar hann þó ekki allt ömmu sína. • í fjórða lagi Skúlagötumálið. Þar ætiar Sjálfstæðisflokkurinn að leyfa fyrirtækjum, sem öll hafa dyggilega greitt í flokkssjóðina á liðnum árum, að byggja í gróðaskyni allt upp í 14 hæða stórhýsi. Gatnagerðargjöld verða auðvitað eng- in borguð, en kannski eitthvað smáræði renni í sjóði Sjálfstæðisflokksins í staðinn. í þessu máli standa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinaðir gegn Sjálfstæðisflokknum. • í fimmta lagi er það heilsugæslustöðin við Drápuhlíð. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða rekstur hennar út. Það er ekkert annað en at- renna flokksins að því að láta heilsugæslu í borginni í hendur einkageiranum, og leyfa hon- um að græða á sjúkum og öldruðum. Gegn þessu standa allir minnihlutaflokkarnir. Þessi dæmi sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn er á hraðri leið burt frá fólkinu. Umhyggja hans fyrir velferð borgarbúa heyrir fortíðinni til. Hann er flokkur þeirra sem eiga fyrirtæki og nóg af pen- ingum. Að því ættu menn að hyggja, þegar kosningaár fer í hönd. Ó-ÁUT pu öetuk alls £KK\ iavíð Hó 'i HAFMARR'R-e>|' f?E/KjAV'\K. oHfeiM HÆTTLilu UANDSBY^Di.M ERawb$ H6--£6 AiÆti MBÐ % - :■ XJFBRV 14- t&KCfr, rúERT li. vj \ ORUG&AK/ ÞAR W -V ) NOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttaatjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Arnason, Páll Valsson, Sigriður Pótursdóttir, Sævar Guð- bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrtf8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrtfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiöslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bflstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sirni 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Askriftarverö ó mánuöi: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.